Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 45
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 45 Úrval fermingargjafa Góð fermingartilboð FREMSTIR FYRIR GÆÐI NÝ hestavöruverslun Hestar og menn var nýlega opnuð að Lyng- hálsi 4 í Reykjavík en eigendur hennar eru hjónin Ásgeir Svan Her- bertsson og Kollbrún Kolbeins- dóttir. Að sögn Ásgeirs er meg- instefnan að reka lágvöruverlsun þar sem boðið er upp á helstu vöru- flokka sem hestamenn þurfa og nefndi hann þar reiðtygi og járn- ingaáhöld. Einnig verða þar seldar skeifur frá Kerckhart í Hollandi sem er, að sögn Ásgeirs, stærsti skeifnaframleiðandi í heimi. Einnig verður seldur reiðfatnaður í versl- uninni og svo að sjálfsögðu kambar, pískar, fóðurbætir svo fátt eitt sé nefnt. Sagði Ásgeir það alveg á tæru að álagning á hestavörur hafi verið býsna mikil og benti hann á að hann væri að flytja inn sömu vörumerki í ýmsum vöruflokkum og fengjust í öðrum verslunum og væri verðmun- ur umtalsverður. Þá sagði hann að það hefði tíðkast að kunnir útvaldir hestamenn hafi fengið góð afslátt- arkjör í hestavöruverslunum en í Hestar og menn fá allir þessi góðu kjör. Með lítilli rekstrareiningu og hóflega mörgum vöruflokkum telur Ásgeir að þau geti boðið lægra verð á ýmsum vöruflokkum en verið hef- ur á markaðnum. „Ætli megi ekki segja að við séum Davíð á móti Golí- at í samkeppninni á markaðnum og með þessu framtaki tökum við þátt í að halda verðbólgunni fyrir neðan rauða strikið,“ sagði Ásgeir bjart- sýnn á gengi verslunarinnar. Verslunin er afar skemmtilega innréttuð á tveimur hæðum. Mest áhersla er lögð á reiðtygi frá Top Reiter en einnig verða önnur merki á boðstólum. Starfsmenn í versl- uninni auk eigenda eru þeir Óli Herbertsson bróðir Ásgeirs og Bjarni Þór Sigurðsson. Kolbrún og Ásgeir voru að von- um ánægð með nýju versluninni þar sem markmiðið er að bjóða upp á lægra vöruverð á ýmsum vöru- flokkum en verið hefur á mark- aðnum undanfarið. Morgunblaðið/Valdimar Hestar og menn opnuð á Lynghálsi LÍTILSHÁTTTAR breytingar hafa verið gerðar á ýmsum atriðum varðandi kynbótasýningar eða skerping á ýmsum atriðum eins og Ágúst Sigurðsson hrossaræktar- ráðunautur kaus að kalla það. Er hér að hluta um að ræða að- lögun að ýmsu í reglum FEIF (Al- þjóðasamband eigenda íslenskra hesta) varðandi kynbótadóma en stefnt er að sameiginlegu dómkerfi við kynbótadóma í öllum aðildar- löndum sambandsins. Er þar til dæmis um að ræða reglur um fóta- búnað, en FEIF-reglurnar eru mjög líkar þeim íslensku eins og þær hafa verið. Það sem kemur nýtt inn er til dæmis að nú verður halli hófs að vera samsvarandi við halla kjúkunnar. Oft hefur viljað brenna við að of langt er gengið í söfnun framhófa í því augnamiði að fá hærri fótaburð, hreinna tölt eða sporna við styttingi á skeiði. Þá gerist það oft að halli hófsins verð- ur meiri en halli kjúkunnar og fer þá að mæða meira á sinum og lið- böndum. Þá er hámarkslengd hófa leyfð 9,0 sm í stað 9,5 sm. Heimilt verður þó að gera undantekningu ef hrossið mælist yfir 137 sm á stang- armáli á herðakamb. Í þeim tilvik- um má lengdin vera allt að 9,5 sm. Nú sem fyrr má ekki muna meira en tveimur sentimetrum á lengd fram- og afturhófa. Þá er tekið fram í reglunum að hámarksþykkt skeifna sé 8 mm og hámarksbreidd 22 mm og engin frá- vik leyfð frá því. Einnig er tekið fram að skeifurnar séu af hæfilegri stærð miðað við stærð hófa, en komið hefur fyrir að hross séu járn- uð á mun stærri skeifur en þau í raun ættu að bera, þá sérstaklega á framhófum. Heimilt er að nota skafla að stærð 15x15mm og 12 mm á hæð. Þá er tekið fram að afbrigðilegar járningar séu bannaðar, s.s. upp- steyptir hófar. Þá er tekið fram að óheimilt sé að nota pottaðar skeifur og þykir mörgum sú breyting vel tímabær. Að sögn Ágústs þótti ótækt að taka óbreyttar FEIF-reglur um beislabúnað upp, því þar virtist vanta alla rökhugsun að baki því hvað væri leyft og hvað bannað. Hefði meðal annars margt af því sem hér á landi þykir sjálfsagður skaðlaus búnaður verið bannaður. Var Eyjólfur Ísólfsson fenginn til að semja reglur sem byggjast bæði á íslensku og alþjóða reglunum. Taldi Ágúst mjög líklegt að sótt yrði á breytingar um reglur um beislabúnað á vettvangi FEIF. Heimilt er að nota mél án liðamóta, með einum eða tveimur liðum. Há- marksþykkt bitans skal vera 10 sm, hann má ekki vera með hrjúft yf- irborð eða gróft. Mélin mega ekki vera snúin, grófkorna eða ásoðin. Mél sem uppfylla þessi skilyrði má nota við allar tegundir hringa- méla, íslenskar stangir, hálfstangir og tvítaumsstangir (pelam). Þá er skerpt á dómsaðferðum við dóma á stökki. Nú verður gefin sér- stök einkunn fyrir hægt stökk. Áfram verður gefin ein einkunn fyrir stökk og sú einkunn skilyrt, því sé ekkert hægt stökk sýnt er hámarkseinkunn fyrir stökk 8,5. Ef einungis er sýnt hægt stökk verður hámarkseinkunn fyrir stökk 8,0. Þá verður gefin einkunn 5,0 ef einungis er sýnt kýrstökk. Þessar áherslu- breytingar á stökkinu eru nokkuð hliðstæðar því sem gert var á tölt- inu fyrir nokkrum árum. Þá er einnig skerpt á fetinu í dómum. Þar segir að ríða skuli fet í miðri sýningu en ekki í fyrstu um- ferð eða síðustu þegar hrossið er í dómi. Skal fetið riðið beint fyrir framan dómarana og eiga sýning- arhaldarar að merkja greinilega 50 metra kafla þar sem fetið skal sýnt á, en í reglunum segir að ríða skuli 30 til 50 metra. Þá segir að geri knapi enga tilraun til að sýna fet dæmist sýningin ógild og hrossið fær engan dóm. Það er því eins gott fyrir knapa að gleyma ekki fetinu. Skerpt á reglum um kynbótasýningar BOÐIÐ var upp á tvær sýningar í fyrsta skipti í ár og veitti svo sann- arlega ekki af, því færri komust að en vildu og spurðist meðal annars út að tvær rútur hefðu mætt á staðinn full- ar af fólki en því miður hefði orðið að vísa þeim frá því húsrúm leyfði ekki fleiri áhorfendur. Eins og ávallt áður var unga fólkið í miklum meirihluta á sýningargesta og sýningaratriðin að venju með örfáum undantekningum borin uppi af ungum hestamönnum. Mikil vinna og fyrirhöfn hefur ver- ið lögð í sýningaratriðin og komu þar margir að. Árangurinn var líka eftir því, hvert atriðið öðru betra, skraut og munsturreiðar ýmiskonar, söng- ur, dans og hljóðfæraleikur ungra hestamanna og hunda og svo hestur lagður til svefns. Fyrir utan skemmtanagildi sýn- ingarinnar sem er mikið ef marka má þessa miklu aðsókn má hiklaust telja hana hafa skapað sér mikilvægan sess í kynningu á hestum og hesta- mennsku. Þarna kemur mikill fjöldi barna og unglinga sem stunda hesta- mennsku í litlum eða engum mæli og má mikið vera ef enginn þeirra laðast að þessari áhugaverðu frístundaiðju sem verður síðar meir atvinna margra. Þá virðist sem Æskan og hesturinn sé orðin vinsælasta reið- hallarsýning sem haldin er á landinu en taka verður með í reikninginn í slíkum samanburði að ókeypis er inn á þessa sýningu. Pollar sem er tiltölulega nýr ald- ursflokkur í hestamennskunni fékk heldur betur að njóta sín að þessu sinni en 40 börn í þessum flokki riðu um sal hallarinnar við mikla kátínu sýningargesta. Eftir 10 til 15 ár má gera ráð fyrir að einhverjir þeirra muni fara um sali hallarinnar í alvar- legri erindagjörðum á gæðingum í fremstu röð. Mikil ánægja ríkti með sýninguna að þessu sinni enda samkoman ein- staklega vel heppnuð. Morgunblaðið/Valdimar Hvítt og svart var atriði unglinga úr Herði kallað þar sem voru einungis svartir og hvítir hestar og knaparnir klæddir til samræmis við það. Parareið var eitt af atriðum sýningarinnar og hér fara tvær stúlkur á gráum gæðingum, önnur þeirra er reyndar í hlutverki herrans. Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni í Víðidal Fjölsóttasta reið- hallarsýning ársins Sýningunni Æskan og hesturinn hefur vaxið fiskur um hrygg. Allt frá fyrstu sýningu fyrir sex árum hefur aðsókn farið ört vaxandi og nú er talið að sýningargestir hafi verið um fimm þúsund og meðal þeirra var Valdimar Kristinsson sem skemmti sér prýðilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.