Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 52
DAGBÓK
52 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Vigri, Natacha, Laug-
arnes, Richmond Park
og Ice Lady koma í
dag. Víðir fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Hamrasvanur, Polar
Siglir og Ocean Tiger
komu í gær. Florinda
fór í gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 551 4349, opinn alla
miðvikud. kl. 14–17,
flóamarkaður, fataút-
hlutun og fatamóttaka
sími 552 5277 eru opin
annan og fjórða hvern
miðvikud. kl. 14–17.
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Svarað í síma Krabba-
meinsráðgjafarinnar,
800 4040 kl. 15–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa og
postulínsmálning. Far-
ið verður í Borgarleik-
húsið laugardaginn 16.
mars, að sjá Boðorðin
níu. Ath. sýningin hefst
kl. 17. Rútuferð frá
Aflagranda 40 kl. 16.15.
Skráning í afgreiðslu s.
562-2571.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofan, kl.
13 spilað, kl. 13–16.30
opin smíðastofan. Allar
uppl. í síma 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–17
fótaaðgerð, kl. 10
banki, kl. 13 spiladag-
ur, kl. 13–16 vefnaður.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13–16.30, spil og
föndur. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9–12
aðstoð við böðun, kl. 9–
16.45 hárgreiðslu-og
handavinnustofur opn-
ar, kl. 10–10.45 leik-
fimi, kl. 14.30 banki.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18. Bingó spilað í
Gullsmára 13, föstu-
daginn 15. mars kl 14.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
10 hársnyrting, kl. 10–
12 verslunin opin, kl.
13 föndur og handa-
vinna, kl. 13.30 enska,
byrjendur.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. 14. mars fé-
lagsvist á Álftanesi kl.
19.30 á vegum Kven-
félags Bessastaðahr.,
21. mars félagsvist á
Garðaholti kl. 19. 30 á
vegum Kvenfélags
Garðabæjar. Mið. 13.
mars kl. 11.15 og 12.15
leikfimi, kl. 13.05 róleg
stólaleikfimi, kl. 13.30
handavinnuhornið, og
vinnustofa, gler, kl. 16.
trésmíði, nýtt og notað.
Fimmtud. 14. mars kl,
9 vinnustofa, gler, kl.
12.15 spænska, kl. 13
postulínsmálun, kl. 14
málun og keramik.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Mynd-
list kl 13, pílukast kl
13:30 á morgun pútt í
Bæjarútgerð kl 10–
11:30, opið hús í boði
Sjálfstæðisfélagsins í
Hafnarfirði kl. 14.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Leikfélagið
Snúður og Snælda sýn-
ir í Ásgarði í Glæsibæ,
söng- og gamanleikinn
„Í lífsins ólgusjó“ og
“Fugl í búri“. Sýn-
ingar: Miðviku- og
föstudaga kl. 14 og
sunnud. kl. 16. Miða-
pantanir í s: 588-2111,
568-8092 og 551-2203.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í göngu
frá Ásgarði kl. 10.
Söngfélag FEB kóræf-
ing kl. 17. Línudans-
kennsla fellur niður.
Söngvaka kl. 20.45.
Fimmtud: Brids kl. 13.
Framsögn kl. 16.15,
brids fyrir byrjendur
kl. 19.30. Heilsa og
hamingja fyrirlestrar
laugard. 16. mars n.k.
kl. 13.30 í Ásgarði
Glæsibæ. Framtals-
aðstoð frá Skattstofu
Reykjavíkur verður
þriðjud. 19. mars panta
þarf tíma. Sparidagar á
Örkinni 14.–19.apríl.
Uppl. á skrifstofu
FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð, opin vinnu-
stofa, postulín, mósaik
og gifsafsteypur, kl. 9–
13 hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun. Opið alla sunnu-
daga frá kl. 14–16 blöð-
in og kaffi. Ath. sunnu-
dagana 17., 24. og 31.
mars er lokað
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar, frá
hádegi spilasalur op-
inn, veitingar í veit-
ingabúð. Aðstoð við
skattframtal verður
veitt miðvikud. 20.
mars, skráning hafin.
Fimmtud. 21. mars
verður félagsvist í sam-
starfi við Hólabrekku-
skóla. Uppl. um starf-
semina á staðnum og í
s. 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10 handavinna, kl.
10. boccia, kl. 11 hæg
leikfimi, kl. 13 fé-
lagsvist FEBK og gler-
list, kl. 15–16 viðtals-
tími FEBK, kl. 16
hringdansar, kl. 17
bobb. Handverksmark-
aður verður fimtudag-
inn 14. mars kl. 14–16.
Margt góðra og eigu-
legra muna verður á
boðstólum.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55
róleg stólaleikfimi, kl.
13 keramikmálun.
Hraunbær 105. Kl. 9
opin vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl.
9–12 útskurður, kl. 9–
17 hárgreiðsla og fóta-
aðgerðir, kl. 11 banki,
kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9 böðun, föndur-
klippimyndir, kl. 9 og
kl. 10 jóga, kl. 15
teiknun og málun.
Fótaaðgerð, hársnyrt-
ing.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun 14.
mars að Korpúlfs-
stöðum kl. 10. Kaffi-
stofan er opin. Allir
velkomnir. Uppl. veitir
Þráinn Hafsteinsson s.
5454-500.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9–16 fótaaðgerðir,
kl. 9–12 tréskurður, kl.
10 sögustund, kl. 13
banki, kl. 14 félagsvist,
kaffi, verðlaun. Fé-
lagsstarfið er opið öll-
um aldurshópum, allir
velkomnir.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
9.15–16 postulínsmálun
og myndmennt, kl. 13–
14 spurt og spjallað, kl.
13–16 tréskurður.
Vitatorg. Kl. 9 smíði
og hárgreiðsla, kl. 10
fótaaðgerðir, morg-
unstund, bókband og
bútasaumur, kl. 12.30
verslunarferð, kl. 13
handmennt og kóræf-
ing, kl. 13.30 bókband,
kl. 15.30 kóræfing.
Laus pláss eru í fata-
saum, körfugerð og
bútasaumsnámskeið.
Bústaðakirkja, starf
aldraðra Spilað föndrað
helgistund og gáta
Gestur: Stefán Einar
Matthíasson æða-
skurðlæknir. Þeir sem
vilja láta sækja sig í
skráningu hjá kirkju-
verði s. 533 8500 eða
Sigrún s. 864 1448
Barðstrendingafélagið
Félagsvist í Konnakoti,
Hverfisgötu 105, kl.
20.30 í kvöld. Allir vel-
komnir.
Sjálfsbjörg, félags-
heimilið Hátúni 12. Fé-
lagsvist kl. 19.30 í
kvöld. Félagsfundur
verður í Gjábakka,
Fannborg 8, Kópavogi
(ekið inn hjá bens-
ínstöðinni). Laugardag-
inn 16. mars. Fund-
arefni: Hver er stefna
og viðhorf verkalýðs-
hreyfingarinnar varð-
andi öryrkja.
Spurningakeppni átt-
hagafélaga. 1. keppni
af 4 verður í Breiðfirð-
ingabúð Faxafeni 14
fimmtud. 14. mars kl.
20. Mætið stundvíslega.
Hana-nú Kópavogi.
Ekki er fundur í Bók-
menntaklúbbi Hana-nú
í kvöld. Næsti fundur
er miðvikud. 20. mars
kl.20 á Lesstofu Bóka-
safns Kópavogs.
Í dag er miðvikudagur 13. mars,
72. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Vísa mér veg þinn, Drottinn, lát mig
ganga í sannleika þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.
(Sálm. 86, 11.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 gjörfilegt, 8 spræna, 9
náðhús, 10 veiðarfæri, 11
þrældómur, 13 eldstæði,
15 rengla, 18 nurla sam-
an, 21 orsök, 22 borgi, 23
ávöxtur, 24 rétta.
LÓÐRÉTT:
2 bætir við, 3 gamalt, 4
ilma, 5 gemlingur, 6 asi, 7
spaug, 12 greinir, 14 sefa,
15 unaður, 16 skapilla, 17
spelahurð, 18 vísa, 19
fáni, 20 heimskingi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 pósts, 4 skrök, 7 kenna, 8 lemur, 9 pál, 11 róar,
13 hrós, 14 ómega, 15 farm, 17 ljót, 20 agn, 22 tuggu, 23
ættin, 24 kunna, 25 tæmdi.
Lóðrétt: 1 pukur, 2 sunna, 3 skap, 4 soll, 5 rumur, 6
korns, 10 ágeng, 12 Róm, 13 hal, 15 fátæk, 16 Regin, 18
játum, 19 tonni, 20 auga, 21 nægt.
Víkverji skrifar...
NÝLEGA áskotnaðist Víkverjabókin Fólk á fjöllum, göngu-
leiðir á 101 tind. Er hún eftir þá
fjallamenn Ara Trausta Guðmunds-
son og Pétur Þorleifsson. Þessir
fjallamenn hafa langa reynslu af
ferðalögum og miðla hér af þekk-
ingu sinni á áhugaverðan og skýran
hátt.
Í bókinni er lýst göngu á 101 fjall.
Tekin er opna í bókinni fyrir hvert
fjall, leiðin sýnd á korti, helstu tölur
birtar, svo sem um vegalengd, hæð,
hækkun og göngutíma og í töflu er
sett fram mat á erfiðleikum og
hættu. Einnig er mynd af fjallinu
og í hnitmiðuðum texta er leið og
aðstæðum lýst.
Víkverja sýnist þetta áhugaverð
og hagnýt bók að öllu leyti. Þarna
má fá nauðsynlega leiðarlýsingu sé
ætlunin að halda á ókunna tinda.
Einnig er hægt að skoða töflurnar á
fljótlegan hátt og sjá hversu tind-
arnir eru háir eða hversu hækkunin
er mikil. Út frá því má velja fjall í
samræmi við getuna. Þarna sér
Víkverji einkum möguleika sína –
að geta valið í fljótheitum álitlegt
fjall út frá metrunum. Til dæmis
Þóristind en á hann tekur upp-
ganga aðeins 40 til 60 mínútur eða
Vindbelgjarfjall sem má sigra á 40
til 50 mínútum. Auðvitað eru ýmis
önnur álitleg fjöll þarna eins og
Herðubreið eða Hekla en þá er líka
verið að tala nánast um dagsferðir.
En það er Víkverji búinn að af-
greiða því hann stærir sig óhikað af
því að hafa gengið á Heklu. En
hann er líka jafnmontinn af því að
hafa sigrað Grábrók sem tók reynd-
ar ívið styttri tíma – og vel á minnst
hennar er ekki getið í bókinni.
Kannski kemur framhald.
x x x
ÞÓTT Víkverji segi sjálfur fráhefur hann sem sagt stöku
sinnum lagt fyrir sig fjallgöngu um
ævina, líklega fjórum til fimm sinn-
um á jafnmörgum áratugum. Hefur
hann jafnvel hugmyndir um að gera
annað eins á næstunni og láta líða
heldur styttri tíma milli fjalla. Þá
ætti það nú að ganga áður en elli
tekur völdin.
Spurningin er hvaða garð skal
ráðast á – þennan sem er hæstur
eða einhvern annan. Hægt er að
velja fjöll í óbyggðum eins og
Tungnafellsjökul og Rauðkoll eða í
alfaraleið einsog Búlandstind og
Hafnarfjall, þekkt fjöll einsog Keili
eða Vífilsfell, og minna þekkt eins-
og Blámannshatt eða Jörundarfell.
x x x
AÐ LOKUM má kannski bendaþeim fjallamönnum á eitt at-
riði. Þeir tilgreina nefnilega upp-
göngutíma á tindana og segja að
ofangangan taki oftast 50–60% af
þeim tíma. Hins vegar láta þeir al-
veg hjá líða að benda á þá stað-
reynd að þá reynir nú fyrst á lærin!
Ætli uppgangan reyni nema 50–
60% á lærin en niðurferðin 100%?
Þetta hlýtur að geta orðið rann-
sóknarefni fyrir næstu bók.
Og alveg að lokum: Það er engin
þörf á að vera göngufíkill til að lesa
Fólk á fjöllum. Hún stendur alveg
fyrir sínu sem fróðleg lesning og
landafræði með bráðlaglegum
myndum.
Og í þriðja lagi að lokum: Nestið
er náttúrlega eitt aðalatriðið. Fyrir
utan það sem þeir benda á í bókinni
að menn hafi drykk og létt nesti er
rétt að muna að ekki er síður mik-
ilvægt að eiga eitthvað gott þegar
komið er á leiðarenda. Þá er tilefni
til að verðlauna sig með einhverju
girnilegu. Er það ekki einn aðal-
tilgangur fjallgöngu?
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Hárlitur án
kemískra efna?
Í DESEMBERHEFTI
Neytendablaðsins var
grein „Kemískir kokteil-
ar“ og fjallaði hún um
hárliti. Í framhaldi af
lestri þessarar greinar
var ég að velta því fyrir
mér hvort ekki væru fá-
anlegir hárlitir í verslun-
um eða apótekum sem
væru án kemískra efna?
Þeir sem gætu gefið upp-
lýsingar vinsamlega hafið
samband í síma 564-1928.
Söng- og danskennsla
fyrir 3 ára
KONA hafði samband við
Velvakanda og sagðist
hún vera að leita sér upp-
lýsinga um hvar hægt sé
að fá söng- og/eða dans-
kennslu fyrir 3 ára börn.
Þeir sem geta gefið upp-
lýsingar um þetta hafi
samband í síma 864-4259.
Bókar leitað
ÉG er að leita að bók sem
heitir Þjóð bjarnarins
mikla eftir Jean M. Auel.
Þessi bók er úr þriggja
bóka flokki og er sú fyrsta
í röðinni. Þessi bók virðist
hvergi fást og væri vel
þegið að fá upplýsingar
um hvar hægt sé að nálg-
ast hana. Þeir sem vita
hvar hægt er að nálgast
bókina vinsamlega hafið
samband við Sigurlaugu í
síma 482-1719.
Myndir í óskilum
ÞESSI mynd var í
myndabunka sem fannst í
plastpoka sl. fimmtudag.
Myndirnar virðast hafa
verið teknar bæði hér-
lendis og erlendis. Upp-
lýsingar í síma 697 5833.
Tapað/fundið
Gleraugu
týndust
GLERAUGU, brún með
litlum glerjum, týndust
líklega á Snorrabraut sl.
föstudag. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 552-
6818.
Framhlið af bíla-
útvarpi í óskilum
FRAMHLIÐ á bílaút-
varpi fannst í Lautasmára
í Kópavogi. Upplýsingar í
síma 554 6937 eftir kl. 17.
Úr týndist
ÚR tapaðist miðvikudag-
inn 6. mars fyrir utan
verslunina Epal. Þetta er
kvenúr, stállitað með gyll-
ingu. Ef einhver hefur
fundið úrið mitt vinsam-
legast hringið í Ásdísi í
síma 699 0924 eða skilið
því í Epal.
Dýrahald
Vigfús er enn týndur
VIGFÚS er merktur og
sést hefur til hans í Efra-
Breiðholti. Þeir sem geta
hjálpað honum að rata
heim í Hólaberg 28 og/eða
gefið upplýsingar, vin-
samlega hringið í síma
557 2491, 898 6423 eða
899 7929. Vigfús er eldri
og stærri en myndin sýn-
ir. Fundarlaun.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÉG vil lýsa yfir undrun
minni á þeirri umræðu
um aðbúnað fanga sem
átt hefur sér stað und-
anfarið hjá Stöð 2 og
Fréttablaðinu. Þessir
menn eru með kröfur á
hendur samfélaginu en
hvað hafa þeir sjálfir lagt
af mörkum til samfélags-
ins? Atli Helgason, tals-
maður fanga, gagnrýnir
harðlega að langtíma
fangar skuli ekki fá dag-
leyfi fyrr en eftir fimm
ár. En er ekki ástæða
fyrir því að þessir menn
eru lokaðir inni? Ég
mundi ekki vilja mæta
dæmdum morðingja úti á
götu skömmu eftir að
hann hefur framið sinn
glæp og verið dæmdur til
refsingar. Finnst mér
með ólíkindum að verið
sé að gera þessa menn að
píslarvottum. Hvað með
aðstandendur þeirra sem
þessir afbrotamenn hafa
skaðað – og jafnvel vald-
ið dauða? Ekki fá þeir að-
stoð frá samfélaginu,
hvorki ókeypis sál-
fræðiþjónustu né fjár-
hagsstuðning.
Það er ástæða fyrir því
að þessir menn sitja
þarna inni og taka út
sína refsingu – þeir hafa
brotið af sér og ættu að
skammast sín.
Það eru tvær hliðar á
þessum málum.
Sigurður Þórðarson.
Tvær hliðar á hverju máli