Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ó.H.T Rás2 HK DV Ekkert er hættulegra en einhver sem hefur engu að tapa! Frá leikstjóra The Fugitive SCHWARZENGGER Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.10. Vit 349. Regína Harry Potter Úr sólinni í slabbið! Sýnd kl. 5.35, 8 og 10.30. B.i. 12. Vit nr. 341. Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 348. B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. Vit nr. 351. Sýnd kl. 3.45. E. tal. Vit 294 Sýnd kl. 3.50 og 5.55 Ísl. tal. Vit 338 Sýnd kl. 4 íslenskt tal. Vit 325 8 Tilnefningar til Óskarsverðlauna Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr 335. B.i. 12. Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.40. B.i. 16. m.a. fyrir besta mynd, besta aðalhlut- verk, besta aukahlut- verk, besta leikstjórn, og besta handrit. Hlaut að auki 4 Golden Globe verðlaun og 2 Bafta verðlaun. kvikmyndir.is SG DV  kvikmyndir.com 8 Sýnd kl. 3.45. Vit 328 m.a. fyrir bestu mynd, besta aðalhlutverk, Strik.is RAdioX Ó.H.T Rás2 Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin Ó.H.T Rás2 HK DV HK DV Sýnd kl. 10. B.i. 14. 8 Tilnefningar til Óskarsverðlauna m.a. fyrir besta mynd, besta aðalhlutverk, besta aukahlutverk, bestu leikstjórn, og besta handrit. Hlaut að auki 4 Golden Globe verðlaun og 2 Bafta verðlaun. 8 Sýnd kl. 5, 7 og 9. B.i. 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30 og 10.30. B. i. 16. ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2  HL Mbl  SG DV Sýnd kl.5. 4 Tilnefningar til Óskarsverðlauna 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 9.15. B.i. 14. kvikmyndir.is SG DV ½kvikmyndir.com  HJ Mbl ÓHT Rás 2 Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV tilnefningar til Óskarsverðlauna5 Tilnefningar til frönsku Cesar - verðlaunanna13 Sýnd kl. 7. Sýnd kl. 8. Sýnd kl.5. Íslenskt tal. „ . . . ég fór af henni með verk í maganum af hlátri. Mörg tónlistaratriðineru líka vel útfærð . . . . „  Kvikmyndir.is  DV Bloomsbury-bókaútgáfan banda- ríska hefur undanfarið gefið út nokkrar bækur þar sem rithöfundar segja frá borgum sem þeir þekkja vel eða eru þeim kærar. Serían ber heitið Writer and the City, og fyrsta bókin í útgáfuröðinni var bók Ed- munds Whites um París sem hér er gerð að umtalsefni. Það verður að tekjast vel við hæfi að Edmund White skuli skrifa um Par- ís, enda þekkir hann borgina mætavel eftir að hafa búið þar í tæpa tvo ára- tugi. Hann velur bókinni heiti eftir frönsku orði sem notað er um þann sem röltir um borgina, eiginlega stefnulaust, sér allt en er þó ekki að fylgjast með neinu sérstöku. White eru eðlilega rithöfundar hugleiknir en hann rekur einnig stuttlega félagssögu borgarinnar, segir frá því hvernig það hafi verið að vera samkynhneigður í París í gegnum aldirnar, tíundar hlutskipti blökkumanna í París, þar á meðal Sidneys Bechets og Josephine Bak- er, segir frá Baudelaire og birting- armynd franskrar þjóðernishyggju og deilum um hver sé hinn raunveru- legi konungsarfi, og skýtur inn frá- sögnum af örlögum auðmanna af gyðingaættum, sérkennilegum söfn- um, til að mynda Nissim de Cam- ondo-safninu, og svo má telja. Eins og sjá má er hlutskipti utangarðs- mannsins White hugleikið og verður eins konar leiðarstef í gegnum bók- ina, þótt yfirbragðið sé skemmtilega sundurlaust í takt við heiti hennar. Þeir sem grípa bók Whites og halda að þeir séu komnir í ferða- handbók verða eflaust fyrir von- brigðum, því hann er ekki að lýsa því hvar hægt sé að kaupa eitt eða ann- að, hvar sé að finna merkilega kirkju eða minnisvarða, heldur er hann að reyna að draga fram andrúmsloftið í París eins og hann upplifði borgina, að reyna að gefa mynd af henni sem ekki er hægt að ná fram með ljós- eða kvikmyndatækni. Fyrir vikið er bókin sérdeilis skemmtileg, eins og Whites er siður, stirð í gang en síðan erfitt að leggja hana frá sér. Þeir sem hafa komið til Parísar eiga sjálfsagt eftir að fá einna mest út úr bókinni, en þeir sem ætla þang- að gerðu vel í að kíkja í þessa bók og fá þannig nýstárlega nasasjón af borginni. Nýstárleg nasasjón Árni Matthíasson The Flaneur: A Stroll Through the Para- doxes of Paris eftir Edmund White. 211 síður innbundin í litlu broti. Bloomsbury gefur út 2001. Nýjar bækur ALLT FRÁ ÞVÍ ég tók að lesa dag- blöð fyrir fjórum áratugum hafa þau verið uppfull með fréttir af ástandi í Palestínu, eins og það er kallað. Líkt og flestir Vesturlandabúar hafði ég samúð með Ísraelsmönnum sem voru svo fáir og smáir gegn ofurefli liðs þar sem þeir voru að reyna að byggja upp ríki þar sem allir gyð- ingar gætu átt hæli. Í fréttum var alltaf talað um landið þar sem þeir bjuggu sem land sem þeir ættu rétt á (hafði ekki guð sagt að þeir ættu það?) og ekki hafði maður skilning til að átta sig á að fyrir var í landinu fólk sem var hrakið á brott með báli og brandi, beitt ofbeldi til að fórn- arlömb ofbeldis fengju skjól; til þess að Vesturlönd gætu þvegið af sé skömmina yfir því að hafa látið ill- virki Þjóðverja afskiptalaus. Ekki er þörf að rekja söguna frek- ar, það vita vitanlega allir meira og minna hvað hefur átt sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarin misseri og áratugi, þar sem Ísrael er orðið mesta herveldi á þeim slóðum, hvernig Ísraelsmenn hafa sigrað ná- granna sína í tveimur styrjöldum og lagt undir sig stóra landshluta. Þar hafa hjaðningavígin gengið á víxl, palestínskir hermdarverkamenn myrt þá sem þeir hafa komist í tæri við og þá helst saklausa borgara, og Ísraelsmenn hefnt sín með því að myrða þá sem þeim er í nöp við, beita saklausa borgara ofbeldi og skjóta óvopnuð ungmenni. Í umfjöll- uninni vill aftur á móti oft gleymast að Ísraelsmenn eru hernámsþjóð; þeir eru að beita hernumda þjóð of- beldi eins og bandaríski teiknarinn og blaðamaðurinn Joe Sacco bendir á í merkilegri bók sinni Palestine sem kom út á síðasta ári. Fórnarlömb kúgunar og pyntinga Joe Sacco fór til Palestínu vetur- inn 1991–1992 til að kynna sér ástandið á hernumdu svæðunum, landi sem Ísraelsmenn tóku her- skildi 1967. Hann lýsti þessari heim- sókn síðan í níu teiknimyndaheftum sem var síðan safnað á bók og gefn- ar út á síðasta ári. Í frásögn sinni, sem er myndasaga en þó með all- miklum texta, beitir Sacco að mestu reglu Isherwoods, hann er eins og myndavél sem reynir að sýna hlut- laust hvað fram fer, en er þó líka að taka afstöðu því viðmælendur hans eru allir fórnarlömb herstjórnarinn- ar, kúgunar og pyntinga. Dæmin um villimannslegt fram- ferði ísraelskra hermanna eru ótelj- andi og mörg óþægilega svæsin. Nefni til að mynda þegar ungmenni er skotið í bakið á hlaupum undan hermönnum, eftir að hafa verið að henda í þá grjóti. Drengnum er ekið á sjúkrahús og rétt búið að gera að sárum hans þegar ísraelskir her- menn ryðjast inn til að leita að þeim sem þeir skutu. Eins og Sacco rekur söguna fara þeir á milli rúma og berja og svívirða sjúklingana og reyna að knýja þá til að segja til piltsins. Þegar þeir síðan finna hann sjálfir slá þeir hann og berja til að fá hann til að segja til nafns. Hann vill það aftur á móti ekki, enda myndi það kosta fjölskyldu hans offjár að leysa hann úr fangelsi. Hermennirn- ir hefja hann þá á loft úr rúminu og kasta í gólfið svo hann handleggs- brotnar. Þegar hann grípur emjandi um handlegginn sparka þeir í hand- legginn og þegar læknar skerast í leikinn eru þeir líka barðir og einn sjúkraliði handleggsbrotinn. Dreng- urinn var meðvitundarlaus í tvo sól- arhringa, nefbrotinn og með brotnar tennur eftir barsmíðarnar, en það verður honum til bjargar að þegar hermennirnir snúa aftur til að berja hann meira eru útsendarar Rauða krossins á staðnum svo hann slepp- ur. „Járnhnefareglan“ og heimilaðar pyntingar Sögur sem þessi eru legíó, nefni sem dæmi frásögn Saccos af svo- nefndri „járnhnefareglu“ sem var við lýði um tíma, en hún byggðist á því að allir grunaðir skyldu bein- brotnir. Af þessu og öðru má því ráða að það hefur verið opinber stefna ísraelska hersins að beita pyntingum, að refsa grunuðum svo harkalega að hafi þeir ekki brotið af sér muni þeir ekki þora að gera það eftirleiðis. Ekki er örgrannt um að lesandi uppi á Íslandi eigi erfitt með að trúa slíkum frásögnum, að það sé opinber stefna að meiða fólk og lim- lesta, en rennir stoðum undir það er Sacco segir frá því er hæstiréttur Ísarels lagði blessun sína yfir það 1987 að pyntingum sé beitt í yfir- heyrslum til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Sacco er ekkert að skafa utan af því þegar hann segir frá grimmd- arverkum hernámsliðsins, en hann rekur líka þversagnirnar í palest- ínsku samfélagi, þar á meðal þá staðreynd að konur njóta minni rétt- inda er karlmenn. Víst taka þær þátt í baráttunni gegn hernámslið- inu, en þær eru samt settar skör lægra og ekkert bendir til annars en að þær verði aftur að hverfa í skugg- ann ef óvinurinn verður einhvern tímann sigraður. Einnig segir Sacco frá því hvernig Palestínumenn beita eigin lögum, myrða þá sem grunaðir eru um að starfa með Ísraelsmönn- um, myrða þær konur sem leggjast með ísraelskum hermönnum eða þá sem grunaðir eru um samstarf við Ísraelsmenn og svo má telja. Eins og rauður þráður í gegnum allt ganga síðan sömu spurningarnar; hvers vegna þarf Ísrael ekki að fara eftir samþykktum Sameinuðu þjóð- anna, spyrja palestínskir gestgjafar Sacco, hvers vegna þurfa þeir ekki að fara eftir Genfarsáttmálanum um réttindi hernumdra þjóða, hvers vegna komast þeir upp með að pynta fólk og limlesta, neita því um læknishjálp, svelta það og niður- lægja? Það er galli á bókinni hve hún er löng; sem níu hefti sem lesandi kaupir til að mynda mánaðarlega gengur sagan upp, en þegar allt er komið í eina bók verður sagan yf- irþyrmandi og lesandi verður dofinn fyrir óhugnaðinum og skelfingunni. Einnig hefði verið gagn í því að fá sjónarmið ísraelsks almennings og þá ekki sömu þreyttu lummurnar og Sacco hefur eftir þeim fáu Ísraelum sem hann hittir, sama tuðið og heyrst hefur frá yfirvöldum þar í landi í áratugi. Honum tekst þó býsna vel að renna stoðum undir þá skoðun að ekki sé friðvænlegt í Pal- estínu og verði ekki á meðan þjóð- ernisöfgamenn ráða ferðinni í Ísr- ael, því óbilgirni þeirra kalli á samsvarandi viðbrögð og styrki þjóðernisöfga- og hryðjuverkamenn meðal Palestínumanna; bók Saccos sýnir að Ísraelsmenn safna glóðum elds að höfði sér. Palestine, teiknimyndasaga eftir Joe Sacco. Fantagraphic Books gef- ur út 2001. Fæst í Nexus. Óhugnaður og skelfing Lengur en elstu menn muna hefur verið ófriðlegt fyrir botni Miðjarðarhafs. Árni Matthíasson las myndasögu sem segir frá ástandinu í Palestínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.