Morgunblaðið - 13.03.2002, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
ÚTSÝNIÐ yfir höfuðborgarsvæðið
var fagurt í gær er þeir fóru undir
kvöld á loft á mótorsvifdrekum sín-
um Markús Jóhannsson og Árni
Gunnarsson, félagar í Svifdreka-
félagi Reykjavíkur. Markús er hér
yfir Hafravatni á leið inn til lend-
ingar á braut félagsins við rætur
Úlfarsfells. Ljósmyndarinn fékk far
með Árna, sem er Norðurlanda-
meistari í drekaflugi, en þessir mót-
orsvifdrekar eru tveggja manna og
svífa létt um loftin blá árið um
kring. Fáir farkostir af þessari
gerð eru til hér á landi en þeim
fljúga einkum svifdrekaflugmenn.
Þess má geta að námskeið í svif-
drekaflugi hefjast innan skamms
hjá Svifdrekafélaginu þar sem allt
áhugafólk um þessa íþrótt, sem
fyrst og fremst er stunduð á sumr-
in, er boðið velkomið.
Á mótor-
svifdreka
yfir Hafra-
vatni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir hækkun neysluverðsvísitölunn-
ar um 0,4% frá fyrra mánuði ekki
gefa tilefni til svartsýni um að mark-
mið um þróun verðlags gangi eftir.
Hækkunin stafi eingöngu af liðum
sem hafi ekkert með almenna verð-
lagsþróun að gera. Annars vegar sé
um að ræða áhrif af því að vetrarút-
sölum sé lokið og hins vegar séu
hækkanir sem orðið hafi vegna þess
að samningar séu ekki í gildi við
sjúkraþjálfara.
Hækkunin veldur forystumönnum
samtaka vinnumarkaðarins miklum
vonbrigðum og Grétar Þorsteinsson,
forseti ASÍ, segir tvísýnt hvort varð-
bólgumarkmiðið í maí muni nást.
Vísitala neysluverðs miðað við
verðlag í marsbyrjun var 221,8 stig
og hækkaði um 0,4% frá fyrra mán-
uði. Ef vísitalan á að haldast innan
rauða striksins í maí, sem er bundið
við 222,5 stig, má hún ekki hækka um
meira en 0,3% í næstu tveimur mæl-
ingum í apríl og maí.
Skv. upplýsingum Hagstofunnar
er vetrarútsölum nú víðast lokið og
leiddi það til 6,7% verðhækkunar á
fötum og skóm, en áhrif þess á hækk-
un vísitölunnar eru 0,31%. Gjöld
vegna heilsugæslu hækkuðu um
6,0% (0,11% vísitöluáhrif), aðallega
vegna mikillar hækkunar á hlut ein-
staklinga í kostnaði við sjúkraþjálf-
un. Hins vegar lækkaði verð á mat og
drykkjarvörum um 1,1% og vó þar
þyngst 3,4% verðlækkun á kjöti.
Forsætisráðherra segir ástæðu-
laust að ætla að svona aðstæður
verði uppi þegar næsta vísitölumæl-
ing verður gerð. Ef búið verði að
semja við sjúkraþjálfara lækki sú
tala og hækkanir eftir að vetrarút-
sölum lauk verði gengnar yfir.
ASÍ og SA áttu ekki von
á svona miklum hækkunum
Davíð segir meginatriði málsins að
verðbólgan sé á niðurleið. Þriggja
mánaða verðbólga sé nú 4½% og
menn muni væntanlega sjá eftir tvær
vísitölumælingar til viðbótar að verð-
bólgan á tólf mánaða tímabili hafi
lækkað verulega. ,,Stöðugleikinn er
kominn á aftur og það er að skapast
kyrrð á markaðinum,“ segir Davíð.
,,Þetta er mun meiri hækkun en við
áttum von á,“ segir Grétar Þor-
steinsson. ,,Það jaðrar við að tala
megi um áfall að sjá þetta,“ segir
hann. ,,Þetta er meiri hækkun en við
vorum að vonast eftir en ég held
samt sem áður að það sé of snemmt
að útiloka að markmiðið geti náðst.
Það er þó augljóslega þörf á því að
allir aðilar sem hafa áhrif á verðlag,
stórir sem smáir, stuðli að þessu
markmiði,“ segir Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri SA.
Forystumenn ASÍ hafa óskað eftir
fundi með ríkisstjórninni og Samtök-
um atvinnulífsins í dag til að fara yfir
stöðu málsins.
Forsætisráðherra segir hækkun vísitölu ekki gefa tilefni til svartsýni
Meginatriði að verð-
bólgan er á niðurleið
Má ekki/30
LÆKNAR í ákveðnum sérgrein-
um á Landspítala – háskólasjúkra-
húsi hafa síðustu misserin safnað
rétti til töku á fríi vegna langra
vakta. Myndast þessi réttur þegar
lögboðinn hvíldartími skerðist og
fá læknar 1,5 klst. í frí fyrir hverja
klukkustund sem hvíldartíminn
skerðist. Dæmi eru um lækna sem
eiga allt að einu ári í óteknu fríi
vegna þessa, margir eiga margar
vikur eða mánuði en ekki hefur
verið unnt að veita þessi frí vegna
manneklu.
Hulda Hjartardóttir kvensjúk-
dómalæknir gerir þessi mál að um-
talsefni í grein í nýjasta hefti
Læknablaðsins þar sem hún segir
að vaktafyrirkomulag Landspítala
sé í uppnámi. Frítökurétturinn
hefur myndast frá haustinu 1997
þegar vinnutímatilskipun EES var
tekin upp í kjarasamningum lækna
sem og margra annarra stétta.
Hulda sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þessi réttur kæmi ekki
síst til hjá sérfræðingum sem
stæðu sólarhringsvaktir, t.d.
barnalæknum, fæðingarlæknum
og svæfingarlæknum. Hann mynd-
aðist ekki vegna bakvakta, heldur
vegna staðarvakta eða bundinna
vakta. Hún sagði því mjög mis-
jafnt hversu mikill frítökuréttur
hefði safnast upp hjá einstökum
læknum, allt frá nokkrum vikum
upp í ár hjá þeim sem mestan rétt
ættu.
Heimilt er að greiða út þriðjung
af fríinu en tvo þriðju verða menn
að taka. Frí sem þannig safnast
upp fyrnist ekki. Sagði hún úti-
lokað að læknar gætu tekið út
þetta frí nema með breyttu fyr-
irkomulagi og með fjölgun í stétt-
inni. Þá segir hún í greininni í
Læknablaðinu að yfirstjórn spít-
alans leiti leiða til að draga úr
þessum frítökurétti. Hulda segir
breytingar á vaktafyrirkomulagi
augljóslega kalla á mikinn fjölda
lækna. Samkvæmt útreikningum
sínum geti reynst nauðsynlegt að
fjölga læknum um 20–30% á deild-
um þar sem staðarvaktir eru nauð-
synlegar til að leysa af lækna í fríi.
Uppsafnað frí lækna vegna vakta veldur vanda á Landspítala
Dæmi eru um að læknar
eigi inni frí í heilt ár
TÆPLEGA 8.000 manna hverfi
verður á Garðaholti á sunnanverðu
Álftanesi samkvæmt nýju ramma-
skipulagi svæðisins sem kynnt var
almenningi í gær. Gert er ráð fyrir
2.400–2.440 íbúðum á svæðinu, sem
tilheyrir Garðabæ, en í dag eru íbúar
bæjarins um 8.500 talsins.
Skipulagssvæðið er á þeim hluta
Álftaness sem hefur verið nefnt
Garðahverfi og tekur rammaskipu-
lagið til vestari hluta Garðahverfis
eða þess svæðis sem oftast er kallað
Garðaholt. Rammaskipulagið nær til
um 170 hektara lands en því til við-
bótar eru strand- og jaðarsvæði við
hraunbrún um 25 hektarar.
Byggðin mun mynda sjálfstæðan
afmarkaðan bæjarhluta í Garðabæ
og munu Garðakirkja og gamla sam-
komuhúsið á Garðaholti marka mið-
kjarna svæðisins en á milli þessara
bygginga verður þungamiðja hverf-
isins. Umhverfis hverfiskjarnann
verður blönduð byggð einbýlis-, rað-
og fjölbýlishúsa sem verða allt að
fimm hæðir. Þá er áformað að við
ströndina verði reist smábátahöfn.
Þrír grunnskólar, fjórir leikskólar
og einn framhaldsskóli verða á svæð-
inu auk íþróttasvæðis.
Íbúafjöldi
Garða-
bæjar tvö-
faldast
Um 8.000/14
Nýtt hverfi í bígerð
ÞEGAR röntgenmynd var tekin af
nefi Jónatans Magnússonar, hand-
knattleiksmanns hjá KA, á mánu-
dag kom í ljós brot úr tönn sem fast
var í nefinu. Um var að ræða brot
úr tönn Þorvarðar Tjörva Ólafs-
sonar, leikmanns Hauka, en þeir
lentu í miklu samstuði í kappleik
liðanna í fyrravor. Jónatan nef-
brotnaði en Þorvarður slapp með
brotna tönn.
Tönn í nefi
Haukatönn/B1
♦ ♦ ♦