Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 4

Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MMC Pajero Sport President 2.5 díesel, f. skr.d. 06.02. 2000, ek. 18 þ. km, 5 d., bsk., sóll., leðurinnrétting o.fl. Verð 3.290.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is HÉRAÐSDÓMUR Vestur- lands hafnaði í gær kröfu Verkalýðsfélags Akraness um frávísun á dómsmáli sem Vil- hjálmur Birgisson hefur höfð- að gegn félaginu til að fá að- gang að öllum bókhaldsgögn- um þess frá 1997 til 1999. Vilhjálmur situr í aðalstjórn félagsins og var flutningsmað- ur vantrauststillögu á meiri- hluta stjórnar félagsins sem samþykkt var á aðalfundi í desember sl. Að mati dómara var Vil- hjálmur sem einstaklingur í stjórn og fulltrúi félagsmanna í henni talinn hafa lögvarða hagsmuni af því að geta gert sér glögga grein fyrir fjárreið- um félagsins. Þeir hagsmunir eru að mati dómara ekki bundnir við þann tíma þegar hann var kjörinn í stjórn eða tók sæti í henni. Fjárhagur fé- lagsins árið 2000 eigi sér ræt- ur í meðferð fjármuna áranna á undan. Málinu var því ekki vísað frá dómi á þeirri for- sendu að stefnandi ætti ekki lögvarða hagsmuni af því að fá efnisdóm um kröfu sína. Finnur Torfi Hjörleifsson dómstjóri kvað upp úrskurð- inn. Málinu hefur verið frestað til 16. apríl til undirbúnings aðalmeðferðar. Ekki fallist á frávís- unarkröfu verkalýðs- félags TOLLGÆSLAN á Keflavíkur- flugvelli lagði á sunnudags- kvöld hald á ríflega 300 skammta af anabólískum ster- um. Sterarnir voru í spraut- hylkjum sem íslenskur karl- maður hafði falið innanklæða. Skv. upplýsingum frá toll- gæslunni var maðurinn stöðv- aður við reglubundið eftirlit en hann var að koma frá Kaup- mannahöfn. Anabólískir sterar hafa í gegnum tíðina verið not- aðir af íþróttafólki til að auka kraft sinn. Með stera- skammta innanklæða SKEMMDIR af völdum íkveikju við hjólbarðaverkstæði og líkamsrækt- arstöð á Seltjarnarnesi reyndust minni en óttast var í fyrstu. Litlu munaði að eldurinn bærist í dekkjalager en við það hefði eld- urinn magnast til muna. Víst þykir að kveikt hafi verið í dekkjastæðu í porti bak við hjólbarðaverkstæðið Nesdekk sem jafnframt er smur- stöð og leitar lögreglan í Reykja- vík að sökudólgnum. Tilkynning um eldinn barst á fjórða tímanum aðfaranótt sunnu- dags og var allt tiltækt lið Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðsins kallað út. Mikill eldur logaði í dekkja- stæðu í porti hjólbarðaverkstæð- isins og barst þaðan þykkur reyk- ur. Eldurinn hafði læst sig í vegg og þak og varð að rjúfa hluta af klæðningu til að komast að honum. Hjólbarðaverkstæðið er við Suð- urströnd en sambyggðar því eru líkamsræktarstöðin Ræktin og Bónus-verslun. Samkvæmt upplýs- ingum frá slökkviliðinu var talin talsverð hætta á að eldurinn breiddist út og litlu mátti muna að eldurinn bærist í dekkjalager þar sem er mikill eldsmatur. Um klukkustund tók að ná tök- um á eldinum en slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en um hálfsjö. Þá var vakt á staðnum fram eftir morgni. Starfsemi raskast lítið Jón Hauksson, rekstrarstjóri Nesdekks, sagði í samtali við Morgunblaðið að starfsemi verk- stæðisins hafi ekki raskast af völd- um brunans. Kveikt var í úrgangs- dekkjum en Jón segir að framvegis verði þess gætt að geyma þau ekki utandyra, það sé greinilega ekki þorandi lengur. Samkvæmt upplýsingum frá lík- amsræktarstöðinni Ræktinni urðu miklar skemmdir á skvasssal stöðvarinnar. Rjúfa þurfti þakið og lak vatn þar inn. Þá barst reykur inn í húsnæðið. Starfsfólk stöðv- arinnar vann að þrifum í gær og stefnt er að því að opna stöðina aftur á morgun, miðvikudag. Morgunblaðið/Júlíus Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði mikill eldur í porti bak við hjólbarðaverkstæðið. Munaði litlu að eld- ur bærist í dekkja- birgðir Minni skemmdir en óttast var í fyrstu höfuð þeirra sem tókust á, þ.á m. lögreglumanna sem voru að reyna að stöðva átökin. Friðrik kom sjálf- ur í veg fyrir þetta með því að fara aftan að manninum og taka í borðið en að öðrum kosti hefði verið hætta á stórslysi. Að öllu jöfnu er aðeins einn lög- reglumaður á vakt á slysadeildinni að kvöld- og næturlagi. Tveir aðrir lögreglumenn höfðu nýlega komið með sjúkling á deildina og voru því staddir á slysadeildinni þegar átök- in brutust út. Friðrik segir að þeir hafi átt við ofurefli að etja og því hafi þegar verið óskað eftir liðs- auka. Fjórir voru handteknir og öll- um hópnum vísað út, þ.m.t. þeim tveimur sem töldu sig þurfa á lækn- isaðstoð að halda. Friðrik segir ljóst að þegar menn geti tekið þátt í átökum þurfi þeir ekki á bráðaþjón- ustu læknis að halda. Hann hafi hins vegar fregnað að þeir hafi leit- að á slysadeild síðar um daginn. Þegar átökin brutust út voru tveir sjúklingar, sem ekki tengdust hóp- unum, teknir inn á deildina enda talin hætta á að þeir yrðu fyrir barðinu á ofbeldismönnunum. Allt var á rúi og stúi eftir átökin, blöð voru á dreif um gólf, borð lágu á hliðinni og plaststólar höfðu brotn- að. Ógnar öryggi starfsfólks og sjúklinga Friðrik segir að átök sem þessi séu mikil ógnun við öryggi starfs- fólks og sjúklinga og sjálfur hefur hann lent í því að þurfa að verjast árás. Endrum og sinnum hefur komið til átaka í biðstofunni og raunar líka inni á deildinni sjálfri en þetta séu „verstu óeirðir“ sem hann muni eftir í starfi á slysadeild. „Of- beldið er að verða grimmara,“ segir Friðrik og segir líkurnar á alvar- legum átökum á slysadeild hafa aukist ár frá ári. Tímabært sé að dyr slysadeildarinnar verði hafðar læstar frá miðnætti fram undir morgun. Hann mun leggja til að við dyrn- ar verði dyrasími og öryggismynda- vél og engum verði hleypt inn fyrr en eftir athugun starfsfólks. Með þessu móti verði hægt að koma í veg fyrir að ofbeldismenn komist inn á biðstofuna. Eftir sem áður geti fólk fylgt sjúklingum inn á bið- stofuna og hann segir að þjónusta við borgara þurfi alls ekki að skerð- ast við þetta. Slíkt fyrirkomulag sé vel þekkt í Evrópu og reyndar þekki hann þess engin dæmi að hver sem er geti óhindrað komist inn á biðstofu slysadeilda í Evrópu. Tíu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar í Reykjavík um helgina sem er ekki óvenjulegt mið- að við venjulega helgi að sögn Geir Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns. Í flestum tilvikum var um að ræða átök á milli drukkinna manna. FJÓRIR voru handteknir eftir slagsmál í biðstofu slysadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss á sunnudagsmorgun en að sögn lög- reglu „logaði þar allt í slagsmálum“. Sérfræðingur á slysadeild segir að átökin hafi verið þau verstu um ára- bil og hann telur tímabært að dyr- um slysadeildarinnar verði læst að næturlagi og óæskilegum mönnum ekki hleypt inn á biðstofuna. Slagsmálin brutust út undir morgun, að því að talið er þegar tveimur hópum manna laust saman en þeir munu hafa fylgt slösuðum félögum sínum á slysadeildina. Friðrik Sigurbergsson, sérfræðing- ur á slysadeild, sagði í samtali við Morgunblaðið að um fimm til sex þeirra hefðu gengið harðast fram. Átökin hefðu verið harkaleg og ósvífin en einn þeirra tekið upp borð í biðstofunni og reitt það upp fyrir höfuð sér. Hann gerði sig síð- an líklegan til að láta það ganga í Vill læsa dyrum slysa- deildarinnar að næturlagi VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í opinbera heimsókn 18.–24. apríl. Er þetta í fyrsta skipti sem forseta Íslands er boðið í slíka heimsókn. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra verður í fylgd með forsetanum auk embættis- manna og forustumanna úr íslensku mennta- og atvinnulífi. Ólafur Ragnar fer fyrst til Moskvu og á þar viðræður við Pútín, Mikhaíl Kasjanov forsætisráðherra og Alexei II patríarka, leiðtoga rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar. Í Moskvu mun forseti, utanríkisráðherra og fylgdar- lið taka þátt í mörgum viðburðum sem skipulagðir hafa verið af íslensk- um fyrirtækjum og rússneskum sam- starfsaðilum þeirra. Í St. Pétursborg mun Ólafur Ragn- ar taka þátt í málþingi um lífskjör og mannlíf á norðurslóðum ásamt vís- indamönnum og héraðsstjórum í norðanverðu Rússlandi, svo og at- burðum tengdum viðskiptum ís- lenskra og rússneskra fyrirtækja. Þá opnar forsetinn sýningu um líf og list Halldórs Laxness, á fæðingardegi skáldsins 23. apríl, í háskóla borgar- innar auk þess að flytja þar fyrirlest- ur. Forseti Íslands mun einnig heim- sækja borgina Salekhard í Síberíu og kynna sér vandamál og viðfangsefni tengd búsetu á norðursvæðum. Heimsókninni lýkur í Novgorod, þar sem Ólafur Ragnar skoðar minjar frá tímum víkinga og flytur fyrirlest- ur um sameiginlega arfleifð nor- rænna manna og Rússa. Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Rússlands INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.