Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MMC Pajero Sport President 2.5 díesel, f. skr.d. 06.02. 2000, ek. 18 þ. km, 5 d., bsk., sóll., leðurinnrétting o.fl. Verð 3.290.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is HÉRAÐSDÓMUR Vestur- lands hafnaði í gær kröfu Verkalýðsfélags Akraness um frávísun á dómsmáli sem Vil- hjálmur Birgisson hefur höfð- að gegn félaginu til að fá að- gang að öllum bókhaldsgögn- um þess frá 1997 til 1999. Vilhjálmur situr í aðalstjórn félagsins og var flutningsmað- ur vantrauststillögu á meiri- hluta stjórnar félagsins sem samþykkt var á aðalfundi í desember sl. Að mati dómara var Vil- hjálmur sem einstaklingur í stjórn og fulltrúi félagsmanna í henni talinn hafa lögvarða hagsmuni af því að geta gert sér glögga grein fyrir fjárreið- um félagsins. Þeir hagsmunir eru að mati dómara ekki bundnir við þann tíma þegar hann var kjörinn í stjórn eða tók sæti í henni. Fjárhagur fé- lagsins árið 2000 eigi sér ræt- ur í meðferð fjármuna áranna á undan. Málinu var því ekki vísað frá dómi á þeirri for- sendu að stefnandi ætti ekki lögvarða hagsmuni af því að fá efnisdóm um kröfu sína. Finnur Torfi Hjörleifsson dómstjóri kvað upp úrskurð- inn. Málinu hefur verið frestað til 16. apríl til undirbúnings aðalmeðferðar. Ekki fallist á frávís- unarkröfu verkalýðs- félags TOLLGÆSLAN á Keflavíkur- flugvelli lagði á sunnudags- kvöld hald á ríflega 300 skammta af anabólískum ster- um. Sterarnir voru í spraut- hylkjum sem íslenskur karl- maður hafði falið innanklæða. Skv. upplýsingum frá toll- gæslunni var maðurinn stöðv- aður við reglubundið eftirlit en hann var að koma frá Kaup- mannahöfn. Anabólískir sterar hafa í gegnum tíðina verið not- aðir af íþróttafólki til að auka kraft sinn. Með stera- skammta innanklæða SKEMMDIR af völdum íkveikju við hjólbarðaverkstæði og líkamsrækt- arstöð á Seltjarnarnesi reyndust minni en óttast var í fyrstu. Litlu munaði að eldurinn bærist í dekkjalager en við það hefði eld- urinn magnast til muna. Víst þykir að kveikt hafi verið í dekkjastæðu í porti bak við hjólbarðaverkstæðið Nesdekk sem jafnframt er smur- stöð og leitar lögreglan í Reykja- vík að sökudólgnum. Tilkynning um eldinn barst á fjórða tímanum aðfaranótt sunnu- dags og var allt tiltækt lið Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðsins kallað út. Mikill eldur logaði í dekkja- stæðu í porti hjólbarðaverkstæð- isins og barst þaðan þykkur reyk- ur. Eldurinn hafði læst sig í vegg og þak og varð að rjúfa hluta af klæðningu til að komast að honum. Hjólbarðaverkstæðið er við Suð- urströnd en sambyggðar því eru líkamsræktarstöðin Ræktin og Bónus-verslun. Samkvæmt upplýs- ingum frá slökkviliðinu var talin talsverð hætta á að eldurinn breiddist út og litlu mátti muna að eldurinn bærist í dekkjalager þar sem er mikill eldsmatur. Um klukkustund tók að ná tök- um á eldinum en slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en um hálfsjö. Þá var vakt á staðnum fram eftir morgni. Starfsemi raskast lítið Jón Hauksson, rekstrarstjóri Nesdekks, sagði í samtali við Morgunblaðið að starfsemi verk- stæðisins hafi ekki raskast af völd- um brunans. Kveikt var í úrgangs- dekkjum en Jón segir að framvegis verði þess gætt að geyma þau ekki utandyra, það sé greinilega ekki þorandi lengur. Samkvæmt upplýsingum frá lík- amsræktarstöðinni Ræktinni urðu miklar skemmdir á skvasssal stöðvarinnar. Rjúfa þurfti þakið og lak vatn þar inn. Þá barst reykur inn í húsnæðið. Starfsfólk stöðv- arinnar vann að þrifum í gær og stefnt er að því að opna stöðina aftur á morgun, miðvikudag. Morgunblaðið/Júlíus Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði mikill eldur í porti bak við hjólbarðaverkstæðið. Munaði litlu að eld- ur bærist í dekkja- birgðir Minni skemmdir en óttast var í fyrstu höfuð þeirra sem tókust á, þ.á m. lögreglumanna sem voru að reyna að stöðva átökin. Friðrik kom sjálf- ur í veg fyrir þetta með því að fara aftan að manninum og taka í borðið en að öðrum kosti hefði verið hætta á stórslysi. Að öllu jöfnu er aðeins einn lög- reglumaður á vakt á slysadeildinni að kvöld- og næturlagi. Tveir aðrir lögreglumenn höfðu nýlega komið með sjúkling á deildina og voru því staddir á slysadeildinni þegar átök- in brutust út. Friðrik segir að þeir hafi átt við ofurefli að etja og því hafi þegar verið óskað eftir liðs- auka. Fjórir voru handteknir og öll- um hópnum vísað út, þ.m.t. þeim tveimur sem töldu sig þurfa á lækn- isaðstoð að halda. Friðrik segir ljóst að þegar menn geti tekið þátt í átökum þurfi þeir ekki á bráðaþjón- ustu læknis að halda. Hann hafi hins vegar fregnað að þeir hafi leit- að á slysadeild síðar um daginn. Þegar átökin brutust út voru tveir sjúklingar, sem ekki tengdust hóp- unum, teknir inn á deildina enda talin hætta á að þeir yrðu fyrir barðinu á ofbeldismönnunum. Allt var á rúi og stúi eftir átökin, blöð voru á dreif um gólf, borð lágu á hliðinni og plaststólar höfðu brotn- að. Ógnar öryggi starfsfólks og sjúklinga Friðrik segir að átök sem þessi séu mikil ógnun við öryggi starfs- fólks og sjúklinga og sjálfur hefur hann lent í því að þurfa að verjast árás. Endrum og sinnum hefur komið til átaka í biðstofunni og raunar líka inni á deildinni sjálfri en þetta séu „verstu óeirðir“ sem hann muni eftir í starfi á slysadeild. „Of- beldið er að verða grimmara,“ segir Friðrik og segir líkurnar á alvar- legum átökum á slysadeild hafa aukist ár frá ári. Tímabært sé að dyr slysadeildarinnar verði hafðar læstar frá miðnætti fram undir morgun. Hann mun leggja til að við dyrn- ar verði dyrasími og öryggismynda- vél og engum verði hleypt inn fyrr en eftir athugun starfsfólks. Með þessu móti verði hægt að koma í veg fyrir að ofbeldismenn komist inn á biðstofuna. Eftir sem áður geti fólk fylgt sjúklingum inn á bið- stofuna og hann segir að þjónusta við borgara þurfi alls ekki að skerð- ast við þetta. Slíkt fyrirkomulag sé vel þekkt í Evrópu og reyndar þekki hann þess engin dæmi að hver sem er geti óhindrað komist inn á biðstofu slysadeilda í Evrópu. Tíu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar í Reykjavík um helgina sem er ekki óvenjulegt mið- að við venjulega helgi að sögn Geir Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns. Í flestum tilvikum var um að ræða átök á milli drukkinna manna. FJÓRIR voru handteknir eftir slagsmál í biðstofu slysadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss á sunnudagsmorgun en að sögn lög- reglu „logaði þar allt í slagsmálum“. Sérfræðingur á slysadeild segir að átökin hafi verið þau verstu um ára- bil og hann telur tímabært að dyr- um slysadeildarinnar verði læst að næturlagi og óæskilegum mönnum ekki hleypt inn á biðstofuna. Slagsmálin brutust út undir morgun, að því að talið er þegar tveimur hópum manna laust saman en þeir munu hafa fylgt slösuðum félögum sínum á slysadeildina. Friðrik Sigurbergsson, sérfræðing- ur á slysadeild, sagði í samtali við Morgunblaðið að um fimm til sex þeirra hefðu gengið harðast fram. Átökin hefðu verið harkaleg og ósvífin en einn þeirra tekið upp borð í biðstofunni og reitt það upp fyrir höfuð sér. Hann gerði sig síð- an líklegan til að láta það ganga í Vill læsa dyrum slysa- deildarinnar að næturlagi VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í opinbera heimsókn 18.–24. apríl. Er þetta í fyrsta skipti sem forseta Íslands er boðið í slíka heimsókn. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra verður í fylgd með forsetanum auk embættis- manna og forustumanna úr íslensku mennta- og atvinnulífi. Ólafur Ragnar fer fyrst til Moskvu og á þar viðræður við Pútín, Mikhaíl Kasjanov forsætisráðherra og Alexei II patríarka, leiðtoga rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar. Í Moskvu mun forseti, utanríkisráðherra og fylgdar- lið taka þátt í mörgum viðburðum sem skipulagðir hafa verið af íslensk- um fyrirtækjum og rússneskum sam- starfsaðilum þeirra. Í St. Pétursborg mun Ólafur Ragn- ar taka þátt í málþingi um lífskjör og mannlíf á norðurslóðum ásamt vís- indamönnum og héraðsstjórum í norðanverðu Rússlandi, svo og at- burðum tengdum viðskiptum ís- lenskra og rússneskra fyrirtækja. Þá opnar forsetinn sýningu um líf og list Halldórs Laxness, á fæðingardegi skáldsins 23. apríl, í háskóla borgar- innar auk þess að flytja þar fyrirlest- ur. Forseti Íslands mun einnig heim- sækja borgina Salekhard í Síberíu og kynna sér vandamál og viðfangsefni tengd búsetu á norðursvæðum. Heimsókninni lýkur í Novgorod, þar sem Ólafur Ragnar skoðar minjar frá tímum víkinga og flytur fyrirlest- ur um sameiginlega arfleifð nor- rænna manna og Rússa. Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Rússlands INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.