Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vonandi upplýsa skeleggir borgarstjórnarfulltrúar í leiðinni um samninga og verktakagreiðslur til hreinsitæknis R-listans. Bætt skilyrði til náms Menntun án aðgreiningar NK. LAUGARDAG,13. apríl, gengstskólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri fyr- ir ráðstefnu sem ber yfir- skriftina „Bætt skilyrði til náms“. Þar verður svokall- að ETAI-verkefni kynnt, en þar er á ferðinni fjöl- þjóðlegt rannsóknar- og þróunarverkefni. Í for- svari er Trausti Þorsteins- son forstöðumaður skóla- þróunarsviðs kennara- deildar HA. Hvert verður helsta efni ráðstefnunnar? „Á ráðstefnunni „Bætt skilyrði til náms“ verður fjallað um menntun án að- greiningar. Kynnt verður rannsóknar- og þróunar- verkefnið ETAI en það er fjölþjóðlegt verkefni sem Íslend- ingar höfðu forystu um. ETAI stendur fyrir „Enhanching teach- ers ability in inclusion“.“ Getur þú sagt okkur eitthvað um framkvæmd, tilgang og áherslur hinnar alþjóðlegu rann- sóknar? „Megintilgangur verkefnisins var að læra af þeim skólum og þeim kennurum sem náð hafa góðum árangri á sviði heiltæks skólastarfs. Árið 1996 hlutu kenn- arar í Lundarskóla á Akureyri gullverðlaun frá HELIOS 2, evr- ópsku samstarfsáætluninni um málefni fatlaðra, fyrir framúr- skarandi starf á sviði menntunar án aðgreiningar. Nokkrum ís- lenskum sérfræðingum þótti mik- ilvægt að afla þekkingar á þessu starfi sem miðla mætti til annarra skólamanna til starfsþróunar og starfsmögnunar. Sóst var eftir samstarfi við fleiri þjóðir sem höfðu náð langt á þessu sviði. Samverkamenn okkar í ETAI voru sérfræðingar frá Austurríki, Portúgal og Spáni. Gögnum var safnað með vett- vangsathugunum, skoðun skrif- legra gagna í skólunum og viðtöl- um. Löndin fjögur fylgdust að í tíma og beittu sams konar aðferð- um við gagnasöfnun. Hver þjóð skrifaði samantektarskýrslu úr sinni rannsókn. Samanburður og túlkun þeirra skýrslna leiddi til meginniðurstaðna rannsóknar- innar. Fram komu níu þættir er þóttu sérstaklega athyglisverðir. Þeir vörðuðu undirbúning fyrir skólagöngu, áætlanagerð, nám og kennslu, samstarf og samhæf- ingu, félagsleg tengsl, samstarf heimila og skóla, mat og ígrund- un, stoðþjónustu og starfsþróun.“ Kom eitthvað gagnlegt út úr rannsókninni? „Já, ég hygg að afrakstur rann- sóknarinnar eigi eftir að reynast skólafólki haldgóður. Hin síðari ár hefur í æ ríkari mæli verið litið til virkrar blöndunar (inclusion) sem leiðar til að efla jafnrétti til náms. Í upphafi tengdist þessi högun fyrst og fremst hagsmunum hópa með sérstaklega skilgreindar þarfir. Tíminn virðist þó vera að leiða í ljós að þessi skipan kennslu er tengd auknum árangri nemenda almennt. Niðurstöður rannsókn- arinnar benda til þess að almennir kennarar geta kennt öllum nem- endum með árangursríkum hætti fái þeir til þess stuðning. Þá sýna niðurstöður að mikilvægt er að undirbúa skólagöngu fatlaðs nem- anda tímanlega og af kostgæfni. Einnig leiðir rannsóknin í ljós það lykilatriði að starfsfólk skóla líti á það sem sameiginlegt viðfangs- efni sitt að mæta þörfum allra nemenda í almennu skólastarfi.“ Eru skilyrði til náms hér á landi í bærilegum farvegi? „Um langan tíma hefur áhersla laga um grunnskóla verið sú að í öllu námi skólans skuli komið í veg fyrir mismunun sökum fötl- unar. Fáum skólum hefur tekist að framkvæma hina opinberu stefnu um menntun án aðgrein- ingar þannig að komið sé til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda- hópsins á heildstæðan hátt. Þróun þessi hefur mátt glíma við ýmsan viðhorfsvanda og um langt skeið hafa skólar talið það vanda nem- andans að mæta kröfum skólans fremur en skólans að mæta kröf- um nemandans og því e.t.v. miðað hægar en ella til umbóta.“ Eru í rannsókninni atriði sem blátt áfram nauðsynlegt er að inn- leiða hér á landi? „Niðurstöðurnar lúta fyrst og fremst að nýjum og breyttum áherslum þar sem einstaklingur- inn er í fyrirrúmi. Viðfangsefnið að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda snýst um viðhorf, vinnu- brögð og skipulag í starfi skól- anna. Það er einmitt þetta skuld- bundna viðhorf sem mest er um vert að festa í sessi í skólasam- félaginu. Ef viðhorfin eru í lagi, þá reynist eftirleikurinn svo miklu auðveldari.“ Hvernig verða niðurstöðurnar nýttar hér á landi? „Einn megintilgangur ETAI verkefnisins var að setja saman hagnýtt starfsþróunar- efni fyrir skóla og kennara sem byggt væri á þekkingu sem fá mætti af framúrskar- andi blöndunarstarfi í skólum. Þetta efni kemur út hjá Rannsóknarstofnun Kennarahá- skóla Íslands 13. apríl og verður til kynningar sama dag á ráð- stefnunni. Ég er þess fullviss að skólar muni geta sótt þangað leið- sögn og stuðning við endurmennt- un kennara og þróun starfshátta enda er það byggt á raunhæfu starfi í skólum sem hlotið hefur viðurkenningu og athygli.“ Trausti Þorsteinsson  Trausti Þorsteinsson er fædd- ur á Selfossi 1949. Kennari frá KÍ 1970, BA í sérkennslu frá KHÍ 1993 og M.Ed. frá KHÍ 2001. Kenndi v/grunnskóla á Norður- landi 1970–1977, skólastjóri á Dalvík 1977–1989, fræðslustjóri í Norðurlandi eystra 1989-1996 og framkvæmdastjóri RHA 1997– 2001. Er nú forstöðumaður skólaþróunarsviðs kennara- deildar Háskólans á Akureyri. Maki er Anna Bára Hjaltadóttir, forstöðumaður bæjarbókasafns Dalvíkur. Viðhorf í lagi auðvelda eftirleikinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.