Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 8

Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vonandi upplýsa skeleggir borgarstjórnarfulltrúar í leiðinni um samninga og verktakagreiðslur til hreinsitæknis R-listans. Bætt skilyrði til náms Menntun án aðgreiningar NK. LAUGARDAG,13. apríl, gengstskólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri fyr- ir ráðstefnu sem ber yfir- skriftina „Bætt skilyrði til náms“. Þar verður svokall- að ETAI-verkefni kynnt, en þar er á ferðinni fjöl- þjóðlegt rannsóknar- og þróunarverkefni. Í for- svari er Trausti Þorsteins- son forstöðumaður skóla- þróunarsviðs kennara- deildar HA. Hvert verður helsta efni ráðstefnunnar? „Á ráðstefnunni „Bætt skilyrði til náms“ verður fjallað um menntun án að- greiningar. Kynnt verður rannsóknar- og þróunar- verkefnið ETAI en það er fjölþjóðlegt verkefni sem Íslend- ingar höfðu forystu um. ETAI stendur fyrir „Enhanching teach- ers ability in inclusion“.“ Getur þú sagt okkur eitthvað um framkvæmd, tilgang og áherslur hinnar alþjóðlegu rann- sóknar? „Megintilgangur verkefnisins var að læra af þeim skólum og þeim kennurum sem náð hafa góðum árangri á sviði heiltæks skólastarfs. Árið 1996 hlutu kenn- arar í Lundarskóla á Akureyri gullverðlaun frá HELIOS 2, evr- ópsku samstarfsáætluninni um málefni fatlaðra, fyrir framúr- skarandi starf á sviði menntunar án aðgreiningar. Nokkrum ís- lenskum sérfræðingum þótti mik- ilvægt að afla þekkingar á þessu starfi sem miðla mætti til annarra skólamanna til starfsþróunar og starfsmögnunar. Sóst var eftir samstarfi við fleiri þjóðir sem höfðu náð langt á þessu sviði. Samverkamenn okkar í ETAI voru sérfræðingar frá Austurríki, Portúgal og Spáni. Gögnum var safnað með vett- vangsathugunum, skoðun skrif- legra gagna í skólunum og viðtöl- um. Löndin fjögur fylgdust að í tíma og beittu sams konar aðferð- um við gagnasöfnun. Hver þjóð skrifaði samantektarskýrslu úr sinni rannsókn. Samanburður og túlkun þeirra skýrslna leiddi til meginniðurstaðna rannsóknar- innar. Fram komu níu þættir er þóttu sérstaklega athyglisverðir. Þeir vörðuðu undirbúning fyrir skólagöngu, áætlanagerð, nám og kennslu, samstarf og samhæf- ingu, félagsleg tengsl, samstarf heimila og skóla, mat og ígrund- un, stoðþjónustu og starfsþróun.“ Kom eitthvað gagnlegt út úr rannsókninni? „Já, ég hygg að afrakstur rann- sóknarinnar eigi eftir að reynast skólafólki haldgóður. Hin síðari ár hefur í æ ríkari mæli verið litið til virkrar blöndunar (inclusion) sem leiðar til að efla jafnrétti til náms. Í upphafi tengdist þessi högun fyrst og fremst hagsmunum hópa með sérstaklega skilgreindar þarfir. Tíminn virðist þó vera að leiða í ljós að þessi skipan kennslu er tengd auknum árangri nemenda almennt. Niðurstöður rannsókn- arinnar benda til þess að almennir kennarar geta kennt öllum nem- endum með árangursríkum hætti fái þeir til þess stuðning. Þá sýna niðurstöður að mikilvægt er að undirbúa skólagöngu fatlaðs nem- anda tímanlega og af kostgæfni. Einnig leiðir rannsóknin í ljós það lykilatriði að starfsfólk skóla líti á það sem sameiginlegt viðfangs- efni sitt að mæta þörfum allra nemenda í almennu skólastarfi.“ Eru skilyrði til náms hér á landi í bærilegum farvegi? „Um langan tíma hefur áhersla laga um grunnskóla verið sú að í öllu námi skólans skuli komið í veg fyrir mismunun sökum fötl- unar. Fáum skólum hefur tekist að framkvæma hina opinberu stefnu um menntun án aðgrein- ingar þannig að komið sé til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda- hópsins á heildstæðan hátt. Þróun þessi hefur mátt glíma við ýmsan viðhorfsvanda og um langt skeið hafa skólar talið það vanda nem- andans að mæta kröfum skólans fremur en skólans að mæta kröf- um nemandans og því e.t.v. miðað hægar en ella til umbóta.“ Eru í rannsókninni atriði sem blátt áfram nauðsynlegt er að inn- leiða hér á landi? „Niðurstöðurnar lúta fyrst og fremst að nýjum og breyttum áherslum þar sem einstaklingur- inn er í fyrirrúmi. Viðfangsefnið að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda snýst um viðhorf, vinnu- brögð og skipulag í starfi skól- anna. Það er einmitt þetta skuld- bundna viðhorf sem mest er um vert að festa í sessi í skólasam- félaginu. Ef viðhorfin eru í lagi, þá reynist eftirleikurinn svo miklu auðveldari.“ Hvernig verða niðurstöðurnar nýttar hér á landi? „Einn megintilgangur ETAI verkefnisins var að setja saman hagnýtt starfsþróunar- efni fyrir skóla og kennara sem byggt væri á þekkingu sem fá mætti af framúrskar- andi blöndunarstarfi í skólum. Þetta efni kemur út hjá Rannsóknarstofnun Kennarahá- skóla Íslands 13. apríl og verður til kynningar sama dag á ráð- stefnunni. Ég er þess fullviss að skólar muni geta sótt þangað leið- sögn og stuðning við endurmennt- un kennara og þróun starfshátta enda er það byggt á raunhæfu starfi í skólum sem hlotið hefur viðurkenningu og athygli.“ Trausti Þorsteinsson  Trausti Þorsteinsson er fædd- ur á Selfossi 1949. Kennari frá KÍ 1970, BA í sérkennslu frá KHÍ 1993 og M.Ed. frá KHÍ 2001. Kenndi v/grunnskóla á Norður- landi 1970–1977, skólastjóri á Dalvík 1977–1989, fræðslustjóri í Norðurlandi eystra 1989-1996 og framkvæmdastjóri RHA 1997– 2001. Er nú forstöðumaður skólaþróunarsviðs kennara- deildar Háskólans á Akureyri. Maki er Anna Bára Hjaltadóttir, forstöðumaður bæjarbókasafns Dalvíkur. Viðhorf í lagi auðvelda eftirleikinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.