Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 53 Bankastræti 14, sími 552 1555 Fallegur danskur gallafatnaður frá Micha Gott verð þakkar íslensku þjóðinni fyrir hlýjar móttökur sem hún hlaut á ferð sinni til Íslands fyrr í þessum mánuði. Við viljum þakka öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem komu og sýndu málstað okkar áhuga. Þrátt fyrir ýmsar uppákomur sem áttu sér stað meðan á dvöl okkar stóð erum við þakklát fyrir að hafa komið skilaboðum okkar áfram: „Ferðaþjónustan boðar frið og skilning“. Ferðamálaskrifstofa ríkisstjórnar Ísraels RÝMINGARSALA Laugavegi 101, sími 552 8222. Opið mánudag-laugardags frá kl. 11-18 á ANTIK Verslunin flytur Allt að 50% afsláttur UM helgina voru 11 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 34 um of hraðan akstur. Þá var tilkynnt til lögreglu um 31 umferðaróhapp með eignatjóni. Síðdegis á föstudag varð fjögurra bíla árekstur á Bústaðavegi gegnt Veðurstofu Íslands. Tveir farþegar kvörtuðu yfir eymslum í hálsi og ætluðu að fara á slysadeild. Flytja þurfti þrjár bifreiðar á brott með kranabifreið. Þá var bifreið ekið á vegg á framhlið verslunar í Skeif- unni. Bifreiðin skemmdi vegginn og búðarrekka þar fyrir innan. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um bílveltu á gatnamótum Njarðargötu og Vatnsmýrarvegs. Ökumaður missti vald á bifreið sinni sem hafn- aði utan vegar og lenti á girðingu við flugvöllinn. Þá varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar. Meiðsli voru lítil en miklar skemmdir á bifreiðum. Verðmæti á glámbekk Síðdegis á föstudag var tilkynnt um þjófnað í fyrirtæki við Suður- landsbraut. Þar höfðu tveir starfs- menn orðið fyrir því að peninga- veskjum þeirra var stolið frá þeim. Veskin voru í starfsaðstöðu starfs- mannanna. Í báðum veskjunum voru greiðslukort, auk skilríkja og peninga. Svona þjófnaðir eru frem- ur algengir og þurfa starfsmenn að geyma verðmæti sín á öruggum stöðum en ekki á glámbekk. Þá var tilkynnt um innbrot í hús í Selja- hverfi. Hurð var spennt upp. Verð- mætum tækjum var stolið, mynda- vélum og tölvubúnaði. Fátt fólk var í miðborginni að- faranótt laugardags og ástand þokkalegt. Einn var handtekinn vegna líkamsmeiðinga, annar vegna ölvunar og tveir vegna óspekta. Fyrir hádegi á laugardag var til- kynnt um innbrot og þjófnað í Mos- fellsbæ. Þar hafði verið stolið tals- verðu af peningum. Málið er upplýst. Síðdegis á laugardag var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús í Vestur- bænum. Þar hafði verið farið inn um glugga á herbergi og stolið hljómtækjum, myndbandsupptöku- vél og fleiru. Ákveðinn maður er grunaður í málinu. Mikill erill var vegna ölvaðs fólks um þetta leyti og hafði lögreglan á tímabili ekki und- an að sinna slíkum málum. Á laugardagskvöld var tilkynnt um innbrot í kjallaraherbergi í Hlíðunum. Þar var stolið ýmsum tölvubúnaði og er talið líklegt að farið hafi verið inn um glugga á þvottahúsi. Fremur fátt var í miðborginni að- faranótt sunnudags. Ölvun var rétt í meðallagi og ástandið þokkalegt. Enginn var handtekinn, en tals- verður erill. Einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið og annar með lögreglubifreið. Handtekinn þegar hann kom aftur Aðfaranótt sunnudags var óskað eftir skjótri aðstoð lögreglu á Lind- arbraut vegna tveggja manna sem slógust úti á götunni. Annar reynd- ist farinn af staðnum á bifreið. Hann kom aftur og var þá handtek- inn grunaður um ölvun við akstur. Um nóttina og fram á dag var mikill erill hjá lögreglu vegna drukkins fólks, slagsmála og há- vaða. Um morguninn var tilkynnt um innbrot í bifreið. Hafði hliðarrúða verið brotin með steini og dýrri myndbandsupptökuvél stolið. Þegar dýr tæki eru skilin eftir í bifreiðum er verið að bjóða þjófunum tækin. Síðdegis á sunnudag var tilkynnt um innbrot í verkfæraskúr, báta- skýli og sumarbústað við Meðal- fellsvatn. Stolið var verkfærum, áfengi og tveimur utanborðsmótor- um. Úr dagbók lögreglunnar 5.–8. apríl Slagsmál og hávaði frá ölvuðu fólki Fyrirlestur um skipalíkön í kirkjum HALLDÓR Baldursson dr.med. heldur fyrirlestur í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.30. Fyrirlesturinn fjallar um skipalíkön í kirkjum og er hann í boði Rann- sóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Í fyrirlestrinum fjallar Halldór um skipalíkön í íslenskum kirkjum fyrr á öldum. Sérstaklega verður rætt um skipslíkan sem var í Bessastaðakirkju árið 1789, upp- runa þess og afdrif, segir í frétta- tilkynningu. GRÆNMETIS- og ávaxtadagur verður í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, Kópavogi, miðviku- daginn 10. apríl kl. 14. Guðrún Lóa Jónsdóttir syngur einsöng, undirleikari Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Anna Sigríður Ólafsdóttir matvæla- og næring- arfræðingur flytur erindi um fæðu- val. Fólk á öllum aldri er velkomið. Boðið verður upp á hlaðborð, þar sem uppistaðan er grænmeti og ávextir og kostar það 600 kr., segir í fréttatilkynningu. Grænmetis- og ávaxtadagur í Gullsmára
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.