Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 53

Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 53 Bankastræti 14, sími 552 1555 Fallegur danskur gallafatnaður frá Micha Gott verð þakkar íslensku þjóðinni fyrir hlýjar móttökur sem hún hlaut á ferð sinni til Íslands fyrr í þessum mánuði. Við viljum þakka öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem komu og sýndu málstað okkar áhuga. Þrátt fyrir ýmsar uppákomur sem áttu sér stað meðan á dvöl okkar stóð erum við þakklát fyrir að hafa komið skilaboðum okkar áfram: „Ferðaþjónustan boðar frið og skilning“. Ferðamálaskrifstofa ríkisstjórnar Ísraels RÝMINGARSALA Laugavegi 101, sími 552 8222. Opið mánudag-laugardags frá kl. 11-18 á ANTIK Verslunin flytur Allt að 50% afsláttur UM helgina voru 11 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 34 um of hraðan akstur. Þá var tilkynnt til lögreglu um 31 umferðaróhapp með eignatjóni. Síðdegis á föstudag varð fjögurra bíla árekstur á Bústaðavegi gegnt Veðurstofu Íslands. Tveir farþegar kvörtuðu yfir eymslum í hálsi og ætluðu að fara á slysadeild. Flytja þurfti þrjár bifreiðar á brott með kranabifreið. Þá var bifreið ekið á vegg á framhlið verslunar í Skeif- unni. Bifreiðin skemmdi vegginn og búðarrekka þar fyrir innan. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um bílveltu á gatnamótum Njarðargötu og Vatnsmýrarvegs. Ökumaður missti vald á bifreið sinni sem hafn- aði utan vegar og lenti á girðingu við flugvöllinn. Þá varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar. Meiðsli voru lítil en miklar skemmdir á bifreiðum. Verðmæti á glámbekk Síðdegis á föstudag var tilkynnt um þjófnað í fyrirtæki við Suður- landsbraut. Þar höfðu tveir starfs- menn orðið fyrir því að peninga- veskjum þeirra var stolið frá þeim. Veskin voru í starfsaðstöðu starfs- mannanna. Í báðum veskjunum voru greiðslukort, auk skilríkja og peninga. Svona þjófnaðir eru frem- ur algengir og þurfa starfsmenn að geyma verðmæti sín á öruggum stöðum en ekki á glámbekk. Þá var tilkynnt um innbrot í hús í Selja- hverfi. Hurð var spennt upp. Verð- mætum tækjum var stolið, mynda- vélum og tölvubúnaði. Fátt fólk var í miðborginni að- faranótt laugardags og ástand þokkalegt. Einn var handtekinn vegna líkamsmeiðinga, annar vegna ölvunar og tveir vegna óspekta. Fyrir hádegi á laugardag var til- kynnt um innbrot og þjófnað í Mos- fellsbæ. Þar hafði verið stolið tals- verðu af peningum. Málið er upplýst. Síðdegis á laugardag var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús í Vestur- bænum. Þar hafði verið farið inn um glugga á herbergi og stolið hljómtækjum, myndbandsupptöku- vél og fleiru. Ákveðinn maður er grunaður í málinu. Mikill erill var vegna ölvaðs fólks um þetta leyti og hafði lögreglan á tímabili ekki und- an að sinna slíkum málum. Á laugardagskvöld var tilkynnt um innbrot í kjallaraherbergi í Hlíðunum. Þar var stolið ýmsum tölvubúnaði og er talið líklegt að farið hafi verið inn um glugga á þvottahúsi. Fremur fátt var í miðborginni að- faranótt sunnudags. Ölvun var rétt í meðallagi og ástandið þokkalegt. Enginn var handtekinn, en tals- verður erill. Einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið og annar með lögreglubifreið. Handtekinn þegar hann kom aftur Aðfaranótt sunnudags var óskað eftir skjótri aðstoð lögreglu á Lind- arbraut vegna tveggja manna sem slógust úti á götunni. Annar reynd- ist farinn af staðnum á bifreið. Hann kom aftur og var þá handtek- inn grunaður um ölvun við akstur. Um nóttina og fram á dag var mikill erill hjá lögreglu vegna drukkins fólks, slagsmála og há- vaða. Um morguninn var tilkynnt um innbrot í bifreið. Hafði hliðarrúða verið brotin með steini og dýrri myndbandsupptökuvél stolið. Þegar dýr tæki eru skilin eftir í bifreiðum er verið að bjóða þjófunum tækin. Síðdegis á sunnudag var tilkynnt um innbrot í verkfæraskúr, báta- skýli og sumarbústað við Meðal- fellsvatn. Stolið var verkfærum, áfengi og tveimur utanborðsmótor- um. Úr dagbók lögreglunnar 5.–8. apríl Slagsmál og hávaði frá ölvuðu fólki Fyrirlestur um skipalíkön í kirkjum HALLDÓR Baldursson dr.med. heldur fyrirlestur í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.30. Fyrirlesturinn fjallar um skipalíkön í kirkjum og er hann í boði Rann- sóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Í fyrirlestrinum fjallar Halldór um skipalíkön í íslenskum kirkjum fyrr á öldum. Sérstaklega verður rætt um skipslíkan sem var í Bessastaðakirkju árið 1789, upp- runa þess og afdrif, segir í frétta- tilkynningu. GRÆNMETIS- og ávaxtadagur verður í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, Kópavogi, miðviku- daginn 10. apríl kl. 14. Guðrún Lóa Jónsdóttir syngur einsöng, undirleikari Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Anna Sigríður Ólafsdóttir matvæla- og næring- arfræðingur flytur erindi um fæðu- val. Fólk á öllum aldri er velkomið. Boðið verður upp á hlaðborð, þar sem uppistaðan er grænmeti og ávextir og kostar það 600 kr., segir í fréttatilkynningu. Grænmetis- og ávaxtadagur í Gullsmára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.