Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Missið ekki af tónleikum
píanóleikarans
JOHN LILL
á Sunnudags-matinée
14. apríl kl. 16.00.
Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Brahms,
Shostakovich og Beethoven.
Miðasala í símum 595 7999 og 800 6434 virka daga
á milli kl. 9.00 og 17.00 og á slóðinni www.midasala.is,
en einnig má leggja inn miðapantanir á símsvara í síma 551 5677.
Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði. John Lill
VLADIMIR Ashkenazy er aufúsu-
gestur á Íslandi, og tónleikar hans
hér jafnan miklir listviðburðir.
Annað kvöld flytur hann Íslend-
ingum verk sem ekki hefur heyrst
hér áður, The Dream of Gerontius,
Draum Gerontíusar eftir enska
tónskáldið Edward Elgar. Þetta er
stórt og mikið verk, byggt á ljóði
eftir Cardinal Newman, þar sem
segir frá Gerontíusi, og þeirri veg-
ferð sem andi hans leggur í þegar
dauðinn kveður dyra. Einsöngvar-
ar með Sinfóníuhljómsveit Íslands
verða þau Charlotte Hellekant,
Peter Auty og Garry Magee, Kór
Íslensku óperunnar syngur og
Ashkenazy stjórnar.
Setti verkið á dagskrá
án þess að hafa heyrt það
Það er mikill erill í Háskólabíói í
hádeginu tveimur dögum fyrir tón-
leika. Fólk bíður í röðum eftir að fá
að tala við Ashkenazy, hér á hann
auljóslega marga vini, og þó mikið
sé að gera er samt tími til að pústa
eftir æfingu. Sögur af snillingum
eins og Jascha Heifetz og Itzak
Perlman fljúga á milli hans og ís-
lensku tónlistarmannanna. Jascha
Heifetz var sennilega ekki jafn-
viðmótsþýður og yndislegur fiðlu-
leikur hans. Ashkenazy er hins
vegar bæði viðræðugóður og
skemmtilegur, og minnist þess
þegar hann hitti Heifetz eftir tón-
leika þess fyrrnefnda í Rússlandi
forðum daga.
En annað kvöld er það Draumur
Gerontíusar. Það eru ekki nema
um sex ár frá því að Ashkenazy
kynntist þessu mikla verki. „Það
voru breskir vinir mínir sem sögðu
mér frá því hve þetta verk væri
stórkostlegt. Ég var þá aðalstjórn-
andi Þýsku sinfóníuhljómsveitinnar
í Berlín, og af því að ég treysti
þessum vinum mínum vel, ákvað ég
að setja verkið á efnisskrá hljóm-
sveitarinnar. Þetta var staðfest og
auglýst að þetta verk yrði á dag-
skrá vetrarins. En þegar ég fór að
læra verkið gladdi það mig mjög að
uppgötva hve stórkostlegt það var
og ég sé ekki eftir því að hafa verið
svo djarfur að setja það á tónleika-
planið áður en ég hafði heyrt það.“
Ashkenazy segir það enn gerast
að hann „uppgötvi“ verk á þennan
hátt, enda ekki hægt að búast við
því að tónlistarmenn þekki öll verk,
sama hversu atorkusamir þeir séu.
„Þetta tekur allt sinn tíma, og
maður er smám saman, alla ævi að
kynnast verkum sem geta verið
jafn stórbrotin og þetta. Fólk er
stundum að undrast það að ég hafi
aldrei spilað hitt eða þetta á píanó-
ið og þekki verkið jafnvel ekki, og
spyr hvernig í ósköpunum standi á
því. Það er einfalt. Það tekur tíma
að læra tónverk og sem betur fer á
maður það eftir að kynnast mörgu
því sem áhugavert er.“
„Án Bachs hefði þetta
verk ekki orðið til“
Ashkenazy segir að Draumur
Gerontíusar sé djúpt og trúarlegt
verk. Skáldið hafi boðið Dvorák
ljóðið til að semja við það verk, en
Dvorák ekki sýnt því áhuga. Elgar
fékk ljóðið hins vegar í brúðkaups-
gjöf og hreifst strax mjög af því og
fann í því þann andlega tón sem
kveikti í honum neistann að semja
verkið. Ashkenazy segir ómögulegt
að svara því hvaða galdraspil í tón-
listinni geri eitt verk öðrum fremur
djúprist í andlegum skilningi. „Þú
ert að spyrja mig spurningar sem
er útilokað að svara. Enginn veit.
Þetta er leyndardómur sem enginn
kann svar við og við fáum aldrei
svar við honum. Við vitum ekki
hvað þetta er, en stundum leiðir
snilligáfan til þess að þeir sem
skapa rata á þennan leyndardóm,
þótt hvorki þeir né við getum skil-
greint hvernig það gerist. Það er
sennilega sambland af upplifun og
reynslu einstaklingsins og verksins
sjálfs sem gera það að verkum að
við upplifum tónverk á þennan
hátt.“ Ashkenazy segir að án Bachs
hefði verk Elgars ekki orðið til.
„Bach er grunnurinn að svo mörgu,
sérstaklega í andlegri tónlist.
Draumur Gerontíusar er hluti af
margra alda þróun andlegrar tón-
listar. Þetta hefði allt geta farið
öðru vísi og þróunin önnur. En
Bach var þarna á sínum stað og
hefur vísað mörgum veginn í eig-
inlegri og óeiginlegri merkingu, og
Bach er enn að í verkum nú-
tímans.“
„Einbeiti mér að því sem
að sjálfum mér snýr“
Eftir tónleika Ashkenazys og
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
fyrra voru gagnrýnendur upp-
numdir og höfðu stór og fögur orð
um leik hljómsveitarinnar undir
hans stjórn. „Hljómsveitin núna er
mjög góð og mér þykir mikið til
hennar koma, rétt eins og í fyrra.
Hljóðfæraleikararnir eru mjög vel
undirbúnir og nákvæmir; – þetta
er mjög erfitt og krefjandi verk, en
hljómsveitin hefur lag á því að
demba sér óhikað í þetta af fullri
alvöru og spila sérstaklega vel,
tæknilega er hljómsveitin orðin
mjög góð og músíkin leikur einnig í
höndum hennar, – þau svara öllum
leiðbeiningum mínum um leið og á
þann hátt sem ég bið um. Kórinn
er líka stórgóður og músíkalskur
og mjög vel undirbúinn. Þetta ger-
ir mína vinnu auðvitað miklu auð-
veldari og ég get einbeitt mér að
því sem að mér snýr.“
Tónleikarnir í Háskólabíói annað
kvöld hefjast að vanda kl. 19.30.
Leyndardómur sem
enginn kann svar við
begga@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands annað kvöld.
Vladimir Ashkenazy
stjórnar Draumi Ger-
ontíusar eftir Edward
Elgar á Sinfóníutón-
leikum annað kvöld.
Bergþóra Jónsdóttir
leit inn á æfingu og
rabbaði við Ashkenazy
um leyndardóma í tón-
listinni, Elgar, Dvorák,
Bach og fleiri snillinga.
FRANSKA bókafor-
lagið Le Cavalier Bleu
hefur tryggt sér út-
gáfuréttinn á skáld-
sögu Þórarins Eld-
járns, Brotahöfði, en
það var Réttindastofa
Eddu - miðlunar og
útgáfu sem annaðist
söluna. Í nóvember í
fyrra kom út safn
smásagna eftir Þórar-
in í Frakklandi í
tengslum við þátttöku
hans í Les Boréales
menningarhátíðinni í
Normandí í þýðingu
Séverine Daucourt-
Friðriksson.
Skáldsagan Brotahöfuð hefur
vakið nokkra athygli erlendis. Hún
var tilnefnd til Aristeion-verð-
launanna, Bókmenntaverðlauna
Evrópu, 1998 og komst þar í úr-
slitasæti. Sama ár var hún lögð
fram af Íslands hálfu til Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs,
auk þess að vera tilnefnd til hinna
alþjóðlegu IMPAC-bókmenntaverð-
launa í fyrra. Útgáfurétturinn á
sögunni hefur verið seldur til Bret-
lands, Finnlands og Þýskalands og
hafa dómar um bókina
verið lofsamlegir.
Gagnrýnandi Publish-
ers Weekly sagði t.d.
að sagan næði tökum
á lesandanum, hún
gerðist á myrkum tím-
um í fjarlægu, köldu
landi en væri í raun
tímalaus þannig að að-
alpersónan, Guðmund-
ur Andrésson, og
vandræði hans yrðu
„afar eftirminnileg og
einstaklega raun-
sönn“. Í umsögn Kirk-
us Reviews sagði að
Brotahöfuð væri afar
athyglisverð íslensk
skáldsaga, lífleg frásögn af prakka-
legri, oft kaldhæðnislegri and-
spyrnu gegn harðstjórn í hvers
kyns mynd og áhugaverð lýsing á
heilsteyptum manni. „Mjög góð og
sérstaklega skemmtileg,“ skrifaði
gagnrýnandi ritsins að lokum.
Skáldsagan Brotahöfuð kom
fyrst út hér á landi haustið 1996 og
segir frá Guðmundi Andréssyni, ís-
lenskum almúgamanni, sem situr
haustið 1649 bak við lás og slá í
kóngsins Kaupmannahöfn.
Þórarinn
Eldjárn
Brotahöfuð til Frakklands
DR. Njörður P. Njarð-
vík prófessor flytur op-
inberan fyrirlestur á
vegum íslenskuskorar í
stofu 101 í Odda kl.
12.10 í dag.
Fyrirlesturinn nefn-
ist „Að kenna ritlist“
en ritlist verður kennd
sem sjálfstæð auka-
grein í íslenskuskor
heimspekideildar Há-
skóla Íslands frá og
með næsta haustmiss-
eri. Er áætlað að bjóða
upp á námskeið í frá-
sagnartækni, ljóða-
gerð, gerð handrita og
leikrænna texta, rit-
gerðasmíð og bókmenntaþýðingum.
Annað hvert ár verður kennt eitt
námskeið, en hitt árið tvö, svo að
nemendur geti lokið 30 eininga
aukagrein ritlistar á tveimur árum.
Njörður hefur kennt ritlist-
arnámskeið allt frá árinu 1987 og
mun segja frá reynslu sinni í fyr-
irlestrinum, auk þess sem hann mun
fjalla almennt um ritlistarkennslu og
nám í ritlist. „Ég mun ræða um þetta
fyrirbæri að kenna ritlist og hvað í
því felst. Sá sem kennir ritlist er
ekki að búa til skáld, eins og margir
hafa spurt mig um, bæði í gamni og
alvöru. Það að skrifa skáldverk
krefst hæfileika, þarfar, leikni og
kunnáttu og er það einkum síðast-
nefndi þátturinn, þ.e. kunnáttan sem
kemur við sögu í ritlistarkennslu,“
segir Njörður. „Það gilda ákveðin
lögmál í því að segja sögu eða yrkja
ljóð. Þessi lögmál hafa allir þeir sem
skrifa vel lært með einum eða öðrum
hætti. Í ritlistarkennslu er gengið
skipulega til verks og nemendum
fengin verkefni til þess að þjálfa
ákveðna þætti í skrifunum, sem síð-
an eru rædd og lesin af
öllum hópnum. Í um-
fjöllun um textana er
lögð áhersla á jákvæða
og uppbyggjandi gagn-
rýni. Þeir sem farið
hafa í svona námskeið
fara jafnframt að lesa
bókmenntir allt öðru-
vísi. Þetta er því í raun-
inni ekki aðeins
kennsla í skrifum,
heldur einnig í texta-
greiningu. Þannig get-
ur námið verið gagn-
legt öðrum en þeim
sem ætla sér að verða
rithöfundar.“
Á þeim árum sem
Njörður hefur staðið fyrir ritlist-
arnámskeiðum við Háskóla íslands
hefur hann kynnt sér kennslu í
greininni Creative Writing við sex
háskóla í Bandaríkjunum og Kan-
ada. Segja má að ritlist sem náms-
grein eigi upptök sín í bandarísku
skólakerfi, og er hún kennd sem
sjálfstæð námsgrein í flestum há-
skólum í Bandaríkjunum en einnig í
Evrópu og víðar. Njörður bendir á
að greinin taki ekki eingöngu til
frumsamins skáldskapar, heldur
einnig ritgerðasmíðar og þýðinga,
en vestra er ritlistarnám m.a. grein í
Creatvie Writing og Creative non-
fiction. „Ritlistarnám felur í raun í
sér það að auka næmi nemendanna
fyrir því að nota tungumálið í skrif-
um samhliða fræðilegu námi í öðrum
greinum. Það að skrifa krefst þess
að menn hnitmiði hugsun sína, og
stuðlar það m.a. að auknum orða-
forða og blæbrigðum í námi. Ég held
því fram að allir hafi mjög gott af því
að fara í námskeið af þessu tagi,“
segir Njörður. Fyrirlesturinn í Odda
í dag er öllum opinn.
Njörður P.
Njarðvík
Fyrirlestur um
kennslu ritlistar
NÆSTA skólaár mun Listaháskóli
Íslands enn auka framboð á námi til
kennsluréttinda í listgreinum með
nýrri námsbraut fyrir leiklistar-
kennara. Þegar er í boði kennara-
nám í hönnun og myndlist. Í náminu
er tekið mið af gildandi námskrám
og því lögð rík áhersla á fræðin um
listgreinarnar, þ.e. sögu þeirra og
heimspeki auk undirbúnings til að
kenna túlkun þeirra og tækni. Guð-
rún Helgadóttir, doktor í kennslu-
fræðum, er sem fyrr fagstjóri kenn-
aranámsins, auk þess sem hún sér
um kennslufræði myndlistar og
hönnunar.
Kennaranámið er í samvinnu við
Kennaraháskóla Íslands, en þangað
sækja nemendur Listaháskóla Ís-
lands þann hluta námsins sem er á
sviði almennra kennslu- og uppeld-
isfræða. Með því móti njóta nemend-
ur góðs af sérhæfingu tveggja há-
skóla í námi sínu. Námið er alls 30
einingar og nemendur geta valið um
hvort þeir ljúka því á einu eða tveim-
ur árum. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
er umsjónarkennari kennaranáms.
Kennaranám við
Listaháskóla Íslands