Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 13
UM 50 börn í 6. og 7. bekk í tveimur
grunnskólum á Akureyri, Lundar- og
Síðuskóla hafa síðustu vikur sótt
námskeið í kvikmyndagerð en að því
stendur Íþrótta- og tómstundaráð.
Örn Ingi Gíslason kvikmyndagerðar-
maður hefur umsjón með námskeið-
inu, en markmið þess er alhliða þjálf-
un þátttakenda. Námskeiðið er því að
sögn Arnar Inga fjölþætt og víða
komið við, en m.a. má nefna grunn-
kennslu í myndatökum, klippingum,
hljóðtökum og hljóðvinnslu og sam-
setningu kvikmynda, auk þess sem
fjallað er um ljósabúnað, leikmyndir
og búninga og farið í grunnþætti
handritsgerðar.
Eitt af verkefnunum sem krakk-
arnir hafa unnið að í vetur nefnist
Víma á vettvangi og er það unnið í
samtarfi við skóla og félagsmiðstöðv-
ar á Akureyri. Þetta er forvarnar-
verkefni og hafa þátttakendurnir
sjálfir komið með hugmyndir og unn-
ið úr þeim. Samstarf hefur verið við
lögreglu á Akureyri þar sem krakk-
arnir fengu hreint frábærar móttökur
og framtaki þeirra fagnað mjög.
Áfengis- og vímuvarnarnefnd Akur-
eyrarbæjar styrkti þetta verkefni og
eins hefur verið sótt um styrk frá
Forvarnarsjóði.
Námskeiðinu lýkur í lok þessa
mánaðar með sýningu á afrakstrinum
en hún verður í Ketilhúsinu við Kaup-
vangsstræti 1. maí næstkomandi.
„Krakkarnir hafa verið ótrúlega
áhugasamir, hugmyndaríkir og skap-
andi. Ég hef haft mjög gaman af því
að starfa með þeim,“ sagði Örn Ingi,
en það hafi fyrst og fremst verið
áhugi Bergljótar Jónasdóttur sem
veitir tómstundastarfi barna og ung-
linga á Akureyri forstöðu varð til þess
að unnt var að bjóða upp á þetta nám-
skeið.
Um 50 krakkar á kvikmyndanámskeiði
Vinna við for-
varnarverkefni
í vímuvörnum
Morgunblaðið/Kristján
Mikael Magnússon og María Steingrímsdóttir, nemendur í 6. bekk
Lundarskóla, skoða myndbrot sem þau tóku þátt í að gera á kvikmynda-
námskeiði hjá Erni Inga Gíslasyni kvikmyndagerðarmanni.
ÞEIR fengu óvenjulega „grá-
sleppu“ í grásleppunetin fé-
lagarnir á Konráði þegar risahá-
karl kom í eina trossuna um 3
mílur suðaustur af Grímsey. Há-
karlinn reyndist vera um 800 kg á
þyngd og 4,5 metrar á lengd, hin
mesta skepna og forvitnileg fyrir
börn og fullorðna sem flykktust
niður að bryggju til að fylgjast
með.
Þríburarnir Bjarni og Svafar
Gylfasynir og Alfreð Garðarsson
gera Konráð út á grásleppu þessa
dagana og eru mjög ánægðir með
veiðina, en úr hákarlaróðrinum
komu þeir með hvorki meira né
minna en 850 lítra af hrognum og
er það með því mesta sem komið
hefur á land í einni ferð hér í
Grímsey. Þrír bátar gera út á grá-
sleppu þetta vorið, tveir við Gríms-
ey en sá þriðji austur við Kópa-
sker. Þess má geta að menn eru
nokkuð sáttir við hrognaverðið í ár
miðað við síðustu árin.
Risavaxinn hákarl í
grásleppunetin
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti
á fundi sínum í vikunni að verja einni
milljón króna til stuðnings við fram-
boð til bæjarstjórnarkosninganna í
vor. Upphæðinni skal skipta jafnt
milli þeirra sem skila gildum fram-
boðslistum til kjörstjórnar.
Þegar er ljóst að fimm framboð
verða í kjöri í bæjarstjórnarkosning-
unum, sem þýðir að 200 þúsund
krónur koma í hlut hvers þeirra.
Með greiðslu á framlaginu fylgir að
Akureyrarbær og stofnanir hans
munu ekki greiða sérstaklega fyrir
auglýsingar frá bænum, sem kunna
að birtast í blöðum útgefnum af
stuðningsmönnum framboðslist-
anna.
Bæjarráð
styrkir
framboðin
ANNA Sigrún Rafnsdóttir, kennari í
Síðuskóla, kynnir þróunarverkefnið
Víðátta – gagnvirk kennsla í gegnum
fjarfundabúnað.
Anna Sigrún mun kynna hvað Víð-
átta er og hverjir það eru sem eru
þátttakendur í verkefninu. Hún mun
sýna hvernig fjarfundatæki virka í
kennslu, bæði með upptökum frá
vinnu í skólanum og einnig með því,
ef tök eru á, að ná sambandi við skóla
úti á landi sem þátt taka í verkefn-
inu.
Kynningin fer fram í Síðuskóla,
stofu 12, í dag, miðvikudaginn 10.
apríl kl. 16–18, gengið er inn að
sunnan um næst síðustu álmu frá
bílastæði.
Kynning
á Víðáttu
♦ ♦ ♦
FYRSTU lóurnar í Eyjafirði sáust
þegar á föstudag, 5. apríl, við
Hjalteyri samkvæmt upplýsing-
um frá Þorsteini Þorsteinssyni
fuglaáhugamanni. Þá sáu fugla-
áhugamenn lóur á Gásum og við
Hjalteyri um helgina og Sigmund-
ur Ófeigsson tók eftir stórum lóu-
hópi á Eyrarlandsholti á Akureyri
á sunnudag. Hann kvaðst aldrei
áður hafa séð lóur hér norðan
heiða svo snemma, en hefur skráð
hjá sér komu þeirra undanfarin
ár.
Þorsteinn sagði að lóan væri
snemma á ferðinni í ár, en hún
hefði síðustu ár komið æ fyrr.
Fyrir um 20-30 árum hefði lóa
ekki sést fyrir norðan fyrr en á
tímabilinu 15. til 20. apríl. Sagði
Þorsteinn að sumir tengdu þetta
hlýnandi loftslagi í veröldinni af
völdum gróðurhúsaáhrifa. Þar
sem hlýtt væri í veðri færu fugl-
arnir fyrr af stað. Þá sagði hann að
fuglaáhugamönnum hefði fjölgað
mikið á liðnum árum og þeir hefðu
yfir að ráða mun betri sjónaukum.
Það gæti líka haft sitt að segja um
að fuglarnir sjást fyrr nú en áður.
Lóan óvenju snemma á
ferðinni fyrir norðan
FRYSTITOGARINN Sevrypa-2,
sem Útgerðarfélag Akureyringa
hf. keypti á dögunum, kom til Ak-
ureyrar á laugardag. Skipið kom
frá Hafnarfirði þar sem það var
til skoðunar. Hið nýja skip kemur
í stað frystitogarans Sléttbaks EA
en það verður formlega afhent
nýjum eigendum í vikunni. Sevr-
ypa er fjögurra ára gamalt skip,
smíðað í Danmörku. Skipið er 58
metra langt og 13,5 metra breitt
og er vel tækjum búið til fryst-
ingar á bolfiski.
Morgunblaðið/Kristján
Frystitogarinn Sevrypa-2 kem-
ur til hafnar á Akureyri.
Nýr frysti-
togari
ÚA til
Akureyrar
Til leigu er skrifstofuhúsnæði á annarri hæð í Alþýðuhúsinu á
Akureyri (áður Lögmannsstofa Ingu Þallar).
Húsnæðið er 53 fm, 2ja herbergja skrifstofurými með eldhúskrók.
Húsnæðið er laust.
Nánari upplýsingar gefur Björn Snæbjörnsson hjá Einingu-Iðju í
síma 460 3600.
Til leigu skrifstofuhúsnæði í Alþýðuhúsinu á Akureyri
www.ef.is
Skoðaðu þessa
frábæru pönnu!
Fást grunnar eða
djúpar og sem
grillpönnur.
24-26-28-30 sm.
Feitislaus steiking.
Hagstætt verð!
3 viðurk
enningar
„Frábær“
hjá
þýskum
neytenda
samtöku
m
Besta steikarpannan
í Evrópu....
samkvæmt dómi þýskra
neytendasamtaka
Samvera eldri borgara verður
í Glerárkirkju
fimmtudaginn 11. apríl kl. 15.00
Gestur samverunnar er Valgerður Bjarnadóttir,
félagsfræðingur og framkvæmdastýra jafnréttisstofu.
Kór eldri borgara á Akureyri syngur. Stjórnandi er Guðjón
Pálsson. Samveran hefst með helgistund í kirkjunni og
boðið verður upp á veitingar á vægu verði.
Allir velkomnir.
Vinafundur
eldri borgara