Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 53 DAGBÓK NÝJA JUNGLE BLOOMS vor- og sumarlínan 2002 Kvikmyndir sem Max Factor hefur séð um förðun eru m.a. Charlotte Gray, Vanilla Sky, Moulin Rouge, Bridget Jones’s Diary, Charlie’s Angels, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, The English Patient, Evita, Ever After, Bugsy Malone, Alien, Interview with a Vampire, Midnight Express.. KYNNINGAR Lyf & heilsa Háaleitisbraut miðvikudag 10. apríl kl. 14-17 Lyf & heilsa Glæsibæ fimmtudag 11. apríl kl. 14-17 Förðunarfræðingur veitir faglega ráðgjöf á kynningunum STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú ert vinur vina þinna en þarft engu að síður að læra eitt og annað um þolinmæði og samvinnu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Til þín er leitað með forustu í ákveðnu máli. Taktu hana að þér þótt það kunni að kosta nokkra vinnu því það verður þér bæði til gagns og gleði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það getur reynst þér erfitt að velja úr þá sem þú vilt vinna með. Þú ættir að gefa þér góðan tíma því mikið ríður á samheldni ykkar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Skoðanir sem þú hefur lengi haldið fram fá nú víðar hljóm- grunn en þig hafði nokkurn tíma órað fyrir. Þessu fylgja skemmtileg kynni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér finnst athygli annarra óþægileg og allt að því kæf- andi. Þú þarft þitt olnboga- rými svo þú getir um frjálst höfuð strokið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að athuga vel hvern- ig þú setur hlutina fram því það skiptir sköpum að allir skilji hvert þú ert að fara. Annars gengur ekkert upp. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er úr vöndu að ráða þeg- ar staðið er frammi fyrir mörgum möguleikum. Láttu ekki hugfallast heldur veldu þér stefnu í rólegheitum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er ákaflega gefandi að eiga sálufélaga sem skilur þig og þekkir allar þínar þarfir. Um leið og þú nýtur þessa þá skaltu muna að slík vinátta verður að vera gagnkvæm. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Búðu þig undir óvænt tíðindi því það er betra að vera viðbúinn en verða fyrir áfalli. Þá verður líka eftirleikurinn auðveldari. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það getur verið gaman að láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar en mundu að viðmælandi þinn kann líka að hafa margt skemmtilegt fram að færa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Grunnurinn þarf að vera góð- ur til þess að það sem á hon- um rís sé til frambúðar. Gefðu þér nægan tíma til að undirbúa hlutina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér finnst einhvern veginn eins og þú náir ekki til fólks og ættir því að endurskoða með hvaða hætti þú talar til þess. Finndu svo aðra heppi- legri framsetningu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér líður eins og þú hafir orð- ið undir valtara en átt nú samt erfitt með að sjá hvað olli því. Þú þarft að takast á við vandann með hetjulund. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HRÚTUR Árnað heilla LJÓÐABROT Ísland Grænum lauki gróa túnin, gyllir sóley hlíða syllur, færa víkur flyðru á vori, fuglar syngja í Trölladyngjum, sauðir strjálast hvítir um heiðar, hossar laxi straumur í fossi, bella þrumur á brúnum fjalla, blár er himinn, snarpur er Kári. Þorleifur Repp 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8. Be3 Rbd7 9. Dd2 Be7 10. 0-0-0 b5 11. Kb1 Rb6 12. Df2 Rfd7 13. Rd5 Bxd5 14. exd5 Rc4 15. Bxc4 bxc4 16. Rc1 0-0 17. g4 Hb8 18. h4 Da5 19. Re2 Da3 20. b3 cxb3 21. axb3 Staðan kom upp á Síma- skákmótinu, minningarmóti um Dan Hansson, sem Taflfélagið Hrókurinn skipu- lagði. Nick De Firmian (2.536) hafði svart gegn Degi Arngríms- syni (2.115). 21. ...Hxb3+! 22. cxb3 Dxb3+ 23. Kc1 Hc8+ 24. Kd2 Db4+ 25. Rc3 Slæmt væri að leika 25. Kd3 þar sem hvítur yrði mát eftir 25. ...e4+ 26. fxe4 Re5#. Í framhald- inu reynist sókn svarts hvít- um of skeinuhætt. 25. ...Hxc3 26. Ke2 Rf6 27. Bd2 Rxd5 28. Bxc3 Rxc3+ 29. Kd3 Rxd1 30. Hxd1 d5 31. Ke2 Dc4+ 32. Ke1 Bb4+ og hvítur gafst upp. Skák Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HIN tæknilega úrvinnsla í sex spöðum suðurs er ekki flókin – tveir möguleikar blasa við: 3-3 lega í tígli eða svíning fyrir hjartakóng. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ ÁD72 ♥ 9862 ♦ ÁK94 ♣K Suður ♠ KG10864 ♥ ÁD ♦ D76 ♣D5 Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull Pass 1 spaði Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 6 spaðar Allir pass Vestur trompar út og sagnhafi aftrompar AV og prófar tígulinn. En það kem- ur í ljós að austur valdar lit- inn, hefur byrjað með tíuna fjórðu. Er þá nokkuð annað að gera en að svína hjarta- drottningu? Það er eini tæknilegi möguleikinn til vinnings, en hins vegar sakar ekki að taka mannlega þáttinn með í reikninginn og leggja gildru fyrir vestur: Norður ♠ ÁD72 ♥ 9862 ♦ ÁK94 ♣K Vestur Austur ♠ 53 ♠ 9 ♥ K1054 ♥ G73 ♦ G3 ♦ 10852 ♣ÁG764 ♣109832 Suður ♠ KG10864 ♥ ÁD ♦ D76 ♣D5 Fjórði tígullinn er tromp- aður og laufdrottningu spil- að að heiman! Vestur tekur slaginn með ás og ef hann trúir því að laufdrottningin sé stök gæti hann óttast að spila laufi í tvöfalda eyðu og sent hjarta upp í gaffalinn. Raunar ætti vestur ekki að ganga í þessa gildru. Hann veit að suður á sexlit í spaða og þrjá tígla. Ef lauf- drottningin er stök, þá á suður þrílit í hjarta og græð- ir ekkert á útspili í tvöfalda eyðu. En tilraun sagnhafa er góð, eftir sem áður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10. apríl, er sextugur Þorvaldur Jónasson, Vesturbergi 183, Reykjavík, kennari við Réttarholtsskóla. Hann verður að heiman á afmæl- isdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10. apríl, er Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveit- arfélaga, fimmtugur. Af því tilefni ætlar hann ásamt eiginkonu sinni, Ingu Láru Baldvinsdóttur, deildarstjóra myndadeild- ar Þjóðminjasafns Íslands, og syni, Baldvin Karel, að taka á móti vinum og vandamönnum í samkomu- húsinu Stað á Eyrarbakka föstud. 12. apríl kl. 20 til 23. Rútuferð verður úr Reykjavík kl. 19 frá Fé- lagsstofnun stúdenta með viðkomu á bensínstöðvum Skeljungs við Kringluna og við Vesturlandsveg. 40 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10. apríl, er fertugur Níels Harðarson, Háaleitisbraut 18. Hann og eiginkona hans Sigrún Birgisdóttir taka á móti gestum að heimili sínu milli kl. 19–21 í dag. Borgfirðingar reyna með sér Föstudagskvöldið 5. apríl spiluðu Bridsfélag Borgarness og Bridsfélag Borgarfjarðar sinn árlega keppnis- leik. Sjö sveitir spiluðu frá hverju fé- lagi og er langt síðan keppnin hefur verið jafnfjölmenn. Spilað var í Skuggaborg í Borgarnesi og var ekkert gefið eftir í glæsilegum veit- ingum. Sjálf keppnin var hins vegar lítt spennandi, slíkir voru yfirburðir Borgnesinga. Þeir sigruðu með 147 stigum gegn 51. Það var einungis sveit Hrefnu Jónsdóttur sem hafði sigur á Borgnesingum, en þess má geta að Hrefna er aðeins 12 ára. Eins og jafnan þegar þessi lið mætast er stutt í gleðina. Jón Þ. Björnsson Borgnesingur er lista- tækifærisskáld og í hálfleik var hann krafinn um vísu. Hann spilaði á fyrsta borði með landsliðskonunum Öldu og Dóru og einhver hafði á orði að sjálfur væri Jón sjálfkjörinn í hvaða landslið sem væri. Þegar vísan kom ekki strax var hann krafinn með þessari vísu: Nú er ég farinn að vilja vísu vandlega gerða, strax. Ekki eins og tvítuga togaraýsu heldur tuttugu punda lax. Þá svaraði Jón: Landsliðssveitin sýnist mér sigra eins og vera ber. Þar er Jón Ágúst og þar erum vér, „þetta er ungt og leikur sér“. Þegar Kristján Snorrason heyrði kveðskapinn varð honum hugsað til þess að einn af andstæðingum Jóns var Örn Einarsson bóndi í Miðgarði. Þá sagði Kristján: Á fyrsta borði var feikna törn, fannst í hverju spili vörn. Þar var Jón Ágúst og þar var Örn, „þeir eru ekki lengur börn“. Eftir þessa vísu Kristjáns kvödd- um við Borgfirðingar og héldum út í vornóttina, ákveðnir í að gera betur að ári. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Bridsfélag Reykjavíkur Föstudaginn 5. apríl var spilaður einskvölds Mitchell-tvímenningur með þátttöku 22 para. Í efstu sætum í norður-suður lentu: Jón St. Ingólfsson – Freyja Sveinsd. +54 Guðlaugur Bessason – Eyþór Haukss. +37 Þórður Sigfússon – Eggert Bergsson +26 Hallgrímur Hallgr. – Guðni Hallgrímss. +20 Í efstu sætum í austur-vestur lentu: Guðlaugur Sveinsson – Jón Stefánss. +42 Björn Árnason – Jakob Haraldsson +33 Unnur Sveinsd. – Inga Lára Guðm. +12 Hafþór Kristjánss. – Rafn Thorarensen +12 Spilaðir eru einskvölds tvímenn- ingar á föstudögum og hefst spila- mennskan kl. 19.00. Að tvímenningnum loknum hefst svo miðnætursveitakeppni fyrir þá sem vilja. Allir eru velkomnir. Aðstoðað er við myndun para ef þess er óskað. Íslandsmótið í paratvímenningi Mótið verður spilað í hátíðasal Gagnfræðaskólans á Siglufirði helgina 13.–14. febrúar. Þetta er eitt vinsælasta mót ársins og búist við góðri mætingu á Siglu- fjörð enda eru Siglfirðingar góðir heim að sækja. Spilamennska hefst kl. 11 báða dagana. Spilaður er barómeter, allir við alla en fjöldi spila fer eftir þátt- töku. Keppnisstjóri er Björgvin Már Kristinsson. Spilarar eru hvattir til að panta gistingu tímanlega: Hótel Lækur, s. 467 1514, Gistiheimilið Hvanneyri, 467 1378. Skráning í s. 587 9360 eða www.bridge.is Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning, í Hraunseli, Flatahrauni 3, tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Það vantar fleira fólk í brids. Mæting kl. 13:30. Spilað var 2. apríl. Þá urðu úrslit þessi: Sævar Magnússon - Árni Bjarnason 95 Jón V. Sævaldsson - Guðm. Guðmundss. 92 Guðni Ólafsson - Kjartan Elíasson 91 Jóna Kristjánsd. - Sveinn Jensson 83 5. apríl: Sigurlína Ágústsd. - Guðm. Guðmundss. 163 Sævar Magnússon - Árni Bjarnason 148 Jón Ó. Bjarnason - Jón R. Guðmudsson 121 Hera Guðjónsdóttir - Árni Guðmundss. 119 50 ÁRA afmæli. Í gær,þriðjudaginn 9. apríl, varð fimmtug Þórkatla Þór- isdóttir kennari og fé- lagsráðgjafi. Hún verður með opið hús fyrir vini og vandamenn í Húnabúð, Skeifunni 11, föstudags- kvöldið 12. apríl kl. 20.30. Ég veit hvað geng- ur að manninum mínum. En hann vill endilega að þú skoðir hann líka. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10. apríl, er fimmtugur Guð- mundur Stefánsson land- búnaðarhagfræðingur, Hlíðarvegi 66, Kópavogi. Hann og eiginkona hans Hafdís Jónsdóttir eru á far- aldsfæti í dag og er dvalar- staður ókunnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.