Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 49
FRAMBJÓÐENDUR Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins á
sameiginlegum lista Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks við sveit-
arstjórnarkosningar í sameinuðu
sveitarfélagi Reykjahrepps og
Húsavíkurkaupstaðar 25. maí eru
eftirtaldir:
1. Friðfinnur Hermannsson fram-
kvæmdastjóri, D, Húsavík, 2. Gunn-
laugur Stefánsson bæjarfulltrúi, B,
Húsavík, 3. Hallveig Björk Hösk-
uldsdóttir leiðbeinandi, B, Húsavík,
4. Gunnlaugur Karl Hreinsson fisk-
verkandi, D, Húsavík, 5. Sveinn Að-
algeirsson þjónustustjóri, B, Húsa-
vík, 6. Erna Björnsdóttir lyfja-
fræðingur, D, Húsavík, 7. Friðrika
Baldvinsdóttir læknaritari, B, Húsa-
vík, 8. Helgi Pálsson framkvæmda-
stjóri, D, Húsavík, 9. Friðrik Sig-
urðsson bóksali, B, Húsavík, 10.
Sigurgeir Stefánsson mjólkurfræð-
ingur, D, Húsavík, 11. Arnfríður Að-
alsteinsdóttir félagsfræðingur, B,
Húsavík, 12. Jón Helgi Björnsson líf-
fræðingur, D, Reykjahreppi, 13.
Hjálmar Bogi Hafliðason leiðbein-
andi, B, Húsavík 14. Sigurbjörg Stef-
ánsdótti nemi, D, Húsavík 15. Svein-
björn Lund vélfræðingur, B,
Húsavík 16. Olgeir Sigurðsson skip-
stjóri, D, Húsavík 17. Anna Sigrún
Mikaelsdóttir bæjarfulltrúi, B,
Húsavík, og 18. Rannveig Jónsdóttir
framkvæmdastjóri, D, Húsavík.
Listi framsókn-
ar- og sjálf-
stæðismanna í
Reykjahreppi
og Húsavík
ÓLAFUR Þór Gunnarsson læknir
mun leiða lista Vinstri grænna í
Kópavogi í komandi sveitarstjórnar-
kosningum. Flokksfundur sam-
þykkti tillögur uppstillingarnefndar
á laugardagsmorgun.
Aðrir á lista eru: í öðru sæti Sig-
urrós Sigurjónsdóttir, fyrrv. formað-
ur Sjálfsbjargar, í þriðja sæti Þórir
Steingrímsson, rannsóknarlögreglu-
maður, í fjórða sæti Rósa B. Þor-
steinsdóttir, kennari, í fimmta sæti
Coletta Burling, þýðandi og leið-
sögumaður, í sjötta sæti Sigmar Þor-
mar, fyrirtækjaráðgjafi, segir í
fréttatilkynningu.
Listi VG
í Kópavogi
TEPPABÚÐIN, sem verið hefur
til húsa á Suðurlandsbraut, flutti
1. apríl sl. að Grensásvegi 18 (í
Litavershúsið). Gólfefnadeild
Litavers var sameinuð Teppabúð-
inni við það tækifæri og verslun
með gólfefni, veggefni og máln-
ingu verður rekin undir nafninu
Teppabúðin-Litaver.
Teppabúðin-Litaver er ein elsta
starfandi málningarverslun lands-
ins, segir í fréttatilkynningu.
Teppabúðin flutt að
Grensásvegi 18
FYRIRLESTUR um jógaheimspeki
og áhrif hennar á daglegt líf einstak-
linga verður haldinn fimmtudaginn
11. apríl kl. 20.30 á Grand hótel.
Fyrirlesari er Yogi Shanti Desai
sem er indverskur að uppruna en er
nú búsettur í Bandaríkjunum.
Yogi Shanti Desai heldur meðal
annars námskeið fyrir jógakennara-
nema, framhaldsnámskeið fyrir
jógakennara og helgarnámskeið fyr-
ir jógaáhugafólk í jógastöð Guðjóns í
Ármúla 38, 3. hæð, 9.–15. apríl.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir
korthafa í stöðinni Jóga hjá Guðjóni
Bergmann, kr. 1.500 fyrir aðra. Nán-
ari upplýsingar er að finna á slóðinni
www.gbergmann.is, segir í fréttatil-
kynningu.
Fyrirlestur um
jógaheimspeki
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins,
Reykjum í Ölfusi, heldur námskeið
helgina 13. og 14. apríl í körfu- og
gardínugerð en námskeiðið er hluti
af námskeiðaröðinni „Lesið í skóg-
inn og tálgað í tré“, sem er haldin í
samvinnu við Skógrækt ríkisins.
Leiðbeinandi verður Margrét
Guðnadóttir körfugerðarkona. Unn-
ið verður með ákveðin skyldustykki
og bent á ýmsa nýtingarmöguleika í
efnis- og verkefnavali með grannt
greinaefni og ferskar viðarnytjar
beint úr náttúrunni. Notað er efni
sem auðvelt er að nálgast vegna
grisjunar og umhirðu garða og skóg-
arreita.
Skráning og nánari upplýsingar
um námskeiðið fást á skrifstofu
Garðyrkjuskólans eða í gegnum net-
fangið mhh@reykir.is, segir í frétta-
tilkynningu.
Námskeið í körfu-
og gardínugerð
FRAMBOÐSLISTI Samfylkingar-
innar í Kópavogi var samþykktur
einróma á fundi í Þinghóli á mánu-
dagskvöld.
Listann skipa: 1. Flosi Eiríksson,
húsasmiður og bæjarfulltrúi, 2. Sig-
rún Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur
og bæjarfulltrúi, 3. Hafsteinn Karls-
son skólastjóri, 4. Tryggvi Felixson,
hagfræðingur og framkvæmdastjóri
Landverndar, 5. Hjördís Magnús-
dóttir íþróttafræðingur, 6. Kristín
Pétursdóttir kennari, 7. Þór Ásgeirs-
son sjávarvistfræðingur, 8. Birna
Guðmundsdóttir félagsráðgjafi, 9.
Pétur Ólafsson stjórnmálafræði-
nemi, 10. Kolbrún Sigurðardóttir
þjónustufulltrúi, 11. Valgeir Skag-
fjörð leikari, 12. Ýr Gunnlaugsdóttir
framkvæmdastjóri, 13. Loftur Þór
Pétursson bólstrari, 14. Árný Stef-
ánsdóttir nemi, 15. Guðmundur
Magnússon, fyrrverandi fræðslu-
stjóri, 16. Gylfi Freyr Gröndal, kenn-
ari í MK, 17. Helga E. Jónsdóttir
leikskólaráðgjafi, 18. Þórunn
Björnsdóttir tónlistarkennari, 19.
Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ,
20. Kristín Jónsdóttir, arkitekt og
bæjarfulltrúi, 21. Svandís Skúladótt-
ir, fyrrv. deildarstjóri og leikskóla-
kennari, og 22. Guðmundur Oddsson
skólastjóri.
Listi Samfylking-
arinnar í Kópavogi
SJÁLFSBJÖRG, landssamband
fatlaðra, gengst fyrir aðlögunarnám-
skeiði, dagana 10.-12. maí, sem ætlað
er hreyfihömluðu fólki. Námskeið
sem þessi eru hluti af félagslegri
endurhæfingu. Markmiðið er að
styðja hinn fatlaða við breyttar að-
stæður.
Á námskeiðinu verður fjallað um
félagslegar afleiðingar fötlunar.
Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um
tilfinningaleg viðbrögð við fötlun, um
breytta virkni og færni í daglegri
iðju en einnig verður farið vandlega
yfir tryggingamál og réttindi fatl-
aðra. Að lokum verður starfsemi
Sjálfsbjargar og Íþróttasambands
fatlaðra kynnt.
Á námskeiðinu verður unnið í
litlum hópum. Þar verða rædd ýmis
mál sem snerta daglegt líf fatlaðs
fólks, bæði mál sem öllum eru sam-
eiginleg og svo sérstök vandamál
þátttakenda.
Námskeiðið er einkum miðað við
fólk eldra en 17 ára sem hefur fatlast
af völdum slyss eða sjúkdóms. Nám-
skeiðið hentar bæði þeim sem hafa
fatlast á lífsleiðinni eða verið fatlaðir
frá fæðingu. Auk hreyfihamlaðra eru
fjölskyldumeðlimir velkomnir á
námskeiðið.
Námskeiðið er haldið á vegum
Sjálfsbjargar, landssambands fatl-
aðra, í Reykjadal í Mosfellsbæ og
verður hjálparfólk til staðar. Nám-
skeiðsgjald er kr. 7.500 og eru fæði,
námskeiðsgögn og gisting innifalin.
Ferðakostnaður er greiddur fyrir
fólk af landsbyggðinni.
Þátttaka tilkynnist fyrir miðviku-
daginn 17. apríl til Ragnheiðar
Kristiansen í síma eða í netpósti:
felagsmal@sjalfsbjorg.is, segir í
fréttatilkynningu.
Aðlögunarnám-
skeið fyrir fatlaða
MÁLFUNDUR um forvarnir gegn
fordómum í félagslega kerfinu verð-
ur í Norræna húsinu fimmtudaginn
11. apríl kl. 12.05–13. Fjallað verður
um forvarnir gegn fordómum í fé-
lagslega kerfinu.
Erindi halda: Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri, Páll Péturs-
son félagsmálaráðherra og Páll
Skúlason háskólarektor.
Að loknum stuttum framsögum
fara fram umræður undir stjórn
Brynjólfs Ægis Sævarssonar, nýráð-
ins framkvæmdastjóra Stúdenta-
ráðs Háskóla Íslands.
Átakið er samstarfsverkefni jafn-
réttisnefndar Háskóla Íslands og
Stúdentaráðs og byggist á röð mál-
funda sem haldnir verða í Norræna
húsinu á vor- og haustmisseri 2002,
segir í fréttatilkynningu.
Fordómar í
félagslega kerfinu
UM árabil hefur 11. apríl verið not-
aður til að vekja athygli á málefnum
Parkinson-veikra og aðstandenda
þeirra. Í þessu skyni bjóða Parkin-
son-samtökin á Íslandi félögum og
velunnurum samtakanna á opið hús í
húsakynnum samtakanna í Hátúni
10b, 9. hæð, kl. 3-5.
Talið er að um það bil tveir af
hverjum þúsund hafi sjúkdóminn.
Talsverðar rannsóknir eiga sér stað
um orsakir sjúkdómsins og beinast
þær bæði að umhverfisáhrifum og
erfðaþætti sjúkdómsins.
Í tengslum við Parkinson-daginn
efna samtökin einnig til tónleika í
Salnum í Kópavogi laugardaginn 13.
apríl kl. 20, segir í fréttatilkynningu.
Alþjóðlegur dagur
Parkinson
KENNARAHÁSKÓLI Íslands
kynnir nám í grunndeild fimmtudag-
inn 11. apríl kl. 15–17 í húsnæði skól-
ans við Stakkahlíð. Kennarar, nem-
endur og námsráðgjafar kynna nám
á öllum brautum og svara fyrir-
spurnum. Veturinn 2002–2003 verð-
ur í boði nám á grunnskólabraut,
íþróttabraut, leikskólabraut, þroska-
þjálfabraut og kennsluréttinda-
braut. Flestar námsbrautir eru í boði
bæði sem staðnám og fjarnám. Nám-
inu lýkur með B.Ed.-, BA- eða BS-
gráðu. Við skólann eru einnig í boði
styttri námsbrautir í tómstunda-
fræðum og leikskólafræðum og lýk-
ur því námi með diplómu. Þeim sem
brautskráðir eru frá Kennaraháskól-
anum býðst einnig að stunda viðbót-
arnám á ýmsum námsbrautum.
Umsóknarfrestur er mismunandi
eftir brautum og má fá nánari upp-
lýsingar um það á heimasíðu skólans
www.khi.is en fyrri umsóknarfrestur
er 2. maí og sá síðari 1. júní. Um-
sækjendur fá svar um inntöku um
þremur vikum eftir að umsóknar-
fresti lýkur.
Námsráðgjafar skólans eru til við-
tals alla virka daga kl. 9–14 og er
þeim sem þess óska boðið að panta
sér tíma í síma eða með því að senda
tölvupóst á namsrad@khi.is, segir í
fréttatilkynningu.
Kynning á
námi í KHÍ
MICHAEL F. Corbett, sérfræðing-
ur í N-Ameríku um útvistun, mun
halda fyrirlestur á Íslandi um kosti
útvistunar fyrir fyrirtæki fimmtu-
daginn 18. apríl kl. 9–12.30 í Smára-
bíói í Smáralind.
Á ráðstefnunni mun Corbett fjalla
um útvistun með áherslu á kostnað-
arþætti, þ.e. að velta því upp hvenær
útvistun er hagkvæm með tilliti til
stærðar fyrirtækja og eðli markað-
arins.
Skráning á ráðstefnuna er á
www.anza.is, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fyrirlestur
um útvistun
SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ kennara-
deildar Háskólans á Akureyri stend-
ur fyrir ráðstefnu undir heitinu
„Bætt skilyrði til náms“. Ráðstefnan
verður haldin í Lundarskóla á Ak-
ureyri laugardaginn 13. apríl kl.
9.30–17.
Á ráðstefnunni verða kynntar nið-
urstöður rannsóknar- og þróunar-
verkefnisins ETAI (Enhancing
Teachers Ability in Inclusion) sem er
fjölþjóðleg rannsókn og styrkt m.a.
af Leonardo-sjóðnum. Megintil-
gangur þess var að draga saman
þekkingu frá þeim skólum og kenn-
urum sem náð höfðu framúrskarandi
árangri á sviði heiltæks skólastarfs.
Afraksturinn er viðamikið starfsþró-
unarefni fyrir kennara sem nú hefur
verið þýtt á íslensku og mun Rann-
sóknastofnun Kennaraháskóla Ís-
lands gefa efnið út 13. apríl nk.
Í fréttatilkynningu segir að skóla-
menn og foreldrar fái tækifæri til að
kynnast raunhæfum leiðum sem hafi
gefist vel við að mæta mismunandi
þörfum nemenda. Nánari upplýsing-
ar um verkefnið og dagskrá ráð-
stefnunnar er að finna á heimasíðu
hennar: http://www.unak.is/vefir/
etai/ Skráning er í síma eða með
tölvupósti tberg@unak.is Þátttöku-
gjald er kr. 7.000.
Ráðstefna um bætt
skilyrði til náms
SVEITARFÉLÖGIN í V-Barða-
strandarsýslu, Vesturbyggð og
Tálknafjarðarhreppur, í samstarfi
við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
og Byggðastofnun, halda málþing
um stöðu og framtíðaruppbyggingu
ferðaþjónustunnar á svæðinu í Fé-
lagsheimili Patreksfjarðar laugar-
daginn 13. apríl kl. 10.30-18.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra mun setja þingið og Einar K.
Guðfinnsson nýskipaður formaður
Ferðamálaráðs mun stjórna pall-
borðsumræðum. Aðrir fyrirlesarar
verða Dorothee Lubecki, At-
vinnuþróunarfélagi Vestfjarða;
Rögnvaldur Guðmundsson, Rann-
sóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunn-
ar hf.; Sigríður E. Þórðardóttir,
Byggðastofnun; Svanborg Siggeirs-
dóttir, Sæferðum hf; Óskar H. Guð-
jónsson, Ultima Thule; Jóhann Ás-
mundsson, Ferðamálafélagi V-
Barðast.; Lilja Magnúsdóttir,
Talknafjarðarhreppi; Þórólfur Hall-
dórsson, Vesturbyggð; Caletta Bürl-
ing, f.h. Kerstinar Bürling; Jón H.
Steingrímsson, Línuhönnun hf., og
Árni Bragason, Náttúruvernd ríkis-
ins.
Að loknu málþingi verður boðið til
kvöldvöku og á sunnudeginum er
gestum boðið í Byggðasafnið að
Hnjóti. Málþingið er öllum opið og er
ókeypis, segir í fréttatilkynningu.
Málþing um
ferðaþjónustu
í V-Barða-
strandarsýslu
Í KJÖLFAR kynningar á nýrri sam-
gönguáætlun heldur áhugahópur um
vegagerð á miðhálendi Íslands mál-
þing, föstudaginn 19. apríl kl. 10–17,
þar sem umfjöllunarefnið verður
miðhálendið og vegagerð.
Skoðuð verða rök með og á móti
vegagerð á miðhálendi Íslands, m.a.
út frá byggðasjónarmiðum, atvinnu-
málum, umhverfismálum og örygg-
isþáttum.
Guðmundur Þorsteinsson kennari
setur þingið og ávarp flytur Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra. Er-
indi halda: Einar Ragnarsson, dós-
ent við HÍ, Trausti Valsson, prófess-
or við HÍ í skipulagsfræði, fulltrúi
SSNV/E, Sveinn A. Sæland oddviti
Bisk, Sveinn Sigurbjarnarson, Tanni
travel, Einar G. Bollason, fram-
kvæmdastjóri Íshesta, Garðar Vil-
hjálmsson, framkvæmdastjóri Ísl.
ævintýraferða, Rögnvaldur Guð-
mundsson, Rannsóknir og ráðgjöf,
Guðmundur Arnaldsson, fram-
kvæmdastjóri Landvara, Gunnar
Larsson fulltrúi ÚA, fulltrúi Lands-
virkjunar, Óli H. Þórðarson fram-
kvæmdastjóri Umferðarráðs, Helgi
Hallgrímsson vegamálastjóri, full-
trúi Landverndar.
Pallborðsumræður: Landbúnað-
arráðherra, formaður samgöngu-
nefndar, fulltrúi SAF, Vegamála-
stjóri, fundarstjórar Hjálmar
Árnason og Ásborg Arnþórsdóttir
Verð fyrir málþing, hádegisverð
og kaffi er kr. 3.000. Skráning hjá
ferðamálafulltrúa uppsveita Árnes-
sýslu, netpóstur asborg@ismennt.is,
segir í fréttatilkynningu.
Málþing um
miðhálendið og
vegagerð
LÍKNAR– og vinafélagið Bergmál
hefur opið hús laugardaginn 13. apríl
kl. 16 í húsi Blindrafélagsins,
Hamrahlíð 17.
Jón Stefánsson kórstjóri Lang-
holtsskóla mætir með söngfólk sitt.
Matur borinn fram kl. 17, segir í
fréttatilkynningu.
Opið hús
hjá Bergmáli MYNDASÝNING verður hjá
Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6 í
dag, miðvikudaginn 10. apríl, kl.
20.30.
Hjörleifur Guttormsson, náttúru-
fræðingur og fyrrverandi alþingis-
maður og ráðherra, sýnir myndir,
einkum frá sunnanverðum Aust-
fjörðum.
Aðgangseyrir er kr. 500 og kaffi-
veitingar innifaldar, segir í fréttatil-
kynningu.
Myndasýning
í FÍ-salnum
FUNDA- og fræðslunefnd Heimilis-
iðnaðarfélags Íslands efnir til
fræðslukvölds í húsi félagsins á
Laufásvegi 2, í dag, miðvikudaginn
10. apríl, kl. 20. Aðgangur er ókeyp-
is. Allir velkomnir.
Kynning verður á íslensku ullinni.
Sýnd verða myndbönd auk þess sem
ull í ýmsum myndum og tóvinna
verður til sýnis, segir í frétt frá
Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.
Kynning á
íslensku ullinni