Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 49 FRAMBJÓÐENDUR Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins á sameiginlegum lista Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks við sveit- arstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Reykjahrepps og Húsavíkurkaupstaðar 25. maí eru eftirtaldir: 1. Friðfinnur Hermannsson fram- kvæmdastjóri, D, Húsavík, 2. Gunn- laugur Stefánsson bæjarfulltrúi, B, Húsavík, 3. Hallveig Björk Hösk- uldsdóttir leiðbeinandi, B, Húsavík, 4. Gunnlaugur Karl Hreinsson fisk- verkandi, D, Húsavík, 5. Sveinn Að- algeirsson þjónustustjóri, B, Húsa- vík, 6. Erna Björnsdóttir lyfja- fræðingur, D, Húsavík, 7. Friðrika Baldvinsdóttir læknaritari, B, Húsa- vík, 8. Helgi Pálsson framkvæmda- stjóri, D, Húsavík, 9. Friðrik Sig- urðsson bóksali, B, Húsavík, 10. Sigurgeir Stefánsson mjólkurfræð- ingur, D, Húsavík, 11. Arnfríður Að- alsteinsdóttir félagsfræðingur, B, Húsavík, 12. Jón Helgi Björnsson líf- fræðingur, D, Reykjahreppi, 13. Hjálmar Bogi Hafliðason leiðbein- andi, B, Húsavík 14. Sigurbjörg Stef- ánsdótti nemi, D, Húsavík 15. Svein- björn Lund vélfræðingur, B, Húsavík 16. Olgeir Sigurðsson skip- stjóri, D, Húsavík 17. Anna Sigrún Mikaelsdóttir bæjarfulltrúi, B, Húsavík, og 18. Rannveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri, D, Húsavík. Listi framsókn- ar- og sjálf- stæðismanna í Reykjahreppi og Húsavík ÓLAFUR Þór Gunnarsson læknir mun leiða lista Vinstri grænna í Kópavogi í komandi sveitarstjórnar- kosningum. Flokksfundur sam- þykkti tillögur uppstillingarnefndar á laugardagsmorgun. Aðrir á lista eru: í öðru sæti Sig- urrós Sigurjónsdóttir, fyrrv. formað- ur Sjálfsbjargar, í þriðja sæti Þórir Steingrímsson, rannsóknarlögreglu- maður, í fjórða sæti Rósa B. Þor- steinsdóttir, kennari, í fimmta sæti Coletta Burling, þýðandi og leið- sögumaður, í sjötta sæti Sigmar Þor- mar, fyrirtækjaráðgjafi, segir í fréttatilkynningu. Listi VG í Kópavogi TEPPABÚÐIN, sem verið hefur til húsa á Suðurlandsbraut, flutti 1. apríl sl. að Grensásvegi 18 (í Litavershúsið). Gólfefnadeild Litavers var sameinuð Teppabúð- inni við það tækifæri og verslun með gólfefni, veggefni og máln- ingu verður rekin undir nafninu Teppabúðin-Litaver. Teppabúðin-Litaver er ein elsta starfandi málningarverslun lands- ins, segir í fréttatilkynningu. Teppabúðin flutt að Grensásvegi 18 FYRIRLESTUR um jógaheimspeki og áhrif hennar á daglegt líf einstak- linga verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.30 á Grand hótel. Fyrirlesari er Yogi Shanti Desai sem er indverskur að uppruna en er nú búsettur í Bandaríkjunum. Yogi Shanti Desai heldur meðal annars námskeið fyrir jógakennara- nema, framhaldsnámskeið fyrir jógakennara og helgarnámskeið fyr- ir jógaáhugafólk í jógastöð Guðjóns í Ármúla 38, 3. hæð, 9.–15. apríl. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir korthafa í stöðinni Jóga hjá Guðjóni Bergmann, kr. 1.500 fyrir aðra. Nán- ari upplýsingar er að finna á slóðinni www.gbergmann.is, segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlestur um jógaheimspeki GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, heldur námskeið helgina 13. og 14. apríl í körfu- og gardínugerð en námskeiðið er hluti af námskeiðaröðinni „Lesið í skóg- inn og tálgað í tré“, sem er haldin í samvinnu við Skógrækt ríkisins. Leiðbeinandi verður Margrét Guðnadóttir körfugerðarkona. Unn- ið verður með ákveðin skyldustykki og bent á ýmsa nýtingarmöguleika í efnis- og verkefnavali með grannt greinaefni og ferskar viðarnytjar beint úr náttúrunni. Notað er efni sem auðvelt er að nálgast vegna grisjunar og umhirðu garða og skóg- arreita. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans eða í gegnum net- fangið mhh@reykir.is, segir í frétta- tilkynningu. Námskeið í körfu- og gardínugerð FRAMBOÐSLISTI Samfylkingar- innar í Kópavogi var samþykktur einróma á fundi í Þinghóli á mánu- dagskvöld. Listann skipa: 1. Flosi Eiríksson, húsasmiður og bæjarfulltrúi, 2. Sig- rún Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og bæjarfulltrúi, 3. Hafsteinn Karls- son skólastjóri, 4. Tryggvi Felixson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Landverndar, 5. Hjördís Magnús- dóttir íþróttafræðingur, 6. Kristín Pétursdóttir kennari, 7. Þór Ásgeirs- son sjávarvistfræðingur, 8. Birna Guðmundsdóttir félagsráðgjafi, 9. Pétur Ólafsson stjórnmálafræði- nemi, 10. Kolbrún Sigurðardóttir þjónustufulltrúi, 11. Valgeir Skag- fjörð leikari, 12. Ýr Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, 13. Loftur Þór Pétursson bólstrari, 14. Árný Stef- ánsdóttir nemi, 15. Guðmundur Magnússon, fyrrverandi fræðslu- stjóri, 16. Gylfi Freyr Gröndal, kenn- ari í MK, 17. Helga E. Jónsdóttir leikskólaráðgjafi, 18. Þórunn Björnsdóttir tónlistarkennari, 19. Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, 20. Kristín Jónsdóttir, arkitekt og bæjarfulltrúi, 21. Svandís Skúladótt- ir, fyrrv. deildarstjóri og leikskóla- kennari, og 22. Guðmundur Oddsson skólastjóri. Listi Samfylking- arinnar í Kópavogi SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, gengst fyrir aðlögunarnám- skeiði, dagana 10.-12. maí, sem ætlað er hreyfihömluðu fólki. Námskeið sem þessi eru hluti af félagslegri endurhæfingu. Markmiðið er að styðja hinn fatlaða við breyttar að- stæður. Á námskeiðinu verður fjallað um félagslegar afleiðingar fötlunar. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um tilfinningaleg viðbrögð við fötlun, um breytta virkni og færni í daglegri iðju en einnig verður farið vandlega yfir tryggingamál og réttindi fatl- aðra. Að lokum verður starfsemi Sjálfsbjargar og Íþróttasambands fatlaðra kynnt. Á námskeiðinu verður unnið í litlum hópum. Þar verða rædd ýmis mál sem snerta daglegt líf fatlaðs fólks, bæði mál sem öllum eru sam- eiginleg og svo sérstök vandamál þátttakenda. Námskeiðið er einkum miðað við fólk eldra en 17 ára sem hefur fatlast af völdum slyss eða sjúkdóms. Nám- skeiðið hentar bæði þeim sem hafa fatlast á lífsleiðinni eða verið fatlaðir frá fæðingu. Auk hreyfihamlaðra eru fjölskyldumeðlimir velkomnir á námskeiðið. Námskeiðið er haldið á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, í Reykjadal í Mosfellsbæ og verður hjálparfólk til staðar. Nám- skeiðsgjald er kr. 7.500 og eru fæði, námskeiðsgögn og gisting innifalin. Ferðakostnaður er greiddur fyrir fólk af landsbyggðinni. Þátttaka tilkynnist fyrir miðviku- daginn 17. apríl til Ragnheiðar Kristiansen í síma eða í netpósti: felagsmal@sjalfsbjorg.is, segir í fréttatilkynningu. Aðlögunarnám- skeið fyrir fatlaða MÁLFUNDUR um forvarnir gegn fordómum í félagslega kerfinu verð- ur í Norræna húsinu fimmtudaginn 11. apríl kl. 12.05–13. Fjallað verður um forvarnir gegn fordómum í fé- lagslega kerfinu. Erindi halda: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Páll Péturs- son félagsmálaráðherra og Páll Skúlason háskólarektor. Að loknum stuttum framsögum fara fram umræður undir stjórn Brynjólfs Ægis Sævarssonar, nýráð- ins framkvæmdastjóra Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands. Átakið er samstarfsverkefni jafn- réttisnefndar Háskóla Íslands og Stúdentaráðs og byggist á röð mál- funda sem haldnir verða í Norræna húsinu á vor- og haustmisseri 2002, segir í fréttatilkynningu. Fordómar í félagslega kerfinu UM árabil hefur 11. apríl verið not- aður til að vekja athygli á málefnum Parkinson-veikra og aðstandenda þeirra. Í þessu skyni bjóða Parkin- son-samtökin á Íslandi félögum og velunnurum samtakanna á opið hús í húsakynnum samtakanna í Hátúni 10b, 9. hæð, kl. 3-5. Talið er að um það bil tveir af hverjum þúsund hafi sjúkdóminn. Talsverðar rannsóknir eiga sér stað um orsakir sjúkdómsins og beinast þær bæði að umhverfisáhrifum og erfðaþætti sjúkdómsins. Í tengslum við Parkinson-daginn efna samtökin einnig til tónleika í Salnum í Kópavogi laugardaginn 13. apríl kl. 20, segir í fréttatilkynningu. Alþjóðlegur dagur Parkinson KENNARAHÁSKÓLI Íslands kynnir nám í grunndeild fimmtudag- inn 11. apríl kl. 15–17 í húsnæði skól- ans við Stakkahlíð. Kennarar, nem- endur og námsráðgjafar kynna nám á öllum brautum og svara fyrir- spurnum. Veturinn 2002–2003 verð- ur í boði nám á grunnskólabraut, íþróttabraut, leikskólabraut, þroska- þjálfabraut og kennsluréttinda- braut. Flestar námsbrautir eru í boði bæði sem staðnám og fjarnám. Nám- inu lýkur með B.Ed.-, BA- eða BS- gráðu. Við skólann eru einnig í boði styttri námsbrautir í tómstunda- fræðum og leikskólafræðum og lýk- ur því námi með diplómu. Þeim sem brautskráðir eru frá Kennaraháskól- anum býðst einnig að stunda viðbót- arnám á ýmsum námsbrautum. Umsóknarfrestur er mismunandi eftir brautum og má fá nánari upp- lýsingar um það á heimasíðu skólans www.khi.is en fyrri umsóknarfrestur er 2. maí og sá síðari 1. júní. Um- sækjendur fá svar um inntöku um þremur vikum eftir að umsóknar- fresti lýkur. Námsráðgjafar skólans eru til við- tals alla virka daga kl. 9–14 og er þeim sem þess óska boðið að panta sér tíma í síma eða með því að senda tölvupóst á namsrad@khi.is, segir í fréttatilkynningu. Kynning á námi í KHÍ MICHAEL F. Corbett, sérfræðing- ur í N-Ameríku um útvistun, mun halda fyrirlestur á Íslandi um kosti útvistunar fyrir fyrirtæki fimmtu- daginn 18. apríl kl. 9–12.30 í Smára- bíói í Smáralind. Á ráðstefnunni mun Corbett fjalla um útvistun með áherslu á kostnað- arþætti, þ.e. að velta því upp hvenær útvistun er hagkvæm með tilliti til stærðar fyrirtækja og eðli markað- arins. Skráning á ráðstefnuna er á www.anza.is, segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrirlestur um útvistun SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ kennara- deildar Háskólans á Akureyri stend- ur fyrir ráðstefnu undir heitinu „Bætt skilyrði til náms“. Ráðstefnan verður haldin í Lundarskóla á Ak- ureyri laugardaginn 13. apríl kl. 9.30–17. Á ráðstefnunni verða kynntar nið- urstöður rannsóknar- og þróunar- verkefnisins ETAI (Enhancing Teachers Ability in Inclusion) sem er fjölþjóðleg rannsókn og styrkt m.a. af Leonardo-sjóðnum. Megintil- gangur þess var að draga saman þekkingu frá þeim skólum og kenn- urum sem náð höfðu framúrskarandi árangri á sviði heiltæks skólastarfs. Afraksturinn er viðamikið starfsþró- unarefni fyrir kennara sem nú hefur verið þýtt á íslensku og mun Rann- sóknastofnun Kennaraháskóla Ís- lands gefa efnið út 13. apríl nk. Í fréttatilkynningu segir að skóla- menn og foreldrar fái tækifæri til að kynnast raunhæfum leiðum sem hafi gefist vel við að mæta mismunandi þörfum nemenda. Nánari upplýsing- ar um verkefnið og dagskrá ráð- stefnunnar er að finna á heimasíðu hennar: http://www.unak.is/vefir/ etai/ Skráning er í síma eða með tölvupósti tberg@unak.is Þátttöku- gjald er kr. 7.000. Ráðstefna um bætt skilyrði til náms SVEITARFÉLÖGIN í V-Barða- strandarsýslu, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur, í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Byggðastofnun, halda málþing um stöðu og framtíðaruppbyggingu ferðaþjónustunnar á svæðinu í Fé- lagsheimili Patreksfjarðar laugar- daginn 13. apríl kl. 10.30-18. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra mun setja þingið og Einar K. Guðfinnsson nýskipaður formaður Ferðamálaráðs mun stjórna pall- borðsumræðum. Aðrir fyrirlesarar verða Dorothee Lubecki, At- vinnuþróunarfélagi Vestfjarða; Rögnvaldur Guðmundsson, Rann- sóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunn- ar hf.; Sigríður E. Þórðardóttir, Byggðastofnun; Svanborg Siggeirs- dóttir, Sæferðum hf; Óskar H. Guð- jónsson, Ultima Thule; Jóhann Ás- mundsson, Ferðamálafélagi V- Barðast.; Lilja Magnúsdóttir, Talknafjarðarhreppi; Þórólfur Hall- dórsson, Vesturbyggð; Caletta Bürl- ing, f.h. Kerstinar Bürling; Jón H. Steingrímsson, Línuhönnun hf., og Árni Bragason, Náttúruvernd ríkis- ins. Að loknu málþingi verður boðið til kvöldvöku og á sunnudeginum er gestum boðið í Byggðasafnið að Hnjóti. Málþingið er öllum opið og er ókeypis, segir í fréttatilkynningu. Málþing um ferðaþjónustu í V-Barða- strandarsýslu Í KJÖLFAR kynningar á nýrri sam- gönguáætlun heldur áhugahópur um vegagerð á miðhálendi Íslands mál- þing, föstudaginn 19. apríl kl. 10–17, þar sem umfjöllunarefnið verður miðhálendið og vegagerð. Skoðuð verða rök með og á móti vegagerð á miðhálendi Íslands, m.a. út frá byggðasjónarmiðum, atvinnu- málum, umhverfismálum og örygg- isþáttum. Guðmundur Þorsteinsson kennari setur þingið og ávarp flytur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Er- indi halda: Einar Ragnarsson, dós- ent við HÍ, Trausti Valsson, prófess- or við HÍ í skipulagsfræði, fulltrúi SSNV/E, Sveinn A. Sæland oddviti Bisk, Sveinn Sigurbjarnarson, Tanni travel, Einar G. Bollason, fram- kvæmdastjóri Íshesta, Garðar Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri Ísl. ævintýraferða, Rögnvaldur Guð- mundsson, Rannsóknir og ráðgjöf, Guðmundur Arnaldsson, fram- kvæmdastjóri Landvara, Gunnar Larsson fulltrúi ÚA, fulltrúi Lands- virkjunar, Óli H. Þórðarson fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri, full- trúi Landverndar. Pallborðsumræður: Landbúnað- arráðherra, formaður samgöngu- nefndar, fulltrúi SAF, Vegamála- stjóri, fundarstjórar Hjálmar Árnason og Ásborg Arnþórsdóttir Verð fyrir málþing, hádegisverð og kaffi er kr. 3.000. Skráning hjá ferðamálafulltrúa uppsveita Árnes- sýslu, netpóstur asborg@ismennt.is, segir í fréttatilkynningu. Málþing um miðhálendið og vegagerð LÍKNAR– og vinafélagið Bergmál hefur opið hús laugardaginn 13. apríl kl. 16 í húsi Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17. Jón Stefánsson kórstjóri Lang- holtsskóla mætir með söngfólk sitt. Matur borinn fram kl. 17, segir í fréttatilkynningu. Opið hús hjá Bergmáli MYNDASÝNING verður hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6 í dag, miðvikudaginn 10. apríl, kl. 20.30. Hjörleifur Guttormsson, náttúru- fræðingur og fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra, sýnir myndir, einkum frá sunnanverðum Aust- fjörðum. Aðgangseyrir er kr. 500 og kaffi- veitingar innifaldar, segir í fréttatil- kynningu. Myndasýning í FÍ-salnum FUNDA- og fræðslunefnd Heimilis- iðnaðarfélags Íslands efnir til fræðslukvölds í húsi félagsins á Laufásvegi 2, í dag, miðvikudaginn 10. apríl, kl. 20. Aðgangur er ókeyp- is. Allir velkomnir. Kynning verður á íslensku ullinni. Sýnd verða myndbönd auk þess sem ull í ýmsum myndum og tóvinna verður til sýnis, segir í frétt frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Kynning á íslensku ullinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.