Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 27 Frjálsa lífeyrissjóðnum 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings. 3. Tryggingafræðileg úttekt. 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins. 5. Kosning stjórnar. 6. Breytingartillögur á samþykktum sjóðsins. 7. Laun stjórnarmanna. 8. Önnur mál. 9. Kjör endurskoðanda. Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins minnir á aðalfund fyrir sjóðfélaga og rétthafa, í dag miðvikudaginn 10. apríl kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn í Þingsal A á Hótel Sögu. Dagskrá: Sjóðfélagar og rétthafar eru hvattir til að mæta. StjórninÁrmúla 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is A B X / S ÍA Til sjóðfélaga og rétthafa í AÐ undanförnu hafa neytendmál og verðhækkanir verið í brennidepli þjóðlífs- umræðunnar. Þeyst hafa fram á völlinn velviljaðir stórkaup- menn, Neytendasam- tökin og fjölmiðlar sem allir vilja gæta hagsmuna litla manns- ins. Fréttaflutningur af þessum málum hef- ur verið athyglisverð- ur og mjög þarfur. Þó er oft og tíðum tals- verð brotalöm á fréttaflutningi af neyt- endamálum og þar virðist skipta máli hver á í hlut. Um síðastliðin áramót fengu laun- þegar 3% launahækkun og á sama tíma hækkaði nauðsynjavara eins og mjólkurvörur og ostar um 3-9%. Sem þýðir að launahækkunin er engin þegar upp er staðið. Það fer ekki á milli mála hver tapar í þess- um talnaleik. Brauðið dýra Helstu talsmenn neytenda á Ís- landi, Neytendasamtökin, vinna gott og þarft verk en því miður virðist það stefna þeirra að gagn- rýna aðeins þá sem ekki hafa bol- magn til að verja sig. Nærtækt dæmi er gæluverkefni samtakanna: Árásir á bakarastéttina. Vissulega standa þau mál mér nærri þar sem ég tilheyri þeirri stétt manna og þar sem samtök bakara á Íslandi hafa ekki séð ástæðu til að svara stöðugum árásum samtakanna og fjölmiðla á verði á brauðum og kökum vil ég gera grein fyrir að- stöðu okkar í stuttu máli. Mikill úlfaþytur upphófst á síðastliðnu ári þegar borið var saman brauðverð í ýmsum borgum í Evr- ópu og kom í ljós að hæsta verð á brauðum var á Íslandi. Talað var hátt um það að brauð í London kost- uðu 13 krónur þegar brauð á Íslandi kostar 200 krónur, en hér er vitnað í könnun Neyt- endasamtakanna sem gerð var sl. sumar. Í könnuninni er gerður verðsamanburður á 600 gr hveiti- brauði. Hér gera bæði Neytenda- samtökin og þeir sem birtu þessar fréttir mikil mistök því í mínu bak- aríi kostar 600 gr hveitbrauð 160 krónur og ég er sannfærður um að samskonar brauð er jafnvel enn ódýrara á tilboðsdögum í stór- mörkuðum. Hvað meira vitum við um brauðið ódýra? Var það keypt í stórmarkaði eða bakaríi? Var brauðið ódýra í London kannski úrgangsbrauð, þ.e. nokkurra daga gamalt, sem ekki þykir söluhæft lengur og er selt fyrir pokakostn- aði? Það vitum við ekki. Hins vegar má sjá í sömu könnun að hveiti og sykur er talsvert ódýrara í London en hér í Reykjavík. Það fylgdi ekki sögunni í feitletruðum fréttaskot- unum né heldur minntist formaður Neytendasamtakanna á það. Ég hef gert mikla leit að þessu ódýra brauði í London en ekki fundið brauð á 17 krónur sem er sam- bærilegt þeim brauðum sem seld eru í íslenskum stórmörkuðum eða bakaríum. Breytingin neytendum í óhag Ofan sagt leiðir mig að öðru máli í neytendaeftirliti á Íslandi. Nú hef ég staðið í bakarísrekstri í u.þ.b 20 ár. Fyrstu 10 árin rak ég venjulegt bakarí og á þeim tíma voru tveir aðilar sem gerðu reglu- lega kannanir í bakaríum. Annar aðilinn var verðalagseftirlit (nú Samkeppnisstofnun) hinn var Neytendasamtökin. Annað var ríkisstofnun og hinn nánast einka- aðili. Munurinn á könnununum var líka mikill. Verðlagseftirlitið kom og vigtaði hvern vöruflokk og mat verð út frá kílóverði, Neytenda- samtökin hins vegar virðast að- allega vera að kanna stykkjaverð og gefa mönnum kost á því að ákveða þyngd vörunnar sjálfir. Þeirra kannanir gefa því neytand- anum ekki mjög raunsanna mynd. Fyrir um 10 árum breytti ég rekstrarformi bakarísins og í sam- keppni við stórmarkaði og afslátt- arverslanir stofnaði ég nýtt bakarí á gömlum grunni og bauð við- skiptavinum mínum heildsöluverð á brauði og kökum, þ.e 20% lægra verð en ég hafði áður haft. Í kjöl- farið á þessu má segja að verðlags- eftirlit hafi nánast hrunið. Af hverju? Brauð eru ennþá hluti af vísitöluútreikningum. Markaðurinn hefur vissulega breyst og á svip- uðum tíma var verðlagseftirlitið flutt inn í Samkeppnisstofnun. Í kjölfarið á þessari breytingu snar- hækkaði brauðverð í bakaríum. Það væri athyglisvert að fá svör við þessari spurningu. Af hverju var verðlagseftirliti í bakaríum hætt fyrir 10 árum? Neytendasam- tökin gera að vísu öðru hvoru kannanir en það er með sama hætti og áður, framleiðandanum er í sjálfsvald sett hvaða þyngd á framleiðsluvörunni er sett fram í könnunum. Mér hefur oft leikið forvitni á því fyrir hvern þessar kannanir eru gerðar því neytand- inn hefur ekkert gagn af slíkri könnun því snúður og snúður er ekki alltaf sambærilegt viðmið. Í fljótu bragði virðast grænmet- isbændur og bakarar ekki eiga margt sameiginlegt annað en að hafa orðið fyrir talsvert nákvæmri skoðun fjölmiðla og Neytendasam- takanna. Þegar betur er að gáð eiga þessir hópar ýmislegt sameig- inlegt. Báðir hóparnir eru með litl- ar rekstrareiningar og hafa ein- faldlega ekki umsvif til að standa í deilum við Neytendasamtökin og fjölmiðla. Meint verðsamráð græn- metisbænda og sameining tveggja stórra dreifingaraðila og innflytj- enda í þessum geira er gott dæmi um það hvernig fyrirtækjum er mismunað í umræðunni. En sá sem fær á sig stimpil svíðings og okrara er oftast framleiðandinn, litli kall- inn, sem ekki getur varið sig. Að lokum vil ég brýna fjölmiðlamenn, Neytendasamtökin og Samkeppn- isstofnun til að vanda verðkann- anir. Neytandinn þarf að vera viss um að verið sé að bera saman sam- bærilegt magn og framleiðslu. Okkur sem þjónustum neytandann veitir heldur ekkert af virku að- haldi, en til þess að það megi verða þarf að standa rétt að könnunum og hætta æsifréttamennsku í kringum neytendaumræðu. Af grænmeti, ávöxtum og brauðinu dýra Haukur Leifs Hauksson Verðlagsmál Um síðastliðin áramót fengu launþegar 3% launahækkun, segir Haukur Leifs Hauks- son, og á sama tíma hækkaði nauðsynja- vara um 3–9%. Höfundur rekur Heildsölubakarí, brauð og kökugerð á Grensásvegi. ÞAU mistök áttu sér stað að Þórhildi Ósk Hall- dórsdóttur tölvufræðingi var með röngu eignuð grein eftir Rúnu Malm- quist viðskiptafræðing, sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, 9. apríl, undir yfirskriftinni „Ráð- leysi R-listans“. Mig langar fyrir hönd þeirra sem að málinu koma að harma þá rás atburða sem varð til þess að um- rædd mistök áttu sér stað. Eru Þórhildur Ósk og Rúna beðnar velvirð- ingar, ásamt lesendum Morgunblaðsins og rit- stjórn þess. Helga Guðrún Jónasdóttir. Rúna Malmquist Leiðrétting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.