Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 39
hlustuðu á hana segja sögur að vest-
an, þegar hún var ung stúlka í Bol-
ungarvík, eða bara spjölluðu um allt
milli himins og jarðar. Það skipti
engu máli hvaða kynslóð sat í eld-
húskróknum hjá henni, umræðuefn-
in voru óendanleg enda amma Rúna
inni í öllum málum og vel lesin.
Það er margs að minnast og minn-
ingar frá barnæsku minni koma ein-
hverra hluta vegna fyrst fram í hug-
ann. Amma Rúna og afi Dóri bjuggu
lengst af í Skerjafirðinum og þangað
voru heimsóknir tíðar á uppvaxtar-
árum mínum og systra minna.
Sunnudagsbíltúrar fjölskyldunnar
enduðu iðulega með kaffisopa í
Skerjó og toppurinn var þegar við
systurnar fengum að gista hjá ömmu
og afa um helgar. Þá var ýmislegt
brallað og amma alltaf til í að taka
þátt í leikjum okkar. Með hennar
hjálp byggðum við tjöld úr teppum
og stofustólum í gestaherberginu
svo að við fengjum á tilfinninguna að
við værum í alvöru útilegu.
Alltaf var glatt á hjalla í Skerjó,
mikið skrafað og spjallað og sungið
og kunni amma Rúna ógrynni af
söngvum og sögum sem heilluðu
okkur upp úr skónum. Ég man að
mér þótti flottast að hún gat þulið
heilu kaflana utanbókar upp úr
Gamla testamentinu. Mér finnst lík-
legt að Gamla testamentið hafi verið
notað sem lestrarkennsluefni í Bol-
ungavík þegar hún var að alast upp á
fyrri hluta 20. aldarinnar. Og hún
kunni fleira. Hún gat þulið allar
stærstu ár í Evrópu og hvar þær
féllu til sjávar, minnisvísur yfir þær
ár sem féllu í Dóná og heilu kaflana
úr Íslandssögunni. Þessi utanbókar-
lærdómur hafði fest rætur í minni
ömmu minnar og þegar ég var búin
að eignast barn sjálf bað ég hana að
fara með þetta fyrir hann. Hún hafði
engu gleymt enda var minni hennar
með ólíkindum. Hún gat rifjað upp
atburði og samtöl fimmtíu og sextíu
ár aftur í tímann eins og þau hefðu
átt sér stað í gær.
Börnin okkar systra voru mjög
hænd að langömmu sinni en kölluðu
hana aldrei annað en ömmu Rúnu
eins og mæður þeirra gerðu. Þeim
fannst hún of ung til að vera kölluð
langamma. Amma var alltaf svo vel
til höfð og eins og hún sagði sjálf þá
fór hún ekki einu sinni út á snúrur til
að hengja upp þvottinn eða út með
ruslið án þess að setja á sig varalit.
Hún var glæsileg, vel klædd og stolt
kona og hún og afi lögðu mikið upp
úr því að vera sjálfstæð og engum
háð.
Við systurnar og börn okkar eig-
um ógrynni góðra minninga, og ein-
göngu góðra minninga, um tímann
sem við áttum með ömmu Rúnu og
spannar nú næstum fjörutíu ár hjá
mér. Alveg fram á síðasta dag gat
maður átt von á að sjá hana sitja flöt-
um beinum í bílaleik við barnabarna-
börnin sín og á sama tíma dekka
borð fyrir okkur fullorðna fólkið sem
alltaf fékk kaffi og með því.
Þótt ég hafi dvalið langdvölum er-
lendis undanfarin ár var samband
mitt við ömmu alltaf mikið og náið.
Ég sendi henni póstkort úr öllum
mínum fríum og ferðum um heiminn
og ég veit að henni þótti vænt um
það. Við töluðum reglulega saman í
síma og það var ómetanlegt fyrir
flökkukind eins og mig að geta
hringt í ömmu Rúnu og fengið í
stuttu máli og kjarnyrtu íslenskt
fréttayfirlit síðustu vikna en amma
var fréttafíkill, eins og afi hafði ver-
ið, og komst yfirleitt yfir útvarps- og
sjónvarpsfréttir auk blaðafrétta.
Hún hafði áhuga á öllu sem fram fór
og fékk ég bæði fréttir af pólitík,
aflafréttir auðvitað, svo og fréttir af
fólki. Mér eru sérstaklega minnis-
stæðar frásagnir hennar af apríl-
göbbum fjölmiðlanna undanfarin ár.
Ef þau voru vel heppnuð þá hló hún
svo mikið þegar hún sagði frá þeim
að tárin runnu niður kinnarnar á
henni.
Systur mínar og ég og börnin okk-
ar erum eilíflega þakklátt fyrir að
hafa átt ömmu Rúnu. Hún var amma
af gamla skólanum og hafði alltaf
tíma til alls. Ég vil kveðja hana með
þeim orðum sem hún notaði alltaf
þegar hún bauð góða nótt þau kvöld
sem ég gisti hjá henni og afa í
Skerjó: „Guð gefi þér góða nótt.“
Bryndís Pálmarsdóttir.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pét.)
Elsku amma Rúna, takk fyrir all-
ar stundirnar sem við áttum saman í
gegnum árin.
Þínar sonardætur,
Guðrún, Dagmar og Ásdís.
Látin er systir mín Guðrún Krist-
jánsdóttir Blöndal. Hún lést á Land-
spítalanum – háskólasjúkrahúsi hinn
29. mars á 85 ára afmælisdegi
mannsins síns Halldórs J. Blöndal
frá Siglufirði. Rúna hafði legið í dái í
rúma viku eftir að hún fékk hjarta-
áfall sem dró hana til dauða. Við er-
um viss um að Dóri hefur beðið eftir
henni með afmæliskaffið svo að þau
gætu eytt deginum saman. Þau voru
einstaklega samrýnd í lífinu, en
Halldór lést 28. júní 1993. Þau
keyptu hús í Skerjafirði í Bauganesi
25 eftir að þau giftust og bjuggu þar
alla tíð þar til Halldór dó.
Skömmu eftir dauða Halldórs
veiktist Rúna mjög alvarlega og var
vart hugað líf, en hún hresstist aftur
og ákvað þá að selja húsið í Skerja-
firðinum og kaupa sé íbúð á Sól-
vangsvegi 1 í Hafnarfirði. Með þessu
gat hún verið í sambandi við heilsu-
gæsluna og svo var hún einnig nær
börnunum sínum þar. Þórunn og
Kristján í Hafnarfiði og Aðalsteinn í
Garðabænum. Heilsa Rúnu var nú
aldrei góð eftir fyrsta áfallið og
seinni part sumars 2001 gekkst hún
undir stóra hjartaaðgerð, sem að
vísu heppnaðist mjög vel. Hefur sú
aðgerð stuðlað að því hversu lengi
hún lifði eftir síðasta áfall.
Rúna rekur ættir sína vestur í
Bolungarvík. Hún var dóttir Krist-
jáns B. Sigurðssonar sjómanns í Bol-
ungarvík og Þórunnar Bjargar Jens-
dóttur. Ekki fengum við systkinin
fjögur að njóta mömmu lengi, þar
sem hún fórst í snjóflóði í Óshlíðinni í
febrúar 1928. Þá var ég sem rita
þessar línur aðeins fjögurra mánaða
gömul. Næstur kom bróðir okkar
Jakob, hann var fjögurra ára gamall,
svo Rúna, hún var átta ára og síðast
kom Margrét en hún var tíu ára. Nú
eru öll systkini mín dáin og ég litla
systir ein eftir.
Það hafa verið þung spor fyrir föð-
ur okkar, þegar hann lagði af stað
með Jóhanni mági sínum upp í Ós-
hlíðina eftir að fréttist af snjóflóðinu
til þess að vita hvort eitthvað væri
hægt að gera. Þeir vissu af fólkinu í
fjallinu, en fjórar manneskjur fórust
í þessu snjóflóði, tveir menn og tvær
konur. Önnur kvennanna var
mamma. Afabróðir okkar skorðaðist
við stein í fjöruborðinu og bjargaði
það lífi hans.
Ekki var til neitt sem hét áfalla-
hjálp í þá daga en ávallt var til gott
fólk sem studdi okkur.
Eftir lát mömmu leystist fjöl-
skyldan upp og fórum við hvert í sína
áttina. Rúna ólst upp upp frá því hjá
nöfnu sinni og ömmu Guðrúnu í Bol-
ungarvík. Margrét fór til frændfólks
á Ísafirði, en ég fór til yndislegrar
fósturfjölskyldu sem tók mér eins og
best verður á kosið og held ég
tryggð við hana síðan. Jakob varð
hins vegar ekki svo heppinn að vera
bara á einum og sama staðnum.
Pabbi fluttist til Ísafjarðar og keypti
sér lítið hús. Hann missti mikið sam-
band við okkur systkinin eftir það,
enda samgöngur ekki sem bestar í
þá daga.
Pabbi bjó á Ísafirði til dauðadags.
Rúna, Margrét og Jakob fóru til
Reykjavíkur og bjuggu systurnar
saman. Rúna vann á saumastofu en
Margrét við verslunarstörf. Hún var
gift Baldvini Dungal. Jakob var alla
tíð sjóndapur og stofnaði hann
körfugerð blindra í Hamrahlíðinni.
Kona hans Sigríður Jónsdóttir er
nýdáin svo það er skammt stórra
högga á milli.
Ég sem þessar línur skrifa vil
þakka Rúnu og Dóra hve gott var að
heimsækja þau í Skerjó. Á sínum
tíma ef okkur Ásmund langaði í bíl-
túr endaði oftast sá túr í kaffi hjá
Rúnu. Við gengum að því vísu að
alltaf var eitthvað til með kaffinu.
Við Rúna eignuðumst báðar Þór-
unni sem dætur en hvorug okkar
mundi eftir Bjargar-nafninu, svo að
það nafn bar hvorug þeirra.
Að lokum vil ég votta börnunum
og fjölskyldu Rúnu okkar innileg-
ustu samúð frá fjölskyldu minni og
við vitum að Rúna er nú komin í ná-
vist Dóra.
Inga og Ásmundur.
Nú er hún amma Rúna dáin. Ég
var oft hjá ömmu á Sólvangsvegin-
um og það var alltaf gaman hjá okk-
ur. Hún fann alltaf upp á einhverju
að gera. Þegar ég var lítill lét hún
mig lagfæra ýmislegt, t.d. eldhúskoll
sem alltaf virtist vera að bila. Við
fórum í leiðangra um húsið til að
hitta fólkið sem þar býr. Þegar ég
var þriggja ára lenti ég í ævintýri
með henni. Við vorum að fara í lyft-
unni upp á 6. hæð þegar hurðin lok-
aðist áður en amma komst inn. Ég
fór því einn upp í lyftunni og fór út
úr henni á 6. hæð. Ég labbaði niður
stigann og fann ömmu aftur niðri og
hún hrósaði mér mikið fyrir hvað ég
var duglegur. Við sungum oft saman
og hún kenndi mér mörg skemmti-
leg lög. Hún sagði mér sögur frá því
hún var ung. Hún sagði mér líka frá
afa Dóra og mörgu skemmtilegu
sem gerðist í Skerjafirðinum. Við
fórum stundum í strætóferðir saman
því henni fannst svo gaman í strætó.
Ég fór oft með henni í Bónus með
rútu sem keyrði fólkið á Sólvangs-
veginum. Þegar allir voru komnir
inn í bílinn taldi bílstjórinn farþeg-
ana og sagði t.d.: tuttugu og fimm
mættir og einn stubbur. Það var ég.
Amma var líka oft hjá okkur í
Brekkuhlíðinni. Hún fylgdist vel
með hvernig mér gekk í skólanum og
sagði mér frá því hvað henni fannst
gaman í skóla. Hún kunni enn margt
af því sem hún lærði þegar hún var í
skóla. Ég á eftir að sakna þess að
geta ekki komið við hjá ömmu en ég
veit að henni líður vel hjá afa.
Halldór Ingi Blöndal.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
!"!
# $ %
!"#
# $
%
!%& !'% %%
(%)"
%%
* * $ * * * +
&
!
,-./
00,,.
%
'
( %)
*' *+
,!
- . $ +
&
0 1+23
)- - .
")
/
%% 45#
- 3$ %
64%$ *7
0 + 45# )+
* * $ * * * +
&
(.,/8/+3+/09
&
:
( 0
1 ) 02)
3
(
%)
1 ) )
*'
*+44
/
%%
*
% *
* *
$ * * * +
&
36 ,;39
<<
7=) &=
. %
")
% )
5- )
** *''4
6 / %%
> 6 %? %%
?-7 6 %? %%
! #%5
6 %? %%
$
- > 6 %? %%
,7 $
8 >%0# 6 %?$
* $ * +
6 2
!8 0 19
%@A
%7==5#
7,
8 )- -
7! ")
$
% *
* * $ * * * +