Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 30
ÞESSI lyfjaþróunardeildverður sett saman, hvortsem það verður hér heimaeða annarsstaðar, það er engin spurning um það. Við erum þegar komin í startholurnar með að setja hana saman. Það sem þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar gerir að verkum er að líkurnar á að að hún verði hér á Íslandi hafa aukist geysi- lega mikið,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ehf., um áform ríkisstjórnarinnar að ábyrgjast útgáfu skuldabréfa vegna nýrrar lyfjaþróunardeildar Íslensk- rar erfðagreiningar ehf. Uppbygging lyfjaþróun- ardeildar hefst á árinu Gengið var formlega frá kaupum deCODE Genetics, móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar, á banda- ríska lyfjaþróunarfyrirtækinu MediChem Life Sciences í seinasta mánuði. Samhliða samrunanum voru kynntar áæltlanir um upp- byggingu nýrrar lyfjaþróunardeild- ar, sem mun skapa störf fyrir 250 til 300 sérmenntaða starfsmenn. Með samrunanum skapast tækifæri á að tengja saman og nýta þá efnafræði sem er til staðar hjá MediChem og erfðafræði, sem unnið er að innan ÍE. Kári segir alveg öruggt að upp- bygging fyrirhugaðrar lyfjaþróun- ardeildar muni hefjast á þessu ári. ,,Hlutirnir hreyfast hratt á þessu sviði og um leið og við erum búin að taka þessa ákvörðun, þá verðum við ósköp einfaldlega að fara af stað á þessu ári. Okkur stendur ekki til boða að bíða,“ segir hann. Hið nýja lyfjaþróunarfyrirtæki mun skapa störf fyrir sérmenntað starfsfólk í ýmsum greinum vísinda. ,,Við erum að tala um að byggja upp rannsóknir í frumulíffræði og rannsóknir á dýralíkönum af sjúkdómum,“ segir Kári. ,,Þarna yrðu til störf fyrir líf- fræðinga, efna- fræðinga, dýra- lækna, lyfjafræðinga, tölfræðinga og svo framvegis,“ segir hann. Áform um framtíðar- húsnæði í Vatnsmýrinni Verði starfseminni fundinn stað- ur á Íslandi eru uppi hugmyndir um að byggt verði húsnæði undir lyfjaþróunardeildina í Vatnsmýr- inni á aðliggjandi lóð við nýbygg- ingu Íslenskrar erfðagreiningar en að sögn Kára hefur forráðamönnum fyrirtækisins verið gefið til kynna að fyrirtækið eigi möguleika á að fá lóð undir bygginguna þar sem nú er hverfastöð gatnamálastjóra. ,,Hugmyndin er sú að reyna að bæta þar við byggingu. Það kæmist hins vegar ekki í gagnið fyrr en svo- lítið seinna. Við erum hins vegar með byggingar á Lynghálsi og Krókhálsi þar sem við gætum komið fyrir einhverri bráðabirgðaað- stöðu,“ segir hann. Kári segir að eins og málið horfi við sér þá virðist ríkisstjórnin vilja leggja sitt af mörkum til þess að lyfjaþróunardeildin verði byggð upp á Íslandi. Að hans sögn eru aðstæður til slíkrar uppbyggingar ólíkar hér og í Bandaríkjunum. Ef ákveðið yrði að byggja fyrirtækið upp í Bandaríkj- unum væri einfaldlega hægt að gera það með sama hætti og þegar Ís- lensk erfðagreining keypti Medi- Chem þar sem eigendur fyrirtækj- anna skiptust á hlutabréf gætum hæglega gert hið þess að byggja upp þessa unaraðstöðu þar og þyrftum afla til þess sérstaks fjár m hætti en útgáfu á hlutabré er miklu erfiðara að fj þetta hér heima og erfitt á samdráttartímum að gera vísi en með einhverri aðsto umhverfi sem hér er,“ segir Kári segist einnig ve ánægður með ákvörðun rík arinnar um að leggja þet varp fram af þeirri ástæðu segist vera sannfærður byggja megi upp mu lyfjaþróunardeild hér á lan en ef hún risi í Bandaríkjun til starfa það sérmenntaða þörf væri á. Heildarfjárfestingin á um 35 milljarðar kr Gert er ráð fyrir að upp lyfjaþróunardeildarinnar fyrirhugar krefjist fjár sem nemur 35 milljörðum segir vissulega rétt að um h hæðir sé að ræða. Þó me huga að kostnaðurinn í da þróa nýtt lyf, allt frá því a uppgötvun í líffræði og þa er komið á markað, er talin bilinu 500–750 milljónir ba dala eða sem svarar til 50– arða króna. ,,Á þann mælikvarða er þ mjög stór fjárfesting en geysilega stór fjárfesting mælikvörðum sem við br lífið í okkar samfélagi. Ti geta tekið þátt í því að þr koma þeim á markað og n arðs sem af því getur hlotis fjárfestingu af þessari stær ert minna,“ sagði Kári að lo Kári Stefánsson er ánægður með fyrirhugaða r Líkur á að starf á Íslandi hafa a Ríkisstjórnin áformar að veita 20 milljarða kr. ríkisábyrg vegna nýrrar lyfjaþróunardeildar deCODE Genetics. Kári S ánsson, forstjóri ÍE, segir að líkurnar á að fyrirtækið rísi á landi hafi aukist verulega. Ómar Friðriksson og Egill Ólafs ræddu við Kára Stefánsson og talsmenn stjórnmálaflokkan 30 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÁRMÁLARÁÐUNEYIÐ sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að ríkisstjórnin hafði samþykkt að leggja fyrir þingflokka stjórnar- innar frumvarp sem heimilar fjár- málaráðherra að ábyrgjast 20 milljarða króna lán vegna upp- byggingar nýrrar lyfjaþróunar- deildar Íslenskrar erfðagreiningar ehf. Í tilkynningunni segir m.a.: „Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fyrir Al- þingi frumvarp til laga sem heim- ilar fjármálaráðherra, f.h. ríkis- sjóðs, að ábyrgjast útgáfu skuldabréfa vegna fjármögnunar nýrrar starfsemi Íslenskrar erfð- argreiningar ehf. Í frumvarpinu er lagt til að fjármálaráðherra verði heimilað að veita einfalda ríkis- ábyrgð á skuldabréfum að fjárhæð allt að 200 milljónum USD, um 20 milljörðum IKR, útgefnum af móð- urfélagi Íslenskrar erfðagreining- ar ehf., deCODE Genetics Inc., til fjármögnunar nýrrar starfsemi Ís- lenskrar erfðagreiningar ehf. á sviði lyfjaþróunar. Íslensk erfðagreining ehf. („ÍE“) og móðurfyrirtæki þess, deCODE genetics Inc. („deCODE“), áforma að hefja þróun nýrra lyfja á grund- velli þeirra erfðafræðilegu upp- götvana sem til hafa orðið í núver- andi starfsemi ÍE. Hin nýja nálgun ÍE á sviði grunnrannsókna byggðra á lýðerfðafræði gerir lyfjaþróun á þeim grundvelli afar áhugaverða, ekki síst vegna þess forskots sem árangur ÍE á fram- angreindu sviði hingað til veitir. Uppbygging sú sem ÍE fyrir- hugar krefst fjárfestingar sem nemur um 35 milljörðum króna. Er gert ráð fyrir að 250–300 ný störf geti skapast hér á landi innan tveggja til þriggja ára ef fyrirætl- anir fyrirtækisins ganga eftir. Þetta nýja fyrirtæki getur því haft víðtæk áhrif á atvinnuþróun hér- lendis, ekki síst í hátækni og vís- indagreinum, en ríkisstjórnin hef- ur á stefnuskrá sinni að stuðla markvisst að uppbyggingu slíkra tækifæra á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur á undanförn- um árum beitt sér fyrir marghátt- uðum aðgerðum til að skapa fyr- irtækjum sem starfa vilja á Íslandi eftirsóknarvert starfsumhverfi. Samhliða auknu frelsi í alþjóðavið- skiptum hafa augu stjórnvalda í vaxandi mæli beinst að því að treysta samkeppnisstöðu fyrir- tækja, meðal annars með nýlegri lækkun fyrirtækjaskatta.... Mikil alþjóðleg samkeppni ríkir um að bjóða upp á aðlaðandi starfs- umhverfi fyrir þekkingarfyrirtæki, enda hafa þau svæði þar sem slíkar alþjóðlegar þekkingarmiðs hafa risið notið mjög góðs a þróun. Þekkingariðnaðuri þess eðlis að fyrirtæki, jafnv þau séu í samkeppni sín á njóta góðs af því að vera hvert öðru. Því er hér um a verulegt sóknarfæri fyrir sem haft getur í för með kvæða keðjuverkun sem getur þjóðarbúinu miklum t og möguleikum þegar fram ir. Til viðbótar við það sem á nefnt má benda á eftirf ástæður fyrir aðkomu íslens isins að þessum áformum ÍE setning verkefnisins: Ein forsenda þess að unnt starfrækja fyrirtækið hér er aðkoma ríkisvaldsins me hætti sem hér er lagt til. Stærð verkefnisins: Ver er af þeirri stærðargráðu a legt er að leitað sé eftir sam við stjórnvöld. Verkefnið er sérhæft: M að hefja lyfjaþróun á gru erfðafræði er ljóst að Ísland sér í flokk með þróuðustu rí sviði hátækni. Nýsköpun: Um er að ræð efni á sviði nýsköpunar, þe ar- og hátækniiðnaðar sem þess fallið að auka fjölbreyt Ríkisstjórnin sty ÁHÆTTA OG ÁVINNINGUR Kári Stefánsson, forstjóri Ís-lenzkrar erfðagreiningarhf., hefur haft forystu um að byggja upp á örfáum árum nýja og merkilega atvinnugrein, sem veitir nú 600 hámenntuðum einstaklingum atvinnu. Til þess að ná þeim ár- angri, sem nú blasir við, þurfti nýja sýn, snjalla hugmynd, baráttuþrek og áhættufé. Frumkvöðullinn hafði til að bera sýn, hugmynd og bar- áttuþrek og hann sannfærði erlenda fjárfesta um, að fjárfestingin væri áhættunnar virði. Viðamikil starfsemi Íslenzkrar erfðagreiningar er hugmynd sem varð að veruleika gagnstætt þeim fjölmörgu hugmyndum, sem settar hafa verið fram um atvinnuupp- byggingu á Íslandi og hafa aldrei orðið að veruleika. Með starfsemi Íslenzkrar erfða- greiningar er verið að breyta upp- lýsingum, sem lengi hafa verið til staðar í þekkingu og verðmæti, sem skila miklum tekjum í þjóðarbúið. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær, að hún mundi leggja fyrir þingflokka stjórnarflokkanna frumvarp, sem heimilar fjármálaráðherra að ábyrgjast allt að 20 milljarða króna lán vegna uppbyggingar nýrrar lyfjaþróunardeildar Íslenzkrar erfðagreiningar. Hér er um mikla skuldbindingu að ræða og ekki óeðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort tilefni sé til að veita einkafyrirtæki slíka ábyrgð. Ekki sízt í ljósi þess, að það hefur verið markmið þeirra ríkis- stjórna, sem hér hafa setið síðasta áratuginn, að hverfa frá slíkum sér- tækum aðgerðum í þágu einstakra fyrirtækja. Íslenzk erfðagreining stefnir að því að byggja upp lyfjaþróunar- deild, sem á örfáum árum mun veita um 300 manns atvinnu. Þar með mundu nær 1.000 manns starfa á Ís- landi á vegum fyrirtækisins við mjög sérhæfð verkefni og verður varla annað sagt en að í þeirri starfsemi felist mesta nýsköpun í íslenzku atvinnulífi áratugum sam- an. Að mati Íslenzkrar erfðagreining- ar mun kosta um 35 milljarða króna að byggja lyfjaþróunardeildina upp. Í því felst að þessi atvinnustarfsemi er ígildi svonefndrar stóriðju. Mun- urinn er hins vegar sá, að starfsemi Íslenzkrar erfðagreiningar mengar ekki umhverfi sitt á einn eða annan veg og veldur ekki nokkrum nátt- úruspjöllum. Það er ljóst að undirbúningur að þessum nýja kapítula í starfsemi fyrirtækisins hefur staðið í tölu- verðan tíma. Færa má ýmis rök fyr- ir því, að hagstæðara sé fyrir ÍE að byggja þessa starfsemi upp í Bandaríkjunum. Hins vegar fer ekki á milli mála, að hugur forráða- manna ÍE stendur til að byggja þessa starfsemi upp á Íslandi. Við Íslendingar höfum þá reynslu af starfsemi Íslenzkrar erfðagrein- ingar að ljóst er að það er mjög eft- irsóknarvert fyrir okkur að fá lyfjaþróunardeild ÍE hingað. Í þeim viðræðum, sem íslenzk stjórnvöld hafa átt við erlend fyr- irtæki um uppbyggingu stóriðju á Íslandi, hefur það hvað eftir annað gerzt að stjórnvöld hafa orðið að bjóða ýmislegt fram til þess að fá fyrirtækin til uppbyggingar hér. Í ljósi fenginnar reynslu af rekstri Íslenzkrar erfðagreiningar hér á Íslandi er ekki óeðlilegt að hið sama sé gert í þessu tilviki til að greiða fyrir því að nýr þáttur í starfsemi fyrirtækisins verði hér en ekki annars staðar. Vissulega er áhætta fólgin í því að veita svo mikla ábyrgð en verkin tala sínu máli um að áhættan er þess virði. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Geir H. Haarde fjármálaráð- herra m.a. um rökin fyrir því að veita slíka ríkisábyrgð: „Þrátt fyrir, að ríkisábyrgðir séu orðnar sjaldgæfar erum við eigi að síður með lög um ríkisábyrgðir í landinu og það er gert ráð fyrir þeim sem möguleika í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Til þeirra má því koma, ef ákveðnum skilyrðum er fullnægt. Í þessu máli teljum við að svo sé. Þetta mál hef- ur mikla sérstöðu. Verkefnið er það stórt að það þarf tiltekinn opinber- an atbeina í þessu máli. Þarna er um það að tefla að fá þetta fyr- irtæki til landsins með aðstoð í þessu formi eða horfa á eftir þess- um störfum til Bandaríkjanna þar sem eflaust er sitthvað í boði fyrir fyrirtæki af þessu tagi…Við teljum að þegar maður vegur og metur kosti og galla, ávinning og áhættu og þá gríðarlegu atvinnusköpun og þau tækifæri, sem því fylgja í þessu vísindasamfélagi þá sé ekki bara réttlætanlegt að gera þetta heldur mjög skynsamlegt.“ Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra talar mjög á sama veg í við- tali við Morgunblaðið í dag. Hann segir m.a.: „Vafalaust er þarna um áhættu- fyrirtæki að ræða. Verið er að ræða um að setja á fót lyfjaþróunarfyr- irtæki, sem byggist á lyfjarann- sóknum. Ef árangur næst er þarna um gífurlega mikilvægt mál að ræða, bæði varðandi hátækni og þróun rannsókna. Það er því til mikils að vinna…Við erum að sækj- ast eftir að fá þessa starfsemi til okkar og taka þannig risaskref fram á við í þróun lyfja.“ Kári Stefánsson segir í Morgun- blaðinu í dag að það sé alveg öruggt að uppbygging lyfjaþróunardeildar við ÍE hefjist á þessu ári. Hann bætir við: „Þarna yrðu til störf fyrir líffræð- inga, erfðafræðinga, dýralækna, lyfjafræðinga, tölfræðinga og svo framvegis. Við erum hér að tala um að byggja upp starfsemi sem er mjög margslungin og gerir að verk- um að við erum að leita til fólks með margskonar menntun.“ Þegar horft er til þess árangurs, sem Íslenzk erfðagreining hefur nú þegar sýnt í verki og þess ávinn- ings, sem hægt er að hafa af upp- byggingu lyfjaþróunar, virðast öll helztu rök styðja þá tillögu ríkis- stjórnar til Alþingis að veita um- rædda ríkisábyrgð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.