Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Okkur kæri vinur Björgvin Haraldsson múrarameistari lést 1. apríl sl. langt um aldur fram. Björgvin var hamingjusamur maður í sínu einkalífi. Hann kynntist konu sinni, Arndísi, þegar þau voru ung að árum. Þau eignuðust þrjú börn. Ing- unni, Guðrúnu og Björgvin Arnar. Hann var stoltur og góður faðir og afi og ánægður með tengdabörnin sín. Öll fjölskyldan umkringdi hann með kærleika allt fram í andlátið. Megi Guð styrkja ykkur öll í sorginni. Allar minningar um Björgvin eru ljúfar og skemmtilegar. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar – nú er hans sárt saknað. Hann var orðvar maður og hallmælti engum. Björgvin var hagleiksmaður til allra verka – BJÖRGVIN HARALDSSON ✝ Björgvin Har-aldsson fæddist á Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði 14. maí 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 9. apríl. einstaklega laginn í flísalögnum og er okkar heimili til vitnis um það. Það var gaman að hafa hann nálægt sér, alltaf skapgóður og snyrtileg- ur í umgengni. Margar ljúfar minningar eigum við hjónin úr sumarhúsi Stínu og Sigga í Gríms- nesinu með Björgvini og Addý konu hans og stundum Gunnari og Hiddu. „Strákarnir“ dyttuðu að húsinu með- an við „stelpurnar“ bjuggum til góðan mat, lögðum á borð og gerðum allt huggu- legt. Björgvin sá um að alltaf logaði glatt í arninum. Við nutum þess að borða saman í góðum félagsskap. Eft- ir matinn spiluðu strákarnir bridds á meðan við stelpurnar ræddum lífið og tilveruna. Óli og Finney komu oft yfir úr þeirra bústað og tóku þátt. Björg- vin spilaði á harmonikuna gömlu góðu lögin okkar og aldrei gleymdist Undir bláhimni. Þá tókum við undir og döns- uðum jafnvel úti á palli. Vorið 2000 vorum við saman 18 vin- ir á Mallorca í tilefni 60 ára afmælis Addýjar og Stínu og einnig afmælis Björgvins. Þar var mikið fjör og góð- ar minningar eigum við þaðan. En bráðum fer sumar að sunnan og syngur þér öll þau ljóð sem ég hefði kosið að kveða þér einn um kvöldin sólbjört og hljóð. Það varpar á veg þinn rósum og vakir við rúmið þitt og leggur hóglátt að hjarta þínu hvítasta blómið sitt. (Tómas Guðm.) Blessuð sé minning Björgvins vin- ar okkar. Óskar og Rannveig. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA www.hvd-designskole.dk HILLEVI VAN DEURS HÖNNUNARSKÓLINN FREDERIKSBERG ALLÉ 6-6A, 1., 1820 FREDERIKSBERG C SÍMI 0045 33 79 25 40 2JA ÁRA NÁM Í FATAHÖNNUN LÁNSHÆFT Bændur og hestamenn Haldið verður 4ra daga námskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð á hestum og öðrum ferfætlingum 4.—7. maí nk. Kennari verður Jim Green frá Upledger Institute. Nánari upplýsingar gefur Birgir í síma 864 1694, einnig eru frekari upplýsingar á www.craniosacral.is TILKYNNINGAR Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum. Vatnsaflsvirkjun, 1,4 MW, í Hrútá, Biskupstungnahreppi. Lagning Ásbrautar frá Goðatorgi að Kaldárselsvegi í Hafnarfirði. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofn- unar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 8. maí 2002. Skipulagsstofnun. Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum eða breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Grafarvogur, Fjörgyn/Grafarvogskirkja, breyting á deiliskipulagi v. fjölgunar bílastæða. Tillagan tekur til svæðis sem ætlað var undir leikvöll, milli húsanna nr. 20-22 við Logafold og 25-27 við Hverafold, norðan við Fjörgyn. Gerir tillagan ráð fyrir að svæðinu verði breytt í bílastæði fyrir allt að 38 bíla. Þá tekur tillagan til hluta af lóð Grafarvogskirkju, á móts við húsin að Logafold 20-22. Þar er gert ráð fyrir 10 nýjum bílastæðum. Markmið tillögunnar er að fjölga bílastæðum við kirkjuna í samræmi við óskir íbúa þar um. Grafarholt, austursvæði, breyting á deiliskipulagi Grafarholts austan Jónsgeisla og Þorláksgeisla. Tillagan tekur til austursvæðis Grafarholts þ.e. svæðisins austan Jónsgeisla og Þorláksgeisla. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að íbúðum á svæðinu fjölgi úr 751 í allt að 879. Um að ræða fjölgun íbúða í fjölbýlishúsum á svæðinu. Húsagerðum er fjölgað þannig að húsagerð B breytist í B1, B2 og B3. Bílastæðakröfu í húsagerðum A, B og C er breytt úr 2 stæðum á íbúð í 1,7. Þá er gert ráð fyrir að tvær lóðir á svæðinu verði sérstaklega ætlaðar fyrir leiguíbúðir (lóðir með húsagerðum merktum B2 og B3). Felld eru niður ákvæði um bílastæði neðanjarðar á þeim. Þá eru lóðarmörk lóðar, austan leikskólans (með húsagerð B3), færð lítillega til austurs á kostnað leiksvæðis. Lóðin er gerð að einni lóð í stað tveggja, skilmálum og byggingarreitum er breytt þar sem á henni er gert ráð fyrir þremur húsum fyrir leiguíbúðir. Þar sem um er að ræða nýtt deiliskipulag gerir tillagan ráð fyrir að eldra deiliskipulag falli úr gildi og tillagan verði samþykkt í heild að nýju með framangreindum breytingum. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 10. apríl 2002 til 22. maí 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 22. maí 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 10. apríl 2002. Skipulags- og byggingarsvið. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ HINN 23 ára gamli ungverski stórmeistari Peter Leko (2.713) sigr- aði á heimsbikarmótinu í Dubai eftir að hafa lagt andstæðing sinn, hinn 19 ára rússneska stórmeistara Alexand- er Grischuk (2.671). Leko hlaut þrjá vinninga gegn tveimur vinningum Grischuk. Eftir að báðum atskákun- um lauk með jafntefli tefldu þeir tvær hraðskákir. Þeim lauk einnig með jafntefli. Þá var gripið til bráðabana þar sem hvítur fékk 5 mínútur en svartur 4 mínútur til að tefla skákina. Svörtum dugði hins vegar jafntefli til að teljast sigurvegari í keppninni. Það var því ljóst, að úrslitin mundu velta á þessari einu skák. Það kom ekki á óvart að það var tíminn sem réð úrslitum, en Grischuk féll þegar Leko átti tvær sekúndur eftir á klukkunni. Í undanúrslitum sigruðu þeir Leko og Grischuk sína andstæðinga eftir framlengingu. Leko sigraði Georgiev 3–2 og Grischuk lagði Shirov 2½–1½. Sigur Peter Leko var mjög tæpur líkt og í úrslitunum, en hann átti einungis sex sekúndur eftir á klukkunni í bráðabana þegar hann náði að máta Georgiev. Þetta atskákmót var að mörgu leyti sögulegt. Heimsmeistari kvenna, Zhu Chen, sigraði FIDE- heimsmeistarann Ruslan Ponomar- iov í fyrstu umferð. Sigurganga henn- ar var hins vegar stöðvuð strax í næstu umferð af Anatoly Karpov sem sigraði hana örugglega 2–0. Í annarri umferð missti síðan FIDE-heims- meistarinn fyrrverandi, Viswanathan Anand, af lestinni þegar hann tapaði fyrir Georgíumanninum Zuran Azmaiparashvili. Það sama henti reyndar einnig annan fyrrverandi FIDE-heimsmeistara, Rússann Al- exander Khalifman, sem tapaði fyrir Búlgaranum Veselin Topalov. Í þriðju umferð var síðan komið að Karpov, sem varð að játa sig sigraðan eftir að hafa leikið af sér skiptamun gegn Búlgaranum Kiril Georgiev. Lokaúrslit mótsins urðu þessi: 1. Peter Leko 2. Alexander Grischuk 3. Alexei Shirov 4. Kiril Georgiev 5. Anatoly Karpov 6. Zurab Azmaiparashvili 7. Vesel- in Topalov 8. Etienne Bacrot 9. Visw- anathan Anand 10. Alexander Khal- ifman 11. Alexey Dreev 12. Teimour Radjabov 13. Joel Lautier 14. Vassily Ivanchuk 15. Nigel Short 16. Zhu Chen Mótið í Dubai var hið fyrsta í röð fimm móta af þessu tagi sem FIDE hefur ákveðið að halda á þessu ári. Melaskóli marði sigur í æsi- spennandi Íslandsmóti grunn- skólasveita í stúlknaflokki Melaskólinn í Reykjavík vann Ís- landsmót grunnskólasveita í stúlkna- flokki, sem fram fór um sl. helgi, eftir æsispennandi baráttu við Hóla- brekkuskóla. Melaskóli vann þetta mót fremur auðveldlega í fyrra en nú náði sveitin ekki fyrsta sæti fyrr en eftir lokaumferðina. Sex sveitir tóku þátt sem er fjölgun frá því í fyrra og tefldu allar sveitirnar innbyrðis. Teflt var á fjórum borðum. Eftir fyrstu tvær umferðirnar var sveit Digranesskóla efst með 8 vinn- inga. Hólabrekkuskóli náði hinsvegar að leggja stúlkurnar úr Kópavogi 3½–½ í þriðju umferð. Eftir það stóð baráttan milli Hólabrekkuskóla og Melaskóla. Fyrir síðustu umferð hafði Hólabrekkuskóli 15 vinninga úr 16 skákum en Melaskóli var með 13½ vinning. Sveitirnar mættust í síðustu umferð og mátti Hólabrekkuskóli tapa 1½ –2½ en vinna samt mótið. En Melaskóla tókst að vinna 3–1 og réði þar miklu að Hallgerður Þorsteins- dóttir náði að forðast pattgildru fyrsta borðs stúlku Hólabrekkuskóla, Steinunnar Kristjánsdóttur. Þetta dugði Melaskóla til að vinna eins nauman sigur og unnt var. Lokastað- an varð þessi: 1. Melaskóli 16½ v. af 20 2. Hólabrekkuskóli 16 v. 3. Digranesskóli 13 v. 4. Borgarskóli 6½ v. 5. Hamraskóli 5½ v. 6. Víkurskóli 2 ½ v. Í sigursveit Melaskóla voru Hall- gerður Þorsteinsdóttir, Hlín Önnu- dóttir, Hildur Hamíðsdóttir og syst- urnar Margrét og Eva Þórisdætur. Í Sveit Hólabrekkuskóla voru Stein- unn Kristjánsdóttir, Elsa María Þor- finnsdóttir, Agnes Eir Magnúsdóttir og Iðunn Eva Magnúsdóttir. Alls tefldu um um 30 stúlkur í mótinu sem fram fór í húsnæði Skák- skóla Íslands. Skákstjóri var Helgi Ólafsson. Íslandsmót grunnskólasveita Íslandsmót grunnskólasveita í skák 2002 fer fram dagana 12.–14. apríl. Sigurvegari í þessari keppni mun öðlast rétt til að tefla í Norð- urlandamóti grunnskólasveita, sem haldið verður í Finnlandi í haust. Um- ferðataflan verður þannig: 1.–3. umf. föstud. 12. apríl kl. 19 4.–6. umf. laugard. 13. apríl kl. 14 7.–9. umf. sunnud. 14. apríl kl. 14 Mótið verður haldið í húsnæði Tafl- félags Reykjavíkur, Faxafeni 12, Reykjavík. Skáksamband Íslands mun veita aðstoð við skipulagningu vegna Norðurlandamótsins og greiða fyrir einn fararstjóra, en fjármögnun er að öðru leyti á ábyrgð viðkomandi skóla. Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Skáksambands Íslands alla virka daga kl. 10–13 í síma 568 9141. Skráning fer fram í sama síma og með tölvupósti: siks@simnet.is SKÁK Dubai FIDE GRAND PRIX 2.–9. apríl 2002 Tvær sekúndur réðu úrslitum Daði Örn Jónsson Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.