Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 25 ÆFINGAR eru nú hafnar af fullum krafti á Hollendingnum fljúgandi eftir Richard Wagner. Frumsýning verður 11. maí á Stóra sviði Þjóð- leikhússins, á opnunarkvöldi Listahátíðar í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem Hol- lendingurinn fljúgandi er fluttur á sviði á Íslandi en hann var fluttur í hljómsveitaruppfærslu árið 1985. Þessi uppfærsla er samvinnuverk- efni Íslensku óperunnar, Þjóðleik- hússins, Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og Listahátíðar í Reykjavík. Sérstakur kostunaraðili verkefn- isins er Landsbanki Íslands. Með hlutverk Hollendingsins fer Matthew Best, Elín Ósk Ósk- arsdóttir og Magnea Tómasdóttir skipta með sér hlutverki Sentu, Daland er sunginn af Viðari Gunn- arssyni, í hlutverki Eriks er Kol- beinn J. Ketilsson, Mary er sungin af Önnu Sigríði Helgadóttur, en hún kemur í stað Alinu Dubik, og Snorri Wium fer með hlutverk stýrimannsins. Kór Íslensku óp- erunnar tekur svo þátt í uppfærsl- unni en honum stjórnar Garðar Cortes. Leikstjóri er Saskia Ku- hlmann en hún hefur starfað við fjölda óperusýninga, ýmist sem leikstjóri eða aðstoðarleikstjóri. Henni til aðstoðar er Randver Þor- láksson leikari. Höfundur leik- myndar er Heinz Hauser en hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir leikmyndir sínar, meðal annars sem besti leikmyndahöfundur Þýskalands. Um búninga sér Þór- unn Sigríður Þorgrímsdóttir en lýsing er í höndum Páls Ragn- arssonar og Björns Bergsteins Guðmundssonar. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands stjórnar svo Gregor Bühl. Miðasalan á Hollendinginn hefur farið mjög vel á stað, að sögn Bjargar Björnsdóttur kynning- arstjóra Þjóðleikhússins, en upp- selt er á frumsýninguna, örfá sæti laus á aðra og fjórðu sýningu og nokkur sæti laus á þriðju og fimmtu sýningu. Morgunblaðið/Golli Söngvarar og Listrænir stjórnendur Hollendingsins fljúgandi á æfingu í gær. Hollendingurinn hefur sig til flugs TÓNLISTARHÓPURINN Contrasti, ásamt Jóhanni Sig- urðarsyni leikara, heldur tón- leika í Tíbrá, Röð 4, í Salnum í kvöld kl. 20. Contrasti skipa Marta Guð- rún Halldórsdóttir, sópran, Camilla Söderberg, blokk- flautur, Hildigunnur Hall- dórsdóttir, fiðla og víóla da gamba, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir, selló og víóla da gamba, Snorri Örn Snorra- son, lúta og gítar, og Steef van Oosterhout, slagverk. Yfirskrift tónleikanna er Melónur og megabite og sam- anstendur efnisskráin af end- urreisnar- og nútímatónlist í bland við ljóðalestur og eru ljóðin frá sama tímabili. Flutt verða m.a. tónverk eftir end- urreisnartónskáldin Clément Jannequin, Pierre Sandrin, Thomas Bateson, Philip Rosseter og Antonio Caprioli. Jóhann Sigurðarson les ljóð eftir William Shakespeare, Hallgrím Pétursson og málarann kunna Michelangelo Buonarroti. Þá verða flutt þrjú nútímatónverk og eru tvö þeirra frumflutt. Eftir Bandaríkjamanninn David Liptak verða fluttir þrír þættir úr tónverk- inu Shadower fyrir fiðlu og slagverk og inn á milli verða lesin stutt ljóð eft- ir þá Sigurð Pálsson og Þorgeir Sveinbjarnarson. Camilla Söderberg frumflytur verk fyrir blokkflautu eft- ir Atla Heimi Sveinsson, sem nefnist Djúp er sorgin, en ljóðið Bæn eftir Stefan George liggur til grundvallar tónlistinni. „Verkið er hugleiðing um upphafshendingu þriðja þáttar ann- ars strengjakvartetts Arnolds Schön- bergs. Söngkona bætist við strengja- fjarkann í tveim seinustu þáttunum; syngur fyrst Litanei eða Bæn eftir Stefan George. Í þessum þætti skar- ast svonefnt atónalítet og hið hefð- bundna tónalítet. Þetta stef er að mínu mati eitt hið fegursta og tján- ingarríkasta í samanlögðum tónbók- menntum. Formið er tvískipt í hug- leiðingu minni. Fyrst er fantasía og kadenza. Svo kemur chanson triste í lokin. Verkið var samið í maí 2001 handa Camillu Söderberg,“ segir Atli Heimir um verk sitt. Jóhann les ljóðið, sem er í þýðingu Þorsteins Gylfasonar, eins og ljóð endurreisnarljóðskáldanna. Að lokum verður frumflutt nýtt verk eftir Hilmar Þórðarson sem hann nefnir Hnjúkar. „Hnjúkar eru samdir að beiðni Contrasti og tileinkaðir þeim ásamt meðleikara þeirra Jóhanni Sigurðar- syni. Samningu lauk fyrir ekki löngu og má segja að verkið hafi verið að gerjast í höfði mínu allt fram til dags- ins í dag. Skýringar á því má sjálfsagt leita til þess efniviðar sem ég hef að leiðarljósi, þ.e. samtímans og þeirra samviskuspurninga sem breytt þjóð- félag óneitanlega stendur frammi fyrir. Þjóðfélag sem á skömmum tíma breyttist úr fátæku bændasam- félagi í nýríkt alþjóðasamfélag. Þetta eru hugleiðingar um nútímann, þar sem leikarinn og söngkonan skipta með sér hlutverkum. Leikarinn fer með frasa úr dægurmálaumræðunni, söngkonan heldur sig við texta úr ljóðum rómantísku skáldanna frá 19. öld. Textar leikarans eru annars kon- ar náttúrulýsingar og tengjast flestar Kárahnjúkum og fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum. Ég safnaði textum hans af Netinu og valdi setn- ingar úr dagblöðum, en hef stílfært þessa texta. Andstæðurnar eru mikl- ar, söngkonan syngur um fegurð náttúrunnar, meðan leikarinn fer með texta um arðsemi og fjárhags- lega hagkvæma hluti. Þetta er póli- tískt verk, en ég reyni að leggja það upp þannig að það sé hugleiðing um það hvernig hugsunarháttur okkar er orðinn; hvaða verðmiða við ætlum að setja á landið okkar. Verkið spratt upp úr umræðunni sem var á döfinni meðan ég samdi það,“ segir Hilmar. Pólitísk verk sjaldgæf Hann segir það orðið sjaldgæft að tónskáld semji verk með pólitískan boðskap. „Frá mínum bæjardyrum séð er það allt of sjaldgæft; menn hafa fjarlægst þetta – það var meira um slík verk fyrir 30 árum eða svo, en kannski er þetta að aukast aftur. En þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi eitthvað í samfélagsumræðunni svo sterkt, að það knýi mig til að semja verk út frá því.“ Verkið er í einum þætti og samið fyrir hljóðfæri hópsins, söngvarann og leikarann, en Hilmar magnar þó hljóðfærin aðeins upp. „Samsetning hópsins er svolítið snúin, og það þarf að hafa töluvert fyrir því að semja fyrir hann; margt ekki eins gefið og þegar maður er með hefðbundin hljóðfæri. Þetta hefur verið mjög krefjandi, en hvað mig varðar, þá hef ég mjög gaman af því að semja fyrir hljóðfæraleikara, svo reyni ég bara að vinna úr því hve sum hljóðfæri eru þögul í eðli sínu og stelst í nútíma- tæknina til að leyfa þeim að njóta sín betur. Tónlistin er framúrstefnuleg, en í niðurlagi verksins leita ég aðeins á önnur mið en ég hef róið á áður. Þar bregður fyrir mikilli taktfestu og jafnvel endurtekningastíl. Það er líka gleðiefni fyrir mig, að ég er að stjórna þessu sjálfur, komin ár og dagar síð- an ég gerði það síðast,“ segir Hilmar Þórðarson um Hnjúka. Hugleiðingar um nútímann Contrasti-hópurinn: Steef van Ooster- hout, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Hildi- gunnur Halldórsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason. SINFÓNÍUHLJÓM- SVEIT Norðurlands, Karlakórinn Heimir, undir stjórn Stefáns Gíslasonar, og Óskar Pétursson, ásamt bræðrum sínum frá Álftagerði, alls liðlega 120 manns halda til Reykjavíkur til tónleika- halds í Háskólabíói á sunnudag kl. 16. Þeim til full- tingis er Sigrún Hjálm- týsdóttir sópransöng- kona. Aðalstjórnandi er Guðmundur Óli Gunn- arsson, en Sigrún Eð- valdsdóttir er konsert- meistari. Á skírdag hélt þessi hópur tónleika í Íþrótta- höllinni á Akureyri. Forsala aðgöngumiða er hafin í Háskólabíói. Tónveisla að norðan í Háskólabíói Óskar Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.