Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 27

Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 27 Frjálsa lífeyrissjóðnum 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings. 3. Tryggingafræðileg úttekt. 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins. 5. Kosning stjórnar. 6. Breytingartillögur á samþykktum sjóðsins. 7. Laun stjórnarmanna. 8. Önnur mál. 9. Kjör endurskoðanda. Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins minnir á aðalfund fyrir sjóðfélaga og rétthafa, í dag miðvikudaginn 10. apríl kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn í Þingsal A á Hótel Sögu. Dagskrá: Sjóðfélagar og rétthafar eru hvattir til að mæta. StjórninÁrmúla 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is A B X / S ÍA Til sjóðfélaga og rétthafa í AÐ undanförnu hafa neytendmál og verðhækkanir verið í brennidepli þjóðlífs- umræðunnar. Þeyst hafa fram á völlinn velviljaðir stórkaup- menn, Neytendasam- tökin og fjölmiðlar sem allir vilja gæta hagsmuna litla manns- ins. Fréttaflutningur af þessum málum hef- ur verið athyglisverð- ur og mjög þarfur. Þó er oft og tíðum tals- verð brotalöm á fréttaflutningi af neyt- endamálum og þar virðist skipta máli hver á í hlut. Um síðastliðin áramót fengu laun- þegar 3% launahækkun og á sama tíma hækkaði nauðsynjavara eins og mjólkurvörur og ostar um 3-9%. Sem þýðir að launahækkunin er engin þegar upp er staðið. Það fer ekki á milli mála hver tapar í þess- um talnaleik. Brauðið dýra Helstu talsmenn neytenda á Ís- landi, Neytendasamtökin, vinna gott og þarft verk en því miður virðist það stefna þeirra að gagn- rýna aðeins þá sem ekki hafa bol- magn til að verja sig. Nærtækt dæmi er gæluverkefni samtakanna: Árásir á bakarastéttina. Vissulega standa þau mál mér nærri þar sem ég tilheyri þeirri stétt manna og þar sem samtök bakara á Íslandi hafa ekki séð ástæðu til að svara stöðugum árásum samtakanna og fjölmiðla á verði á brauðum og kökum vil ég gera grein fyrir að- stöðu okkar í stuttu máli. Mikill úlfaþytur upphófst á síðastliðnu ári þegar borið var saman brauðverð í ýmsum borgum í Evr- ópu og kom í ljós að hæsta verð á brauðum var á Íslandi. Talað var hátt um það að brauð í London kost- uðu 13 krónur þegar brauð á Íslandi kostar 200 krónur, en hér er vitnað í könnun Neyt- endasamtakanna sem gerð var sl. sumar. Í könnuninni er gerður verðsamanburður á 600 gr hveiti- brauði. Hér gera bæði Neytenda- samtökin og þeir sem birtu þessar fréttir mikil mistök því í mínu bak- aríi kostar 600 gr hveitbrauð 160 krónur og ég er sannfærður um að samskonar brauð er jafnvel enn ódýrara á tilboðsdögum í stór- mörkuðum. Hvað meira vitum við um brauðið ódýra? Var það keypt í stórmarkaði eða bakaríi? Var brauðið ódýra í London kannski úrgangsbrauð, þ.e. nokkurra daga gamalt, sem ekki þykir söluhæft lengur og er selt fyrir pokakostn- aði? Það vitum við ekki. Hins vegar má sjá í sömu könnun að hveiti og sykur er talsvert ódýrara í London en hér í Reykjavík. Það fylgdi ekki sögunni í feitletruðum fréttaskot- unum né heldur minntist formaður Neytendasamtakanna á það. Ég hef gert mikla leit að þessu ódýra brauði í London en ekki fundið brauð á 17 krónur sem er sam- bærilegt þeim brauðum sem seld eru í íslenskum stórmörkuðum eða bakaríum. Breytingin neytendum í óhag Ofan sagt leiðir mig að öðru máli í neytendaeftirliti á Íslandi. Nú hef ég staðið í bakarísrekstri í u.þ.b 20 ár. Fyrstu 10 árin rak ég venjulegt bakarí og á þeim tíma voru tveir aðilar sem gerðu reglu- lega kannanir í bakaríum. Annar aðilinn var verðalagseftirlit (nú Samkeppnisstofnun) hinn var Neytendasamtökin. Annað var ríkisstofnun og hinn nánast einka- aðili. Munurinn á könnununum var líka mikill. Verðlagseftirlitið kom og vigtaði hvern vöruflokk og mat verð út frá kílóverði, Neytenda- samtökin hins vegar virðast að- allega vera að kanna stykkjaverð og gefa mönnum kost á því að ákveða þyngd vörunnar sjálfir. Þeirra kannanir gefa því neytand- anum ekki mjög raunsanna mynd. Fyrir um 10 árum breytti ég rekstrarformi bakarísins og í sam- keppni við stórmarkaði og afslátt- arverslanir stofnaði ég nýtt bakarí á gömlum grunni og bauð við- skiptavinum mínum heildsöluverð á brauði og kökum, þ.e 20% lægra verð en ég hafði áður haft. Í kjöl- farið á þessu má segja að verðlags- eftirlit hafi nánast hrunið. Af hverju? Brauð eru ennþá hluti af vísitöluútreikningum. Markaðurinn hefur vissulega breyst og á svip- uðum tíma var verðlagseftirlitið flutt inn í Samkeppnisstofnun. Í kjölfarið á þessari breytingu snar- hækkaði brauðverð í bakaríum. Það væri athyglisvert að fá svör við þessari spurningu. Af hverju var verðlagseftirliti í bakaríum hætt fyrir 10 árum? Neytendasam- tökin gera að vísu öðru hvoru kannanir en það er með sama hætti og áður, framleiðandanum er í sjálfsvald sett hvaða þyngd á framleiðsluvörunni er sett fram í könnunum. Mér hefur oft leikið forvitni á því fyrir hvern þessar kannanir eru gerðar því neytand- inn hefur ekkert gagn af slíkri könnun því snúður og snúður er ekki alltaf sambærilegt viðmið. Í fljótu bragði virðast grænmet- isbændur og bakarar ekki eiga margt sameiginlegt annað en að hafa orðið fyrir talsvert nákvæmri skoðun fjölmiðla og Neytendasam- takanna. Þegar betur er að gáð eiga þessir hópar ýmislegt sameig- inlegt. Báðir hóparnir eru með litl- ar rekstrareiningar og hafa ein- faldlega ekki umsvif til að standa í deilum við Neytendasamtökin og fjölmiðla. Meint verðsamráð græn- metisbænda og sameining tveggja stórra dreifingaraðila og innflytj- enda í þessum geira er gott dæmi um það hvernig fyrirtækjum er mismunað í umræðunni. En sá sem fær á sig stimpil svíðings og okrara er oftast framleiðandinn, litli kall- inn, sem ekki getur varið sig. Að lokum vil ég brýna fjölmiðlamenn, Neytendasamtökin og Samkeppn- isstofnun til að vanda verðkann- anir. Neytandinn þarf að vera viss um að verið sé að bera saman sam- bærilegt magn og framleiðslu. Okkur sem þjónustum neytandann veitir heldur ekkert af virku að- haldi, en til þess að það megi verða þarf að standa rétt að könnunum og hætta æsifréttamennsku í kringum neytendaumræðu. Af grænmeti, ávöxtum og brauðinu dýra Haukur Leifs Hauksson Verðlagsmál Um síðastliðin áramót fengu launþegar 3% launahækkun, segir Haukur Leifs Hauks- son, og á sama tíma hækkaði nauðsynja- vara um 3–9%. Höfundur rekur Heildsölubakarí, brauð og kökugerð á Grensásvegi. ÞAU mistök áttu sér stað að Þórhildi Ósk Hall- dórsdóttur tölvufræðingi var með röngu eignuð grein eftir Rúnu Malm- quist viðskiptafræðing, sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, 9. apríl, undir yfirskriftinni „Ráð- leysi R-listans“. Mig langar fyrir hönd þeirra sem að málinu koma að harma þá rás atburða sem varð til þess að um- rædd mistök áttu sér stað. Eru Þórhildur Ósk og Rúna beðnar velvirð- ingar, ásamt lesendum Morgunblaðsins og rit- stjórn þess. Helga Guðrún Jónasdóttir. Rúna Malmquist Leiðrétting

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.