Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 1
Palestínskir vígamenn fella
fjóra ísraelska landnema
FJÓRIR Ísraelar féllu og að
minnsta kosti 14 særðust þegar pal-
estínskir vígamenn fóru hús úr húsi
í landnemabyggð gyðinga á Vest-
urbakkanum í gær, að því er ísr-
aelski herinn og sjónarvottar
greindu frá. Sagt var að börn væru
meðal þeirra er Palestínumennirnir
myrtu, en svo virðist sem þeir hafi
verið tveir, og átti atburðurinn sér
stað í landnáminu Adora, norðvest-
ur af borginni Hebron. Einn hinna
særðu var í lífshættu.
Á Gazasvæðinu felldu ísraelskir
hermenn Palestínumann í gær-
morgun, skammt frá landnema-
byggð gyðinga í Dugit, að því er
haft er eftir palestínsku hjúkrunar-
fólki.
Árásin í landnemabyggðinni á
Vesturbakkanum var fyrsta mann-
skæða árás Palestínumanna á Ísr-
aela síðan sjálfsmorðssprengjumað-
ur varð sex manns að bana við
útimarkað í Jerúsalem 12. apríl,
sama dag og Colin Powell, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, hóf frið-
arför sína í Miðausturlöndum. Árás-
in í gær var einnig sú fyrsta sem
Palestínumönnum tekst að gera á
landnemabyggð gyðinga síðan fyrir
réttum mánuði er þrír Ísraelar voru
myrtir. Síðan hafa palestínskir víga-
menn gert nokkrar tilraunir til að
komast inn á landnámssvæði gyð-
inga, en ísraelskir hermenn hafa
heft för þeirra og skotið þá.
Ruth Bar Yossef, íbúi í Adora,
kvaðst hafa séð Palestínumennina
tvo, vopnaða byssum, fara inn í eitt
húsanna í landnemabyggðinni
klukkan níu í gærmorgun að stað-
artíma (klukkan sex að íslenskum
tíma), og heyrt skothvelli í húsinu.
„Heimilisfaðirinn var að koma heim
úr bænahúsinu og þeir skutu á
hann,“ sagði Yossif. Manninn sakaði
þó ekki. „Síðan fóru þeir inn í annað
hús.“ Ísraelskir hermenn komu
fljótlega á staðinn og var Palest-
ínumannanna leitað hús úr húsi. Ísr-
aelskir herinn segir að þeir kunni að
hafa sloppið til Hebron, sem er í um
átta km fjarlægð frá Adora. Í til-
kynningu frá Ísraelsstjórn í gær
segir að Yasser Arafat Palestínu-
leiðtogi verði að axla ábyrgðina á
árásinni í Adora.
Enn pattstaða í Betlehem
Umsátur ísraelska hersins um
Fæðingarkirkjuna í Betlehem, þar
sem um 200 Palestínumenn halda
til, hefur nú staðið í 26 daga, en
samningaviðræður um lausn deil-
unnar standa yfir. Í gær hélt samn-
ingamaður Palestínumanna í deil-
unni, Salah al-Taamari, til fundar
við Arafat í Ramallah, þar sem Ara-
fat er í herkví á skrifstofum sínum,
til að ráðgast við hann um framgang
mála.
Taamari sagði að ástæða þess að
hún færi til Ramallah til samráðs
við Arafat, í stað þess að ræða við
hann í síma, væri að Palestínumenn
vildu sýna svo ekki yrði um villst að
það væri Arafat sem réði ferðinni.
Meðal þeirra Palestínumanna sem
halda til í kirkjunni eru sagðir 30
vígamenn sem Ísraelar vilja að verði
dregnir fyrir ísraelska dómstóla eða
sendir í útlegð. Þá tillögu hafa Pal-
estínumenn ekki viljað fallast á.
Jerúsalem, Gazaborg, Ramallah. AFP, AP.
TRÖPPURNAR við aðalinngang
Gutenberg-skólans í Erfurt í
Þýskalandi voru alþaktar blómum
í gær og fánar blöktu í hálfa stöng
um allt land til
minningar um þá
17 sem létust er
19 ára drengur
hóf skotárás í
skólanum í gær-
morgun. Lög-
regla greindi frá
því í gær að
hann hefði skot-
ið 16 manns, áð-
ur en hann
skaut sjálfan sig, en ekki 17 eins
og talið hafði verið.
Fulltrúi lögreglunnar sagði að
fórnarlömbin hefðu getað orðið
mun fleiri, því um 500 byssukúlur
hefðu fundist á salernum í skól-
anum. Drengurinn, Robert Stein-
häuser, réðst inn í skólann
skömmu fyrir hádegi í fyrradag,
vopnaður að minnsta kosti
skammbyssu og haglabyssu. Af
orðum foreldra hans og bróður má
ráða að drengurinn hafi verið
meðlimur í skotfélagi og hafi eign-
ast vopnin með löglegum hætti.
Þrettán hinna myrtu voru
starfsmenn skólans, einn var lög-
reglumaður og drengur og stúlka
voru nemendur í skólanum. Vinir
ódæðismannsins sögðu hann hafa
verið greindan og vinmargan, en
oft hafa átt í útistöðum við kenn-
ara í skólanum og samband hans
við foreldra sína hefði verið
slæmt. Þá sögðu lögreglumenn að
drengurinn, sem hafði verið rek-
inn úr skólanum fyrir nokkrum
vikum, hefði oft ekki mætt í tíma
og falsað veikindavottorð til að út-
skýra fjarvistir sínar.
17 létust
í Erfurt
Reuters
Steinhäuser
MORGUNBLAÐIÐ 28. APRÍL 2002
98. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Argentínskur tangó hefur
fest rætur um allan heim,
meðal annars á Íslandi.
Ragna Sara Jónsdóttir rifjar
upp sögu þessa blóðheita
dans sem fæddist á vænd-
ishúsum Buenos Aires og
kynnti sér líflegt tangó-
samfélag á Íslandi. Kjartan
Þorbjörnsson myndaði
stemmninguna á tangó
Tangó
ferðalögLifnaðarhættir víkingabílarÓdýr BMW börnGeimverur bíóVillti Bill Paxton
Náttúrugallerí Hrafns
Vakúmpökkuð málverk og kafbátaþil
Hér er hins
vegar fullt af
smávinum
fögrum.
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
28. apríl 2002
BSannkallaður galdur
Hér var allt dökkt –
svart, brúnt og grátt
16Markaðsvirði
fíkniefna
um 2 milljarðar
10
22
LEIKGERÐ metsölubókar
Saddams Hússeins Íraksfor-
seta, skáldsögunnar Zabibah og
konungurinn,
var opinber-
lega mjög vel
tekið þegar
hún var frum-
sýnd fyrir fullu
húsi ráða-
manna á föstu-
dagskvöldið.
Leikstjórinn,
Sami Abdul
Hamid, tjáði fréttamönnum að
áhorfendurnir 400, sem öllum
hefði verið sérstaklega boðið,
hefðu verið yfir sig hrifnir af
verkinu. Í Írak þykir ekki við-
eigandi að annað en hrósyrði séu
látin falla um forsetann alvísa.
Zabibah og konungurinn er
saga um einvald sem verður ást-
fanginn af alþýðustúlku, sem er
tákn vona þjóðarinnar. Abdul
Hamid staðfesti að Saddam
væri í rauninni höfundur bókar-
innar, sem gefin var út í nóvem-
ber 2000, en sú vitneskja var
reyndar opinbert leyndarmál í
Írak.
Orðspor forsetans sem mikils
rithöfundar jókst svo enn í gær
þegar opinber fréttastofa lands-
ins greindi frá því að þriðja bók
hans, Karlar og borg, kæmi
fljótlega fyrir almenningssjónir.
Mun það vera sjálfsævisaga
hans. Í desember sl. var gefin út
bókin Hið óvinnandi vígi, skáld-
saga sem sögð er vera eftir for-
setann og skáldið, sem verður 65
ára í dag.
Það var upplýsingamálaráðu-
neyti Íraks sem stóð að leiksýn-
ingunni sem fór fram í þjóðleik-
húsinu í miðborg Bagdad. Efstir
á listanum yfir virðulega gesti
voru menntamálaráðherrann,
Hamed Yussef Hammad, og
heilbrigðisráðherrann, Umid
Medhat Mubarak.
Saddam
slær í
gegn
Bagdad. AFP.
Saddam
ÞRJÁR sprengingar urðu á alþjóða-
flugvellinum í Kabúl á föstudags-
kvöldið, og talsmenn alþjóðaliðsins í
borginni sögðu í gærmorgun að lík-
lega hefði þremur eldflaugum verið
skotið á völlinn.
Ekki var ljóst í gær hvert mundi
hafa verið skotmark þeirra er skutu
flaugunum, en talið er að þær hafi
verið sendar af stað skammt frá vell-
inum. Þrjár aðrar vígbúnar eldflaug-
ar fundust á skotpalli, er hróflað
hafði verið upp úr tiltæku efni, 3,5
km frá flugvellinum. „Í skotlínunni
var flugvöllurinn og búðir Alþjóðlega
öryggisgæsluliðsins (ISAF),“ sagði
talsmaður ISAF, Neal Peckham.
Eldflauga-
árásir í Kabúl
Kabúl. AFP.