Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 16
16 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG ER fædd í Póllandi, í lítilliborg nálægt Þýskalandi. Égfór í háskólann í Gdansk tilað læra söng. Ég var svo
heppin að komast í nám hjá Barböru
Iglikowsku, en hún er manneskja
sem ég mun aldrei gleyma. Á tónleik-
unum mínum í Ými í mars tileinkaði
ég henni eitt lag. Barbara Iglikowska
var stórmerkileg manneskja. Hún
hafði unnið fyrstu verðlaun fyrir
söng sinn í meira en tuttugu söng-
keppnum um allan heim. Það vildu
allir söngnemendur komast til henn-
ar og ég var heppin, því ég fékk mjög
góða einkunn, lauk prófi með láði og
komst til hennar. Á fjórða stigi fékk
ég tækifæri til að syngja í Þýska-
landi, Sviss og Ítalíu með óperunni í
Kraká. Þetta var mikil reynsla fyrir
mig, því ég var enn í námi. Við ferð-
uðumst til ótal borga og bæja í þess-
um löndum.“
Þetta er Alina Dubik. Við sitjum ístofunni hennar í vesturbæn-um og sötrum kaffi sem eig-
inmaður hennar, fiðluleikarinn
Zbigniew Dubik, hefur lagað handa
okkur. Hún er sérstök um margt og
þýð og mjúk mezzósópran rödd
hennar er gædd einstakri fegurð.
Söngtækni hennar er af austur-evr-
ópska skólanum og söngblærinn öðru
vísi en þeirra sem hafa lært af ítalska
og þýska skólanum. Þar spilar tungu-
málið stórt hlutverk. Heima talar
hún pólsku; börnin eru tvítyngd og
sjálf talar hún góða íslensku. Það
kemur á daginn að Alina Dubik er
listhneigð á fleira en sönginn. Hún
hefur áhuga á myndlist og málar
sjálf. Hún sýnir mér eldhúsið, sem er
allt hvítt og blátt. Á hvítmálaða vegg-
ina hefur hún þrykkt fallegt fíngert
dökkblátt liljumunstur sem hún sjálf
bjó til. Meðan við spjöllum í sófanum
í stofunni eru krakkarnir að tínast
heim úr skólanum. Hljómfögur
pólskan berst úr eldhúsinu, – Íslend-
ingnum lokuð bók.
„Ég varð ófrísk að stelpunni minni
sem er nú að verða fimmtán ára. Um
svipað leyti fékk Zbigniew vinnu við
að spila með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Hann kom hingað, en ég varð
eftir úti. Magdalena fæddist í nóv-
ember 1987 og í mars, sextán mán-
uðum síðar, komum við mæðgurnar
til Íslands. Þá hélt ég að sennilega
yrði ég ekki svo lengi hér. Ég varð
ófrísk að öðru barni okkar, sem
fæddist 1. janúar 1990. Ég fékk svo
góða hjálp á Landspítalanum við að
koma honum í heiminn að ég mun
aldrei gleyma því. Ég hugsaði með
mér að ef fólk á Íslandi væri allt
svona gott, þá væri kannski ekki
slæmt að vera hérna. Þriðja barnið
fæddist 1993. Ég var með góðan um-
boðsmann í Englandi sem vildi að ég
kæmi út til að syngja, en mér fannst
það ekki hægt með þrjú lítil börn.
Það kom ekki til greina að skilja
manninn minn eftir með börnin. Hér
áttum við auðvitað enga að, enga ætt-
ingja sem hefðu getað hjálpað okkur.
Þetta hefði orðið mjög erfitt. Svo
kom að því að ég fékk vinnu á Íslandi
og þá kom systir mín hingað um tíma
og hjálpaði mér. En svona er bara líf-
ið.“
Alina talar af æðruleysi og húner laus við eftirsjá og beiskju.Það má þó vel ímynda sér að
það hafi verið erfitt fyrir unga konu
með hennar hæfileika og reynslu að
ílendast hér á köldu og hrjóstrugu
landi, þar sem hún þekkti enga, og
þar sem lítið var við að vera fyrir
söngkonu sem átti góða möguleika á
að öðlast frama í löndum þar sem
söngmenning á sér djúpar rætur.
„Það var alltaf músík í kringum
mig þegar ég var barn. Pabbi átti
gott plötusafn og var alltaf að hlusta
á tónlist og spila fyrir okkur. Ég man
vel þegar ég heyrði fyrst Maríu Call-
as syngja undir stjórn Toscaninis.
Það var stórkostlegt. Önnur söng-
kona sem hafði mikil áhrif á mig var
Leontyne Price. Það voru margar
fleiri söngkonur sem ég hlustaði á, en
pabbi spilaði plötur þeirra á stóra
grammófóninn sinn. En það var hún
Barbara Iglikowska sem ég sagði þér
frá áðan sem hafði mest áhrif á mig.
Ég var búin að vera í háskólanum í
tvö ár þegar ég komst til hennar.
Hún var mikil dama og elegant og
hafði mikil áhrif á hvernig maður tal-
aði og skoðanir á því hvernig maður
átti að bera sig, en ekki síst hvernig
maður átti að vera góð manneskja
gagnvart öðrum. Hún varð mér fyr-
irmynd og ég held að ég hafi lært jafn
mikið af henni og mömmu minni,
jafnvel meira, vegna þess hve
snemma ég fór að heiman. Ég þakka
guði fyrir að hafa kynnst henni. Hún
var svolítill aristókrat í sér, kom frá
Rússlandi. Hún var gyðingur og
hafði búið í Odessa og upplifði miklar
hörmungar í seinni heimsstyrjöld-
inni. Hún var lengi í felum til að kom-
ast af. En þótt hún væri svona ólík
mér, og meira en fimmtíu árum eldri,
varð hún eins og vinkona mín. Hún
var góð við alla og kenndi mér að það
skiptir ekki máli hvort fólk er hvítt
eða svart, doktor eða skúringakona,
indíáni eða arabi, hún kom fram við
alla af sömu virðingu. Hún var líka
frábær söngkennari, og hjálpaði mér
mikið til dæmis við að gera röddina
jafna á öllum sviðum, að ná hverjum
tón jafn góðum og fallegum. Ég var í
tíma hjá henni á hverjum degi. Samt
hringdi hún stundum á laugardögum
og spurði hvort ég vildi ekki koma til
hennar og syngja svolítið.“
Þakklætið og lotningin sem Alinaber til þessarar gömlu rúss-nesku hefðarmeyjar sem
kenndi henni bæði að syngja og svo
margt um lífið sjálft, segir jafn mikið
um hana sjálfa. Alina er hlý og inni-
leg og brosir elskulega með augunum
þegar hún talar. Það er erfitt að
ímynda sér hana segja styggðaryrði
við nokkurn mann.
„Það var alls ekkert slæmt að vera
í Póllandi. Fyrir mig var það mjög
gott. Ég var heppin að fá tækifæri til
að syngja í Evrópu og gat unnið mér
inn peninga sem þóttu miklir þá.
Andvirði tíu til tuttugu dollara dugði
fjölskyldu til að lifa af í mánuð. Fyrir
mig var þetta auðvitað stórkostlegt
tækifæri. Þó var líf venjulegra söngv-
ara alltaf svolítið erfitt og er reyndar
enn í dag. Samkeppni var mikil, en
hún er enn meiri í dag. En þótt ég
hafi fengið að syngja erlendis söng ég
líka mikið heima í Póllandi. Ég gerði
upptökur fyrir tónlistarsafn pólska
útvarpsins, söng ljóð og alls konar
aríur. Það voru ekki margir ungir
söngvarar sem fengu að gera þetta
og sjálf var ég ekkert að hugsa um að
þetta væri eitthvað merkilegt.
Á þessum tíma fengu fáir vegabréf
til að ferðast til annarra landa. Pól-
land var lokað. Zbigniew var annar
konsertmeistari í kammerhljómsveit
sem var mjög vinsæl og hann fékk
tækifæri til að ferðast eins og ég.
Einu sinni var hann í Lúxemborg
með hljómsveitinni. Á sama tíma var
ég með Krakáróperunni líka í Lúx-
emborg en við vissum ekki hvort af
öðru þarna. Við áttuðum okkur á því
þegar við komum heim. Þegar stelp-
an okkar fæddist urðum við að
ákveða hvað við vildum gera. Það var
þá sem Zbigniew fékk boð um að
koma hingað í próf fyrir Sinfóníu-
hljómsveitina. Mér fannst strax
ákjósanlegra að við yrðum einhvers
staðar í Þýskalandi eða Frakklandi –
nær Póllandi – nær mömmu. Það var
mjög skrýtið fyrir mig að koma til Ís-
lands. Ég kom í mars og ég man að
ég kom með alls konar fína skó með
mér. En veturinn var langur og það
snjóaði alveg fram í maí. Það var allt
dökkt – svart, brúnt og grátt. Ég
kunni auðvitað ekkert í tungumálinu
og lítið í ensku. Ég fékk ekki vinnu til
að byrja með, en fékk loks vinnu í óp-
erunni hjá Garðari Cortes og svo í
Nýja tónlistarskólanum hjá Ragnari
Björnssyni, þar sem ég kenni ennþá.
Í dag finnst mér lífið ekki geta verið
betra. Hér þekki ég fólk og mér líður
afskaplega vel. Fyrst eftir að ég kom
hugsaði ég oft að ég yrði að fara að
taka þá ákvörðun að ég vildi vera hér,
verða hér, læra málið og undirbúa
mig fyrir það að búa hér. Þá kom allt-
af upp í hugann: Nei, ég verð að fara,
ég verð að fara. Svo þegar krakkarn-
ir fóru að fara í leikskóla og tala ís-
lensku hugsaði ég með mér: Gott og
vel, ég get þetta. Smám saman hætti
ég að hugsa um að ég yrði að fara út
aftur, en þessi fyrstu ár voru erfið.
Mér fannst ég ekki geta verið bara
heima, ég er ekki þannig. Mig langaði
til að gera eitthvað. Ég elskaði mynd-
list; hélt mikið upp á Salvador Dali og
impressjónistana og ég fór á mynd-
listarnámskeið. Mig langaði líka að
læra betur að blanda liti, það var eitt-
hvað sem mér fannst mjög skemmti-
legt. Ég kunni alltaf betur við liti sem
ég blandaði sjálf en þá sem ég keypti
tilbúna. Ég ákvað að taka inntöku-
próf í Myndlista- og handíðaskólann.
Prófið var mjög erfitt, en ég komst
inn og byrjaði í skólanum í septem-
ber. Þá vissi ég ekki að ég var orðin
ófrísk að þriðja barninu. Mér leið illa,
mér var alltaf óglatt, þannig að ég fór
til skólastjórans og sagði að ég yrði
að hætta. Mér var sagt að ég gæti
komið aftur næsta vetur án þess að
taka inntökuprófið aftur. Mér fannst
þó of erfitt að fara frá svo litlu barni í
skóla. Myndlistin er þó enn mín önn-
ur ást, á eftir tónlistinni. Ég þarf að
hafa eitthvað fyrir andann að glíma
við og mála alltaf af og til.“
Alina sýnir mér mynd sem húnmálaði um jólin. Þetta erutúlipanar í vasa. Túlípanarnir
voru til og voru óvenju fallegir.
Henni fannst hún verða að mála þá,
áður en þeir tækju að fölna. Hún sýn-
ir mér fleiri myndir.
„Í dag er ég að kenna söng. Ég
reyni eins og ég get að vera jafn góð
og kennari minn og skapa gott and-
rúmsloft, en ég er ákveðin. Ég geri
miklar kröfur og gef mikið af mér,
því ég vil fá mikið til baka frá nem-
endum mínum.
Það fyrsta sem ég söng hér opin-
berlega var í Töfraflautunni í Ís-
lensku óperunni. Þar söng ég þriðju
dömu. Þetta var erfitt, því mér fannst
ég ekki kunna nóg í íslensku. Það var
sungið á íslensku, og það var líka
texti sem ég þurfti að fara með. Ég
hef líka haldið nokkra einsöngstón-
leika hér, fyrst í Gerðarsafni en einn-
ig sungið á kammertónleikum og
með kórum. Á einsöngstónleikum
finnst mér alltaf að ég þurfi að vera
með nýtt prógram hverju sinni. Fyrir
mig er það hrein skylda. Ég legg
mikla vinnu í að undirbúa hverja tón-
leika; það tekur marga mánuði. Í Pól-
landi lærum við rússnesku í skóla,
eins og Íslendingar læra dönsku,
þannig að ég kann rússnesku. Mig
langaði til að syngja á tónleikunum
nú í mars, ljóð við lög eftir Mússorgs-
kíj. Ég fór á bókasafn til að þýða ljóð-
in. Mig langaði til að skilja hvert orð
nákvæmlega. Ég vissi auðvitað um
hvað ljóðin voru, en mér finnst mik-
ilvægt að ég skilji alveg dýpsta
kjarna þeirra til að geta undirbúið
mig vel fyrir tónleika. Ég hef ekki
haldið marga tónleika, en ég vil þá
gera eins vel og ég mögulega get. Ég
byrjaði síðasta sumar að undirbúa
mig svolítið. Í september fór ég svo
að taka þetta alvarlega og æfa mig
eins mikið og ég gat. Þannig var
þetta rúmlega sjö mánaða undirbún-
ingur. Jafnvel í vikunni eftir tón-
leikana var ég enn að fá hugmyndir
um lögin sem ég söng. Ég söng líka
íslensk lög og ákvað að hlusta ekki á
neinar upptökur af þeim fyrirfram.
Ég vildi að þetta yrði algjörlega mín
útgáfa af lögunum. Það tók mig lang-
an tíma að undirbúa þau og syngja á
hreinni íslensku og finna hvernig ég
gæti gefið eitthvað frá mér í þau. Ég
var svolítið hrædd. Þetta snýst ekki
bara um tungumálið heldur líka að
finna rétta andrúmsloftið í hverju
ljóði. Ég söng líka lög eftir Brahms
við biblíutexta og slíkir textar eru
líka erfiðir að syngja. Í tuttugu ár
hefur mér fundist ég ekki vera tilbúin
að syngja lög Rakhmaninovs, þau eru
svo erfið; en ég ákvað að gera það nú.
Ég söng eitt lag eftir hann hjá Bar-
böru Iglikowsku og hún grét í hvert
sinn sem ég söng það, henni fannst
það svo fallegt. Á tónleikunum söng
ég það í hennar minningu.
Áður var ég mjög upptekin af óp-
erusöng, en nú finnst mér ótrúlega
skemmtilegt að undirbúa tónleika.
Það er miklu erfiðara en að syngja í
óperu. Ég söng kannski þrjátíu sinn-
um sama hlutverkið á einum mánuði,
en tónleikar eru bara eitt skipti og þá
verður maður að gera eins vel og
maður mögulega getur. Undirbún-
ingurinn er langur og snýst ekki bara
um það að læra nótur og texta. Mað-
ur þarf tíma til að melta hvert ljóð,
hverja einustu hendingu og hvert
einstakt orð og lifa með því áður en
maður syngur í þetta eina skipti. Það
er ekki hægt að hugsa um það að
maður geri betur á morgun.“
Áður en Alina Dubik kom til Ís-
lands söng hún mörg helstu mezzó-
sópranhlutverk óperubókmennt-
anna. Fyrsta hlutverkið hennar var
Amastris í Xerxes eftir Händel.
Stærstu hlutverk hennar voru Car-
men og Orfeus. Hana dreymir um að
fá einhvern tímann tækifæri til að
syngja í óperum Mússorgskíjs, Kov-
anskíj-samsærinu og Spaðadrottn-
ingunni. Það var erfitt að koma hing-
að frá Evrópu, þar sem hún var orðin
heimavön á óperusviðum söngþjóð-
anna, til Íslands þar sem óperumenn-
ing var vart búin að slíta barnsskón-
um. En Alina æðrast ekki. Hún vissi
að hér yrði líf hennar öðru vísi og við
það er hún sátt. Alina gleðst yfir því
hve tónleikalíf hér er blómlegt. Þar
hefur hún lagt sitt af mörkum, kynnt
okkur söngmennt annarra þjóða og
sjálf sett ný viðmið í túlkun ljóða og
frábærum söng. Um það vitna raddir
gagnrýnenda sem hlaða hana lofi í
hvert sinn sem hún syngur. Við hin
getum ekki annað en vonað að hún
syngi sem oftast. Hver veit nema hún
eigi eftir að stíga á svið í drauma-
hlutverkunum sínum; – kannski í
nýju tónlistarhúsi.
Hér var allt dökkt
– svart, brúnt og grátt
Alina Dubik kom til Íslands í mars 1989.
Hún hélt að hún yrði kannski ekki svo lengi hér.
Bergþóra Jónsdóttir drakk kaffi heima hjá Alinu,
sem sagði henni frá óvenjulegu lífi sínu
og hvernig það æxlaðist að hún er hér enn.
Morgunblaðið/Sverrir
Alina Dubik: „Ég hugsaði með mér að ef fólk á Íslandi væri allt jafn gott og það
sem ég kynntist þar, þá væri kannski ekki slæmt að vera hérna.“
’ „Það sem gerirsöng Alinu sérlega
áhrifamikinn, auk
afburða raddtækni
hennar, er að hún,
bókstaflega talað,
„syngur og lifir
textann“.“ ‘
(Jón Ásgeirsson um tónleika Alinu og
Gerrits Schuil í Ými 24. mars sl.)