Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ 28. apríl 1992: „Miðl- unartillaga sú um nýja kjara- samninga, sem tekin verður til afgreiðslu í félögum laun- þega og vinnuveitenda næstu daga, felur í sér rökrétt fram- hald á þeim samningum, sem gerðir voru á vinnumark- aðnum í febrúar 1990. Með þeim samningum var grund- völlur lagður að því, að verð- bólga á Íslandi yrði ekki meiri en í nálægum löndum og raunar minni í mörgum til- vikum. Verði miðlunartillagan samþykkt verður verðbólgan á samningstímanum rétt um 2%. Þetta er auðvitað meiri háttar afrek, þegar litið er til verðbólguþróunarinnar á síð- ustu tuttugu árum. Þetta er fyrst og fremst sameiginlegt afrek samtaka verkalýðs og vinnuveitenda.“ . . . . . . . . . . 28. apríl 1982: „Undir forystu formanns síns, Svavars Gests- sonar, ætlar Alþýðu- bandalagið að róa á þau mið í komandi kosningum, að at- kvæði greitt Sjálfstæð- isflokknum sé stuðningur við atvinnuleysi og kjararýrnun – af því að Sjálfstæðisflokk- urinn og Vinnuveitenda- sambandið séu eitt! Komm- únistar hafa löngum vitað, að besta úrræðið til að fela eigin syndir sé að saka aðra um þær. Ekkert kosningaloforð hefur líklega verið svikið jafn aug- ljóslega og það, sem Svavar Gestsson bjó til og Alþýðu- bandalagið notaði sér til fram- dráttar í kosningunum 1978, en þá var fyrst kosið til sveit- arstjórna og síðan til Alþingis. Vinstri menn hlutu þá meiri- hluta í borgarstjórn Reykja- víkur. Hinn 15. júní 1978, þeg- ar um tvær vikur voru til alþingiskosninganna, kom hin nýja borgarstjórn saman til síns annars fundar undir for- sæti alþýðubandalagsmanns- ins Sigurjóns Péturssonar. Á þessum fundi fluttu þeir sam- eiginlega tillögu oddvitar vinstra þríeykisins, Sigurjón Pétursson, Björgvin Guð- mundsson, krati, og Kristján Benediktsson, framsókn- armaður, sem fól í sér bind- andi ákvörðun um að greiða „öllu starfsfólki borgarinnar... óskertar verðbætur skv. ákvæðum kjarasamninga“. Tillagan var samþykkt og skyldi hún vera komin til framkvæmda að fullu í árslok 1978. Eins og orðalag tillög- unnar ber með sér, var það kjarni hennar, að kjarasamn- ingar skyldu ráða verðbótum en ekki lög frá alþingi – sam- þykkt borgarstjórnar 15. júní 1978 fól sem sé í sér, að laun skyldu greidd úr borgarsjóði Reykjavíkur í samræmi við kosningaloforðið „samn- ingana í gildi“.“ . . . . . . . . . . 28. apríl 1972: „Þegar verð- stöðvun var til umræðu á Al- þingi haustið 1970, héldu tals- menn kommúnista því hiklaust fram, að það hefði verið ástæðulaust og væri ástæðulaust að leyfa verð- hækkanir vegna kauphækk- ana, sem samið var um vorið 1970. Þá sögðu þeir, að at- vinnuvegirnir gætu auðveld- lega staðið undir þessum kjarabótum, sem launþegar hefðu átt heimtingu á og ein- falt væri að banna allar verð- hækkanir af völdum þessara launahækkana.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HREINSUM MIÐBORGINA Miðborg Reykjavíkur hefurverið í stöðugri hnignun ílangan tíma en alveg sér- staklega nokkur síðustu ár. Þrátt fyr- ir miklar umræður um hvað sé til ráða hefur engin breyting orðið á þeirri þróun. Nú er svo komið að fá af þeim fyr- irtækjum, sem starfrækt voru í Kvos- inni eru þar eftir og áreiðanlega spurning hversu lengi bankarnir og Eimskipafélagið treysta sér til að halda þar áfram starfsemi. Ef Lands- banki, Búnaðarbanki og Eimskip hyrfu af því svæði væri það rothögg fyrir Miðborgina. Það er augljóslega erfitt að koma húsnæði í leigu á þessu svæði. Tómt húsnæði segir sína sögu. Atvinnuhús- næði í sumum merkum húsum í Mið- borginni hefur verið auglýst til leigu mánuðum saman án þess að nokkur hafi viljað koma sér þar fyrir. Búlurekstur hefur tekið við af venjulegri atvinnustarfsemi og fólk er orðið hrætt við að fara um Miðborgina sem slíka á ákveðnum tímum sólar- hringsins. Við þetta ástand verður ekki unað. Það verður að hreinsa Mið- borgina. Það verður að hreinsa Miðborgina af búlurekstri, sem safnar að sér eit- urlyfjasölu og vændi og öðrum óþverra. Því verður ekki trúað að borgaryfirvöld hafi ekki tæki til þess að tryggja að slík hreinsun gangi fram. Þeir milljarðar, sem lagðir verða í byggingu Tónlistarhúss og ráðstefnusala við höfnina koma að litlu gagni ef samtímis verður ekki hreinsað til á þessu svæði. Ef borgarstjórn getur ekki tekið ákvörðun um að hreinsa þetta svæði af búlurekstri á grundvelli þeirra heimilda, sem hún hefur nú þarf að leita samstarfs við Alþingi um að setja löggjöf, sem gerir slíkt kleift. Borgaryfirvöld geta með skipulags- ákvörðunum ákveðið að tiltekin starf- semi fari ekki fram á ákveðnumsvæð- um. Ef ekki er hægt að beita slíkum ákvæðum vegna vanda Miðborgarinn- ar þarf að leita annarra leiða. Frelsi til orðs og athafna er eftir- sóknarvert en það frjálsræði, sem þeir sem reka búlurnar í Miðborginni hafa haft til þess að búa um sig og smita út frá sér hefur gengið of langt. Það er komið út fyrir öll skynsamleg mörk. Það verður að búa þannig um hnút- ana að venjuleg og heiðarleg atvinnu- starfsemi geti blómstrað í Miðborg- inni. Það verður að koma í veg fyrir að eignir verði verðlausar á þessu svæði. Það verður að gera fasteignaeigend- um kleift að nýta hús sín og endurnýja þau. Ekkert af þessu gerist á meðan leyft er að reka búlur af því tagi, sem einkenna Miðborgina í vaxandi mæli. Engin venjuleg atvinnustarfsemi get- ur þrifizt þar að óbreyttu. Búlureksturinn er eins og krabba- mein, sem breiðist ört út og eyðilegg- ur allt í kringum sig. Þessi þróun hefur gengið of langt. Borgaryfirvöld hafa ekki gengið nógu hart fram í að stöðva þessa þróun. Al- menningur þarf að rísa upp og gera þá kröfu til borgaryfirvalda og lögreglu- yfirvalda að öllum tiltækum ráðum verði beitt til þess að hreinsa Mið- borgina af þeim óþverra, sem þar hef- ur fengið tækifæri til að hreiðra um sig. Eftir nokkrar vikur verður gengið til borgarstjórnarkosninga í Reykja- vík. Talsmenn framboðslistanna verða að gera Reykvíkingum grein fyrir því, hvernig þeir ætla að standa að hreins- un Miðborgarinnar á næsta kjörtíma- bili þannig að hún geti blómstrað á ný og orðið stolt höfuðborgarbúa og borgarhluti, sem borgarbúar vilja heimsækja með börn sín og barna- börn. Hver vill það í dag? U M 80 samtök höfðu í dag, laugardag, boðað til mót- mælaaðgerða víðs vegar um Frakkland vegna úr- slitanna í fyrri umferð frönsku forsetakosning- anna. Árangur hægri öfgamannsins Jean-Marie Le Pens í kosningunum fyrir viku hefur verið eins og köld vatnsgusa framan í marga Frakka og hrist upp í stjórnmálamönnum um alla Evrópu. Mörg hundruð þúsund manns hafa undanfarna daga gengið um götur Frakklands til að fordæma Le Pen og búist er við að mótmælaaldan muni ná hámarki 1. maí. Le Pen hefur reyndar skorað á stuðningsmenn sína að láta einnig í sér heyra á degi verkalýðsins og segir að það sé lögreglunnar að tryggja að allt fari þá friðsamlega fram. Fyrir utan Le Pen áttu fáir von á því að hann myndi ná öðru sæti í fyrri umferð kosninganna, en sú síðari fer fram eftir viku. Það að hann skyldi ýta Lionel Jospin, forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista, til hliðar og binda þar með enda á feril hans í stjórnmálum hefur skapað glundroða á vinstri væng franskra stjórnmála. Kommúnista- flokkurinn er hruninn og vinstra fylgið dreifðist á alls kyns öfgaflokka, þar á meðal trotskista. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir því að Jospin skyldi falla út þrátt fyrir að hafa staðið sig þokka- lega í stjórn efnahagsmála og náð að knýja fram nokkurn hagvöxt og uppgang í frönsku efnahags- lífi. Vandi Jospins var ekki síst sá að erfitt var að átta sig á hvar hann stæði í hinu pólitíska litrófi, hvort hann væri vinstri miðjumaður, sem vildi koma sér upp svipaðri ímynd og Gerhard Schröd- er, kanslari Þýskalands, og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, eða sósíalisti með rætur í trotskisma. Breska vikuritið The Economist orðar það svo í leiðara í vikunni að Jospin sé í hjarta sínu gamall vinstri maður, en höfuðið hafi á laun leitt hann til hægri. Snar þáttur í falli Jospins var hið sundraða fylgi vinstri manna. Það skorti ekki fylgi á vinstri vængnum til að tryggja full- trúa hans brautargengi í seinni umferðinni, en það var svo dreift að svo fór sem fór. Gaullistinn Jacques Chirac sigraði reyndar í fyrri umferðinni og það er næsta víst að hann muni vinna afgerandi sigur í kosningunum 5. maí. Hans ímynd er hins vegar ekki sterk.Á forsíðu nýjasta tölublaðs bandaríska vikuritsins News- week (vegna útgáfutíma misstu þeir af úrslitum kosninganna og er forsíðugreinin því reyndar vandræðalega úr takti við atburði vikunnar) er hins vegar mynd af Chirac þar sem hann er í raun gerður að holdtekju spillingar í Evrópu. Chirac hefur verið tengdur ýmsum spillingarmálum og hefur fengið viðurnefnið „ofurlygarinn“ eftir sam- nefndri persónu, sem notuð er í frönskum háðs- ádeiluþætti og líkist mjög forsetanum. The Econ- omist segir í leiðara sínum að Chirac eigi ekki skilið að sigra. Chirac fjallaði ítrekað um aukna tíðni glæpa og ofbeldisverka í Frakklandi í kosn- ingabaráttunni og það er ugglaust mikið til í til- gátum um að sá málflutningur hafi verið vatn á myllu Le Pens. Það er hins vegar að mörgu leyti hæpið að tala um að úrslitin sýni afgerandi sveiflu í átt til hægri öfga. Le Pen hlaut aðeins 200 þúsundum fleiri at- kvæði en hann fékk í fyrri umferð forsetakosning- anna fyrir sjö árum þegar hann varð í fjórða sæti og komst því ekki áfram í næstu umferð. Árangur hans í kosningunum núna var því í raun samspil af því að þessi 200 þúsund atkvæði skyldu bætast við þann atkvæðafjölda, sem hann hlaut 1995, og að kosningaþátttaka var minni nú þannig að þetta atkvæðamagn reyndist þyngra á metunum. Sveiflukennt fylgi hægri öfgahreyfinga í Frakklandi Uppgangur afla á hægri vængnum hefur áður átt sér stað í Frakklandi eftir seinna stríð en fylgi þeirra hefur dvínað á ný og horfið. Þjóðfylk- ing Le Pens hefur verið við lýði í 30 ár og búið við sveiflukennt gengi. Tengsl Le Pens við hægri öfg- ar ná lengra aftur. Um miðja síðustu öld stofnaði Pierre Poujade hreyfingu, sem um tíma var talið að myndi skáka stóru flokkunum. Hann fékk til sín fólk úr öllum flokkum og þegar hreyfing hans náði 9% atkvæða í kosningum komst Le Pen á þing og var þá yngsti fulltrúinn á þingi. Hreyfing Poujades boðaði ekki taumlaust útlendingahatur og hann kvaðst telja að útlendingar gætu aðlag- ast, en áróður hans bar keim af andgyðinglegum viðhorfum og boðaði poujadeismi afturhvarf til samfélags bænda og smáborgara. Eins og Nichol- as Fraser orðar það í bókinni Voice of Modern Hatred hafði Poujade ekki áhuga á því að taka af- stöðu til mála eins og sovét-kommúnisma eða stöðu franska heimsveldisins, en naut þess að for- dæma Pierre Mendès-France forsætisráðherra, sem var gyðingur, fyrir að svíkja hagsmuni franskra vínbænda með því að drekka mjólk í móttöku. Le Pen yfirgaf hreyfingu Poujades árið 1956 og gekk þá í franska herinn, en í röðum Poujades hafði hann séð hvaða árangri var hægt að ná með því að stunda andófspólítík utan valdamiðjunnar í París. Le Pen tók þátt í aðgerðum Frakka ásamt Bretum og Ísraelum við Súezskurðinn sama ár og var síðan sendur til Alsír. Fraser segir að oft hafi komið fram ásakanir um að Le Pen hafi verið við- staddur eða tekið þátt í því þegar franski herinn í Alsír beitti pyntingum á borð við að setja fórn- arlömbin í bað og gefa þeim raflost. Le Pen hefur sagt að ekkert sé athugavert við pyntingar við að- stæður, sem réttlæti slíkt, og pyntingar hafi verið mjög árangursríkar í baráttunni við hryðjuverk í Alsír. Hann hafi hins vegar ekki stundað pynt- ingar, þótt hann hefði ekki skorast undan ef farið hefði verið fram á það. Eftir að hafa gegnt her- þjónustu tók við tími óvissu hjá Le Pen. Hann vissi ekki hvað hann átti af sér að gera og þegar hann var fertugur fór hann í háskóla og lauk ígildi meistaragráðu. Hann fylltist örvæntingu yfir framtíð hægri aflanna þegar stúdentaóeirðirnar dundu á 1968 og vinstri menn stálu senunni. Skömmu síðar komu hins vegar námsmenn sem aðhylltust hægri öfgastefnu að máli við hann og báðu hann að ganga til liðs við sig. Árið 1971 var Þjóðfylkingin síðan stofnuð. Líf Le Pens hefur að mörgu leyti verið kostu- legt. Hann hefur ávallt ýkt og skreytt frásagnir sínar. Hann missti til dæmis sjónina eftir að hún hafði smám saman verið að versna, en hann hélt því fram að hann hefði misst augað í slagsmálum og gekk með lepp, sem hann síðar lagði til hliðar og fékk sér glerauga og lét konu sína, Pierrette, ganga með varaglerauga á sér. Hann vingaðist við iðnjöfurinn Hubert Lambert, sem gerði hann að erfingja ættarauðs síns eftir að Le Pen hafði heimsótt hann reglulega og farið með honum að sjá hryllingsmyndir í kvikmyndahúsum. Fjöl- skylda Lamberts fór í mál, en þegar upp var stað- ið var Le Pen 20 milljónum punda ríkari. Fjöl- skyldulíf Le Pens hefur einnig verið fjölmiðlamatur og það vakti mikla athygli í Frakklandi þegar Pierrette fékk nóg af stjórn- málavafstri eiginmannsins og löngum fjarverum og tók saman við ræðuhöfund hans árið 1982. Hún hélt því fram að hann hefði látið sig dúsa heima þvert gegn vilja sínum og nú neitaði hann að láta hana njóta góðs af arfinum eftir Lambert. Le Pen fór í hart og lét dætur þeirra undirrita opinbert bréf þar sem þær sökuðu Pierrette um að van- virða fjölskyldunafnið. Hún svaraði með því að sitja fyrir hjá Playboy klædd svuntu með fjað- urkúst að vopni og sagði að vildi maðurinn hennar fyrrverandi láta hana vinna gæti hún gert það. Le Pen gat ekki varist aðdáun og haft er fyrir satt að hann hafi sagt „þetta gat hún“ þegar honum voru sýndar myndirnar í tímaritinu. Málflutningur öfga og einangr- unarhyggju En það er ekkert bros- legt við málflutning Le Pens. Hann boðar einangrunarhyggju, úthúðar Evrópusam- bandinu og vill ganga úr því. Hann ætlar að halda Tyrkjum fyrir utan Evrópusambandið, ganga úr Schengen og taka frankann upp að nýju. Hann vill stöðva straum innflytjenda inn í landið og segir að velferðarkerf- ið eigi aðeins að vera fyrir Frakka. Hann segir frönsku þjóðfélagi stafa hætta af ýmsum hópum. Fyrir nokkru var gerð greining á ræðum hans og kom þá í ljós að hann nefndi oftast gyðinga þegar hann talaði um ógnvalda Frakklands, eða í 59% skipta, næstir komu innflytjendur, sem voru nefndir í 34% skipta og síðan frímúrarar, sem voru nefndir í 6% skipta. Hann hefur sagt að hel- för gyðinga sé smáatriði í sögunni og frægt er það slagorð Þjóðfylkingarinnar að þrjár milljónir at- vinnulausra jafngildi því að þremur milljónum innflytjenda sé ofaukið. Hann hefur haft á stefnuskránni að vísa inn- flytjendum úr landi, en í kosningabaráttunni nú var sú krafa horfin og hefur það sennilega verið gert til að milda málflutninginn og auðvelda tví- stígandi kjósendum að kjósa hann. Honum tekst hins vegar hvað eftir annað að reita útlendinga til reiði, nú síðast í vikunni þegar hann talaði um að geyma ætti þá, sem sæktu um hæli í Frakklandi í búðum. Hingað til hefur verið talað um miðstöðv- ar og þótti mörgum, sem hann væri vísvitandi að vísa til gereyðingarbúða nasista. Eins og áður sagði hefur flokkur hans átt mismiklu fylgi að fagna og sennilega náð lengst þegar hann náði völdum í fjórum borgum í Frakklandi. Þegar ár- angur stjórnmálamanns er mældur er nærtækast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.