Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Um 50 erlendir togarar eru nú að úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg, rétt utan íslensku landhelginnar, og þar verður oft þröng á þingi. ÚTHAFSKARFAVEIÐIN á Reykjaneshrygg hefur farið mjög vel af stað, skipin hafa fengið mjög góðan afla síðustu vikuna og hafa getað haldið uppi fullri vinnslu. Að sögn Kristjáns Péturssonar, skip- stjóra á Höfrungi III, hafði heldur dregið úr aflabrögðunum á föstu- dag, enda leiðindaveður á miðunum og aðstæður gætu því breyst til hins betra á svipstundu. Íslenskum skipum er heimilt að veiða samtals 45.000 tonn af úthafs- karfa á þessu ári. Íslendingar veiddu samtals um 42.473 tonn af karfa í úthafinu á síðasta ári og ætla má að útflutningsverðmæti aflans hafi numið allt að 4 millj- örðum króna. Alls voru 17 íslenskir togarar að veiðum um 30 sjómílur innan við 200 mílna landhelgislín- una á föstudag. Þar var mjög góð veiði alla síðustu viku, skipin að fá allt upp í 50 tonn á sólarhring og hafa því getað haldið uppi fullum af- köstum í vinnslunni um borð. „Skipin hafa verið að fá allt upp í þrjú tonn á togtímann alla vikuna, sem teljast verður mjög góður afli. Hins vegar má segja sem svo að það sé eðlilegt ástand á þessum árs- tíma. Við höfum fengið mjög góðan karfa, heldur betri en oft áður á þessum slóðum. Þessa stundina er hins vegar heldur daufara yfir veið- unum, hér er fremur slæmt veður, mikill straumur og þá er gjarnan minna um að vera. En ástandið get- ur breyst í einni svipan og vonandi glæðist aflinn fljótlega aftur,“ sagði Kristján Pétursson í samtali við Morgunblaðið. Flugvél Landhelgisgæslunnar fer reglulega í eftirlitsflug yfir Reykja- neshrygg og samkvæmt upplýsing- um þaðan eru nú um 50 erlendir togarar að veiðum við íslensku land- helgislínuna. Íslenskir togarar mokveiða úthafskarfa á Reykjaneshrygg Aflinn nær að halda uppi fullri vinnslu FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR sjúklingar þekkja og neyta daglega lúpínuseyðis sem Ævar Jóhannesson og kona hans Kristbjörg Þórarinsdóttir fram- leiða á heimili sínu í Kópavogi og gefa krabbameinssjúklingum og öðrum sem þjást af margvíslegum meltingarfærasjúkdómum, æða- þrengingum, of háu kólesteróli, bólgum í blöðruhálskirtli og ýms- um sjúkdómum í ónæmiskerfinu. Að sögn Ævars telur fólk sig hafa umtalsvert gagn af seyðinu en talið er að blóð krabbameins- sjúklinga verði betra og líkaminn betur undir aðra lyfja- og geisla- meðferð búinn hjá þeim sem nota seyðið. Ævar notar rætur af lúp- ínu í seyðið, auk tveggja tegunda af hvönn, litunarmosa og njóla en til að fullnægja eftirspurn nota þau hjón um 6 kíló af rótum á dag. Nýverið kom upp sú staða að allur rótalagerinn var uppurinn, en aðaluppskerutíminn er á haust- in þegar rætur af 5–6 ára gömlum plöntum eru plægðar upp á ökrum Landgræðslu ríkisins á Suður- landi. Mestöll tínslan er fram- kvæmd af sjálfboðaliðum, m.a. fé- lögum í Rótarýklúbbi Rangæinga og starfsmönnum Landgræðsl- unnar. „Það sem skiptir sköpum í þessu er framlag Landgræðslu ríkisins sem leggur til aðstöðu og mannafla til hreinsunar og pökk- unar á rótunum. Þegar í ljós kom að við vorum að verða stopp í framleiðslunni fóru starfsmenn Landgræðslunnar austur á Skóga- sand og tíndu rætur til að tryggja áframhaldandi framleiðslu og ekki má gleyma börnunum á Kirkjubæjarklaustri sem tíndu fulla kerru af rótum. Starfsmenn fræverkunarstöðvar Landgræðsl- unnar hafa hreinsað, kurlað og pakkað rótunum í 6 kílóa kassa, en birgðirnar eru síðan fluttar í frystigeymslu Eimskips í Hafn- arfirði, þar sem ég nálgast þær eftir þörfum,“ sagði Ævar sem vildi koma þakklæti á framfæri til allra sjálfboðaliða og starfsmanna Landgræðslunnar sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu þeirra fjölmörgu sjúklinga sem telja sig eiga lúpínuseyðinu líf sitt að launa. Um sex hundruð manns nota lúpínuseyði daglega sér til heilsubótar Margir leggja hönd á plóg við að útvega rætur Morgunblaðið/Aðalheiður Starfsmenn taka á móti lúpínurótum til vinnslu í fræverkunarstöðinni í Gunnarsholti, f.v. Sigurður Óskarsson og Hjörtur Guðjónsson. Hellu. Morgunblaðið. Hunangs- flugur komnar á kreik VART hefur orðið við hunangs- flugur að undanförnu á suð- vesturhorni landsins, en hun- angsflugur eru afar stundvísir vorboðar og fara venjulega á kreik um 20. apríl, að því er fram kemur á vef Náttúru- fræðistofnunar. Þar kemur ennfremur fram að það er húshumla, Bombus lucorum, sem fer fyrst á kreik þeirra þriggja hunangsflugna- tegunda sem eru hér á landi. Hún er jafnframt nýjasti land- neminn hér á landi, en hún fannst fyrst árið 1979 í Reykja- vík og Heiðmörk. Síðan hefur hún dreifst um landið. Aðrar tegundir eru mó- humla, Bombus jonellus, sem er útbreidd á láglendi um land allt og hefur auk þess fundist á nokkrum stöðum á hálendinu. Hún hefur að líkindum verið hér á landi frá ómunatíð. Um og upp úr miðri 20. öldinni barst hingað síðan þriðja tegundin sem kölluð er garðhumla, Bom- bus hortorum. Henni vegnaði vel framan af og náði töluverðri útbreiðslu á Suðvesturlandi, en hefur átt mjög erfitt uppdrátt- ar síðustu tvo áratugina og er nú því sem næst horfin. Skjálftar í Mýrdalsjökli NOKKRIR jarðskjálftar urðu í Mýrdalsjökli í gærmorgun milli klukkan 7:18 og 7:21. Stærsti skjálftinn var 3,3 á Richters- kvarða. Ekki eru merki þess að meira sé í vændum, segir Þór- unn Skaftadóttir, jarðfræðing- ur á jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands. Upptök skjálftanna hafi verið í öskju jökulsins. Að hennar sögn eru skjálftar á þessu svæði ekki óvanalegir en ekki er hægt að segja til um hvað veldur. Ekkert bendir til þess að órói sé undir jöklinum. Ölvaður á stolnum bíl LÖGREGLAN á Húsavík hand- tók í gærmorgun ökumann sem sterklega var grunaður um ölv- un við akstur. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós að ökumað- urinn var ekki á eigin bíl heldur hafði gripið hann traustataki annars staðar í bænum. Þegar eigandi bílsins hringdi síðar til að tilkynna stuldinn hafði lögreglan bílinn því undir höndum. Að sögn lögreglu er þetta í annað sinn sem bifreið er stolið á Húsavík á árinu og í báð- um tilfellum fann lögreglan bíl- ana áður en eigendur voru búnir að uppgötva hvarfið. UPPSKERUHÁTÍÐ bráðgerra barna var haldin í Réttarholtsskóla í gær. Mátti þar sjá afrakstur þeirra barna sem tekið hafa þátt í verkefninu „Bráðger börn – verk- efni við hæfi“ og sótt námskeið við Háskóla Íslands. Um er að ræða samstarfsverk- efni Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur, Háskóla Íslands og foreldra- samtakanna Heimilis og skóla. Er þetta í annað sinn sem bráðgerum börnum í grunnskólum er boðið upp á námskeið af þessu tagi. Að þessu sinni tóku 124 börn þátt í námskeiðunum og voru þau úr grunnskólum af öllu höfuðborg- arsvæðinu. Hér má sjá Geir Guðbrandsson leggja lokahönd á verkefni svokall- aðs jarðskjálftahóps en meðal þess sem mátti berja augum á uppskeru- hátíðinni var loftbelgur sem börnin höfðu sjálf búið til. Þá var farið í leiki auk þess sem foreldrar og börn nutu veitinga í góðum hópi. Uppskeruhátíð bráðgerra barna Jarðskjálftar, loftbelgur og leikir Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.