Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 8

Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ársfundur Veiðimálastofnunar Stórlaxi hnign- að verulega FYRIR skemmstuvar haldinn árs-fundur Veiðimála- stofnunar og voru þar fluttar skýrslur og erindi. Dr. Sigurður Guðjónsson framkvæmdastjóri Veiði- málastofnunar sat fyrir svörum er Morgunblaðið leitaði fregna í tilefni fund- arins. Segðu okkur fyrst í fremur stuttu máli frá til- gangi og starfssviði Veiði- málastofnunar… „Meginhlutverk Veiði- málastofnunar er að vera til ráðgjafar og rannsaka lífríki í ám og vötnum. Að- aláherslur gegnum tíðina hafa verið á rannsóknir á fiskistofnum og veiðinýt- ingu en einnig á umhverf- isrannsóknir og í fiskeldi.“ Hver voru helstu mál á nýaf- stöðnum ársfundi? „Á ársfundinum var farið yfir starfsemi síðasta árs. Við bentum sérstaklega á að stórlaxi, það er lax sem dvelur 2 ár í sjó, hefur hnignað verulega hér á landi. Þetta gerðist skyndilega á árun- um eftir 1980. Breyting sjávar- skilyrða við Grænland, sem var þekkt stórlaxaslóð, gætu skýrt þessa hnignun stórlaxins. Þetta kemur mun harðar niður á ám á Norðurlandi, þar sem stórlax var stór hluti af laxgengdinni. Söguleg gögn sýna að stórlaxi hefur hnign- að áður um skemmri tíma. Tíminn núna þar sem stórlaxinn vantar er hins vegar langur eða um 20 ár. Þegar ástand sem þetta varir lax- akynslóðum saman þá getur mað- ur átt von á því að erfðir laxins fari að breytast í átt til skemmri sjáv- ardvalar. Því tel ég brýnt að hlífa stórlaxi eins og kostur er í ánum. Einnig var á ársfundinum greint frá niðurstöðum rannsókna sem staðið hafa um nokkurra ára skeið á sambandi hrygningar og nýliðunar í tveimur litlum ám, Vesturdalsá í Vopnafirði og Krossá á Skarðsströnd. Tilgangur verkefnisins er að finna þau lág- marksviðmið sem þarf til að hrygning sé nægilega mikil í án- um. Niðurstöðurnar benda til að við þurfum að fara með gát í minni ám varðandi veiðinýtingu en einn- ig þarf að rannsaka fleiri ár og stærri í þessu tilliti. Á þetta verð- ur líka að líta í ljósi hnignunar stórlax, en hrygnur koma fremur sem stórlaxar.“ Hvernig er ástand helstu stofna ferskvatnsfiska Íslands svona á heildina litið? „Samanborið við aðrar þjóðir þá hefur hnignun okkar laxastofna verið lítil svo við megum sæmilega við una. En við verðum samt að halda vöku okkar eins og ég benti á áður. Silungastofnar okkar virð- ast almennt vera sterkir. En með þessu þarf að fylgjast mun betur en gert er í dag.“ Sumir halda fram að ástand laxastofna sé mjög bágborið, en vísindamenn segjast þurfa langan tíma til að fá heildar- mynd ... er til í dæminu að það sé enginn tími aflögu? „Það er rétt eins og ég gat um áðan að al- mennt á Atlantslax í vök að verj- ast. Ástæðurnar eru fjölmargar, bæði af náttúrunnar hendi en einnig vegna breytinga af manna- völdum. Við þyrftum einhvern tíma og ekki síst fjármuni til að skoða ýmsa grunnþætti. En það má samt fullyrða að almennt þarf að ganga mun betur um búsvæði laxins, árnar og svo sjálfa laxa- stofnana en nú er gert.“ Þú varst með laxveiðispá fyrir 2002 á fundinum, hver er hún og á hverju byggist hún? „Þeir seiðaárgangar sem ganga áttu til sjávar vorið 2001 voru und- ir meðallagi að stærð í flestum ám þar sem rannsóknir fara fram. Meiri breytileika er að finna innan og milli áa í seiðaástandi hin seinni ár en áður fyrr. Samkvæmt upp- lýsingum Hafrannsóknarstofnun- ar var sjávarhiti fyrir Norðurlandi hár vorið 2001 líkt og árin þar á undan. Smálaxagengd sumurin 2000 og 2001 var hins vegar frem- ur slök þrátt fyrir háan sjávarhita fyrir Norðurlandi vorin 1999 og 2000 og er það gagnstætt fyrri reynslu. Þetta kom á óvart og eru skýringar ekki fundnar. Hár sjáv- arhiti vorið 2001 ætti samkvæmt reynslunni að þýða góða smálax- agengd nú í sumar, en setja verð- ur ákveðna fyrirvara vegna reynslu tveggja síðustu ára. Stór- lax hefur meiri þýðingu norðan- lands þar sem hærra hlutfall veiði byggir á honum en á Vesturlandi. Þar sem smálaxagengd var slök víðast hvar á landinu sumarið 2001 lítur ekki vel út með stórlax- agengd á komandi sumri, einkum ef litið er til dvínandi stórlax- agengdar síðustu áratugi. Stanga- veiði á laxi á landinu ætti því að geta orðið í slöku meðallagi upp í meðalveiði sumarið 2002.“ Hver verða helstu málefni stofnunarinnar á þessu ári? „Eitt mikilvægasta verkefni stofnunarinnar á þessu ári verður að undirbúa sjávarrannsóknir á laxi sem við treystum á að fjár- magn fáist í. Gönguseiði með merki sem skrá hita- ferli á leið laxins verður vonandi sleppt til hafs vorið 2003. Með þessu opnast held ég alveg ný sýn inn í heim laxins í hafinu og eykur vonandi til muna skilning okkar á lífshlaupi laxins í sjónum.“ Hvernig er samstarfið við veiði- réttareigendur og veiðimenn? „Almennt gott. Við eigum dýr- mæta auðlind sem við viljum öll viðhalda. Árleg velta í stangaveiði og kringum hana á Íslandi nemur meira en 3 milljörðum króna og er vaxandi.“ Sigurður Guðjónsson  Sigurður Guðjónsson er fædd- ur 1957. Stúdent frá MK 1977, B.Sc. próf í líffræði 1980. M.Sc. í fiskifræði frá Dalhousie Univers- ity í Kanada 1983 og Ph.D. próf í fiskifræði frá Oregonháskóla 1990. 1980-81 á Hafrannsókn- arstofnun og frá 1985 á Veiði- málastofnun. Forstjóri hennar frá 1997. Maki er Guðríður Guð- finnsdóttir sérkennari og eiga þau fjóra syni, Guðjón Má, Gunn- ar Val, Arnar og Birki. ...ætti að geta orðið í slöku meðallagi Viljum við nokkuð stöðva skuldasöfnunina, góði minn, eða losna við skítaskattinn, eða lægri skatta og selja Línu. Net? Viljum við ekki bara hafa Sollu-sukkið áfram? SKÝRSLA um mat á umhverfisáhrif- um vegna Norðlingaölduveitu hefur borist Skipulagsstofnun. Verður hún auglýst næstkomandi þriðjudag, 30. apríl. Umsagnaraðilar og almenning- ur hafa þá sex vikna frest til að leggja fram skriflegar umsagnir og athuga- semdir og að því búnu hefur Skipu- lagsstofnun fjórar vikur til að kveða upp sinn úrskurð í málinu. Úrskurður gæti þannig legið fyrir um miðjan júlí í sumar. Skýrslan verður send lögbundnum umsagnaraðilum, eins og sveitar- félögunum sem í hlut ættu og Nátt- úruvernd ríkisins. Eftir það hafa um- sagnaraðilar og almenningur sex vikur til að koma á framfæri skrif- legum athugasemdum við skýrsluna. Að því loknu hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til þess að kveða upp rök- studdan úrskurð á grundvelli þeirra gagna sem auglýst hafa verið, athuga- semda og umsagna. Matsskýrsla komin til Skipulagsstofnunar Norðlingaölduveita TVEIR innbrotsþjófar voru staðnir að verki í Amaro-húsinu á Akureyri í fyrrinótt, en það er verslunar- og þjónustuhúsnæði í miðbænum. Höfðu þeir að sögn lögreglunnar broið rúðu til að komast inn í húsið og sömuleiðis skemmt hurðir innan- húss til að komast inn í einstaka verslanir. Ekki var þetta þó ferð til fjár hjá félögunum því lögreglan greip þá við verknaðinn. Þeir hafa ekki komið áður við sögu lögreglunn- ar á Akureyri enda ekki innanbæj- armenn að sögn lögreglu. Staðnir að verki við innbrot LÖGREGLAN á Selfossi greip bíl- þjóf um tvöleytið í fyrrinótt en bíln- um hafði hann stolið á Flúðum skömmu áður. Um atvinnutæki var að ræða og hafði það verið skilið eftir opið og með lykla í ræsinum. Vakti ökulag bílþjófsins athygli lögreglu en svo virtist sem hann kynni ekki fyllilega að stjórna tækinu. Gripinn á stolnum bíl SEXTÍU og fimm ára gamalt sitka- greni í einkagarði í Ártúnsbrekku í Reykjavík hefur náð tuttugu metra hæð, en það mun vera fyrsta tré þessarar tegundar sem orðið hefur svo hátt hér á landi. Þetta er jafn- framt fyrsta 20 metra háa tréð í Reykjavík og er það í flokki hæstu trjáa á Íslandi að því er kemur fram á vef Skógræktar ríksins, skogur.is. Tréð var gróðursett árið 1937 og var meðal fyrstu sitkagrenitrjánna sem hingað komu frá Alaska. Í heim- kynnum sínum þar geta tré þessarar tegundar orðið sextíu metra há og hafa þau mælst hæst yfir 90 metrar í Washington fylki í Bandaríkjunum. Í sama garði er einnig að finna sverasta sitkagreni landsins, en það mældist árið 2000 62 sentimetrar í þvermál og 195 sentimetrar í ummál. Það tré er hins vegar ekki nema tæp- lega 16 metra hátt. 20 metra hátt sitkagreni í Reykjavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.