Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
ÓÞOLANDI máltugga hefur ruttsér til rúms í lýsingum á
íþróttakappleikjum, mörgum fleir-
um en Víkverja til armæðu að því er
virðist. Þetta er þegar íþróttamenn,
þá aðallega í boltagreinum, eru
sagðir „stíga upp“. Fyrst bar á því
að menn stigu upp í lýsingum frá
körfuknattleik fyrir nokkrum miss-
erum en síðustu vikurnar hefur það
færst mjög í aukana að knatt-
spyrnumenn og nú síðast hand-
knattleiksmenn eru sagðir stíga upp
í leikjum sínum, síðast í lýsingu í
RÚV frá leik Stjörnunnar og Hauka
um Íslandsbikar kvenna í hand-
knattleik sl. mánudag. Upp í hvað
eru íþróttamennirnir að stíga í
miðjum leik?
x x x
ÞAR TIL á þessum uppstigumfór að bera í íþróttalýsingum
hafði Víkverji aðeins heyrt og lesið
um einn mann sem hafði „stigið
upp“ og er það Jesús Kristur. Ef
minnið svíkur ekki þá steig hann
upp til himna og settist við hægri
hönd föðurins. Eins er á stundum
sagt að reykur stígi upp, ellegar að
stigið sé upp í vörubifrreiðar eða
fólksflutningabíla. Einnig er talað
um að menn eða konur standi upp,
en glöggt má skilja á þeim sem lýsa
kappleikjum og nota tugguna að
hinn eða þessi hafi stigið upp í til-
teknum leik á ekki við að hann eða
hún hafi staðið upp, þótt færa megi
fyrir því rök að líklega hafi íþrótta-
maðurinn staðið upp áður en hann
hóf að stíga upp. Jafnvel hefur kom-
ið fyrir í lýsingum að þessi eða hinn
íþróttakappinn „hafi heldur betur
stigið upp“. Skyldi það vera enn til-
komumeira? Það má einnig glöggt
sjá að blessaðir leikmennirnir sem
„stíga upp“ í leikjum eru fullfrískir
og ekkert sem bendir til þess að þeir
hafi á prjónunum að fylgja í kjölfar
Jesú alveg á næstunni.
Eftir nokkra yfirlegu og vanga-
veltur skilst mér að þeir leikmenn
sem sagðir eru „stíga upp“ í leikjum
hafi komið á óvart með góðri
frammistöðu, stigið fram í sviðsljós-
ið í leik eða leikhluta, riðið bagga-
mun, farið hamförum o.s.frv. og
gert eitthvað það sem breytt hefur
gangi leiksins sínu liði í hag.
Þessi tugga er til mikilla ama og
Víkverji notar því tækifærið og
skorar á þá sem annast lýsingar að
þeir hætti að tala um að menn „stígi
upp“ og snúi sér að því að tala ís-
lensku svo allir geti skilið það sem
sagt er.
x x x
ÖNNUR ný tugga hefur rutt sértil rúms í íþróttalýsingum,
einkum hjá sjónvarpsstöðvum
Norðurljósa, og það er þegar þessi
eða hinn leikmaðurinn „klárar leik-
inn“. Jafnvel í fyrri hálfleik í knatt-
spyrnuleik tekst leikmanni að
„klára leikinn“ fyrir sitt lið með því
að skora þrennu svo dæmi sé tekið.
Eða þá „Jón Jónsson skorar hér
þriðja mark C-liðsins og hreinlega
klárar leikinn“. Samt sem áður
halda leikmenn áfram að leika eins
og ekkert hafi í skorist og gera þar
til dómarinn gefur merki um að leik-
tíminn sé liðinn. Þetta er með öllu
óþolandi málnotkun og sú tíð virðist
vera nær því liðin í kappleikjalýs-
ingum að ákveðnir menn tryggi liði
sínu sigur, innsigli sigur, eða eitt-
hvað í þá veruna, með frammistöðu
sinni. Nú virðast menn eingöngu
„klára leikina“ en leikurinn, hann
„klárast“ ekki fyrr en leiktíminn er
úti. Jafnvel þótt menn „stígi upp“.
Okrað á
Íslendingum?
ÉG undirritaður átti leið
um Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar fyrir nokkrum dög-
um og kom þá við í Fríhöfn-
inni. Þar er vöruverð skráð
í dollurum, en Íslendingar
geta auðvitað greitt með
greiðslukortum og íslensk-
um krónum.
Það vakti athygli mína að
misræmi var í verðlagning-
unni á milli dollaraverðs og
krónuverðs og var dollar-
inn of hátt reiknaður. Ég
spurði í a.m.k. þremur
verslunum, á hvað dollar-
inn væri reiknaður hjá
þeim og svarið var: „110 kr.
og þetta gildir alls staðar í
verslunum hér í Fríhöfn-
inni.“
Því spyr ég – Hvers
vegna fá Íslendingar ekki
að njóta þess þegar gengið
lækkar? Verðið breyttist
strax á sl. ári þegar doll-
arinn hækkaði. Opinbert
skráð gengi á dollaranum
var þegar ég var þarna um
97 kr. og er í dag um 95 kr.
Þarna sér hver maður að
verið er að stela af Íslend-
ingum.
Getur einhver kaupahéð-
inn í Leifsstöð skýrt þetta
fyrir okkur sem verðum
fyrir þessu?
Ferðamaður.
Svar við fyrirspurn
VELVAKANDA hefur
borist svar við fyrirspurn
frá Andrési sem birtist í
Velvakanda þriðjudaginn
23. apríl vegna gátu. Í vís-
una/gátuna vantaði eina
hendingu. Rétt er hún
svona: Holdið skilur seint
við sál/ sjá hér er nafn í fel-
um./ Faðirinn heitir fremst
á nál/ fæddur í tveimur pel-
um. Lausnin er: Ófeigur
Oddsson. Fæddur í Mörk.
Kær kveðja,
Sigurður.
Að hafa kúnnana góða
MIG langar að lýsa
óánægju minni með World
Class í Fellsmúla. Ég
keypti árskort þar annað
árið í röð af því að ég var
svo ánægð með tíma sem
voru þar á mánud., mið-
vikud. og föstudögum kl.
14. En nú bregður svo við
að það er léleg mæting í tvo
tíma og þá fella þeir bara
niður alla tímana fram á
haust.
Ég er afskaplega óhress
með þessa þjónustu því að
þetta er eini tími dagsins
sem ég kemst með góðu
móti í líkamsrækt og ég hef
ekki áhuga á að mæta í
tækjasal oft í viku.
Nú langar mig að spyrja
forsvarsmenn World Class
af hverju þetta þurfi að
vera svona. Við erum
nokkrar sem alltaf mætum
í þessa tíma en að sjálf-
sögðu getum við forfallast
eins og aðrir.
Er ekki möguleiki að
þetta verði endurskoðað,
ég hef heyrt að á öðrum lík-
amsræktarstöðvum þurfi
bara fjórar í tímana til að
halda þeim gangandi.
Ég hef reynt að láta
óánægju mína í ljós við
starfsfólk í afgreiðslu
World Class og vænti ég
þess að það geti staðfest
það. Það er alveg pottþétt
að ég endurnýja ekki kort
mitt aftur ef þetta verður
svona.
Er ekki allt í lagi að hafa
kúnnana sem mæta utan
álagstíma góða líka?
Ég vildi gjarnan fá svar
við þessu sem fyrst.
Virðingarfyllst,
Dóra M. Gylfadóttir.
Dýrahald
Páfagaukur
týndist
DÍSARPÁFAGAUKUR,
dökkgrár karlfugl, flaug að
heiman frá Völvufelli 17.
apríl.
Þeir sem hafa orðið
fuglsins varir hafi samband
í síma 557-5308.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
KRISTJÁN hafði sam-
band við Velvakanda og
er hann að leita eftir
hvort einhver kannist við
þá sem eru á myndinni.
Myndin er tekin 1. maí
1936 við Austurbæj-
arskólann og er af drengj-
um sem bjuggu í hverfinu.
Þeir sem gætu gefið upp-
lýsingar hafi samband við
Kristján í síma 564 2302.
Hver þekkir fólkið?
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Hvidbjörnen og Zeph-
yr 1 koma í dag. Ottó
N. Þorláksson fer í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ontika kemur í dag.
Great Peace fer í dag.
Selfoss kemur til
Straumsvíkur á morg-
un.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á
morgun kl 9 vinnustofa
og leikfimi, kl 13
vinnustofa, kl 14 spila-
vist.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 13.30 –16.30 opin
smíðastofan/útskurður,
kl. 13.30 félagsvist, kl.
16 myndlist. Allar upp-
lýsingar í síma
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 10–17 fóta-
aðgerð, kl. 10
samverustund, kl.
13.30–14.30 söngur við
píanóið, kl. 13–16 búta-
saumur.
Eldri borgarar Kjal-
arnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið Hlaðhömr-
um er á þriðju- og
fimmtudögum kl. 13–
16.30, spil og föndur.
Lesklúbbur kl. 15.30 á
fimmtudögum. Jóga á
föstudögum kl. 11.
Kóræfingar hjá Vor-
boðum, kór eldri borg-
ara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum, fimmtu-
daga kl. 17–19. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
kl. 11 á sunnudögum.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586 8014 kl. 13–16.
Uppl. um fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566 8060 kl. 8-16.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára
9 er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Á morgun kl. 8
böðun, kl. 9 fótaaðgerð
og myndlist, kl. 9.30
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 versl-
unin opin, kl. 11.10
leikfimi, kl. 13 föndur
og handavinna, kl.
13.30 enska framhald.
Vorbasarinn verður 4.
og 5 maí. Tekið á móti
basarmunum frá 29.
apríl til 3. maí.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Á morgun kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli
, Flatahrauni 3. Á
morgun félagsvist kl
13:30, púttæfingar í
Bæjarútgerð kl 10–11,
þriðjudag brids, nýir
spilarar velkomnir,
saumur undir leiðsögn
og frjáls handavinna
kl. 13:30, spænsku-
kennsla kl 16:30.
Framboðsfundur um
bæjarmál verður 2. maí
kl 14 á vegum FEB, á
fundinn mætta fulltrú-
ar allra flokka og svara
spurningum.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin alla virka daga frá
kl. 10–13. Kaffi, blöðin
og matur í hádegi.
Sunnud: Félagsvist kl.
13.30, dansleikur kl. 20
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánud: Brids kl.
13. Söguslóðir á Snæ-
fellsnesi og þjóðgarð-
urinn Snæfellsjökull 3
daga ferð 6.–8. maí
gisting á Snjófelli á
Arnarstapa, farið verð-
ur á Snæfellsjökul,
leiðsögn Valgarð Run-
ólfsson. Skráning hafin
á skrifstofu FEB.
Baldvin Tryggvason
verður til viðtals mið-
vikudaginn 8. maí nk.
um fjármál og leiðbein-
ingar um þau mál á
skrifstofu FEB, panta
þarf tíma. Fuglaskoðun
og söguferð suður með
sjó og á Reykjanes 11.
maí, leiðsögn Sigurður
Kristinsson, skráning
hafin á skrifstofu FEB.
Silfurlínan er opin á
mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10–
12.00 s. 588 2111. Skrif-
stofa félagsins er flutt
að Faxafeni 12, sama
símanúmer og áður.
Félagsstarfið er áfram
í Ásgarði Glæsibæ.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–
16 blöðin og kaffi. Á
morgun kl. 9–16.30 op-
in vinnustofa, handa-
vinna og föndur, kl. 9–
13 hárgreiðsla, kl. 14
félagsvist. Frambjóð-
endur R-listans verða í
félagsmiðstöðinni
þriðjudaginn 30. apríl
kl. 15.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9–16. 30
vinnustofur opnar, frá
hádegi spilasalur op-
inn, kl. 14 kóræfing,
dans fellur niður. Dag-
ana 4. til 10. maí verða
menningardagar hjá
félagsstarfinu, m.a.
handavinnusýning, fjöl-
breytt, önnur dagskrá
nánar kynnt síðar.Upp-
lýsingar um starfsem-
ina á staðnum og í
síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun kl. 9 handa-
vinna, kl. 9.30 gler- og
postulínsmálun, kl. 11
hæg leikfimi, kl. 13
lomber og skák, kl.
17.15 kórinn. Kl. 20
skapandi skrif. Vorsýn-
ing á handunnum
nytja- og skrautmunum
verður í Gjábakka 11.
og 12. maí. Vinsamlega
skilið inn munum sem
fara eiga á sýninguna
dagana 6.–8. maí.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55
róleg stólaleikfimi, kl.
13 brids, kl. 20.30 fé-
lagsvist. Vorsýning á
handunnum nytja- og
skrautmunum verður í
Gullsmára 11. og 12.
maí. Vinsamlega skilið
inn munum sem fara
eiga á sýninguna dag-
ana 6.–8. maí.
Hraunbær 105. Á
morgun kl. 9 perlu-
saumur, postulíns-
málun og kortagerð, kl.
10 bænastund, kl. 13
hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 10 boccia,
kl. 13 frjáls spila-
mennska, kl. 13.30
gönguferð. Fótaaðgerð,
hársnyrting. Allir vel-
komnir. Leikhúsferð,
föstudaginn 5. maí
verður farið að sjá
Kryddlegin hjörtu í
Borgarleikhúsinu.
Skráning á skrifstof-
unni og í síma: 588-
9335.
Norðurbrún 1. Á
morgun kl. 10 ganga,
kl. 9 fótaaðgerð. Fé-
lagsstarfið er opið öll-
um aldurshópum, allir
velkomnir.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9–16 fótaaðgerð-
ir og hárgreiðsla, kl.
9.15 handavinna, kl. 10
boccia, kl. 12:15–13:15
danskennsla, kl. 13
kóræfing. Hálfs-
dagsferð. Þriðjud. 30.
apríl kl.13. í Akra-
nesbæ. Skráning í s.
562 7077. Athugið: tak-
markaður sætafjöldi.
Handverkssýning verð-
ur 10., 11. og 13. maí
frá kl.13–17 alla dag-
ana.
Allir velkomnir.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smíði og hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og sund, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla, leikfimi og
spilað.
Kirkjustarf aldraðra
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur,
óvissuferð með Krist-
jáni Guðmundssyni.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids að
Gullsmára 13 alla
mánu- og fimmtudaga.
Skráning kl. 12.45. Spil
hefst kl. 13. Bridsdeild
FEBK í Gullsmára.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga
félagsvist kl. 13–15,
kaffi.
Kvenfélag Hreyfils
Fundur verður þriðju-
daginn 30. apríl kl. 20.
Spiluð félagsvist.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar. Árlegur fjár-
öflunardagur verður
sunnud. 5. maí í Safn-
aðarheimilinu. Kaffi-
sala félagsins með
kökuhlaðborði og
hlutaveltu. Húsið opið
frá kl. 14. Lifandi tón-
list. Tekið á móti kök-
um frá kl. 11 sunnu-
daginn 5. maí. Allir
velkomnir.
Kvenfélagið Keðjan
vorferðin verður farin
8. maí, mæting á BSÍ
kl. 18.30 þátttaka tilk.
til Oddnýjar s.557 6669,
Unnar Maríu 587 2444
eða Sigrúnar 568 8519.
Í dag er sunnudagur 28. apríl, 118.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Sá sem breiðir yfir bresti, eflir
kærleika, en sá sem ýfir upp
sök, veldur vinaskilnaði.
(Orðskv. 17, 9.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 bænar, 8 gangi, 9 land-
spildu, 10 veiðarfæri, 11
undirnar, 13 skyldmenn-
in, 15 hungruð, 18 skatt-
ur, 21 höfuðborg, 22
ákæra, 23 kynið, 24
komst í veg fyrir.
LÓÐRÉTT:
2 stenst, 3 duglegur, 4
staðfesta, 5 ráfa, 6 olíufé-
lag, 7 kvenfugl, 12 grein-
ir, 14 illmenni, 15 poka,
16 tíðari, 17 háski, 18
átelja, 19 hindri, 20 beitu.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 sýpur, 4 högum, 7 rótum, 8 ýlfur, 9 mör, 11
part, 13 maka, 14 undra, 15 garð, 17 norn, 20 hró, 22 tóf-
ur, 23 lækur, 24 rúmar, 25 kanna.
Lóðrétt: 1 skráp, 2 pútur, 3 römm, 4 hlýr, 5 gifta, 6
murta, 10 öldur, 12 tuð, 13 man, 15 getur, 16 rifum, 18
orkan, 19 narra, 20 hrár, 21 ólík.
K r o s s g á t a