Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 12
12 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FÆREYINGAR ganga til mjög
mikilvægra kosninga á þriðjudag.
Snúast þær umfram annað um
þjóðréttarlega stöðu landsins,
hvort það verði áfram hluti af
danska ríkinu eins og Sam-
bandsflokkurinn vill, eða hvort lýst
verði yfir sjálfstæði sem fyrst eins
og Þjóðveldisflokkurinn berst fyr-
ir.
Talsmenn þessara tveggja
flokka leggja áherslu á, að um
þetta snúist kosningarnar og ann-
að ekki en jafnaðarmenn vilja, að
kjósendur taki einnig afstöðu til
ýmissa samfélagsmála. Vísa þeir í
því sambandi til góðrar stöðu rík-
issjóðs en staða hans vegur einnig
þungt í umræðunni um sjálfstæð-
ismálin.
Skoðanakannanir sýna, að nokk-
uð jafnt er með fylkingunum, sem
vilja ýmist áframhaldandi sam-
band við Danmörk eða lýsa yfir
fullveldi eyjanna. Þær fá 15 þing-
menn hvor. Að núverandi stjórn
standa Fólkaflokkurinn með An-
finn Kallsberg í broddi fylkingar,
Þjóðveldisflokkurinn undir forystu
Høgna Hoydals og Sjálfstjórnar-
flokkurinn en formaður hans er
Eyðun Elttør. Stóru stjórnarand-
stöðuflokkarnir, sem vilja halda
sambandinu við Danmörk, eru
Sambandsflokkurinn með Lisbeth
L. Petersen í forystu og Jafnaðar-
flokkurinn með Jo-
annes Eidesgaard
við stýrið.
Hugsanlegt er, að
Miðflokkurinn, sem
er spáð tveimur
þingmönnum, komist
í oddaaðstöðu eftir
kosningar. Hann
leggur áherslu á, að
þjóðréttarleg staða
landsins skipti ekki
öllu máli, heldur hitt
að bæta lífskjörin.
Hatrömm deila
klýfur þjóðina
Síðasta skoðana-
könnun, sem birt var
á fimmtudag, sýnir, að sjálfstæð-
issinnar hafa örlítið forskot í pró-
sentum, 51,7%, en þá höfðu 13%
kjósenda ekki gert upp hug sinn.
Langflestir flokkanna sex telja,
að fá verði einhvern botn í deiluna
um þjóðréttarlega stöðu landsins á
næsta kjörtímabili. Lisbeth L.
Petersen, leiðtogi Sam-
bandsflokksins, bendir á, að hún
standi í vegi fyrir umræðu um
önnur mikilvæg mál en þótt hún
sé hlynnt sambandinu við Dan-
mörku vill hún og hennar flokkur
breyta því í takt við nýja tíma,
meðal annars með því, að Fær-
eyingar taki smám saman á sínar
herðar ýmis mál, sem nú eru í
höndum Dana.
Høgni Hoydal og Þjóðveldis-
flokkurinn stefna að sjálfstæði eft-
ir fimm ár og vilja, að efnt verði til
þjóðaratkvæðagreiðslu um fær-
eyska stjórnarskrá fyrir lok næsta
kjörtímabils.
Samstarfsflokkar Þjóðveldis-
flokksins í stjórn, Fólkaflokkurinn
og Sjálfstjórnarflokkurinn, vilja
raunar fara sér hægar í sjálfstæð-
ismálunum en hann. Kallsberg,
leiðtogi Fólkaflokksins, segir, að
sjálfstæði og efnahagslegt öryggi
verði að fara saman og hann telur
ekki rétt að stefna að sjálfstæði á
allra næstu árum.
Jafnaðarmenn, sem leggja mikla
áherslu á félagsmálin, vilja ný
sjálfstjórnarlög fyrir Færeyjar en
að sambandinu við Danmörku
verði ekki slitið. Telur Eidesgaard,
leiðtogi þeirra, að fá verði ein-
hverja niðurstöðu í þessu máli
enda ekki viðunandi, að þessi
ágreiningur yfirskyggi allt annað í
samfélaginu árum saman. Segist
hann viss um, að miðjuflokkarnir
geti komið sér saman um þetta og
vísar þá til Sambandsflokksins,
Sjálfstjórnarflokksins og nokkru
til Fólkaflokksins. Honum finnst
hins vegar ólíklegt, að jafnaðar-
menn og þjóðveldismenn geti orðið
ásáttir í þessu máli.
Sterk staða landssjóðsins
Í kosningabaráttunni hafa jafn-
aðarmenn lagt áherslu á kjör aldr-
aðra og á mennta- og heilbrigð-
ismál. Afkoma færeyska
landssjóðsins hefur aldrei verið
betri en á síðasta ári og á hann nú
í handraðanum um 30 milljarða ísl.
kr. Heldur stjórnarandstaðan því
fram, að hin hliðin á afganginum
sé niðurnídd sjúkrahús og mikill
skortur á húsnæði fyrir aldraða en
Þjóðveldisflokkurinn fullyrðir á
móti, að stjórnarandstaðan muni
tæma landssjóðinn, komist hún til
valda.
Kjósendur í kosningunum á
þriðjudag eru 33.357 og langflestir
eða 12.578 á suðurhluta Straum-
eyjar, í Þórshöfn og nágrenni.
Minnsti kjörstaðurinn er Syðri-
Dalur á Kallsey. Þar eru kjós-
endur sjö.
Mikilvægar kosningar í Færeyjum á þriðjudag
Sjálfstæðismál-
in í brennidepli Morgunblaðið/Þorkell
Þórshöfn. Meira en þriðjungur kjósenda býr þar og í næsta nágrenni.
Høgni
Hoydal
Joannes
Eidesgaard
Þórshöfn. Morgunblaðið.
Jafnræði með
stjórn og stjórn-
arandstöðu í
könnunum
GALÍNA Margojeva býr á áttundu
hæð háhýsis í úthverfi Kabúl, höf-
uðborgar Afganistans. Byggingin
er litlaus steinkumbaldi, afar lík
húsum sem finnast víðast hvar í
löndum er áður tilheyrðu Sov-
étríkjunum. Margojeva hefur hins
vegar ekkert út á híbýli sín að
setja. Raunar er hún fyllilega sátt
við að búa í einmitt slíkum stein-
kumbalda – ef aðeins það væri
ekki hér heldur alls annars stað-
ar.
Margojeva er 35 ára gömul.
Hún er af rússnesku bergi brotin.
Hún kom til Afganistans fyrir
fjórtán árum þegar Sovétríkin
voru ennþá til og stríðsrekstur
þeirra í Afganistan um það bil að
fjara út. Margojeva ílengdist og
hefur marga fjöruna sopið. Lifði
af blóðuga borgarastyrjöld og
valdatíma talibana í landinu.
Núna þarf hún hins vegar að
sætta sig við að stjórnvöld í
Moskvu, sem hún áleit sína höf-
uðborg, vilja ekkert með hana
hafa; hún er ríkisfangslaus.
Vandi Margojevu er sá að ná-
grannar hennar í Blakhay Qasaba
Kargari-hverfinu í Kabúl líta á
hana og börn hennar sem svarinn
óvin. Raunar hefur tveggja her-
bergja íbúð í háhýsinu marg-
umtalaða verið henni sem fangelsi
um margra ára skeið. Þar hefur
hún haldið sig og í tíð talibana
þorði hún ekki annað en fela allt
sem minnti á uppruna hennar, s.s.
bókmenntir eins og meistaraverk
Tolstojs, Önnu Karenínu.
Getu hennar til að tala móð-
urmál sitt, rússnesku, hefur hrak-
að, dari – sem töluð er alls staðar
í kringum hana – hefur smám
saman tekið við.
Allt er þetta afleiðing ástar
hennar á afgönskum manni.
Hugðust eyða ævinni
í Sovétríkjunum
Margojeva er af rússnesku
bergi brotin en fæddist í Tadjík-
istan, einu sovétlýðveldanna fyrr-
verandi sem landamæri á að Afg-
anistan og sem nú er sjálfstætt
ríki. Margojeva kynntist verðandi
eiginmanni sínum, Haji Hussein,
um miðjan níunda áratuginn en
hann var þá við nám í Tadjíkistan.
Þau hugðust eyða ævi sinni í Sov-
étríkjunum.
Hussein þurfti hins vegar að
hverfa aftur til Afganistans að
námi loknu og gat síðan ekki snú-
ið til baka sökum stríðsins sem
geisaði. Stjórnin í Kabúl, sem
hliðholl var sovéska innrás-
arhernum, hafði þá skikkað Huss-
ein til að berjast gegn skæruliðum
mújaheddín og þar við sat.
Ákvað Margojeva að elta eig-
inmann sinn til Kabúl árið 1987.
Þar er hún enn, umkringd fólki
sem fyrirlítur hana. Aldrei hefur
hún litið á Afganistan sem heimili
sitt.
Tilraunir Margojevu og bónda
hennar til að komast aftur til Sov-
étríkjanna fóru í upphafi út um
þúfur vegna peningaleysis
hjónanna. Síðar gerði það þeim
erfitt fyrir að Sovétmenn höfðu
lokað sendiráði sínu í Kabúl eftir
að herinn yfirgaf landið 1989.
Núna er svo komið að vegabréf
Margojevu er útrunnið.
Börnin uppnefnd
Margojeva þorir sjaldnast að
ferðast of langt frá íbúð sinni.
Hún þekkir aðeins örfáa og á
enga vini. Orðrómur um að barið
sé á konum, sem voga sér að vera
utandyra án búrku til að hylja
andlit sitt, vekur hjá henni ugg.
„Þegar ég notaði búrkuna í fyrsta
sinn fannst mér niðurlæging mín
alger. Það var eins og ég væri
neydd til að setja poka á höfuðið.
Líkt og að konur séu ekki
mennskar,“ segir hún.
Margojeva á tvö börn með
manni sínum; synirnir Farid og
Khomed eru rússneskir í útliti en
bera afgönsk nöfn á meðan dætur
hennar, Lína og Marína, bera
rússnesk nöfn en líta út fyrir að
vera afganskar.
Margojeva hefur nú orðið jafn
mikla ímugust á nágrönnum sín-
um og þeir á henni og kemur það
ekki til af góðu. Stundum hafa
þeir sturtað rusli við inngang
íbúðar hennar, til að sýna andúð
sína, og fjögur börn hennar mega
una því að vera uppnefnd „shur-
avi“ – en það voru sovésku her-
mennirnir kallaðir sem hernámu
landið á níunda áratugnum.
Sagt að gerast Afgani
Í mars á þessu ári keyptu þau
hjón sjónvarp, komu gervi-
hnattamóttakara fyrir á húsþak-
inu – sem aldrei hefði verið heim-
ilað í tíð talibana – og gátu í
fyrsta skipti í tíu ár horft á rúss-
neskt sjónvarp. Fögnuður Margoj-
evu var mikill.
Þegar Rússar opnuðu sendiráð í
Kabúl í desember sl. flýtti hún sér
þangað í því skyni að komast yfir
vegabréf svo að hún og fjölskylda
hennar gætu yfirgefið Afganistan.
Henni var hins vegar tjáð að tím-
inn hefði séð til þess að hún hefði
fyrirgert rússneskum ríkisborg-
ararétti sínu. Hún væri rík-
isfangslaus.
Var henni sagt að hún yrði
fyrst að gerast afganskur rík-
isborgari áður en hún gæti sótt
um rússneskt ríkisfang á ný.
„Ég trúði ekki mínum eigin eyr-
um. Ég sagði við þá að mig lang-
aði ekki til að gerast afganskur
ríkisborgari. Ég hefði búið við
þennan hrylling í fjórtán ár og
alla tíð beðið þess að Rússar opn-
uðu hér sendiráð svo ég gæti yf-
irgefið þennan stað. Nú þegar
þeir voru loksins komnir, þá
sögðu þeir mér að gerast Afgani!“
Margojeva gaf sig ekki og var á
endanum leyft að sækja um rúss-
neskt ríkisfang. Hún bíður nú úr-
skurðar frá Moskvu. Saga hennar
er ekki ósvipuð fjölda Rússa sem
bjuggu í öðrum lýðveldum Sov-
étríkjanna við fall þeirra 1991.
Mörgum þeirra tókst hins vegar
að flytjast búferlum til Rússlands
– ólíkt Galínu Margojevu.
Los Angeles Times/Júrí Kozyrev
Galína Margojeva, önnur frá vinstri, með börnum sínum, Línu, Marínu, Farid og Khomed.
Ríkisfangslaus
meðal óvinveittra
Kabúl. Los Angeles Times.
’ Ég sagði við þá að mig langaði
ekki til að gerast
afganskur
ríkisborgari. ‘