Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Reynaldo
Bólstrun
Karls
s:587 7550
S t a n g a r h y l 6
áklæði
Lið-a-mót
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Tvöfalt sterkara
með gæðaöryggi
FRÍHÖFNIN
M
ik
lu
ó
d
ýr
a
ra
Stöndum vörð um æskuna - Réttur barna til verndar
Málþing um réttindi barna, haldið á vegum félagsmálaráðuneytis í samstarfi við Barnaheill
í tilefni af Barnaþingi og aukaallsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Grand Hótel
kl. 12.30–17.15 þriðjudaginn 30. apríl 2002
12.30–13.00 Skráning og afhending gagna
Kl. 13.00
Setning: Páll Pétursson félagsmálaráðherra.
Börn og alþjóðasamfélagið: Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.
I. Fjölskyldan: Umhyggja, ást og agi
Sjónarmið foreldris: Guðbjörg Björnsdóttir, formaður Barnaheilla.
Foreldrahlutverk - réttur barna til sinnu og samveru: Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi og prófessor við HÍ.
Er agi andstæða frelsis?: Vilhjálmur Árnason, prófessor við HÍ.
Fyrirspurnir.
II. Umhverfi íslenskra barna – stofnanir og félagahópurinn
Þátttaka barna í samfélaginu: Haukur Sigurðsson, nemi, fulltrúi Íslands á barnaþingi Sameinuðu
þjóðanna.
Samstarf heimila og skóla: Valgerður S. Jónsdóttir, skólastjóri Smáraskóla.
Einelti í skólum – ábyrgðin er okkar: Stefán Karl Stefánsson, leikari.
Fyrirspurnir.
III. Réttur barna til verndar – lífsstíll og heilbrigði
Áhrif fjölmiðla á lífsstíl ungs fólks: Nemarnir: Eva Rós Ólafsdóttir, J. Martin L.S., Karen D. Þórhallsdóttir,
Karen E. Smáradóttir, Lára Ó. Hjörleifsdóttir og Sólveig Skaftadóttir.
„Svona var ég og svona er ég“: Íris Ósk Traustadóttir, nemi, fulltrúi Íslands á Barnaþingi Sameinuðu
þjóðanna.
Kynheilbrigði, vernd eða frelsi: Sóley Bender, hjúkrunarfræðingur og dósent við HÍ.
„Spegill spegill herm þú mér...“ Ríkjandi umræða og kynlífsreynsla íslenskra unglinga:
Dagbjört Ásbjörnsdóttir, mannfræðingur.
Fyrirspurnir.
Fundarstjóri er Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.
LISTIR og menn-
ingarstarfsemi annars
vegar og viðskipti og
iðnaður hins vegar
hafa hingað til verið
nánast tveir aðskildir
heimar. Annar snýst
um frjálsa tjáningu,
tilfinningar, sagna-
hefð og speglun sam-
félagsins en hinn ein-
kennist af kaldri
rökhyggju þar sem
samkeppnislögmál eru
allsráðandi og fram-
boð er sniðið að ósk-
um og þörfum neyt-
enda. Margt er ólíkt á
milli þessara heima en
ýmislegt bendir þó til að báðum sé
lífsnauðsyn að læra af hinum.
Í fyrsta lagi eru menning og
listir ört stækkandi hluti af hag-
kerfi allra þjóða og Ísland er þar
engin undantekning. Sem dæmi
má nefna að menning (listir og af-
þreying) er nú orðin stærsta út-
flutningsvara Bandaríkjamanna og
hefur vaxið frá því að vera 95
milljarðar dollara árið 1980 í 387
milljarða dollara árið 1998. Erfitt
er að finna nákvæmar tölur um
vöxtinn hérlendis en með tilkomu
Bjarkar, Sigurrósar og íslensks
kvikmyndaiðnaðar er óhætt að
fullyrða að hann hefur verið að
minnsta kosti jafnmikill.
Í öðru lagi eiga listir og við-
skipti samleið þegar kemur að
vöruþróun og hönnun. Listaheim-
urinn býr yfir sköpunarkrafti og
þekkingu sem við-
skiptalífið getur beisl-
að ef brýr eru smíð-
aðar á milli þessara
heima.
Í þriðja lagi eru
menning og listir
nauðsynlegar til að
skapa umhverfi sem
gerir íslenskum fyrir-
tækjum kleift að
keppa um menntað
vinnuafl á alþjóðleg-
um markaði.
Samkeppnishæfni
Íslands
Fyrirtæki leita
stöðugt með logandi
ljósi að varanlegu samkeppnisfor-
skoti. Engin ástæða er til annars
en að þjóðir geri slíkt hið sama og
þörfin verður æ brýnni með sívax-
andi samkeppni á alþjóðamarkaði.
Íslendingar njóta þess að eiga að-
gengi að nokkrum ómetanlegum
náttúruauðlindum sem hefur vald-
ið því að atvinnuumhverfi þjóð-
arinnar hefur lengi vel verið til-
tölulega fábreytt. Stórkostleg
breyting hefur orðið á síðasta ára-
tug með tilkomu nýrra atvinnu-
greina og það er íslensku atvinnu-
lífi lífsnauðsynlegt að halda áfram
á þeirri braut þar sem hinar hefð-
bundnu atvinnugreinar, landbún-
aður og sjávarútvegur, munu tæp-
lega geta staðið undir
áframhaldandi hagvexti. Þeir
þættir sem þarf að styrkja í ís-
lensku atvinnulífi eru nýsköpun,
frumleiki og frjó hugsun. Þjóðin á
sem leynivopn hið öfluga listalíf
sem dafnar á landinu og býr þegar
yfir þeim þáttum sem fyrirtækin
þarfnast.
Nágrannar okkar
hafa áttað sig
Danir hafa aldrei átt sambæri-
legt aðgengi að auðlindum og Ís-
lendingar og þar má segja að
neyðin hafi kennt naktri konu að
spinna. Árangurinn hefur verið sá
að Danir byggja hagkerfi sitt á
þúsundum smáfyrirtækja sem
starfa í ótal mismunandi geirum.
Þannig hefur áhættudreifing
þeirra orðið margfalt betri en Ís-
lendinga og líkurnar á áframhald-
andi hagvexti eru meiri. Lista-
menn hafa reyndar lengi verið stór
hluti af dönskum iðnaði sem
þekktur er um allan heim af fág-
aðri og frumlegri hönnun en Danir
eru enn í leit að varanlegu sam-
keppnisforskoti og hafa nú mótað
stefnu sem byggist á stórauknum
tengslum lista og viðskipta.
Árið 2000 sameinuðust þáver-
andi menningar- og viðskiptaráð-
herrar Danmerkur um stofnun á
starfshópi til að rannsaka hvernig
auka mætti enn frekar tengsl við-
skipta og listalífsins. Niðurstöður
hópsins voru síðan birtar í skýrsl-
unni „Danmarks Kreative Poten-
tiale“. Þar er mótuð stefna um
stóraukna samvinnu, bent á hvar
megi fjölga snertiflötum geiranna
og ávinningur beggja útskýrður.
Danir eru ekki þeir einu sem
hafa áttað sig á breyttu umhverfi.
Svíar hafa fyrir löngu áttað sig á
verðmæti listsköpunar og í dag
eru þeir þriðju stærstu tónlistar-
útflytjendur heims. Áhrifanna er
farið að gæta í sænsku viðskiptalífi
og tveir prófessorar við við-
skiptaháskólann í Stokkhólmi,
Kjell Nordström og Jonas Ridd-
erstråle, hafa nýlega gefið út bók-
ina „Funky Business: Talent Mak-
es Capital Dance“ sem vakið hefur
verðskuldaða athygli. Þar færa
þeir rök fyrir því að í síbreyti-
legum heimi, þar sem framboð á
vörum og þjónustu yfirskyggir eft-
irspurnina, séu það einungis frum-
leiki og hugmyndaríki sem skilji á
milli fyrirtækja sem eiga sér lífs-
von og hinna sem eru feig.
Hvers þarfnast viðskiptalífið?
Íslensk fyrirtæki eru stöðugt að
leita hugmynda. Vandi þeirra er
hinsvegar sá að innan þeirra ríkir
víðast hvar einvíð hugsun. Fyr-
irtæki sem stjórnað er af verk-
fræðingum einkennist af verk-
fræðihugsun, viðskiptafræðingar
eru þjálfaðir til að hugsa eins og
viðskiptafræðingar og þannig
mætti áfram telja. Fyrirtækin vita
af þessum veikleika og því flykkj-
ast stjórnendur þeirra á stjórn-
endaþjálfunarnámskeið þar sem á
örfáum dögum á að kenna þeim að
„hugsa fyrir utan kassann“.
Það gleymist að til er stétt í
landinu sem fæst eingöngu við
óhlutbundna hugsun – listamenn-
irnir. Ef fyrirtækjunum tækist að
virkja þá nýsköpun og þann frum-
leika sem í þeim býr gæti skapast
verulegt samkeppnisforskot til
framtíðar.
Það er hinsvegar til lítils að
skapa slíkt forskot ef ekki er
greitt aðgengi að vel menntuðum
starfsmönnum. Ísland er nú í
beinni samkeppni við alheiminn
um vinnuafl og til þess að standast
þessa samkeppni verður landið að
geta boðið uppá aðlaðandi atvinnu-
tækifæri og menningarumhverfi.
Skýrasta dæmið um slíkt vinnuafl í
seinni tíð er tvímælalaust stofnun
Íslenskrar erfðagreiningar þegar
tugir vel menntaðra íslendinga
sem búsettir voru erlendis fluttust
aftur til landsins. Stofnun fyrir-
tækisins var í raun upphafið að
hinu íslenska þekkingarhagkerfi
sem flestir eru sammála um að sé
lykillinn að framtíð þjóðarinnar.
Vel menntað vinnuafl er horn-
steinn slíks hagkerfis og öflugt
menningarlíf er nauðsynlegt til að
halda í slíkt vinnuafl í heimi án
landamæra.
Hvers þarfnast listalífið?
Listir og menning eru sívaxandi
hluti af íslenska hagkerfinu og út-
flutningur t.d. tónlistar og kvik-
mynda skapar þjóðarbúinu raun-
verulegar tekjur. Enn þurfa
listamenn þó að ganga um með
betlistaf og hafa á sér þann stimpil
að þeir séu baggi á þjóðarbúinu en
ekki er seinna vænna að reka
þetta slyðruorð af geiranum. Það
sem lista- og menningarlífið þarfn-
ast eru viðskiptamenntaðir fram-
leiðendur og umboðsmenn til að
koma afurðum á markað. Til að
mæta alþjóðlegri samkeppni getur
lista- og menningarstarfsemi lært
mikið af viðskiptalífinu hvað varð-
ar gerð viðskiptaáætlana, mat á
samkeppnisumhverfi og raunsæja
fjármálastjórnun. Að sjálfsögðu
má listin þó aldrei stjórnast af lög-
málum viðskiptanna, enda fráleitt
að reyna að meta arðsemi listsköp-
unar í krónum og aurum eingöngu,
en þekking á aðferðafræðinni er
nauðsynleg til áframhaldandi þró-
unar. Slík þróun er fólgin í aukn-
um útflutningi, bættu aðgengi að
áhættufjármagni og aukinni sam-
keppnishæfni.
Hvað þarf að gera?
Til þess að þessar breytingar
geti átt sér stað þarf að hefjast
handa við að rífa niður þær girð-
ingar sem eru til staðar á milli
geiranna og finna snertifleti á
mögulegu samstarfi. Eðlilegt
fyrsta skref væri að ráðherrar
menningarmála og viðskipta skip-
uðu þverfaglegan starfshóp til að
hrinda upphaflegum viðræðum af
stað en engin þörf er til að stofna
sérstakar stofnanir, stjórnanir eða
ráð. Nauðsynlegar stofnanir og
samtök eru þegar til staðar en ein-
göngu þarf að búa til ferla til sam-
skipta. Stofnanir sem gætu tekið
þátt í verkefninu eru meðal annars
Samtök atvinnulífsins, Bandalag
íslenskra Listamanna, Nýsköpun-
arsjóður og Útflutningsráð.
Lausnin er eingöngu fólgin í sam-
ráði og breyttum hugsanagangi.
Framtíð Íslands
Hvort sem okkur líkar betur eða
verr er Ísland nú í beinni og óvæg-
inni samkeppni við allan umheim-
inn bæði í menningarlegu og við-
skiptalegu tilliti. Börnin okkar
þekkja allar persónur sem Disney
skapar en varla eina persónu úr
sagnaarfinum. Unglingarnir lesa
hvorki íslensk blöð né fylgjast með
íslenskum fréttum heldur sækja
sér þekkingu á internetið; þekkja
færri en tíu blóm en yfir eitt þús-
und vörumerki. Síðast en ekki síst
er alls ekki sjálfgefið að vaxandi
kynslóðir kjósi að lifa og starfa á
Íslandi í framtíðinni.
Það er sannfæring mín að það sé
greinilegur ávinningur fyrir bæði
lista- og viðskiptalífið að fulltrúar
þeirra hefji viðræður um hvernig
hátta megi samstarfi til að færa
þjóðinni aukið samkeppnisforskot.
Listir og viðskipti geta í samein-
ingu ofið vef sem getur borið uppi
blómlegt íslenskt mannlíf um
ókomna framtíð
LISTIR OG VIÐSKIPTI
Magnús
Ragnarsson
Ef fyrirtækjunum tæk-
ist að virkja þá nýsköp-
un og þann frumleika
sem í listamönnum býr,
segir Magnús Ragn-
arsson, gæti skapast
verulegt samkeppn-
isforskot til framtíðar.
Höfundur er leikari og MBA-nemi.