Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 10
10 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKI fíkniefnaheimur-inn veltir milljörðum króna áári hverju. Sem dæmi mánefna, að söluverðmæti e-pillu á markaði hér á landi
undanfarin fjögur ár samtals var á
bilinu 800 milljónir til 2,9 milljarðar
króna.
Og þá eru öll hin efnin eftir, hass,
marijuana, amfetamín, kókaín og
LSD. Þessi efni eru keypt margfalt
lægra verði í útlöndum, svo hagn-
aðurinn er gífurlegur. Hann rennur
hins vegar sjaldnast óskiptur á einn
stað, því greiða þarf kostnað við far-
seðla til útlanda, burðardýr taka
sinn skerf, margir smásalar sjá um
að koma efninu á markað og oftar en
ekki nota þeir hluta þess sjálfir, svo
ætlaður hagnaður þeirra hverfur í
eigin neyslu.
Ekki er auðvelt að meta fjár-
streymið um fíkniefnaheiminn, enda
sá heimur í eðli sínu þannig að upp-
lýsingar liggja ekki á lausu. Skásta
lausnin er að styðjast við upplýs-
ingar lögreglu um þau fíkniefni, sem
hún og tollgæsla leggja hald á.
Menn greinir hins vegar á um
hversu stór hluti fíkniefna, sem flutt
eru til landsins, hafna í höndum lög-
reglu. Sumir segja það ekki nema
um 3%, en aðrir vilja miða við 10%.
Lögreglumaður, sem Morgunblaðið
ræddi við, sagði að 3% viðmiðið hlyti
að vera of lágt, því þegar lögreglan
næði að taka umtalsvert magn fíkni-
efna sæi þess þegar stað á mark-
aðnum, í minna framboði og þ.a.l.
hærra verði. Slíkt myndi varla ger-
ast ef lögregla væri aðeins að taka
örfáa hundraðshluta af markaði.
Í þessari grein er tekinn sá kost-
ur að reikna út götusöluverðmæti
þeirra efna, sem lagt er hald á og
velta síðan upp hvert heildarverð-
mæti efna á markaði er miðað við að
lögreglan nái 3% eða 10%, eða far-
inn sé meðalvegurinn og miðað við
6,5%. Þar sem ómögulegt er að
segja til um hve stór hluti fer beint í
neyslu innflytjenda efnis eða hverf-
ur á annan hátt af markaði án þess
að greitt sé fyrir hann beinhörðum
peningum, er tekinn sá kostur að
styðjast við götuverðmæti alls hins
áætlaða magns.
Lögregla og tollgæsla leggja hald
á mismikið magn fíkniefna á ári
hverju. Algengustu efnin eru hass,
marijuana, amfetamín, kókaín, e-
pilla og LSD. Í haldlagningar-
skýrslum lögreglu skýtur líka
smjörsýra upp kollinum eitt árið,
kannabisfræ eru ýmist flokkuð eftir
grömmum, í stykkjatali eða talin í
heildarmagni kannabisefna, e-töflu-
mulningur finnst stundum í stað e-
töflu í stykkjatali, tóbaksblandað
kannabisefni er talið til á einum
staðnum, morfín á öðrum, sveppir á
þeim þriðja og svo mætti lengi telja.
Hér verður eingöngu horft til al-
gengustu tegundanna, í því formi
sem þau hafa óumdeilanlega haslað
sér völl hér á landi. Þá er engin til-
raun gerð til að meta umfang sölu á
svokölluðu læknadópi í fíkniefna-
heiminum. Vitað er að ýmis lyf, sem
fengin eru með löglegum hætti hjá
læknum, eru oft seld á margföldu
verði í undirheimunum.
Þar sem magn hvers efnis er mis-
mikið á milli ára er hér miðað við
Viðskipti með fíkniefni eru hluti af neðanjarðarhagkerfinu. Þau koma ekki fram á fjárlögum, en óhjákvæmilegur fylgifiskur fíkniefnanna er ýmis kostnaður lögreglu, tollgæslu, dómskerfis og heilbrigðiskerfis.
Íslenski fíkniefnamarkaðurinn veltir milljörðum króna
Markaðsvirði fíkniefna
um 2 milljarðar á ári
!
" #
!
!$%&'(
)!
# )!
*
)!
+,
)!
-./
)
0 )
.
'2
' 22
22
% 2
32
"&4
'&"
' 222
4 222
3 222
43 222
"2 222
" '22
&"
'2&2
222
' 222
2 22
22
"22
4 '3'
2&%
" %&3
222
222
222
%22
" %22
22
2&
%%&
22
3 '22
222
% "22
44 222
222
&2
""&'
32
"42
'
42
%%'
%%
2&
"&
222
22
5
#
"
Milljarðar króna streyma
um fíkniefnamarkaðinn hér
á landi. Í grein Ragnhildar
Sverrisdóttur kemur fram
að söluverðmæti fíkniefna
er um tveir milljarðar króna
á ári. Efnin eru keypt á
miklu lægra verði erlendis.
Á HVERJUM degi ársins 2000
að meðaltali:
Var lagt hald á 13,92
grömm af marijuana
Var lagt hald á 72,75
grömm af hassi
Var lagt hald á 28,05
grömm af amfetamíni
Var lagt hald á 2,58 grömm
af kókaíni
Var lagt hald á 60,26
e-töflur
Var lagt hald á 0,04
skammta af LSD
Komu upp 1,7 fíkniefnamál
Voru 2,3 haldlagningar
ávana- og fíkniefna
Var 2,1 kæra
Voru 1,7 einstaklingar
kærðir
Heimasíða ríkislögreglustjóra
www.rls.is