Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 25
Rekstrarvörur hafa í tilefni 20 ára afmælis síns ákveðið að
veita rekstrarvörustyrki til líknar-, félaga- og menningarsamtaka
sem sinna þörfum samfélagsverkefnum og leggja alúð við
umhverfi sitt.
RV veitir í ár þrjá styrki að upphæð samtals 1 milljón
króna. Stærsti styrkurinn er að andvirði kr. 500.000
- en hinir tveir að jafnvirði kr. 250.000 hvor.
Styrkirnir eru í formi úttekta á rekstrar- og fjáröflunarvörum
fyrir viðkomandi félög hjá RV. Þeir sem óska eftir því að koma
til greina við styrkveitingu árið 2002 eru beðnir að skila inn
umsóknum fyrir 15. maí næstkomandi, annaðhvort bréflega,
merkt: „Rekstrarvörustyrkir“ - Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2,
110 Reykjavík, eða með bréfsendingu í bréfsíma 520 6665 .
Einnig er hægt að nota netfangið: styrkir@rv.is
Gera þarf grein fyrir félagasamtökunum sem um styrkinn sækja
og þeim verkefnum sem njóta eiga góðs af styrkkveitingu.
Rekstrarvörur eru sérhæft dreifingarfyrirtæki sem vinnur með
fyrirtækjum og stofnunum að því að sinna þörfum þeirra fyrir
almennar rekstrar- og hreinlætisvörur, ásamt þjónustu og
ráðgjöf á því sviði. Rekstrarvörur leggja sérstaka áherslu á
heildarlausn hreinlætis- og öryggismála, svo og hjúkrunarvörur
fyrir stofnanir og einstaklinga. Vörunúmer hjá Rekstrarvörum
eru 5300 um þessar mundir og hefur fjölgað ár frá ári í 20 ár.
Dómnefnd annast val á styrkþegum og skipa hana Kristján
Einarsson forstjóri, formaður, Arngrímur Þorgrímsson sölustjóri
og Björn Freyr Björnsson vörustjóri. Í ár verður tilkynnt um
val á styrkþegum í 20 ára afmæli RV 24. maí næstkomandi.
RV 20 ára
Rekstrarvörustyrkir
RV 2002
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími 520 6666 Bréfasími 520 6665 • sala@rv.is
– vinna með þér
Frönskunámskeið
hefjast 29. apríl
8 vikna hraðnámskeið. 6 mismunandi stig.
Taltímar.
Námskeið fyrir börn.
FERÐAMANNAFRANSKA:
10 tíma hraðnámskeið,
undirbúningur fyrir Frakklandsferðir.
Hringbraut 121 - JL-húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820
Veffang: http://af.ismennt.is
Netfang: af@ismennt.is
Innritun í síma
552 3870 og 562 3820
ÆTTFRÆÐIÁHUGI er
landlægur á Íslandi, og þykj-
ast þeir nokkuð góðir sem
hafa rakið ættir sínar til landnámsmanna og jafnvel
lengra. Loftur Al. Þorsteinsson verkfræðingur er
stórhuga í áhuga sínum á uppruna okkar, og lætur
ekki staðar numið við þær loðbrækur og blátennur
sem við hin hreykjum okkur af. Sýn hans nær
lengra, til Evrópu, Krítar, Egyptalands.
„Ég hef verið að leita að menningarlegum upp-
runa Íslendinga. Leit mín hefur náð yfir svæðið frá
Íslandi til Indlands og Egyptalands, og það sem ég
hef verið að skoða eru þær heimildir sem eru til,
það sem komið hefur fram í fornleifafræði, minjar
sem hafa verið skildar eftir og tungumálin, sem eru
vannýtt auðlind. Það má kanna tungumálin miklu
betur til að öðlast skilning á sögunni, og síðast er
það táknmálið sem hefur borist á milli þjóða og með
þjóðum, og rúnirnar eru hluti af því. Það voru tvær
tegundir rúna í notkun. Fyrir mér eru einungis
áhugaverðar þær fornu rúnir tuttugu og fjögurra
stafa, sem hafa aðallega fundist í Skandinavíu, en
einnig víðar í Evrópu og á Englandi. Ég þykist vita
hvernig þær eru gerðar. Þær eru gerðar eftir
ákveðnu mynstri sem eftir íslenskum goðsögnum
kallast Mímisbrunnur. Það eru til frásagnir af því
að Óðinn hafi teygt sig
eftir rúnum niður í
Mímisbrunn að
krossi. Þetta er alveg
hárrétt. Mímisbrunn-
ur er neðsti hluti
krossins. Ásgarður
var til bæði sem lands-
svæði og ýmislegt
annað og líka sem
teikning. Hluti af
þessari teikningu er
Mímisbrunnur og
þetta mynstur sem
Ásgarður er gerður af
myndar kross. Orðið
mímir er það sama og
memory á ensku;
dregið af latneska
orðinu memor / me-
moris. Mímisbrunnur
þýðir því minnis-
brunnur. Ég hef fund-
ið ákveðið afbrigði af
Mímisbrunni á leir-
kerum frá grísku eyjunum frá því um 500 f.Kr.
Tengsl Íslendinga við eldri rúnirnar má marka af
því að galdratáknið hulinshjálmur er Mímisbrunn-
ur, en eins og nafnið vísar til, er hluti hans hulinn.
Maður sér ekki allt mynstrið, en ef maður veit
hvernig það lítur út, þá sér maður hvers eðlis er. Ég
held að Mímisbrunnur sé mjög gamall og að honum
hafi lengi verið haldið leyndum. Elstu rúnirnar sem
fundist hafa eru frá því skömmu eftir fæðingu
Krists, og hugsanlegt er að stafrófið gríska og róm-
verska sé gert eftir rúnunum, frekar en að rúnirnar
séu gerðar eftir því. Það er eitt við rúnirnar sem
mér finnst ákaflega merkilegt og sem tengir rún-
irnar órjúfanlegum böndum við germönsk mál. Ef
maður tekur fimmtu hverju rún úr rúnastafrófinu,
er maður með fjórar: r, n, s og m, og þessir stafir
eru einmitt endingarnar í lýsingarorðabeygingum
á íslensku; góður, góðan, góðs, góðum, maður þarf
að vísu að setja eignarfallið á undan þágufallinu.
Beygingar lýsingarorða lifa bara í íslensku í dag, en
voru til í miklu fleiri germönskum málum. Þetta
leiðir okkur á suður á bóginn.
Ég tel líklegt að mynstrið eða teikningin Ásgarð-
ur hafi verið notað sem grunnmynd að hofum
sumra þjóðanna við Miðjarðarhafið. Ásgarður er til
á landssvæði í Persíu. Það hét Ásagarður en heitir í
dag Zagros. Ég held að þetta nafn eigi líka við um
stallapýramídana í Súmer fyrir botni Miðjarðar-
hafs. Þeir voru kallaðir Siggurat. Svo þykist ég sjá
þetta nafn koma fyrir aftur í Egyptalandi og þar
tengist það fyrstu pýramídunum sem voru einmitt
stallapýramídar eins og í Súmer. Landssvæðið þar
sem þessir elstu pýramídar eru kallast Saqqara.
Menn hafa verið að finna vísbendingar í Egypta-
landi um að áhrifa hafi snemma gætt þar frá Sú-
mer. Ég tel að Ásatrúin sé stjörnutrú og að orðið
sjálft sé af sama uppruna og gríska orðið astro, sem
þýðir stjarna.“
Hvað gengur fólki til að leggjast í þvílíkar pæl-
ingar. Getur verið að tungumálið okkar sé lykill að
fortíð sem öllum er löngu gleymd? Hvernig rák-
umst við um þessa blessuðu jörð okkar áður en við
lentum hér? Hvaðan komum við?
„Það var snemma öflug menning á Krít, Krít-
verjar höfðu mikil samskipti við Egyptaland og
svæðið sem nú er Líbanon, Palestína og Ísrael. Krít
gæti verið sama orðið og garður og ég velti því fyrir
mér hvort Krít gæti verið Miðgarður íslenskra goð-
sagna, umluktur af Miðjarðarhafinu, en orðið jörð
er einmitt dregið af orðinu garður.
Ég hef hvergi fundið orðin Ás og Æsir í sömu
merkingu og við notum þau, nema í Etrúríu á Ítal-
íu, þar sem nú er Toscana. Etrúrar notðu orðin Ás
og Æsir um guð og guði. Svo hafa menn fundið
ákveðin tengsl milli Etrúra og Egyptalands, en
menn vita ekki hvaðan Etrúar komu til Evrópu.
Það hafa hins vegar fundist grafklæði á egypskri
múmíu, með etrúrskri áletrun. Það sem hefur kom-
ið mér mest á óvart eru svo þessi íslensku tengsl við
Egyptaland. Í fornegypsku eru mörg orð sem virð-
ast komin úr íslensku, eða úr einhverju fornu máli
sem ég veit ekki hvað er. Óðinn er nafn á sólinni.
Óðinn var eineygður. Goðsögn frá Miðjarðarhafinu
segir að sólin og máninn séu augu guðs. Hið sjáandi
auga er þá sólin en það blinda máninn. Um 1340
fyrir Krist var faraó sem tók upp Óðinstrú og
kenndi sig við Óðin, Aten, með nafninu Akhen-
Aten. Það nafn hafði verið notað um sólina en varð
nú nafn á aðalguði. Þetta orð er til í hebresku, það
er eitt algengasta orðið í biblíunni og þýðir drott-
inn. Í grísku er það til sem Adonis. Áhangendur
Atens voru flæmdir í burtu og vera má að það hafi
verið þeir sem flúðu norður á bóginn á okkar slóðir.
Þau orð sem líkjast íslensku í fornegypsku eru frá
forsögulegum tíma, frá því fyrir 3000 fyrir Krist.
Mörg þeirra tengjast guðum. Orðið faðir er til í
fornegypsku sem nafn á ákveðnum guði. Gríska
formið er ptaz, en réttara form er pataz. Í íslensku
höfum við tilsvarandi brottfall sérhljóða í orðinu
Hroptur, sem er Óðinsnafn. Það merkir herfaðir,
heroptur. Orðið faðir á sér langa sögu, kemur fyrir í
orðinu guð, sem hefur þá upphaflega haft formið
gvuður og er líklega sama orðið
og gáfaður. Faðir er örugglega
sama orð og Egypti. Orðið Kopt-
os, nafn á bæ í Eygptalandi er líka dregið af þessu
guðsnafni, en Koptar eru þjóðarbrot í Egyptalandi
sem hefur haldið sínu gamla fornegypska máli og
eru kristnir. Það má því segja að Egyptaland þýði
Guðaland og á vel við, því þeir héldu sannarlega
marga guði. Einn guða Egypta bar nafnið Hár, sem
á vesturlöndum er þekkt í gríska forminu horos.
Tákn hans er örninn sem flýgur fugla hæst. Vitað
er að Hár var eitt af nöfnum sólarinnar og vísaði til
sólar í hæstu stöðu á hádegi. Í íslensku eigum við
sama orð, sömu merkingar, sem er enn annað Óð-
insheiti. Tengslin milli Óðins og sólarinnar eru ótví-
ræð í mínum huga. Guðanafnið skapari var líka til,
en í fornegypsku og í grískunni sem töluð var á Krít
hefur s-ið fallið framanaf, og er Kapari.“
Hugmyndir Lofts eru óneitanlega forvitnilegar,
og auðvelt að hleypa hugarfluginu af stað í vanga-
veltur um landfræðileg spursmál. Einhverjir hljóta
að hafa borið orð, menningu og trúarbrögð frá Mið-
jarðarhafinu og hingað norður. Hverjir og hvernig?
„Það var til þjóð sem talin var germönsk og átti
sér ríki í nokkur hundruð ár við Dóná. Þessi þjóð-
var nefnd Gepítar. Ég held að þetta geti verið sama
orðið og Egyptar. Ég tel líklegt að tvær borgir við
Eystrasalt beri sömu nöfn og borgir sem voru við
botn Miðjarðarhafs. Önnur var Jafn, íbúarnir gætu
þess vegna hafa verið kallaðir jafningjar; jämn er
þetta á sænsku, en borgin við Miðjarðarhafið var
ýmist köllum Jemna eða Jafna. Hin borgin syðra
var kölluð Elteke, sem er líklega sama orð og Lad-
oga. Ég held að Ladoga hafi upprunalega haft nafn-
ið Vladoga, þar sem vlad er okkar orð vald, eins og í
rússneska nafninu Vladimir. Ímir var til í forn-
egypsku í merkingunni stjóri, til dæmis herstjóri.
Þetta orð Ímir er líka til í arabísku sem Omar.
Vladimir gæti hafa þýtt valdastjóri, enda Valdimar
konunglegt nafn. Þannig er til töluverður fjöldi
orða sem hafa svipaða merkingu í íslensku og forn-
egypsku, og virðast flest eins og komin úr íslensk-
unni. Orðmyndin í fornegypskunni er yfirleitt veik-
ari. Þó eigum við orð eins og sef, en það er til í
nákvæmlega sömu merkingu í egypsku. Orðið hest-
ur er líka til í fornegypsku og koptísku. Þá er h-ið
dottið framan af og er ritað eztur. Það er talið að
það hafi verið aríar sem komu með stríðsvagninn til
Egyptalands, en þetta orð eztur virðist hafa verið
notað bæði um hest og stríðsvagn í fornegypsku, en
í koptísku virðist það einungis merkja hestur.“
Hestur, eztur, Óðinn, Aten, Ímir, Ómar, hvaða
sögu segja þessi orð? Það verður líklega erfitt að
komast að því, en það má alltént láta hugann reika.
Erum við Kleópatra hugsanlega frænkur? Hver
veit?
Frændur faraóa
Eftir Bergþóru
Jónsdóttur
Morgunblaðið/Golli
begga@mbl.is
LOFTUR Al. Þorsteinsson verk-
fræðingur: „Orðið hestur er líka til
í fornegypsku og koptísku. Þá er h-
ið dottið framan af og er eztur.“