Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 30
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
Skeifan 2 • 108 Reykjavík
S. 530 5900 • Fax 530 5911 • www.poulsen.is
Hjólið: Fundið upp u.þ.b.
30.000 árum f. krist.
Gagnrýni þá: „Þessi
ferkönntuðu eru betri, þau
renna ekki í brekkum“.
Vagnhjól
Hvernig sem er.
Hvar sem er.
Sterk, örugg og
endingargóð.
Burðarþol 27-7025 kg.
Bein...
Snúnings...
Bremsu...
Nylon...
Gúmmí...
Hitaþolin...
Úti...
Inni...
Styrkur,
ending,
gæði,
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÆR Brynhildur Þorgeirsdóttir
og Ína Salóme voru samferða í Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands á átt-
unda áratugnum. Hvort það hafði
einhver áhrif til þess að þær ákváðu
að sýna samtímis í Listasafni Kópa-
vogs skal ósagt látið. Hvað með Guð-
rúnu Einarsdóttur, sem hóf ekki nám
við Myndlista- og handíðaskólann
fyrr en tíu árum síðar? Skyldi tilvilj-
un hafa ráðið því að þessar þrjár
listakonur lögðu samtímis undir sig
sali Gerðarsafns?
Hér er auðvitað verið að fiska eftir
því hvort líta beri á sýningar Bryn-
hildar, Guðrúnar og Ínu Salóme sem
samsýningu eða þrjár einkasýningar.
Þótt allar séu þær mjög efnislægar
eru þær einnig mjög ólíkar. Það er
varla hægt að finna með þeim sam-
nefnara svo heitið geti, enda koma
þær upprunalega sín úr hverri átt-
inni. Sjálfsagt mætti kalla Brynhildi
súrrealistann í hópnum enda byggir
hún verk sín á furðum náttúrunnar,
einhvers konar lífi sem lifir og dafnar
í steinaríkinu.
Vissulega er margt í verkum henn-
ar sem minnir á krossfiska, ígulker
og kuðunga sjávar en skrímsli henn-
ar í Kópavogi eru einnig hluti af jarð-
eðlisfræðinni því sum þeirra fylgja
lögmálum hverapolla. Í stað þess að
draga athygli okkar að yfirborði sínu
eru það innviðir þeirra og dýpt sem
skipta öllu máli. Ef til vill undirbúa
þessi verk okkur undir bestu verk
Brynhildar á sýningunni, hin látlausu
og tæru veggverk úr bræddu gleri.
Þessi tilvísun til innri eiginleika
endurspeglast ef til vill í dúkum Ínu
Salóme, sem einnig leitast við að opna
leið að einhverju sem undir býr. Text-
íllitir gefa að vísu takmarkað svigrúm
til köfunar, einkum þegar þeir þurfa
að þekja jafnstóra fleti og yfirborð
baðmullarstriganna í vestursalnum.
Helmingi minni rammar hefðu ef-
laust gert sama gagn og jafnvel dreg-
ið betur saman áhrifin sem birtast í
skyndilegri opinberun litarins innan
úr miðjum grámanum umhverfis.
Þessi tilraun til að takast á við dýpt
er í algjörri andstöðu við málverk
Guðrúnar Einarsdóttur af yfirborði
litanna. Guðrúnu tekst að ganga ein-
um lengra en yfirborðsmálarar sjö-
unda og áttunda áratugarins – Rym-
an og Poons – í því að vísa auganu frá
því sem undir býr að hinu sem liggur
ofan á undirstöðunni. Það er ekki
lengur liturinn, heldur hreint yfir-
borð hans sem skiptir öllu máli. Það
er líkast því að horfa á úfið hafið og
gleyma því um stundarsakir að undir
ölduhæðinni býr ómælisdýpi.
Með upphleyptu mynstrinu sem
Guðrún laðar fram í olíumálverkum
sínum skorar hún naumhyggjuna
sumpart á hólm, eða gengur út frá
forsendum hennar til að halda einum
lengra. Þegar málverkið, eins og
Frank Stella orðaði það, er ekki leng-
ur annað en það sem er og verður
numið blákalt með augunum, hættir
það að vera gluggi en verður í raun
lágmynd, eða áþreifanlegur listhlut-
ur. Þessi rök færir Guðrún okkur
með óvenjuskýrum og margslungn-
um hætti í hrífandi málverkum sín-
um. Þá fylgir hún sýningu sinni úr
hlaði með vandaðri sýningarskrá.
Af ofansögðu má ráða að sýningar
þeirra Brynhildar, Ínu Salóme og
Guðrúnar eru í reynd þrjár sérsýn-
ingar, þótt fáein sameiginleg atriði
megi finna ef grannt er skoðað.
Andinn og efnið
Verk eftir Ínu Salóme.Verk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur.
Verk eftir Guðrúnu Einarsdóttur.
Halldór Björn Runólfsson
MYNDLIST
Listasafn Kópavogs
Sýningunni er lokið.
MÁLVERK & HÖGGMYNDIR
BRYNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR,
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR &
ÍNA SALÓME
mennri borg og við jafn-
stutta götu og Skóla-
vörðustíginn.
Maður hefur jafnvel á
tilfinningunni að sýningin
á Mokka sé leifar sýning-
arinnar í Galleríi Reykja-
vík, þótt eflaust sé það
missýn. Ef gera skal upp
á milli verka Lafleur eiga
margbrotamyndir hans
mest erindi við okkur.
Þetta eru óhlutbundnar
púslumyndir, lausar við
þá skreytiáþján sem eltir
listamanninn úr glerinu
yfir í málverkið. Þennan
prismatíska stíl mætti
hann að ósekju fjölfalda og sýna ein-
an sér. Það væri eitthvert púður í
slíku.
Þá má líka hugsa sér hann vinna
úr hringiðumyndunum, eins og
þeirri sem blasir við á vinstri vegg
kaffihússins þegar inn er komið.
Sömuleiðis þyrfti Lafleur að hvíla
lengur við hvert afbrigði stílforða
síns, þótt ekki væri nema til að sanna
fyrir sjálfum sér að hann geti slakað
á í stöðunni.
BENEDIKT S. Lafleur virðist
vera mjög afkastamikill listamaður,
og ekki eru liðnir nema fáeinir mán-
uðir frá því hann sýndi í Galleríi
Reykjavík, einnig við Skólavörðu-
stíg. Ef til vill er þetta einum of þétt
fyrir jafnlítið samfélag, í jafnfá-
Slík slökun er guðsblessun hverj-
um listamanni, og hefur reyndar óra-
margt með sannleikann í listinni að
gera. Að geta gleymt sér í dútlinu er
á við það að geta horfið á vit fingr-
umframspilsins í tónlist eða spunans
í leiklistinni. Benedikt S. Lafleur
mætti að ósekju læra að dvelja vel og
lengi við list sína. Þá mundi honum
farnast mun betur.
Skreytilist
MYNDLIST
Mokka, Skólavörðustíg
Til 27. apríl. Opið daglega frá kl. 9:30–
23:30.
MÁLVERK
BENEDIKT S. LAFLEUR
Halldór Björn Runólfsson
Verk eftir Benedikt S. Lafleur, á Mokka.
Saga heimspek-
innar er eftir Bryan
Magee, prófessor
í þýðingu Róberts
Jacks.
Bókin varpar
ljósi á helstu við-
fangsefni heim-
spekinnar, beinir
sjónum að grundvallaratriðum í tilveru
mannsins og greinir frá öllum merk-
ustu heimspekingum hins vestræna
heims og lykilverkum þeirra.
Meðal þeirra heimspekilegu mál-
efna sem fengist er við eru spurningar
á borð við „Hvað er frjáls vilji?“ og „Er
hægt að sanna tilvist Guðs?“. Höf-
undur lýkur upp heimi hugmyndanna
svo hann verður öllum auðskiljanlegur
og setur auk þess líf og starf heim-
spekinganna í sögulegt samhengi.
Prófessor Bryan Magee nam við há-
skólann í Oxford og lauk prófi í sagn-
fræði, en einnig í heimspeki, stjórn-
málafræði og hagfræði. Hann kenndi
við Yale-háskóla til ársins 1956 er
hann sagði skilið við háskólasamfé-
lagið og gerðist rithöfundur, gagnrýn-
andi og fjölmiðlamaður.
Prófessor Magee sneri sér aftur að
háskólakennslu árið 1970 og er nú
gestaprófessor við Kinǵs College í
London. Af mörgum ritverkum hans má
nefna Modern British Philosophy,
Popper, The Philosophy of Schopen-
hauer og hann hefur einnig gert tvær
sjónvarpsþáttaraðir, Men of ideas og
The Great Philosophers.
Útgefandi er Mál og menning. Bókin
er 240 bls., prentuð í Kína. Verð:
5.990 kr.
Heimspeki
SÝNINGARVERKEFNI
Önnu Jóa og Ólafar
Oddgeirsdóttur, „Sófa-
málverkið“, er eitt af
20 verkum sem valin
voru úr hátt í 1.600 um-
sóknum í opna mynd-
listarsamkeppni EAST-
international sem
haldin er árlega í Nor-
wich á Englandi og nýt-
ur mikillar virðingar.
Dómnefnd 2002 skip-
uðu myndlistarmenn-
irnir Laurence Weiner
og John Baldessari,
sem eru heimsþekktir á
sínu sviði. Sýningin á
verkum eftir þá 22 myndlist-
armenn, sem valdir voru, verður
opnuð laugardaginn 6. júlí nk. í
Norwich Gallery og henni lýkur
24. ágúst. Slóð gallerísins er
www.norwichgallery.co.uk.
„Sófamálverkið“ var sýnt í
Listasafni Reykjavíkur, Hafn-
arhúsinu, í byrjun árs 2001 í tilefni
af því að hundrað ár voru liðin frá
því að fyrsta málverkasýningin var
opnuð á Íslandi. 20. maí nk. er fyr-
irhuguð ferð þeirrar Önnu og Ólaf-
ar til Manitoba í Kanada þar sem
þær hyggjast ljósmynda málverk
sem þar hanga fyrir ofan sófa
fólks sem er af íslensku bergi brot-
ið, í þeim tilgangi að kanna skyld-
leika vestur-íslenskra sófa-
málverka og þeirra sem
fyrirfinnast víða á íslenskum heim-
ilum.
Anna Jóa og Ólöf Oddgeirsdóttir eru
sýningarstjórar Sófamálverksins.
„Sófamálverkið“
til Englands