Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 18
18 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KRISTÍN I. Pálsdóttir út-skrifaðist í febrúar fráHáskóla Íslands meðBA í spænsku og ferða-málafræði sem auka-
grein. BA-ritgerð hennar fjallar um
chilesku skáldkonuna Diamelu Eltit
og verk hennar. Kristín segir að
Eltit sé afar pólitískur rithöfundur
en skipi sér þó ekki á bekk með
hinum hefðbundnu andófsöflum í
Chile.
„Til að gefa örlitla innsýn í
stjórnmálaástandið í Chile, sem er
bakgrunnur bóka Diamelu Eltit, er
það að segja að frjálslyndir og
íhaldsmenn skiptust á við stjórnvöl-
inn en efnahagur versnaði stöðugt
og á seinni hluta tuttugustu aldar
voru útlendir fjárfestar og Alþjóða-
bankinn orðnir miklir áhrifavaldar
á líf Chilebúa. Chile hafði það þó
fram yfir nágranna sína að sterk
lýðræðishefð hafði þróast í landinu.
Stéttabarátta magnaðist í landinu
alla öldina og árið 1970 komst til
valda kosningabandalag vinstri-
manna, Alþýðueiningin, með Salva-
dor Allende í forsæti. Stjórn Al-
þýðueiningarinnar hófst handa við
að ríkisvæða námur og fyrirtæki í
eigu útlendinga við litla hrifningu
eigenda og yfirstéttarinnar í land-
inu sem tóku til sinna ráða. Óop-
inbert viðskiptabann var sett á
stjórnina að frumkvæði Nixons
Bandaríkjaforseta og efnahags-
ástandið fór hríðversnandi. Í sept-
ember 1973 rændi herinn völdum í
landinu og í hönd fór 17 ára einræði
hersins með Augusto Pinochet
hershöfðingja í broddi fylkingar. Á
valdatíma Pinochet er talið að yfir
3.000 manns hafi verið myrtir og
þúsundir Chilebúa flúðu land,“ seg-
ir Kristín um bakgrunn skáldskap-
arheims Diamelu Eltit.
Gjörningar og mjólkurdreifing
Diamela Eltit er fædd árið 1949 í
Santiago de Chile. Hún nam bók-
menntafræði við háskóla í Chile og
hefur starfað sem kennari í bók-
menntafræði við Chileháskóla auk
þess að halda fyrirlestra í háskólum
víða um lönd, m.a. í Bandaríkjunum
og Evrópu. Eltit bjó í Chile allan
valdatíma Pinochets og kom fram á
listasviðið sem einn af stofnendum
gjörningahóps, sem tilheyrði þeirri
kynslóð listamanna sem kölluð hef-
ur verið „la avanzada“, eða fram-
úrstefnan, seint á áttunda áratugn-
um. Listamenn þessir stóðu fyrir
andófi gegn stjórninni en stóðu þó
utan við pólitískar hreyfingar
vinstrimanna sem voru hin opin-
beru andófsöfl. Ásamt gjörninga-
hópnum CADA tók hún þátt í
gjörningum sem fólust til dæmis í
því að dreifa mjólk í fátækrahverfin
með það að augnamiði að fordæma
þann næringarlega og menningar-
lega skort sem ríkti hjá stórum
hluta þjóðarinnar.
„Í beinu framhaldi af starfi sínu
með CADA gaf Eltit út sína fyrstu
bók Lumpérica (1983) sem gæti út-
lagst Örmeríka í merkingunni Am-
eríka hinna snauðu. En bók þessi er
afar nýstárleg og óvíst hvort hægt
er að kalla hana skáldsögu, en frá-
sagnaraðferðin er meira í ætt við
frásagnarform kvikmynda. Síðan þá
hefur Eltit sent frá sér fimm skáld-
verk og hafa hin síðari þótt nálgast
skáldsöguformið meira en tvær
fyrstu bækurnar sem eru mjög til-
raunakenndar. Nokkrar af bókum
hennar hafa verið þýddar yfir á
ensku og frönsku.“
Kristín bendir á að þegar herinn,
með Augusto Pinochet hershöfð-
ingja í broddi fylkingar, rændi völd-
um í Chile árið 1973 var staða
kvenna í landinu heldur betri en
staða kynsystra þeirra í öðrum
löndum Rómönsku-Ameríku. Fleiri
chileskar konur höfðu haslað sér
völl í atvinnulífinu en í nágranna-
löndunum og þær fengu aðgang að
háskólum fyrstar suður-amerískra
kvenna árið 1877. Kvennaflokkur
var stofnaður í Chile árið 1922 og
aftur árið 1946. „Enda þótt staða
kvenna í Chile hafi verið heldur
betri en kynsystra þeirra í álfunni
er eitt höfuðeinkenni chilesks þjóð-
félags enn þann dag í dag svokall-
aður machismo/marianismo, þ.e.
dýrkun karlmennskunnar annars
vegar og hins vegar dýrkun kven-
ímyndar sem byggð er á stöðluðum
hugmyndum um Maríu mey. Mach-
ismo er skilgreindur sem upphafn-
ing á líkamlegum styrk og kynferð-
islegum þrótti karlmanna en
marianismo upphafning á kvenlegri
sjálfsafneitun, kynferðislegu skírlífi
og móðureðlinu í samræmi við
ímynd Maríu meyjar,“ segir Krist-
ín.
Hún bendir á að þótt bein stjórn-
málaþátttaka kvenna í Chile hafi
ekki verið mikil á tuttugustu öld-
inni, hafi hinir hefðbundnu karla-
flokkar þó notað hugmyndafræði
machismo/marianismo til að höfða
til kvenna og afla atkvæða. En yf-
irleitt voru stjórnmálastörf kvenna
nátengd hlutverkum þeirra innan
heimilisins. Með tilkomu herfor-
ingjastjórnar Pinochet versnaði þó
staða chileskra kvenna til muna.
„Hugmyndafræði herforingja-
stjórnarinnar rímaði fullkomlega
við áðurnefndar hugmyndir um
machismo/marianismo þar sem fað-
irinn er höfuð fjölskyldu, með hin
kristnu gildi að leiðarljósi og und-
irgefna eiginkonu gagntekna af
móðureðli sínu sér við hlið. Orð-
ræða stjórnarinnar beindist síðan
að því að halda konum á réttri
braut samkvæmt þessum hug-
myndum. Þau hlutverk sem konum
var úthlutað voru hlutverk sjálf-
boðaliðans í krossferð gegn marx-
ismanum og hinnar dyggðugu móð-
ur sem stóð vörð um hin þjóðlegu
gildi, undirgefin alföðurnum sem
persónugerður var í Pinochet sjálf-
um sem leiðtoga þjóðarfjölskyld-
unnar. Þriðja hlutverkið var síðan
viðbót við Maríuímyndina en það
var hlutverk nútímakonunnar, hins
frjálsa neytanda í paradís efnis-
hyggjunnar. Þannig voru hugmynd-
ir herforingjanna um fjölskylduna
að hún væri grunneining aga og
eftirlits með gildum valdstjórnar-
innar og eitt af hlutverkum kon-
unnar var að virkja fjölskylduna
sem neyslueiningu til að viðhalda
félags- og efnahagslegum stöðug-
leika.“
Kristín segir að vandamálið við
þessa ímynd sé að tiltölulega fáar
konur gátu speglað sig í henni og
þá helst sá minnihluti sem tilheyrir
efri- og miðstétt. Þær konur sem
urðu fyrir barðinu á efnahagsstefnu
stjórnarinnar, sem hafði í för með
sér fátækt og atvinnuleysi, ásamt
fórnarlömbum pólitískra ofsókna
sem t.d. misstu eiginmenn sína í
herferð stjórnarinnar gegn pólitísk-
um andstæðingum, sáu ekki hvar
þær pössuðu inn í myndina enda
stóðu margar þeirra uppi sem fyr-
irvinnur fjölskyldna sinna. Margir
telja að nýtt tímabil kvenréttinda-
baráttu hafi hafist í Chile árið 1973
þegar konur hófu að skipuleggja
mótmæli gegn mannréttindabrotum
og efnahagasástandinu í landinu.
Lesið út úr þögninni
Kristín segir að Diamela Eltit sé
ein þeirra kvenna sem komu fram á
listasviðið, á árunum eftir valdarán
hersins, en frumleg og vitsmunaleg
rödd hennar hafi síðan verið áber-
andi í gagnrýni á stjórnvöld og
samfélag í Chile.
„Eltit hefur sagt að með tilkomu
herstjórnarinnar hafi orðið til nýtt
tungumál í landinu þar sem fólk
þurfti að lesa úr þögninni og hinu
ósagða því orðræða hersins duldist
á bak við útsmogið orðagjálfur.
Þessari orðræðu svarar Eltit á sinn
einstæða hátt í skrifum sínum en
andsvar hennar við þessu einsleita
tungumáli valdsins birtist í textum
hennar á afar pólitískan hátt þar
sem hún brýtur niður hið viðtekna,
hvort sem það er tungumálið,
ímyndirnar eða reglur vestrænna
bókmennta,“ segir Kristín.
Eltit hefur sagt að það að búa
undir herstjórn sé ólýsanlegt
ástand og má segja að bækur henn-
ar séu nýstárlegar tilraunir til að
lýsa því ólýsanlega.
„Í bókunum er þó engar beinar
lýsingar að finna á herstjórninni og
staðir og persónur eru yfirleitt
nafnlaus. En andrúmsloft bókanna
er svo þrúgandi að kúgunin og óör-
yggið verður áþreifanlegt. Svið
þeirra eru afmarkaðir staðir þar
sem sögupersónurnar eru innilok-
aðar í herbergi, húsi, torgi eða
hverfi umkringdar af ógnandi heimi
sem þær eru jaðarpersónur í. Per-
sónurnar tilheyra hinum valdalausu
stéttum og er þar að finna mellur,
umrenninga og einstæðar mæður.“
Pólitískt sifjaspell
Í fjölskyldum Eltit er sifjaspell,
ofbeldi, sjúkdómar og dauði. Ástin
einkennist af fórn, þráhyggju, of-
beldi og hatri og friðurinn er friður
ógnar og kúgunar. Faðirinn í bók-
unum er ýmist fjarverandi, eins og í
Vörðunum, eða að hann er, eins og í
Fjórða heiminum, utanveltu í eigin
fjölskyldu þar sem hann reynir að
halda uppi lífsstíl sem engum hent-
ar nema honum.
„Í Vörðunum, sem Eltit skrifaði
eftir að herforingjastjórnin fór frá
völdum, beinir Eltit spjótum sínum
að chilesku samfélagi sem á þessum
árum einkenndist af þögn um glæpi
herstjórnarinnar. Enda hafði her-
stjórnin skilið eftir sig stjórnmála-
kerfi sem nær ómögulegt var að
hreyfa í átt til lýðræðis. Þetta var
kerfi innræktunar þar sem t.d.
dómarar hæstaréttar, sem allir
voru skipaðir af Pinochet, völdu
sjálfir eftirmenn sína og Pinochet
sjálfur hafði skipað sig sem yfir-
mann hersins til ársins 1998 og
kosningalögin voru þannig að ekki
var möguleiki fyrir andstæðinga
hersins að ná meirihluta á þinginu,
þetta kerfi var því einslags pólitískt
sifjaspell. Þetta stjórnarfyrirkomu-
lag er svokallað herstýrt lýðræði.
Þar að auki var efnahagskerfi her-
stjórnarinnar látið standa óhaggað
en það var frjálshyggjulíkan sem
lítið hafði gert til að rétta hag hins
bágstadda almennings. Eltit vill
meina að chileskt samfélag hafi
ekki mikið breyst við umskiptin til
hins svokallaða lýðræðis, hið sam-
þjappaða vald er enn við lýði þó að
það sé ekki lengur persónugert í
Pinochet. Eltit telur að ofbeldið sé
enn til staðar það sé bara ekki jafn-
áþreyfanlegt en birtist í félagslegri
útskúfun og útskúfun frá hinni op-
inberu umræðu.“
Kristín segir að staða Rómönsku-
Ameríku í alþjóða-og markaðsvæð-
ingu nútímans sé Eltit hugleikin og
gagnrýni á þetta nýja vald er meðal
þess sem er að finna í bókunum
Fjórði heimurinn og Verðirnir, þar
sem þeir sem áður voru útskúfaðir
af valdstjórn hersins eru nú útskúf-
aðir úr neyslusamfélaginu.
„Heiti bókarinnar, Fjórði heim-
urinn, vísar til þeirra hópa, í hinum
svokallaða fyrsta heimi, sem eru
valdalausir og kúgaðir og er nafnið
svar við merkimiðanum þriðji heim-
urinn sem Eltit segist hafa fengið
nóg af. Með nafninu vísar hún á
þann þriðja heim sem dafnar innan
fyrsta heims samfélaganna á Vest-
urlöndum.
Í Vörðunum er aðalpersónan ein-
stæð móðir sem er undir stöðugu
eftirliti nágrannanna, barnsföður
síns og móður hans. Hún stendur í
bréfaskiptum við barnsföður sinn
sem ásakar hana stöðugt fyrir lífs-
hætti hennar, hugsanir, uppeldis-
aðferðir og fyrir það að fara ekki að
reglum samfélagsins sem horfir
stöðugt til Vestursins sem fyrir-
myndar en horfist ekki í augu við
sitt eigið líf. Bréf hennar eru hins
vegar varnarskrif sem hún veit þó
að verða notuð gegn henni að lok-
um en hún verður að skrifa til lenda
ekki í niðurlægingu þagnarinnar.
Að lokum er hún sótt til saka og
dæmd fyrir að bjarga útigangsfólki
frá því að frjósa í hel á tímum kuld-
ans, sem er tákn herstjórnarinnar.
Það eru sömu óáþreifanlegu öflin
sem ákæra, yfirheyra og dæma
með föðurinn í broddi fylkingar.“
Kristín segir að grunntáknið í
bókum Eltit sé kvenlíkaminn sem
er tákngervingur þess hernumda,
misnotaða og valdalausa. Þessi lík-
ami sé í kreppu, brothættur, sjúk-
ur, svangur, blæðandi, stundum
blindur og/eða heyrnarlaus en þó er
hann ekki endilega sigraður. „Þessi
líkami er tákn þeirra sem kúgaðir
voru af herstjórninni í Chile hvort
sem það var efnahags-, félags- eða
menningarlega og hann er líka tákn
þjóða Rómönsku-Ameríku sem
kúgaðar hafa verið í gegnum ald-
irnar, af nýlenduherrum, landeig-
endum, herstjórnum og nú síðast af
alþjóða- og markaðsvæðingu.
Með bókum sínum reynir Diam-
ela Eltit að nema land fyrir þá
valdalausu og útskúfuðu,“ segir
Kristín.
Að búa undir herstjórn
er ólýsanlegt ástand
Reuters
„ÞAÐ sem tók lengst-
an tíma í ferlinu var
að útvega efni. Krist-
ín og ég notuðum
ferðir yfir hafið til
þess að útvega rit-
verk Diamelu Eltit og
umfjöllun um þau. Þó
svo sagt sé að að-
gangur sé nánast
ótakmarkaður að öllu
efni á Netinu er það
alls ekki rétt í öllum
tilvikum og aldeilis
ekki í þessu. Mér
finnst verkefni Krist-
ínar athyglisvert
vegna þess að með
því er verið verið að
færa saman menningarheima Róm-
önsku Ameríku og okkar. Um leið er
verið að byggja brú því Kristín, eins
og aðrir íslenskir rannsakendur, sjá
hlutina út frá íslensku sjónarhorni,“
segir dr.Hólmfríður Garðarsdóttir,
aðjúnkt í spænsku við Háskóla Ís-
lands og leiðbeinandi Kristínar. „El-
tit er skáldkona í Rómönsku Am-
eríku sem mjög er tekið eftir um
þessar mundir. Hún hefur brotið
blað í umfjöllun um þær stéttir
kvenna sem yfirleitt er lítið fjallað
um, þ.e. götusölukerlingarnar og
þjónustustúlkur á betri heimilunum,
einstæðar mæður og gleðikonur;
þ.e. þessar konur borga Rómönsku
Ameríku sem venjulegalæðast með
veggjum,“ segir
Hólmfríður.
„Kristín setti við-
fangsefnið í sam-
félagslegt og sögu-
legt samhengi sem
hjálpar okkur við að
skilja hvaðan þessir
textar eru komnir.
Henni tekst ágæt-
lega að fara í gegn-
um pólitíska sögu
Chile og sögu kvenna
og tengir bók-
menntaverk Eltit
þeirri sögu.“
Hólmfríður kveðst
sannfærð um að
nafn Diamelu Eltit
eigi eftir að hljóma frekar í eyr-
um almennings. „Hún er þó
hvorki auðveld aflestrar né melt-
ingar. Textar hennar eru blóðugir
og óbilgjarnir.“
„Kristín las allt sem Eltit hefur
gefið út og allt sem við gátum
fundið um hana. Þau eru mjög
velígrunduð þessi tengsl sem hún
skapar á milli þjóðfélagsástands
og aðstæðna og bókmenntanna
sem koma úr þeim jarðvegi. Hún
skilaði mér efninu smám saman
og ég fékk að fylgjast með öllu
ferlinu áður en hún byrjaði að
skrifa líka. Ég lærði sjálf mikið af
vinnubrögðum hennar og vinnu-
lagi,“ segir Hólmfríður.
Setti viðfangsefnið í samfélags-
legt og sögulegt samhengi
Hólmfríður
Garðarsdóttir
NAFN: Kristín I. Pálsdóttir.
FORELDRAR: Ragnheiður S. Jóns-
dóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri,
fædd 2. janúar 1932,
Páll Halldórsson, fyrrverandi skatt-
stjóri, fæddur 10. ágúst 1925.
MAKI: Ib Göttler, landbúnaðartækni-
fræðingur.
MENNTUN: BA próf í spænsku frá
Háskóla Íslands.
Fræðimaðurinn
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON gugu@mbl.is
VIRK VÍSINDI