Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 35
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 35 Án efa glæsilegasta íþróttabók sem komið hefur út á Íslandi. Allt sem þú þarft að vita um Formúlu 1. Formúla 1 – Sagan öll Sagan Brautirnar Ökumenn Liðin Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT–klúbburinn kl. 17. Lifandi og fjöbreytt starf fyrir börn úr 4.–6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrún- ar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja. 12 spora hópar koma saman mánudag kl. 20 í kirkjunni. Mar- grét Scheving sálgæsluþjónn er við stjórn- völinn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin.TTT–starf (10–12 ára) mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4. og 5. bekk velkomin. Bænastund kl. 18 í kap- ellu. Litli Kórinn, kór eldri borgara, þriðju- dag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Back- man. Nýir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Sunnudagur: Æskulýðs- fundur kl. 20. Mánudagur: TTT–klúbburinn frá kl. 17–18. Fella– og Hólakirkja. Mánudagur: Fjöl- skyldumorgnar (mömmumorgnar) mánu- dag í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10–12 í umsjón Lilju djákna. Samvera, kaffi, og spjall. Opið hús fyrir fullorðna í safnaðar- heimilinu kl. 13.30–16. Samvera og bænastund. Birna Hjaltadóttir kemur og segir frá dvöl sinni og fjölskyldu sinnar í Kuwait. Umsjón hefur Lilja G. Hallgríms- dóttir djákni. Þeir sem vilja fá akstur til og frá kirkjunni láti vita fyrir hádegi á mánu- dag. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17– 18. Starf fyrir 9–10 ára drengi kl. 17–18. Unglingastarf á mánudagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahóp- ur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára kl. 17.30–18.30. KFUM yngri deild í Borgaskóla kl. 17–18. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í Korpuskóla kl. 17.30–18.30. TTT (10–12 ára) kl. 18.30–19.30 í Korpu- skóla. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13–15 ára kl. 20. Þriðjudag- ur: Prédikunarklúbbur presta í Reykjavík- urprófastsdæmi er í Hjallakirkju kl. 9.15– 10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelp- ur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20–22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon fund- ur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánu- dagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. TTT-fundir í safnaðarheimili kl. 16–17. Fundir í æskulýðsfélaginu Sánd kl. 17–18. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mánudag- ur: Kl. 17.30 æskulýðsstarf fatlaðra, eldri deild. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30 í umsjón kvenna sem eru að koma af Kvennamóti. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendavegi 601. Sunnudagur: Samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Helga R. Ármannsdóttir. Bænastund fyrir sam- komu kl. 16. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir börn frá eins árs aldri. Þriðjud: Bæna- stund kl. 20.30. Miðvikud.: Samveru- stund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lof- gjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir. Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11. Létt máltíð og samfélag að samkomu lokinni. Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar. Lofgjörð, fyrir- bænir og samfélag. Allir hjartanlega vel- komnir. Matar- og skemmtikvöld vorsins verður 4. maí. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Vegarins á skrifstofutíma í síma 564 2355. Kristskirkja í Landakoti. Næsti og síðasti biblíulestur sr. Halldórs Gröndal þennan vetur er mánudaginn 29. apríl og hefst kl. 20 í safnaðarheimilinu í Landakoti. Allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomn- ir. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart Neskirkja PRÓFASTUR Reykjavíkurpró- fastsdæmis vestra, séra Jón Dalbú Hróbjartsson, vísiterar Ne- sprestakall nk. sunnudag, 28. apríl og þjónar við messu kl. 11 ásamt séra Frank M. Halldórssyni, sókn- arpresti og séra Erni Bárði Jóns- syni, sem prédikar. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Elíasar Davíðs- sonar, tónskálds sem hleypur í skarðið fyrir Reyni Jónasson, org- anista kirkjunnar. Inga J. Back- man syngur einsöng. Tinna Ágústs- dóttir og Hákon Atli sýna dans. Barnastarf er á sama tíma og hittast börnin í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið til frekari fræðslu undir stjórn Guðmundu Ingu Gunnarsdóttur, Rúnas Reyn- issonar, Auðar Olgu Skúladóttur og Elsu Bjarnadóttur. Ari Agn- arsson leikur á píanó í barnastarf- inu. Vísitasía er sérstök heimsókn prófasts og er embættisverk sem unnið er í umboði biskups en pró- fastar gegna m.a. eftirlitshlutverki í kirkjunni. Prófastur hefur þegar átt fund með prestum og formanni sóknarnefndar, skoðað eignir og farið yfir ýmislegt er tengist vísi- tasíugjörðinni. Að messu lokinni er safn- aðarfólki boðin hressing í safn- aðarheimilinu og loks er fundur með sóknarnefnd, prestum og starfsfólki. Þar gefst tækifæri til „að meta gæði starfsins og hvernig samstarfið gengur milli sókn- arnefndar og presta, sókn- arnefndar og annars starfsfólks og starfshópsins innbyrðis“, segir í gögnum frá prófasti. Formaður sóknarnefndar flytur skýrslu um starfið og sóknarprestur gerir grein fyrir safnaðarstarfi. Prestur, organisti og annað starfsfólk segir fréttir af sínum starfsvettvangi en í Neskirkju fer fram fjölþætt safn- aðarstarf fyrir alla aldurshópa. Þá skoðar prófastur einnig kirkju- og fundargerðabækur. Sóknarbörn eru hvött til að fjöl- menna í messuna og fagna góðum gesti. Síðasta Tómasar- messan að sinni ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fjórðu messunnar á þessu ári í Breiðholts- kirkju í Mjódd í kvöld, sunnudag- inn 28. apríl, kl. 20. Tómasarmessan hefur vakið mikla ánægju þeirra sem þátt hafa tekið og virðist hafa unnið sér fast- an sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu fjögur árin. Verður þetta því síðasta Tómasarmessan að sinni, en þær hefjst síðan vænt- anlega að nýju í haust. Það er a.m.k. von okkar, sem að Tóm- asarmessunni stöndum, að hún megi áfram sem hingað til verða mörgum til blessunar og starfi ís- lensku kirkjunnar til eflingar. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Súðvíkingar í Dómkirkjunni EFTIR almenna messu í Dómkirkj- unni í dag kl. 14 hefur Félag Álft- firðinga vestra í Reykjavík árlegt kaffisamsæti sitt. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson messar, Hrönn Helgadóttir, org- anisti og Kammerkór Dómkirkj- unnar sjá um tónlist. Allir Álftfirð- ingar hér syðra eru hvattir til að sýna sig og sjá aðra.. Vísitasía í Nes- kirkju – með söng og dansi! FRÉTTIR ÞAÐ ER kalt og vetrarlegt norð- an heiða þessa dagana, en eigi að síður verða nokkur þekkt veiði- svæði opnuð 1. maí nk. Ber þar hæst Litluá í Kelduhverfi, en annar leigutaka árinnar, Pálmi Gunnarsson, verður með einvala- lið á bökkum árinnar og verða fyrstu dagarnir notaðir til að veiða og merkja, sem er framhald á umfangsmiklum rannsóknum sem Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur Veiðimálastofnun- ar, hefur gengist fyrir í samvinnu við leigutaka. Búast má við góðri veiði þótt svalt sé, því mjög mikill fiskur var í ánni á síðustu vertíð. Auk Litluár verður Vest- mannsvatn opnað, en í upphafi vertíðar geta menn vænst þess að fá góða urriðaveiði, urriðinn er jafnan afar gráðugur strax eftir að ísa leysir. Dæmi voru um að tveir félagar hefðu fengið allt að 200 silunga á stuttum tíma, mest urriða á bilinu 1 til 3 pund. Fréttir héðan og þaðan Góð veiði var í Skógtjörn við Skóga sumardaginn fyrsta eftir því sem fregnir herma, einhverjir tugir silunga. Mest bleikja, 1-2,5 pund. Enn sem komið er veiðist lítið á Þingvöllum og í Vífilsstaðavatni eru smáskot, en ekki mikið meira. Þá hefur veiði dofnað í Varmá. Eystra hefur ekki rofað til á sjó- birtingsslóðum, þar er aðeins í besta falli kropp og nú fer sú stund að renna upp að sjóbirting- ur verður allur horfinn til sjávar. Elliðavatn verður opnað nk. mið- vikudag. Þar var vorið komið á góðan skrið á dögunum, en mikið hefur kólnað og við þessar að- stæður er þess ekki að vænta að veiði verði umtalsverð. Eitthvað gæti þó gefið sig af urriða. Eitthvað hefur verið um að veiðimenn við Hörgsá á Síðu hafi bætt sér upp tregveiði í ánni með því að draga væna urriða úr Hæðargarðsvatni. Einn fékk t.d. fimm stykki, 3-4 punda, og beitti með makríl. Annar fékk tvo, ann- að á spón og hinn á flugu. Þetta eru fréttir sem berast manna í millum, lítið er skráð í veiðibók hvað veiðist í vatninu. Morgunblaðið/Einar Falur Þessi óvenjulega mynd er reyndar síðan í fyrra, en þessi væna Brunnárbleikja varð fyrir því óláni að púpufluga veiðimannsins kræktist í gotraufaruggann! Stefnir í kaldrana- legar opnanir ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.