Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKI fíkniefnaheimur-inn veltir milljörðum króna áári hverju. Sem dæmi mánefna, að söluverðmæti e-pillu á markaði hér á landi undanfarin fjögur ár samtals var á bilinu 800 milljónir til 2,9 milljarðar króna. Og þá eru öll hin efnin eftir, hass, marijuana, amfetamín, kókaín og LSD. Þessi efni eru keypt margfalt lægra verði í útlöndum, svo hagn- aðurinn er gífurlegur. Hann rennur hins vegar sjaldnast óskiptur á einn stað, því greiða þarf kostnað við far- seðla til útlanda, burðardýr taka sinn skerf, margir smásalar sjá um að koma efninu á markað og oftar en ekki nota þeir hluta þess sjálfir, svo ætlaður hagnaður þeirra hverfur í eigin neyslu. Ekki er auðvelt að meta fjár- streymið um fíkniefnaheiminn, enda sá heimur í eðli sínu þannig að upp- lýsingar liggja ekki á lausu. Skásta lausnin er að styðjast við upplýs- ingar lögreglu um þau fíkniefni, sem hún og tollgæsla leggja hald á. Menn greinir hins vegar á um hversu stór hluti fíkniefna, sem flutt eru til landsins, hafna í höndum lög- reglu. Sumir segja það ekki nema um 3%, en aðrir vilja miða við 10%. Lögreglumaður, sem Morgunblaðið ræddi við, sagði að 3% viðmiðið hlyti að vera of lágt, því þegar lögreglan næði að taka umtalsvert magn fíkni- efna sæi þess þegar stað á mark- aðnum, í minna framboði og þ.a.l. hærra verði. Slíkt myndi varla ger- ast ef lögregla væri aðeins að taka örfáa hundraðshluta af markaði. Í þessari grein er tekinn sá kost- ur að reikna út götusöluverðmæti þeirra efna, sem lagt er hald á og velta síðan upp hvert heildarverð- mæti efna á markaði er miðað við að lögreglan nái 3% eða 10%, eða far- inn sé meðalvegurinn og miðað við 6,5%. Þar sem ómögulegt er að segja til um hve stór hluti fer beint í neyslu innflytjenda efnis eða hverf- ur á annan hátt af markaði án þess að greitt sé fyrir hann beinhörðum peningum, er tekinn sá kostur að styðjast við götuverðmæti alls hins áætlaða magns. Lögregla og tollgæsla leggja hald á mismikið magn fíkniefna á ári hverju. Algengustu efnin eru hass, marijuana, amfetamín, kókaín, e- pilla og LSD. Í haldlagningar- skýrslum lögreglu skýtur líka smjörsýra upp kollinum eitt árið, kannabisfræ eru ýmist flokkuð eftir grömmum, í stykkjatali eða talin í heildarmagni kannabisefna, e-töflu- mulningur finnst stundum í stað e- töflu í stykkjatali, tóbaksblandað kannabisefni er talið til á einum staðnum, morfín á öðrum, sveppir á þeim þriðja og svo mætti lengi telja. Hér verður eingöngu horft til al- gengustu tegundanna, í því formi sem þau hafa óumdeilanlega haslað sér völl hér á landi. Þá er engin til- raun gerð til að meta umfang sölu á svokölluðu læknadópi í fíkniefna- heiminum. Vitað er að ýmis lyf, sem fengin eru með löglegum hætti hjá læknum, eru oft seld á margföldu verði í undirheimunum. Þar sem magn hvers efnis er mis- mikið á milli ára er hér miðað við Viðskipti með fíkniefni eru hluti af neðanjarðarhagkerfinu. Þau koma ekki fram á fjárlögum, en óhjákvæmilegur fylgifiskur fíkniefnanna er ýmis kostnaður lögreglu, tollgæslu, dómskerfis og heilbrigðiskerfis. Íslenski fíkniefnamarkaðurinn veltir milljörðum króna Markaðsvirði fíkniefna um 2 milljarðar á ári                          !     " #     ! !$ %&'(       )! # )! *  )! +,  )! -./  ) 0 )  . '2 ' 22 22 % 2 32  "&4  '&" ' 222 4 222 3 222 43 222 "2 222 " '22  &" '2&2  222 ' 222 2 22 22  "22 4 '3' 2&% " %&3 222 222 222 %22 " %22 22 2& %%&  22 3 '22  222 % "22 44 222 222 &2 ""&' 32 "42 ' 42 %%' %% 2& "&   222 22  5     #     " Milljarðar króna streyma um fíkniefnamarkaðinn hér á landi. Í grein Ragnhildar Sverrisdóttur kemur fram að söluverðmæti fíkniefna er um tveir milljarðar króna á ári. Efnin eru keypt á miklu lægra verði erlendis. Á HVERJUM degi ársins 2000 að meðaltali:  Var lagt hald á 13,92 grömm af marijuana  Var lagt hald á 72,75 grömm af hassi  Var lagt hald á 28,05 grömm af amfetamíni  Var lagt hald á 2,58 grömm af kókaíni  Var lagt hald á 60,26 e-töflur  Var lagt hald á 0,04 skammta af LSD  Komu upp 1,7 fíkniefnamál  Voru 2,3 haldlagningar ávana- og fíkniefna  Var 2,1 kæra  Voru 1,7 einstaklingar kærðir Heimasíða ríkislögreglustjóra www.rls.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.