Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 2

Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 2
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Um 50 erlendir togarar eru nú að úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg, rétt utan íslensku landhelginnar, og þar verður oft þröng á þingi. ÚTHAFSKARFAVEIÐIN á Reykjaneshrygg hefur farið mjög vel af stað, skipin hafa fengið mjög góðan afla síðustu vikuna og hafa getað haldið uppi fullri vinnslu. Að sögn Kristjáns Péturssonar, skip- stjóra á Höfrungi III, hafði heldur dregið úr aflabrögðunum á föstu- dag, enda leiðindaveður á miðunum og aðstæður gætu því breyst til hins betra á svipstundu. Íslenskum skipum er heimilt að veiða samtals 45.000 tonn af úthafs- karfa á þessu ári. Íslendingar veiddu samtals um 42.473 tonn af karfa í úthafinu á síðasta ári og ætla má að útflutningsverðmæti aflans hafi numið allt að 4 millj- örðum króna. Alls voru 17 íslenskir togarar að veiðum um 30 sjómílur innan við 200 mílna landhelgislín- una á föstudag. Þar var mjög góð veiði alla síðustu viku, skipin að fá allt upp í 50 tonn á sólarhring og hafa því getað haldið uppi fullum af- köstum í vinnslunni um borð. „Skipin hafa verið að fá allt upp í þrjú tonn á togtímann alla vikuna, sem teljast verður mjög góður afli. Hins vegar má segja sem svo að það sé eðlilegt ástand á þessum árs- tíma. Við höfum fengið mjög góðan karfa, heldur betri en oft áður á þessum slóðum. Þessa stundina er hins vegar heldur daufara yfir veið- unum, hér er fremur slæmt veður, mikill straumur og þá er gjarnan minna um að vera. En ástandið get- ur breyst í einni svipan og vonandi glæðist aflinn fljótlega aftur,“ sagði Kristján Pétursson í samtali við Morgunblaðið. Flugvél Landhelgisgæslunnar fer reglulega í eftirlitsflug yfir Reykja- neshrygg og samkvæmt upplýsing- um þaðan eru nú um 50 erlendir togarar að veiðum við íslensku land- helgislínuna. Íslenskir togarar mokveiða úthafskarfa á Reykjaneshrygg Aflinn nær að halda uppi fullri vinnslu FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR sjúklingar þekkja og neyta daglega lúpínuseyðis sem Ævar Jóhannesson og kona hans Kristbjörg Þórarinsdóttir fram- leiða á heimili sínu í Kópavogi og gefa krabbameinssjúklingum og öðrum sem þjást af margvíslegum meltingarfærasjúkdómum, æða- þrengingum, of háu kólesteróli, bólgum í blöðruhálskirtli og ýms- um sjúkdómum í ónæmiskerfinu. Að sögn Ævars telur fólk sig hafa umtalsvert gagn af seyðinu en talið er að blóð krabbameins- sjúklinga verði betra og líkaminn betur undir aðra lyfja- og geisla- meðferð búinn hjá þeim sem nota seyðið. Ævar notar rætur af lúp- ínu í seyðið, auk tveggja tegunda af hvönn, litunarmosa og njóla en til að fullnægja eftirspurn nota þau hjón um 6 kíló af rótum á dag. Nýverið kom upp sú staða að allur rótalagerinn var uppurinn, en aðaluppskerutíminn er á haust- in þegar rætur af 5–6 ára gömlum plöntum eru plægðar upp á ökrum Landgræðslu ríkisins á Suður- landi. Mestöll tínslan er fram- kvæmd af sjálfboðaliðum, m.a. fé- lögum í Rótarýklúbbi Rangæinga og starfsmönnum Landgræðsl- unnar. „Það sem skiptir sköpum í þessu er framlag Landgræðslu ríkisins sem leggur til aðstöðu og mannafla til hreinsunar og pökk- unar á rótunum. Þegar í ljós kom að við vorum að verða stopp í framleiðslunni fóru starfsmenn Landgræðslunnar austur á Skóga- sand og tíndu rætur til að tryggja áframhaldandi framleiðslu og ekki má gleyma börnunum á Kirkjubæjarklaustri sem tíndu fulla kerru af rótum. Starfsmenn fræverkunarstöðvar Landgræðsl- unnar hafa hreinsað, kurlað og pakkað rótunum í 6 kílóa kassa, en birgðirnar eru síðan fluttar í frystigeymslu Eimskips í Hafn- arfirði, þar sem ég nálgast þær eftir þörfum,“ sagði Ævar sem vildi koma þakklæti á framfæri til allra sjálfboðaliða og starfsmanna Landgræðslunnar sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu þeirra fjölmörgu sjúklinga sem telja sig eiga lúpínuseyðinu líf sitt að launa. Um sex hundruð manns nota lúpínuseyði daglega sér til heilsubótar Margir leggja hönd á plóg við að útvega rætur Morgunblaðið/Aðalheiður Starfsmenn taka á móti lúpínurótum til vinnslu í fræverkunarstöðinni í Gunnarsholti, f.v. Sigurður Óskarsson og Hjörtur Guðjónsson. Hellu. Morgunblaðið. Hunangs- flugur komnar á kreik VART hefur orðið við hunangs- flugur að undanförnu á suð- vesturhorni landsins, en hun- angsflugur eru afar stundvísir vorboðar og fara venjulega á kreik um 20. apríl, að því er fram kemur á vef Náttúru- fræðistofnunar. Þar kemur ennfremur fram að það er húshumla, Bombus lucorum, sem fer fyrst á kreik þeirra þriggja hunangsflugna- tegunda sem eru hér á landi. Hún er jafnframt nýjasti land- neminn hér á landi, en hún fannst fyrst árið 1979 í Reykja- vík og Heiðmörk. Síðan hefur hún dreifst um landið. Aðrar tegundir eru mó- humla, Bombus jonellus, sem er útbreidd á láglendi um land allt og hefur auk þess fundist á nokkrum stöðum á hálendinu. Hún hefur að líkindum verið hér á landi frá ómunatíð. Um og upp úr miðri 20. öldinni barst hingað síðan þriðja tegundin sem kölluð er garðhumla, Bom- bus hortorum. Henni vegnaði vel framan af og náði töluverðri útbreiðslu á Suðvesturlandi, en hefur átt mjög erfitt uppdrátt- ar síðustu tvo áratugina og er nú því sem næst horfin. Skjálftar í Mýrdalsjökli NOKKRIR jarðskjálftar urðu í Mýrdalsjökli í gærmorgun milli klukkan 7:18 og 7:21. Stærsti skjálftinn var 3,3 á Richters- kvarða. Ekki eru merki þess að meira sé í vændum, segir Þór- unn Skaftadóttir, jarðfræðing- ur á jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands. Upptök skjálftanna hafi verið í öskju jökulsins. Að hennar sögn eru skjálftar á þessu svæði ekki óvanalegir en ekki er hægt að segja til um hvað veldur. Ekkert bendir til þess að órói sé undir jöklinum. Ölvaður á stolnum bíl LÖGREGLAN á Húsavík hand- tók í gærmorgun ökumann sem sterklega var grunaður um ölv- un við akstur. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós að ökumað- urinn var ekki á eigin bíl heldur hafði gripið hann traustataki annars staðar í bænum. Þegar eigandi bílsins hringdi síðar til að tilkynna stuldinn hafði lögreglan bílinn því undir höndum. Að sögn lögreglu er þetta í annað sinn sem bifreið er stolið á Húsavík á árinu og í báð- um tilfellum fann lögreglan bíl- ana áður en eigendur voru búnir að uppgötva hvarfið. UPPSKERUHÁTÍÐ bráðgerra barna var haldin í Réttarholtsskóla í gær. Mátti þar sjá afrakstur þeirra barna sem tekið hafa þátt í verkefninu „Bráðger börn – verk- efni við hæfi“ og sótt námskeið við Háskóla Íslands. Um er að ræða samstarfsverk- efni Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur, Háskóla Íslands og foreldra- samtakanna Heimilis og skóla. Er þetta í annað sinn sem bráðgerum börnum í grunnskólum er boðið upp á námskeið af þessu tagi. Að þessu sinni tóku 124 börn þátt í námskeiðunum og voru þau úr grunnskólum af öllu höfuðborg- arsvæðinu. Hér má sjá Geir Guðbrandsson leggja lokahönd á verkefni svokall- aðs jarðskjálftahóps en meðal þess sem mátti berja augum á uppskeru- hátíðinni var loftbelgur sem börnin höfðu sjálf búið til. Þá var farið í leiki auk þess sem foreldrar og börn nutu veitinga í góðum hópi. Uppskeruhátíð bráðgerra barna Jarðskjálftar, loftbelgur og leikir Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.