Morgunblaðið - 30.04.2002, Page 11

Morgunblaðið - 30.04.2002, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 C 11HeimiliFasteignir  530 4500 Orrahólar - frábært útsýni. Björt og vel skipulögð ca 93 fm íbúð á 5. hæð í góðu lyftuhúsi. Tvö góð herbergi, stofa og sjónvarpshol. Nýtt parket og flísar á gólfum. Húsvörður í húsinu. Frábært útsýni til suð- urs og vesturs. Verð 11,7 millj. Tjarnarból - góð íbúð Mjög góð 2ja-3ja herb. ca 80 fm íbúð á 3. hæð í nýviðgerðu fjölbýlishúsi á Seltjarnar- nesi. Íbúðin er vel skipulögð og skiptist í stofu, eldhús, baðherb., og 2 svefnherb. Góð eign á vinsælum stað. Verð 10,2 millj. Hjarðarhagi. Vorum að fá í einkasölu 83 fm 3ja-4ra herbergja íbúð í fallegu fjölbýli á besta stað í Vesturbænum. Björt og rúmgóð stofa. Parket, flísar og dúkur á gólfum. Verð 10,4 millj. (993). Kleppsvegur - góð eign Vorum að fá í sölu mjög góða og vel skipulagða 75 fm íbúð á 4. hæð í þessu húsi. Íbúðin rúmast vel og skiptist í góða stofu, rúmgott svefnherb. m. útgangi út á suðursvalir og gott eldhús. Innan íbúðar er geymsla með glugga sem unnt væri að nýta sem vinnuherb/barnaherb. Verð 9,5 millj. Bergstaðastræti. Góð ósamþ. stúdíó- risíbúð í Þingholtunum. Eignin er í fimmbýli. Parket og dúkur á gólfum. Íbúðin er undir súð þannig að gólfflötur er e-ð stærri. Áhv. ca 2,5 millj. Verð 3,9 millj. (164) Meðalbraut - Kóp. Mjög góð 2ja her- bergja íbúð á 1. hæð í fallegu tvíbýlishúsi á frábærum stað í Kópavogi. Sérinngangur. Þvottahús og geymsla innan íbúðar. Þetta er góð eign á góðum stað. Verð 8,9 millj. (974). Tjarnarból. Vorum að fá í einkasölu mjög fallega 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í 4ra hæða fallegu fjölbýlishúsi á Tjarnarbóli. Park- et og flísar að mestu á gólfum. Mjög stórar suðursvalir. Verð 9,6 millj. (977). Lokastígur - Ris. Vorum að fá í einka- sölu mjög bjarta og vel skipulagða 2ja her- bergja risíbúð á frábærum stað í Þingholtun- um. Viðargólffjalir á gólfum, nýleg eldhúsinn- rétting. Útsýni. Verð 7,9 millj. (998). TIL SÖLU Til sölu er jörðin Lambhagi í Ölfusi, 42 ha að stærð, öll grasi gró- in, þar af um 20 ha ræktað land og 22 ha beitarland. Jörðin er ágætlega uppbyggð. Húsakostur er 119 fm íbúðarhús, byggt 1951, klætt viðarklæðningu, á einni hæð með 5 herbergjum, eld- húsi, búri, þvottahúsi og baðherbergi. Yfir húsinu er geymsluris. Nýir gluggar eru í íbúðarhúsinu og hefur vatnslögn verið endurnýj- uð eftir þörfum. Til útihúsa teljast 3 alifuglahús, 590 fm alls, kálfa- hús, hlöður, véla- og verkfærageymslur, byggðar á árunum 1951- 1986. Útihúsin hafa verið endurnýjuð og eru þau klædd að utan með bárujárni og máluð. Hitaveita er á jörðinni er gefur 10 mínút- ulítra frá Austurveitu, en af því eru aðeins um 3,7 mínútulítrar not- aðir til upphitunar á íbúðarh. og alifuglahúsi. Staðsetning jarðar- innar er mjög góð, mitt á milli Hveragerðis og Selfoss. Drauma- eign fyrir hestafólk og aðra áhugamenn um landbúnað. Ásett verð er 29 millj. króna. Nánari upplýsingar um jörðina veita Lögmenn Skólavörðustíg 12 í síma 562 1018. Jörðin verður til sýnis á laugardag og sunnudag næstkomandi. Áhugasömum er bent á að hafa samband í síma 483 4231 (Ólöf) eða 893 5008 (Halldór). OPIÐ mánudaga-fimmtudaga frá kl. 9-18, föstudaga frá kl. 9-16. Svo er GSM-inn alltaf opinn. www.lyngvik.is Sími 588 9490 • fax 568 4790 Sigrún Gissurardóttir, lögg. fasteignasali Steinar S. Jónsson, sölustjóri, GSM 898 5254 Daníel Björnsson, sölufulltrúi GSM 897 2593 Félag Fasteignasala- Sími 588 9490 Um leið og við á Lyngvík óskum landsmönnum öllum gleðilegs sumars, viljum við þakka fyrir góðan vetur og benda á heimasíðu okkar www.lyngvik.is Spánn - Garðatorg eignamiðlun er með í sölu núna húseignir af ýmsu tagi í Valencia á Spáni. Um er að ræða bæði stór einbýlishús allt niður í litlar íbúðir. Húsin eru ým- ist steypt eða hlaðin. „Eignirnar eru staðsettar allt frá Alicante suður fyrir Torrevieja. Þær eru allar í nágrenni við ströndina Costa Blanca við Mið- jarðarhafið, á suðausturströnd Spánar,“ sagði Þórhallur Guðjóns- son hjá Garðatorgi. „Þetta eru eignir frá nokkrum verktökum, sem allir eru þekktir fyrir traust og góð vinnubrögð.“ Hvert er verð eignanna? „Það er allt frá 6,5 millj.kr. fyrir minni íbúð með tveimur svefnher- bergjum og upp úr.“ Hefur fólk sýnt þessu mikinn áhuga? „Gríðarlegan. Við erum nýbyrj- aðir á þessu en fók hefur sýnt mik- inn áhuga, það þekkja margir þetta svæði og hafa verið þar. Það virðist vera um að ræða aukna ásókn í ferðir á suðausturströnd Spánar, enda er þarna allt nýtt og mjög snyrtilegt og mannlífið er fjölbreytt. Það eru aðallega Norðurlanda- menn og Bretar sem eru að kaupa þarna eignir og sumir þeirra búa þarna allt árið.“ 70% lán til 25 ára Hvernig gengur að fjármagna fasteignakaup þarna? „Það er banki sem heitir La Caixa sem lánar allt að 70% til 25 ára og vextir eru svona 5,5% og engin verðtrygging. Það er fyrirtæki sem heitir Gloria Casa sem er í eigu íslenskra aðila sem sér um að sýna eignirnar og selja þær. Starfsfólk þar sér um að túlka fyrir þá sem þurfa og svo allt kaupferlið sem á eftir getur fylgt.“ Hvernig er skipulag þessara húsa? „Land á Spáni er mjög dýrt þannig að mikið er lagt upp úr að nýta vel hvern einasta fermetra. Íbúðir eru nýttar afar vel á svona stöðum, verandir eru stórar enda er fólk mikið úti á svölum og ver- öndum á þessum slóðum. Þess má geta að í nágrenni við þessa byggð er víðast stutt á ströndin og þarna eru líka frábær- ir golfvellir, veitingastaðir og verslanir og nóg að gera fyrir börnin.“ Húseignir í Valencia Gróið íbúðarhverfi í Torrevieja. Garðatorg er með í sölu íbúðir þarna, allt frá 60 ferm. að stærð, sem kosta frá 6,5 millj. kr. Villa Martin er hverfi í byggingu við samnefndan golfvöll stutt frá Torrevieja. Þarna má fá íbúðir frá 6 millj. kr. og raðhús frá rúmum 10 millj. kr. Þessar eignir eru til sölu hjá Garðatorgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.