Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 44

Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 44
44 C ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir HVAÐ tekur bíll mikiðpláss? Hvað þarfgöngustígur að verabreiður? Hvar á ég að geyma barnavagninn? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem koma upp þegar verið er að skipu- leggja innkeyrslu fyrir framan hús. Svörin við þessum spurningum eru teygjanleg en hér á eftir fara nokkrar stærðir sem hægt er að hafa til viðmiðunar. Lengd bíla- stæðis þarf að vera 5 metrar þannig að bíllinn sjálfur komist fyrir. Með 6 til 7 metrum er hægt að athafna sig bæði fyrir framan og aftan bílinn. Sumir bílar eru það langir að taka þarf sérstakt tillit til þess og þá er besta ráðið að mæla bílinn og bæta við því sem þarf fyrir framan og aftan. Góð breidd fyrir einn bíl eru 3 metrar en þá er hægt að opna hurðir og ganga fram hjá bílnum. Þannig verður bílastæði fyrir 2 bíla að vera 6 metrar á breidd og fyrir þrjá bíla 9 metrar. Ef um bílastæði fyrir marga bíla hlið við hlið er að ræða þá dugar að hafa þau 2,5 metra á breidd. Svæðin við útidyrnar Hellulagt svæði nálægt útidyr- unum þarf að vera rúmgott, sér- staklega ef þar nýtur sólar og skjóls. Við útidyr sumra húsa er upplagt að grilla á kvöldin. Þau svæði sem notuð eru á þennan hátt þarf að skipuleggja með tilliti til þess að grillið, borð, stólar og annar nauðsynlegur búnaður kom- ist vel fyrir. Til þess að ákvarða stærðir á dvalarsvæðum við útidyrnar er ágætt að hafa svæði innandyra til viðmiðunar. Þannig getur svæði þar sem koma þarf fyrir mat- arborði og 4–6 stólum verið svipað stórt og borðkrókur í eldhúsi, t.d. tveggja metra langt og þriggja metra breitt eða alls sex fermetr- ar. Síðan gæti þurft að bæta við tveimur fermetrum fyrir grill og enn fleiri fermetrum til að auka notkunarmöguleika enn meira. Oft gleymist að hugsa fyrir geymslu- svæðum fyrir reiðhjól og barna- vagna, en það getur verið þægi- legt að þessir hlutir hafi sinn frátekna stað nálægt útidyrunum. Þá er hægt að mæla vagninn og hjólið til að ákvarða það pláss sem þarf. Algeng breidd á barnavagni er um 50 cm og lengdin rúmir 150 cm. Fyrir eitt reiðhjól þarf að gera ráð fyrir 50 cm breidd á hvert hjól og lengdin er um 180 cm. Ef hjólin eru fleiri er svæðið einfaldlega breikkað um 50 cm fyrir hvert hjól. Við heildarbreidd- ina má bæta við tæpum metra þannig að gott sé að athafna sig í kringum bæði hjólin og vagnana. Útivistarsvæði fjölskyldunnar Þar eru ýmsir kostir við það að helluleggja sólbaðssvæðin og að- aldvalarsvæði fjölskyldunnar. Val- ið stendur yfirleitt á milli trépalls eða hellulagnar þótt vissulega geti vel undirbyggt gras sem þornar fljótt einnig nýst sem prýðis úti- vistarsvæði. Hvert þessara efna hefur sína kosti og galla. Einn kostur við hellulagnir er að viðhaldið er tiltölulega auðvelt (þó sérstaklega hjá þeim sem kunna að meta smámosavöxt í fúg- um). Ef koma á fyrir heitum potti á svæðið gefa hellurnar möguleika á að vera með snjóbrædda göngu- leið út að pottinum því heitir pott- ar eru ekki síður notaðir á vet- urna en á sumrin. Til samanburðar við trépall þarf ekki að bera fúavörn á hellulagt svæði á hverju sumri og ending- artími hellulagnar er talsvert lengri en furuklæðning á trépalli. Á móti kemur að pallurinn er mýkri þegar gengið er um ber- fættur eða ef einhver hrasar og dettur. Varðandi stærðir á þessum aðaldvalarsvæðum þá veitir ekkert af 10 fermetrum fyrir 2–3 sólstóla, aðra 12 fyrir matarborðið og að lokum 6 fermetra fyrir grillmeist- arann og grillið. Þannig gæti lág- marksstærðin verið að nálgast 30 fermetra. Þetta svæði er aðalsvæðið og þess vegna má segja því stærra því betra. Best er að svæðið sé skipulagt þannig að það sé í nokkrum hólfum eða herbergjum. Herbergin snúa þá á mismunandi hátt gagnvart sólu og nýtast því á mismunandi tímum dags auk þess sem hvert svæði getur haft sinn tilgang. Eitt fyrir sólböð, heiti potturinn á öðru, leiksvæði, mat- arsvæði og svo framvegis. Stígar um garðinn Breidd stíga getur verið afar mismunandi. Frá mjóum skóg- arstígum sem eru varla meira en 30 cm og allt upp í breiða borg- arstíga sem eru 2–3 metrar, enda gerðir fyrir blandaða umferð fót- gangandi og hjólandi. Við einka- heimili er þó hægt að miða við minni umferð. Stígar sem liggja upp að að- aldyrum frá gangstétt eða bíla- stæði gætu verið um 150 cm á breidd. Þetta er nokkurn veginn sú breidd sem venjuleg manneskja með úttroðna innkaupapoka í báð- um höndum þarf til þess að kom- ast leiðar sinnar. Stígar sem liggja um garðinn geta verið um 90 cm en þeir þurfa að vera breiðari ef tveir eiga að geta gengið hlið við hlið og má breiddin þá ekki vera minni en 130 cm. Stígar sem eru uppi við húsveggi þurfa helst að vera lág- mark 120 cm breiðir en þeir geta auðveldað viðhald á húsi eins og t.d. málningarvinnu, viðgerðir á múrverki eða þvott á gluggum. Ef gras á að liggja alveg upp að húsi er upplagt að setja 20–30 cm breiða hellurönd fast við húsið til að auðvelda garðsláttinn. Þá þarf ekki að klippa grasið upp við húsið með handklippum eða orfi. Í mörgum görðum er eins konar afgangssvæði norðaustan við hús- ið. Yfirleitt eru einbýlishús stað- sett þannig í lóðinni að þessi svæði verða frekar lítil. Á þessi svæði skín sólin aðeins eldsnemma á morgnanna eða nánast aldrei vegna skugga frá húsi, nærliggj- andi mannvirkjum eða stórum trjám. Hér er upplagt að vera með ódýrari lausnir heldur en alls- herjar hellulagnir. Ein slík er að nota möl sem aðalefni og síðan hellur sem stiklur. Með stiklum er átt við að hellur séu staðsettar þannig í mölinni að þægilegt sé að ganga eftir þeim án þess að stíga út í mölina. Oft minna þessar stiklur á fót- spor. Hvert fótspor er gert úr einni stórri hellu eða nokkrum minni sem raðað er saman. Í mal- arsvæðin er hægt að setja stakar plöntur sem gefa þessu svæði eins konar japanskan blæ. Nokkrar plöntutegundir sem hægt er að nota eru himalayjaeinir, stóri- burkni og jafnvel skriðmispill. Þríhjólin og körfuboltinn Í lokin eru nokkur smáatriði sem þó eru mikilvæg, sérstaklega fyrir íþróttafólkið í fjölskyldunni. Fyrir yngstu meðlimi fjölskyld- unnar sem aka um á þríhjólum er gott að hægt sé að hjóla í hringi. Þetta gæti átt við sem stuttar hringleiðir í baklóðinni en einnig gæti verið spennandi að komast hringinn í kringum húsið. Stígur sem gerður er í þessum tilgangi aðallega þyrfti ekki að vera breiðari en 70 til 90 cm. Löglegur körfuboltavöllur fyrir svokallaðan götubolta (streetball) með einni körfu er 9 metrar á hvern kant. Þar sem erfitt getur reynst að finna svo stórt svæði innan venjulegrar lóðar er yfirleitt minna svæði látið duga fyrir óformleg mót og félagsmót í götu- bolta haldinn annars staðar. Óreglulegur stígur sem liggur í gegnum malarsvæði líkt og lækur gefur þessu svæði japanskt yfirbragð. Með rúmgóðri hellulögn er hægt að gera svæðið við útidyrnar að sælureit fyrir fjölskylduna. Skipulagning hellu- lagðra svæða í garðinum Gróður og garðar eftir Björn Jóhannsson landslags- arkitekt/landslagsarkitekt@lands- lagsarkitekt.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.