Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 46
46 C ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Á RIÐ 1904 var um margt merkilegt í sögu lands- ins, en það ár gekk ný stjórnskipun í gildi. Landshöfðingjadæmið var lagt nið- ur og í stað þess kom embætti ráð- herra sem Hannes Hafstein gegndi fyrstur manna. Íslandsbanki tók til starfa og fyrsta bifreiðin var keypt til lands- ins. Fyrirhugað var að leggja rit- síma hingað og fór ráðherra lands- ins utan til að vinna að málinu. Þá gekk í gildi ný byggingarsamþykkt fyrir Reykjavík þar sem var bannað að reisa torfbæi í bæjarlandinu. Á þessu merkisári fékk Guð- mundur Hávarðsson lóð úr Rauð- arártúni, 400 ferálnir að stærð, sem Vilhjálmur Bjarnason seldi honum. Guðmundur fékk leyfi til þess að byggja á lóðinni hús að grunnfleti 15 x 11 álnir, sem enn stendur. Einnig fékk hann leyfi fyrir að byggja þar skúr, 4 1/2 x 3 2/3 álnir að grunnfleti. Birtugrófir við kjall- araglugga við framhlið hússins þ.e. Hverfisgötumegin voru áskildar. Líkt við leiðangra á norðurheimskautið Guðmundur nefndi húsið Norður- pól og rak þar veitingasölu um tíma. Sagan segir að nafnið á húsinu hafi orðið þannig til: Guðmundi þótti framtak sitt gott og vildi líkja því við fyrstu leiðangra manna sem reyndu að ná á norðurheimskautið. Jafnframt greiðasölunni seldi Guðmundur ólar, svipur, gjarðir, kaðla, beisli og snæri. Einnig hafði hann á boðstólum brodda, skíði, göngustafi, yfirbreiðslur yfir hest- ana og skinnfatnað til þess að menn gætu sofið úti. Hann reisti skýli yfir hesta ferðamanna og steypti vatnsþró sem hvorttveggja er horfið núna. Í Norðurpólnum var flest til reiðu sem langferðamenn þurftu á að halda. Þegar Guðmundur byggði húsið var það talsverðan spöl fyrir utan byggðarkjarnann. Þótti mörg- um það hæfilegur sunnudagsgön- gutúr, að fara inn á Norðurpól og drekka þar kaffi eða kakó. Fremur lítið er til um byggingu hússins en þó fannst á Borgarskjala- safni brunavirðing frá 1936. Þar er greinargóð lýsing á því. Þar segir m. a. að húsið sé einlyft íbúðarhús, byggt af bindingi, klætt utan með plægðum borðum, listum og járni yfir á veggjum og þaki. Innan á binding er pappi og milligólf er í neðra bitalagi. Á aðalhæðinni eru fjögur íbúðar- herbergi, eldhús og gangur, allt þilj- að, strigalagt, veggfóðrað og málað. Í rishæðinni eru tvö íbúðarherbergi, eldhús og framloft, allt þiljað og málað. Þar eru einnig þrír geymslu- klefar. Kjallari með steinsteypugólfi er undir öllu húsinu. Timburgólf er yfir steinsteypugólfinu u.þ.b.á helm- ingi gólfflatarins. Inngönguskúr er við norðurhlið hússins, byggður eins og það. Geymsluskúr sem byggður er úr bindingi, klæddur borðum, pappa og járni á veggjum og þaki var á lóðinni þegar þessi virðing var gerð. Ekki er vitað með vissu hvenær skúrinn var byggður en ekki er ólíklegt að það hafi verið í tíð Guðmundar Háv- arðarsonar. Flatarmál skúrsins var 3.1 x 6.9 m. og hæð 2.2 m. og á hon- um skáþak. Guðmundur Hávarðsson var fæddur árið 1861, sonur Hávarðs Einarssonar í Hellisfirði og konu hans, Vigdísar Jónsdóttur prests í Heydölum Hávarðssonar. Á sínum yngri árum var Guðmundur í Noregi og um árabil vagnstjóri í Osló. Þeg- ar hann kom til Íslands var vagn- stjórastarfið lítið þekkt á landinu. Konungsekill Vegna konungskomunnar árið 1907 var keyptur til landsins mikill skrautvagn og Guðmundur Háv- arðsson ráðinn konungsekill. Við það tækifæri var hann dubbaður upp í viðhafnarklæði. Allt bendir til þess að Guðmundur hafi verið mikill hestamaður, hann skrifaði þrjár bækur um hesta og er ein þeirra rit- uð á dönsku. Guðmundur kvæntist Valdísi Gunnarsdóttur úr Dýrafirði árið 1900. Veitingahúsið á Norðurpóln- um tók formlega til starfa 1. júlí 1905 og kom auglýsing í Fjallkon- unni 7. júlí sama sumar þess efnis. þar var tekið fram að í húsinu yrði talsími, dagblöð frá öllum fjórðung- um landsins og að áfengi væri stranglega bannað. Samkvæmt manntali frá árinu 1906 eru til heimilis í Norðurpóln- um: Guðmundur Hávarðsson, fædd- ur 1861, Valdís Gunnarsdóttir, kona hans, fædd 1863 og vinnufólkið: Sesselja Jónsdóttir, fædd 1878 og Guðjón Jónsson, fæddur 1840. Fljótlega eftir konungskomuna fór rekstri veitingahússins Norður- pólsins að hraka. Af frásögnum frá þeim tíma mætti ætla að hinn skrautlegi vagn og dýrðin í kringum konunginn hafi ruglað Guðmund Hávarðsson í ríminu. Hann virðist ekki hafa orðið samur maður aftur. Gerðist eyðslusamur og gjafmildur, meira en reksturinn þoldi og árið 1909 þann 24. mars er eignin seld á uppboði. Kaupendur voru Gunnar Gunn- arsson og Jakob Jónsson sem selja Norðurpól nokkrum mánuðum seinna. Veitingamaðurinn sem tók við staðnum hét Ásgeir og er ekki annað að sjá en hann hafi leigt að- stöðuna fyrsta árið. Síðan kom þar veitingamaður að nafni Hannes Jónsson. Eftir að Guðmundur Hávarðsson hætti veitingarekstri á Norðurpóln- um var fljótlega farið að veita þar áfengi. Sögur eru til um að þar hafi oft verið sukksamt og lítill heiður hafi þótt að hangsa þar við vín- drykkju. Guðmundur Hávarðsson flutti til Danmerkur en kom aftur til Íslands og lést í Reykjavík á Þorláksmessu árið 1939. Árið 1910 er byggt bráðabirgða- skýli við vesturgafl hússins. Ekki er vitað til hvers skýlið var notað. Rakel Ólafsdóttir verður eigandi að húsinu árið 1916 en þá er húsið búið að ganga kaupum og sölum manna í milli í ein sex ár. Rakel lét byggja kvistinn á húsið árið 1919. Í umsókninni til byggingarfulltrúa varðandi kvistbygginguna segist Rakel síðar ætla að byggja hæð ofan á húsið ef hún fái samþykki til. Ekki er vitað hvort hún sótti um að byggja hæðina og engin gögn hafa fundist þar að lútandi, eitt er víst að ekki varð af byggingunni. Ekki er vitað með vissu hvenær veitingarekstur lagðist af í Norður- pólnum en það mun hafa verið fyrir 1915. Um tíma var rekið í húsinu þvottahús og Reykjavíkurborg átti það og leigði fjölskyldum sem voru á hrakhólum með húsnæði. Árið 1954 kaupa Björn Gunn- laugsson, húsgagnasmiður og kona hans Helga Ágústsdótti, hálfa eign- ina af Alexander Stefánssyni leigu- bílstjóra. Húsgagnagerð og sölubúð Í Norðurpólnum setti Björn á stofn Húsgagnagerð Björns T. Gunnlaugssonar. Hann byggði yfir starfsemina í sundinu á milli hússins og Hverfisgötu 123 og rak bæði verkstæði og sölubúð með húsgögn. Árið 1982 breytti hann rekstrinum í innrömmunarverkstæðið „Ramm- ann“. Björn Gunnlaugsson er ættaður frá Bakka í Víðidal V.-Hún. Björn og Helga hafa lengst allra verið eigend- ur að húsinu. Þar ólu þau upp fjögur börn en þrjú þeirra fæddust eftir að Björn og Helga fluttu í Norðurpól- inn. Fyrst eftir að þau komu í húsið bjuggu þar fjórar fjölskyldur. Tveir útikamrar sem stóðu á lóðinni voru rifnir en þeir hafa líklegt verið frá þeim tíma þegar veitingasalan var í húsinu. Herinn hafði hlaðið virki af sand- pokum á vatnsþróna sem Guðmund- ur Hávarðsson steypti til að brynna hestum ferðamanna í. Nokkru eftir stríðið var virkið tekið og vatnsþróin með. Húsinu hefur verið haldið ágæt- lega við. Það er fremur óvenjulegt að í næstum aldargömlu húsi séu gluggar upphaflegir eins og glugg- arnir í Norðurpólnum eru og ekki í þeim fúi. Fyrir tíu árum var skipt um járn bæði á hliðum og þaki. Tveir skorsteinar voru á þaki hússins en nú aðeins einn. Baka til við húsið er lítill en snotur garður með limgerði í kring sem varið er með gamaldags rimlagirðingu. Lim- gerðið er þrjátíu ára gamalt og gróskumikið. Helstu heimildir: Borgarskjalasafn, B- skjöl og brunavirðingar. Einnig viðtal við Björn T. Gunnlaugsson og skjöl úr safni hans um Norðurpól. Hverfis- gata 125 – Norðurpóll Það er fremur óvenjulegt að í næstum aldargömlu húsi séu gluggar upphaf- legir og ekki í þeim fúi, segir Freyja Jónsdóttir, sem hér fjallar um húsið Norðurpóll við Hverf- isgötu. Morgunblaðið/Golli Húsið var upphaflega byggt 1904, en því hefur verið haldið ágætlega við. Fyrir tíu árum var skipt um járn bæði á hliðum og þaki.Tveir skorsteinar voru upphaflega á þaki hússins en nú er aðeins einn. Baka til við húsið er lítill en snotur garður með limgerði í kring sem varið er með gamaldags rimlagirðingu. Guðmundur Hávarðsson konungsekill Málverk eftir Eggert Guðmundsson af Norðurpólnum og vatnsþrónni. Gluggarnir í húsinu eru ekki réttir, því að þar hafa aldrei verið sexfaga gluggar. Útsýni frá húsinu að Rauðarárstíg áður en hús Búnaðarbankans var byggt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.