Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 40
Fyrsta húsið, sem verzlunin Úti og inni á Akureyri flytur inn, er þegar risið við Miðteig 8. Þetta er timburhús á steyptum kjallara, 236 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Áætlaður byggingarkostnaður er 18 millj. kr. og þá miðað við fullbúið hús. Veröndin er að framanverðu og til hliðanna, alls 53 ferm. VERZLUNIN Úti og inni á Akureyri hefur nú byrjað innflutning á timburhúsum frá Norður- Noregi. Þessi hús eru mjög fljótleg í uppsetn- ingu og er hægt að gera þau fokheld á mjög stuttum tíma. Hjónin Agnes Arnardóttir og Jóhannes St. Sigursveinsson eiga og reka verzlunina Úti og inni, en þar selja þau ennfremur gólfefni og fjöl- margt annað, sem þarf til húsbygginga. „Við bjuggum nokkur ár í Norður-Noregi þar sem við kynntumst þessum húsum og fannst þau henta sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður,“ segja þau Agnes og Jóhannes. „Veðurfar í Norður-Noregi er mjög líkt því sem við eigum að venjast hér á landi. Áður en við settum húsin á markað, vildum við prófa þau fyrst sjálf og erum nú að byggja eitt á Akureyri.“ Að sögn þeirra hjóna eru þessi hús í mjög háum gæðaflokki og úr úrvals efnivið. Hægt er að fá húsin á mismunandi byggingarstigum, en þau eru framleidd hjá Rana-Hytta og Norbohus. Bæði þessi fyrirtæki eru rótgróin og hafa byggt timburhús í 20–30 ár. „Norbohus er t. d. eitt af stærstu timburhús- aframleiðslufyrirtækjum í Noregi í dag,“ segja þau Agnes og Jóhannes. „Norðmenn hafa langa hefð í smíði timburhúsa og finnst okkur það eitt hafa mikið að segja. Þetta eru hús, sem koma í tilbúnum einingum, sem eru glerjaðar og með hurðum þar sem við á. Þess vegna eru þessi hús svo fljótleg í uppsetn- ingu.“ Flytja inn timbur- hús frá Noregi 40 C ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fast- eignasali Úlfar Þ. Davíðsson sölustjóri Börkur Hrafnsson lögmaður HATÚN 6A SÍMI 5 12 12 12 www.foss.is Netfang: foss@foss.is FASTEIGNASALA NÝBYGGINGAR KIRKJUSTÉTT - GRAFARHOLT Fal- leg raðhús alls 193,3 fm á tveimur hæðum á góðum stað í Grafarholtinu. Stutt verður í alla þjónustu og skóla. Húsin afhent fullbúin að utan en fokheld að innan og lóð grófjöfnuð. Húsin eru tilbúin til afhendingar. Verð. 15,5 – 15,8. Nánari uppl. og teikn. á skrifstofu. EINBÝLISHÚS BÚAGRUND – KJALANES - Fallegt 217,9 fm timburhús þar af bílskúr 36,2 fm Stór stofa með fallegum gluggum, stórt eldhús með ljósri innréttingu. Fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Hús sem býður upp á marga möguleika. Verð 16,9 millj. ÞINGHOLT - Glæsilegt 133 fm nýuppgert einbýlishús á Lokastíg. Húsið er á þremur hæð- um, furugólfborð er á annari og þriðju hæð, flís- ar á fyrstu hæð. Eignin er öll nýendurgerð. Eign sem vert er að skoða. verð 17,9 millj. PENTHOUSE BÁSBRYGGJA - GLÆSILEG Glæsileg þakíbúð í Bryggjuhverfinu, alls 263 fm ásamt tvöföldum bílskúr. Öll hönnun og allar innrétt- ingar fyrsta flokks. Frábært útsýni. Sjón er sögu ríkari. SÉRHÆÐ HLÍÐAR MÁVAHLÍÐ Góð sérhæð ásamt risi á þessum vinsæla stað í Reykjavík. 5 svefn- herbergi og tvær samliggjandi stofur. Eign sem býður uppá mikla möguleika. Verð 14,9 SÓLHEIMAR – ÚTSÝNI Rúmgóð og björt hæð með miklu útsýni yfir Laugardalinn. Þrjú góð svefnherbergi, stofa og sólstofa. Rúmgott eldhús. Flísalagðar svalir. Verð 14,9 millj. 4JA - 5 HERBERGJA HRAUNBÆR – GÓÐ Vorum að fá í sölu bjarta og góða 4ra herbergja íbúð. Íbúðin er rúmgóð með nýlegri eldhúsinnréttingu og nýjum gólfefnum. Þvottahús innaf eldhúsi. Verð 11,9 millj. VESTURBÆR – KAPLASKJÓLSVEG- UR Rúmgóð íbúð á tveimur hæðum í góðu fjöl- býlishúsi. Góð stofa með gegnheilu parketi. Fjögur svefnherbergi. Eldri innréttingar í eldhúsi og á baði. Verð 11,9 millj. VESTURBÆR – BRÁVALLAGATA Rúmgóð rúmlega 90 fm íbúð í góðu steinhúsi á vinsælum stað í Vesturbænum. Tvær samliggj- andi stofur og tvö góð svefnherb. Verð 11,5 m. 3JA HERBERGJA HRAFNSHÓLAR - VÖNDUÐ Nýstands- ett 3ja herbergja íbúð á 2 hæð á þessum vin- sæla stað. Húsið er klætt að utan. Sameign er öll til fyrirmyndar. Lyfta. Góður bílskúr getur fylgt íbúðinni. ATVINNUHÚSNÆÐI HAFNARFJÖRÐUR – GLÆSILEGT Til sölu eða leigu í miðbæ Hafnarfjarð- ar stórglæsilegt húsnæði með frábæru útsýni yfir höfnina, í góðu lyftuhúsi. Lyklar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU EÐA SÖLU TIL LEIGU EÐA SÖLU HÚSNÆÐI Á HELSTU VERSLUNARSVÆÐUM BORGARINNAR KNARRARVOGUR Vorum að fá í sölu gott ca 670 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Knarrarvog, í Reykjavík. GRAFARVOGUR Til sölu blandað glæsilegt skrifstofu- og lagerhúsnæði við Fossaleyni. Stærð húss er rúmlega 2.100 fm FAXAFEN Til leigu við Faxafen um 700 fm hagstæð leiga. HLÍÐARSMÁRI 2000 fm þar af 1000 á verslunarhæð. Verð 1200 og 1400 kr. pr. fm VIÐ LAUGAVEG 800 fml á 1., 2. og í kjallara. Hagstæð leiga. GRAFARVOGUR skrifstofu og þjónusturými 2150 fm meðalverð 1000. pr. fm SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Til sölu glæsilegt rúmlega 300 fm atvinnuhúsnæði, miklir mögu- leikar. Frekari upplýsingar á skrifstofu. MIÐBÆR – NJÁLSGATA Vorum að fá í sölu góða 3ja herbergja kjallaraíbúð á Njálsgöt- unni. Nýleg gólfefni. Verð 7,9 millj. VESTURBÆR - ÖLDUGRANDI Sérstak- lega falleg 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérgarði. Íbúðin er öll með vönduðum innrétt- ingum. Flísar og ljóst parket á gólfum. Verð 12,3 millj. KÓPAVOGUR – LJÓSALIND Stór og björt 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í litlu fjöl- býli Stofan er parketlögð með stórum gluggum og útgengi út á suðvestur svalir með útsýni yfir Kópavogsdal. Eldhúsið er rúmgott með U-inn- réttingu og sér borðkrók. Svefnherbergi og barnaherbergi með skápum. Baðherbergi er flí- salagt með baðkari og góðum sturtuklefa. Góð eign á vinsælum stað. Verð 13,9 millj. 2JA HERBERGJA GRAFARVOGUR – BREIÐAVÍK Rúm- góð 2ja herbergja íbúð með fallegum innrétting- um. Baðherbergi flísalagt hólf í gólf. Fallegt fjölbýli. Verð 10,5 millj. MIÐBÆR – SKEMMTILEG 42 fm risíbúð á tveimur hæðum. Björt og góð stofa. Rúmgott panell-klætt svefnherbergi undir súð. Ný eld- húsinnrétting. millj. Áhv. 3,3 millj húsbréf. MIÐBÆR – LAUGAVEGUR Mjög góð tveggja herbergja risíbúð í bakhúsi við Lauga- veginn. Spónaparket á gólfum. Íbúðinni er hag- anlega fyrir komið og hver fermetri nýttur til hins ítrasta. Verð 6,8 millj. www.foss.is Magnús I. Erlingsson lögmaður Fasteignasalan Foss er flutt í nýtt húsnæði í Hátúni 6a (Fönix-húsið) VANTAR VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ FASTEIGNASALAN FOSS ER FLUTT Í NÝTT HÚS- NÆÐI Í HÁTÚNI 6A (FÖNIX-HÚSIÐ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.