Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 27

Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 C 27HeimiliFasteignir hússins. Útveggirnir hafa minnkað að sama skapi, án þess að það bitni á burðarvirkinu. Glerið er sérstaklega hljóðeinangrað og gasfyllt K-gler frá Íspan. „Það er því varla hægt að hugsa sér betri einangrun,“ segir Guðjón. Ljósabúnaðurinn er ítölsk ljós frá Targetti, sem Borgarljós hafa flutt inn, mjög glæsileg og lýsingin snýr upp. „Það er gert til þess að það glampi sem minnst á tölvuskjái,“ segir Guðjón. „Ljósabúnaðurinn er með svokölluðum dimmerum og þessi birtutilhögun skapar afskaplega rómantískan blæ að kvöldi til. Innveggir eru styrktir til þess að halda uppi listaverkum, þannig að það er hægt að hengja upp þung listaverk hvar sem er í húsinu. En þess hefur ekki síður verið gætt að útbúa þetta húsnæði tæknilega þannig úr garði, að það geti hentað fyrir margvíslega nútíma starfsemi. Hér eru afar öflugar tölvulagnir með um 120 tenglum og um 280 ljós. Tölvutenglum er komið fyrir innanveggja en engir ljótir utanáliggjandi tölvutenglar til staðar. Það er lagt fyrir öllum mögulegum lögnum og búnaði og hefur hvergi verið skorið við nögl við hönnun og framkvæmdir. Loks má geta þess að það er mjög tilkomumikill og fallegur hringstigi við innganginn í húsið og annar stigi er sjávarmegin þar sem hægt er að fara beint út í bát.“ Guðjón Bjarnason var loks spurður að því hvernig gengið hefði að fjármagna þessar framkvæmdir. „Ég naut að sjálfsögðu stuðnings virtra fjármagnsaðila og Húsasmiðjan hefur aðstoðað mig á allan mögulegan hátt,“ sagði hann að lokum. „Auk þess hefur Búnaðarbankinn reynzt mér afar vel og verið góður bakhjarl við þessar framkvæmdir.“ Til afhendingar strax Þetta húsnæði er til sölu hjá fasteignasölunum Fossi og Þingholti, eins og fram er komið og til afhendingar nú þegar. Ásett verð er 112 millj. kr., en það er um 100–110 þús. kr. á fermetra. Yfirtaka á hagstæðum langtímalánum og leiga koma til greina. „Þetta er einstakt og óvenjulegt húsnæði og rétt að líta á það fyrst og fremst sem framtíðarfjárfestingu,“ segir Úlfar Þ. Davíðsson, sölustjóri hjá Fossi. „Margir hafa sýnt þessu húsnæði áhuga, sem kemur m.a. fram í miklum fyrirspurnum. En þetta er stórt húsnæði og það má skipta því niður í tvo, þrjá eða fleiri hluta eftir atvikum. Alls má skipta því niður í átta einingar svo að vel sé. Þess vegna kemur vel til álita að selja það í hlutum.“ „Þetta húsnæði hentar vel fyrir margs konar starfsemi,“ heldur Úlfar áfram. „Það er nánast tilbúið sem safn, enda hefur sú hugmynd að koma hér fyrir safni af einhverju tagi vissulega komið til álita. Þetta væri t.d. kjörið sem hluti sjóminjasafns. En þetta húsnæði myndi einnig henta vel fyrir tölvufyrirtæki, auglýsingastofu, verkfræðistofu og síðast en ekki sízt margs konar opinberar stofnanir og verðbréfafyrirtæki. Ef stórfyrirtæki eða stór stofnun á fjármálamarkaði hefði áhuga, má geta þess að það eru allmiklir stækkunarmöguleikar í húsinu. Allt umhverfi hússins á líka eftir að breytast. Við suðvesturhlið þess er skemma, sem verður rifin í júní og það er þegar farið að rýma fyrir götu, sem á að liggja á milli Grandagarðs og Mýrargötu og áformað að ljúka þeim framkvæmdum í sumar. Í framtíðinni verður þetta hornhús á leið niður í miðbæ. Auk þess eru nú uppi áform um glæsilega endurbyggingu gömlu hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu, en framkvæmdir við hana munu hefjast nú í sumar. Hönnun þess er á vegum Hugsmíðar. Yfirbragð svæðisins mun því taka gagngerum breytingum innan skamms.“ Úlfar bætir þvi við, að bílastæði við húsið eigi ekki að vera vandamál. „Hér er talsvert af bílastæðum og ef skemman hverfur nú í sumar, þá eykst fjöldi bílastæða til muna,“ segir hann. Úlfar kveðst ekki hika við að halda því fram að í framtíðinni verði þetta eitt glæsilegasta svæði Reykjavíkur og að það muni taka skemmri tíma en margan grunar. „Út um aðalglugga hússins á eftir að blasa við tónlistarhús borgarinnar, sem verður án efa tilkomumikil bygging og síðan verður allt hafnarsvæðið tekið í gegn,“ segir hann. „Nýja hafnargatan á að liggja til hliðar við þetta hús og mun gera leiðina niður í miðbæ mun skemmri og skemmtilegri en nú er.“ „Almennt er framboð nú meira á atvinnuhúsnæði en eftirspurn,“ segir Úlfar Davíðsson að lokum. „En það eru batnandi horfur í þjóðfélaginu. Það er búið að koma böndum á verðbólguna og meiri stöðugleiki framundan. Með aukinni bjartsýni kemur meiri kraftur í efnahagslífið og með vaxandi umsvifum meiri eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði. Miðað við fyrirspurnir geri ég mér vonir um að þetta einstaka húsnæði við höfnina í Reykjavík seljist innan skamms. Það sést ekki mikið af svona húsnæði á markaðnum nú, lofthæðin er t. a. m. einstök.“ Lofthæðin er 4–5,5 metrar og útveggir með miklum útsýnisgluggum. Húsnæðið er innréttað sem skrifstofu- og iðnaðarrými, en er á allan hátt mjög sveigjanlegt, hvað framtíðarnotkun snertir. Sérvalinn kirsuberjaviður frá Innviðum er notaður til þess að þilja húsnæðið að innan. Húsnæðið er með átta svölum og með útsýni til allra átta, ekki hvað sízt einstöku útsýni frá framsölum hússins yfir höfnina og til fjalla. Á hæðinni er afar falleg móttaka, fullbúið eldhús auk tilbúinna lagna innanveggja fyrir önnur eldhús, rúm- góð kaffistofa eða matsalur með sjávarútsýni, sérútbúið fundarherbergi með smáeldhúsi, ljósrit- unarherbergi, geymsla og tölvuherbergi auk opinna og sveigjanlegra skrifstofueininga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.