Vísir - 14.06.1980, Side 8

Vísir - 14.06.1980, Side 8
VÍSJR Föstudagur 13. júní 1980 Útgelandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastióri: Davlfl GuAmundsson. 1 Ritstiflrar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Rltstjflrnarfulltrúar: Bragl Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Frflttast|flri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaflamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttlr, Halldðr Reynlsson, lllugl Jflkulsson, Jónlna Mlchaelsdóttlr, Krlstln Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Pflll Magnússon, Slgurlón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafsteln. Blaflamaflur fl Akureyri: Glsll Slgur- gelrsson. Iþrflttir: Gylf I Krlst|flnsson, K|artan L. Pfllsson. Liflsmyndir: Bragl, Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hflnnun: Gunnar Traustl Guðb|örnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sfllustjflri: Páll Stefánsson. Dreifingarstióri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjflrn: Slðumúla 14 slml Sflflll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8 slmarBóflll og 82260. Afgreiflsla: Stakkholti 2-4 siml 86611. Askriftargjald er kr.SOOO á mánufli innanlands og verð [ lausasðlu 250 krónur ein- takið. Visirer prentaður i Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14. Einn dag fyrir Ragnar... Enn hafa olíufélögin í landinu sent f rá sér beiðni um hækkun á verði bensíns og gasolíu og munu nú telja þörf á að hækka bensfn- lítrann úr 430 í 470 krónur en gas- olíulítrann úr 155 i 200 krónur. I sjálfu sér eru þessar óskir af hálfu þeirra ekki óeðlilegar með tilliti til þess að olíuvörur hafa haldið áfram að hækka erlendis og gengi krónunnar hef ur stöðugt sigið síðustu vikur. Bensínverðið hækkaði sfðast fyrir réttum tveimur mánuðum og fór þá f 430 krónur lítrinn. Megnið af hækkuninni fór beint í ríkiskassann vegna þeirrar fár- ánlegu reglu, sem gilt hefur til þessa að skattar ríkisins hækki f prósentuhlutfalli við erlendar bensínhækkanir. Af þeirri upphæð, sem við greiðum nú fyrir hvern bensín- lítra renna hvorki meira né minna en 57,54% beint í ríkis- kassann. Bensínverðið hérlendis á sér ekki lengur neinar hliðstæður í hinum siðmenntaða heimi. Félag íslenskra bifreiða- eigenda sendi fyrir nokkru frá sér upplýsingar um það, hve lengi ófaglærður iðnverkamaður væri að vinna sér fyrir einum lltra af bensíni á Norðurlöndum. i Svíþjóð er iðnverkamaðurinn Verkamaöur á almennum taxta Dagsbrúnar er nú nerri tvo átta stunda vinnudaga aft vinna sér fyrir bensinfyllingu á geymi f meöalfólksbll.Og enn er ráögerö bensinhœkk- 4,9 mínútur að vinna sér fyrir lítra af bensíni, í Noregi 5,3 mínútur, í Finnlandi 6,8 mínútur, í Danmörku 8,6 mínútur og hér á fslandi er ófaglærður iðnverka- maður samtals 12,5 mínútur að vinna sér fyrir einum lítra bensíns. Þessar tölur tala sínu máli. En bensínbyrðin hefur sífellt verið að aukast hér á landi, fyrst og fremst vegna þess, hve mikið peningahungur ríkisbáknsins er, og fögur fyrirheit stjórnmála- manna um að þessu þurfi að breyta duga skammt, þegar á herðir. Undanfarið ár hefur bensín- lítrinn stöðugt kostaðokkur meiri vinnu. Til marks um það má minna á upplýsingar, sem fram komu í grein í Vísi um það leyti, sem síðasta bensínhækkun var ákveðin. 1. janúar 1979 tók það verka- mann á almennum taxta Dags- brúnar um það bil níu klukku- stundir, eða rúmlega venjulegan vinnudag að vinna fyrir einum tanki af bensíni á bílinn. Eftir síðustu verðhækkun í aprílmánuði 1980 tók það sama verkamann hvorki meira né minna en 14 klukkutíma, eða nærri tvo venjulega vinnudaga að vinna sér fyrir einni bensínfyll- ingu á geymi í meðalbíl. Það er sem sagt orðin tæplega tveggja daga vinna fyrir verka- mann að aura saman fyrir einni fyllingu á bensíngeyminn í bílnum sínum. Kannski er þetta dæmi ekki raunhæft vegna þess, að verkamenn á Dagsbrúnar- taxta geta varla haf t ef ni á þvf að eiga og reka bíl við þær aðstæður, sem undanfarnar ríkisstjórnir hafa skapað þeim í landinu. En setjum svo, að Dagsbrúnar- verkamaðurinn eigi bíl, þrælar allan annan daginn fyrir bensfn- sköttunum handa honum Ragn- ari Arnalds, en hinn daginn fyrir sjálfu bensínverðinu til olíufurst- anna, flutningskostnaði bensíns- ins til landsins og dreifingar- kostnaði hér. Þau eru hörð kjörin sem ríkisstjórn hinna vinnandi stétta setur launþegum í landinu. Sjálfsagt álita margir, aö þeir sem sitja á verkalýösskrifstof- um fjalli fyrst og fremst um laun og þess háttar. Vist er um þaö, aö mikiö af okkar starfi fer i þaö. En margt annaö kemur upp á boröiö og oft er þaö svo, aö vandamáliö sem komiö er meö er hluti af miklu stærra vanda- máli. , Ég gæti nefnt mörg mál en sný mér aöeins aö einu. Fyrst og fremst vegna þess, aö ég álit aö þar sé um svo mikinn smánar- blett á Islensku þjóöfélagi aö ræöa, aö ég fæ ekki oröa bund- ist. Hvaö á þaö lengi aö ganga, háttvirtir alþingismenn og aörir ráöamenn þjóöfélagsins, aö ef svo vill til, aö einhverra hluta vegna er ekki hægt aö feöra barn, skuli þaö vera meölags- laust hvernig sem ástæöur móö- urinnar eru. Hverju eruö þiö aö hlifa? Rikiskassanum, al- mannatryggingum eöa hverju? Ég er ekki aö biöja um hllfö fyrir mæöumar, ég veit hvaöa meöferö þær fá hjá þeim sem um mál þeirra fjalla þó um barnungar stúlkur sé aö ræöa. Og aldeilis myndi detta af þér andlitiö lesandi minn, ef ég nefndi þér nöfn þeirra sem hafa komiö viö sögu litlu stúlkunnar sem siöast kom til min. Þaö er hætt viö aö sumir eöa sumar misstu geislabauginn. En hvernig getur fólki dottiö þaö I hug, aö gleyma aö setja þaö í lög aö meölag skuli greitt meö óskilgetnu barni þegar viö fæöingu hvort sem faöirinn meögengur eöa ekki. helgarpistiu Aöaiheiöur Bjarnfrcös- dóttir skrif- ar Hvers eiga þau að gjaída? Ég heiti á ykkur alþingis- menn, þvoiö þennan smánar- blett af þjóöfélaginu, og þaö strax. Ég heiti á ykkur öll, sem teljiö ykkur bera lotningu fyrir lifinu, látiö I ykkur heyra. Taliö þiö viö ykkar þingmenn og aöra ráöa- menn og fáiö þetta lagaö. Ég hef reynt aö segja þaö áö- ur og ég segi þaö enn, þaö ætti aö vera auöskiliö öllum, aö barn blöur ekki eftir næringu mánuö- um eöa jafnvel árum saman. Ég veit um þrjú ár. Aörir þekkja kannski meira. Hér fyrir fram- an mig á boröinu liggur mikill lagabálkur, frumvarp til barna- laga. Sjálfsagt er þar margt til bóta frá þvi sem áöur var, enda hefur veriö lögö i þaö mikil vinna en.strax á fyrstu slöu rek ég mig á lagagrein sem ég undra mig á, ég tek hér fyrstu málsgrein úr 4. gr. „Mál til véfengingar á faöerni barns geta höföaö eiginmaöur (sambúöarmaöur) móöur barns, móöir þess, barniö sjálft og lögráöamaöur barns, sem sérstaklega er skipaöur ef þvl er aö skipta. Ennfremur aö eigin- manni látnum sá erfingi hans er gengur jafnhliöa eöa næst barn- inu aö erföum”. Síöan segir, aö ekki megi höföa mál slöar en fimm árum frá fæöingu barns. Mikiö var. Hvers konar viöhorf hefur fólk sem semur svona tillögur til barna. Viö skulum setja upp einfalt dæmi um svona mál. Maöur kynnist konu sem gengur meö barn annars manns. Hann kvænist henni og gengst viö barninu og reynist því góöur faöir. Aöur en barniö nær 5 ára aldri fellur hann frá. Barniö syrgir hann sárt. En nú koma erfingjamirtil sögunnar. Ýmsir vissu aö maöurinn á ekki barniö og nú er auravon. Hvaö er ein barnssál þegar peningar eru annars vegar? Er ekki sjálfsagt aö gefa einhverjum ágimdar- púka tækifæri til aö svipta þaö þvl sem eftir er, fööurnafni og arfi. Mér sýnist, aö þó lögin séu lögö fram á barnaári sé barn metiö sem eign og þó I lægra veröflokki en krónurnar. Ég vona bara aö þeir sem um frum- varpiö fjalla á Alþingi fái jafn mikla andstyggö á 4. gr. og ég og færi þaö til betri vegar. Ég er alltaf ööru hvoru aö reka mig á aö barnaáriö var ekki fyrir börn sem eiga bágt, þó nógar væru samkundurnar á þvi ári. Sam- ábyrgö okkar nær skammt þeg- ar sllkur varnaöarleysingi veröur á okkar vegu . Hvenær vitkast maöurinn svo, aö hann skilur aö hvert mannsbarn er á ábyrgö okkar allra. Ef þaö skeöur þá veröur dýrölegur dagur. Aöalheiöur Bjarnfreösdóttír.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.