Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. júnf 1980, FORSETAKJOR OG SKOÐAN AKANN ANIR Kosningabaráttan fyrir for- setakosningar er nú loks á enda, og morgun er gengiö aö sjálfu kjörboröinu, þar sem þjóöin kveöur upp sinn endanlega dóm um þá frambjóöendur, sem i kjöri eru. Þetta hefur veriö löng kosninga- barátta, alltof löng. Vita- skuld er þaö nauösynlegt, aö þjóöin fái sem gleggstar upp- lýsingar um alla frambjóöend- ur, og þeir hafi góöan tima til aö kynna sig, starf sitt og hugsjón- ir. En þaö er vafasamur ávinn- ingur f þvf, aö hafa þá kynningu svo langvinna, sem hún hefur nú veriö, enda veröur alla jafna aö gera ráö fyrir, aö þeir menn sem gefa kost á sér til forseta- framboös, séu þegar svo vel kynntir og þekktir, aö þar þurfi ekki mjög viö aö bæta. Þvi er ekki aö neita, aö kosn- ingabarátta, sem bundin er viö persónur, og f þeim stil, sem hún hefur veriö rekin nú, gangi á stundum út í öfgar, bæöi i ákafa og hégómaskap. I þeim efnúm er ekki viö frambjóðendur sjálfa aö sakast. Þetta þróast óbeint, ekki sist i langrikosningabaráttu. Þaö er i rauninni aödáunarvert, hversu frambjóöendum sjálfum hefur tekst aö „halda höföi”, og rekið drengilega og heiöarlega baráttu. Og ennþá aödáunar-' veröara er hve mikiö þeir hafa lagt á sig i fundahöldum, feröa- lögum og öörum framboösat- höfnum. Þaö hlýtur bæöi aö hafa verið þrekraun og lifs- reynsla fyrir þá persönulega, hver svo sem úrslitin kunna aö veröa. Hæfir frambjóðendur Af skiljanlegum ástæöum þykirhverjum sinn fugl fegurst- ur, og höröustu talsmenn hvers frambjóöanda og margir fleiri, eiga erfitt meö aö hugsa sér aöra frambjóöendur sem sigur- vegara. Þess^hefur oröiö vart. 1 þvi sambandi er rétt aö rifja upp, aö svipaöar meiningar voru uppi um frambjóöendur 1968, þá Kristján Eldjárn og Gunnar Thoroddsen. Stórir hóp- ar stuöningsmanna beggja máttu ekki til þess hugsa, aö hinn yröi kjörinn. Nú, 12 árum siöar er þaö samdóma álit þjóö- arinnar aö Kristján Eldjárn hafi veriö glæsilegur og veröugur forseti og þar falli enginn blett- ur á. Astæðulaust, og raunar frá- leitt, er aö efast um aö sérhver hinna fjögurra frambjóöenda nú muni sóma sér vel á Bessa- stööum og veröa landi og þjóð viröulegur og veröugur þjóö- höföingi. Ómakleg aðdróttun Visir hefur lagt sig fram um aö gera frambjóöendum jafn hátt undir höföi og gæta þess, aö ekki hallist á einn umfram ann- an. Þannig hafnaöi blaðiö hvaö eftir annaö aösendum greinum, þar sem fariö var neikvæöum ummælum um einstaka fram- bjóöendur. Blaöiö hefur kynnt frambjóðendur itarlega, og reynt aö hafa sem mest jafnræöi I birtingu greina, mynda og annarra frásagna. Þaö er þvl heldur betur óvænt og staölaus aödróttun, sem minn gamli vinur og lagsbróöir, Jón Asgeirsson, beinir til Visis I blaöinu 29. júni, blaöi stuönings- manna Péturs Thorsteinssonar. Þar segir: „Þaö hefur nú komiö I ljós, svo ekki veröur um villst, aö siödegisblööin, Visir og Dagblaöiö, hafa allt frá upphafi kosningabaráttunnar, ætlaö sér aö hafa eins mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna og þeim frekast er unnt, og vila ekki fyr- ir sér aö beita til þess öllum brögðum, meira aö segja óheiö- arlegum”. Og hvert er nú tilefni þessarar atlögu? Þaö mun . vera þær skoðanakannanir, sem blaöiö hefur efnt tvisvar sinnum til. Blaöið hefur i þessum kosning- um, sem og öörum á undanförn- um árum gert tilraun til aö kanna hugi kjósenda til þeirra manna eöa flokka, sem i fram- boöi eru, og gert þaö eftir viöur- kenndum reglum. Skoöanakannanir eru orönar fastir fylgifiskar kosninga, og þaö er eins og hver önnur fjar- stæöa, aö halda þvi fram, aö þær séu af óheiöarlegum toga spunnar. Blaöiö sjálft tekur enga afstööu, niöurstööur eru engir dómar, og I þeim felst engin visbending tif kjósenda, hvern skuli kjósa á kjördegi. Frjáls fjölmiðlun Vinnubrögö Visis eru sam- kvæmt visindalegum aöferöum. Fulltrúum frambjóöenda var gefinn kostur á aö kynna sér framkvæmd skoöanakannanna, og frá þeim var skýrt meö hlut- lausum og heiöarlegum hætti. Þeir sem i ööru oröinu berjast fyrir frjálsri fjölmiölun, geta ekki I hinu orðinu sakaö frjáls blöö fyrir óheiöarleg vinnu- ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstióri skrifpr brögö, þegar þau reyna aö upplýsa lesendur sina um svör viö áleitnum og forvitnilegum spurningum. Þaö er eöli og hlut- verk frjálsra fjölmiöla. Þetta er sagt vegna ómak- legra skrifa Jóns Asgeirssonar, en gæti raunar veriö svar viö þeim ásökunum sem fram hafa komiö hjá fleirum um óvönduö vinnubrögö, persónunjósnir og annaö i þeim dúr. Þvi miöur hafa of margir falliö i þá gryfju, aö gera skoöanakannanir tortryggilegar, af þeirri ein- földu ástæöu, aö þeim likar ekki niöurstööur þeirra. Auðvitaö geta þær veriö umdeilanlegar, og veröa aö takast meö öllum fyrirvörum, en þaö veröur aö vona i lengstu lög, aö fylgis- menn einstakra frambjóöenda, grlpi ekki til þess örþrifaráös, aö kenna eöa þakka siðdegis- blöðunum meira eöa minna fylgi frambjóöenda. Þaö eru kjósendur i landinu, sem kveöa upp dóminn og velja sér forseta, en ekki skoöanakannanir eöa einstök dagblöö. Tiðindi i samningamál- um Eftir tiltölulega tiöindalitiö timabil, hefur loks heyrst frá aöilum vinnumarkaöarins, varöandi kjarasamninga. Vinnuveitendasamband Islands sendi frá sér yfirlýsingu á miö- vikudaginn, þar sem þess var krafist aö Alþýöusambandiö samþykkti aö ganga út frá hlut- fallslegum veröbótum, en vinnuveitendur telja þaö for- sendu fyrir frekari viðræöum um launastiga. Þessu svaraöi blaöafulltrúi ASl á þá leiö, aö „annar eins ruddaskapur” hafi ekki áöur veriö sýndur i samningamálum. Samninganefnd ASI hefur siöan haldiö lokaöa fundi, og ræöir viöbrögö viö yfirlýsingu vinnu- veitenda. Þegar þetta er skrif- aö, er enn óvist um framhaldiö, en ekki getur veriö langt i aö til frekari tiöinda dragi. Alþýöusambandiö stendur frammi fyrir miklum vanda. Þegar eru komnir brestir i þeirra fylkingar. Einstök aöiidarsambönd hugsa sér til eigin hreyfings.og hinn almenni launþegi undrast mjög seinagang og langlundar- geö forystumanna ASI. Hér er ekki aöeins um þaö aö ræöa, aö taka afstööu til verö- bótaútreikninga heldur um grunnkaupskröfur og launa- stiga. Rikisstjórnin hefur hafnaö almennum grunn- kaupshækkunum og yfirvofandi er á einhverju stigi málsins, aö afnema eöa skeröa veröbætur, ef ætlunin er aö afstýra nýrri holskeflu 1. september n.k. Til þeirra aögeröa veröur þó pólitiskt erfitt aö gripa fyrr en kjarasamningar hafa verið geröir. Þaö hefur þvi veriö áhugamál rikisstjórnarinnar ab aðilar vinnumarkaöarins kæm- ust aö einhverju samkomulagi og þaö fyrr en seinna. Ljóst er einnig, aö samningar rikisins viö opinbera starfsmenn veröa mun erfiöari, meöan hvorki gengur né rekur i almennu kjarasamningunum. Vandinn magnast A sama tima og þetta gerist, eykst vandi frystihúsanna enn, með þeim afleiöingum að rikis- stjórnin lætur gengiö siga jafnt og þétt, og hugmyndir um niö- urtalningu verölags eru roknar út I veður og vind. Nú má vera, aö tilkynning rikisstjórnarinnar i vikunni um ráöstafanir I gengismálum og frystihúsamálum séu til bráöa- brigða, en óneitanlega bera þær þess keim, aö rikisstjórnin standi uppi ráöþrota.stefnulaus. Almennar ráöagerðir um skrá- setningu geymslurýmis, frekari markaöskönnun og skipulagt gengissig eru yfirklór og flótti undan aösteöjandi vanda, sem auövitaö magnast meö hverjum deginum. Forsetakosningar og sumar- bliöa hafa valdiö þvi, að rlkis- stjórnin hefur veriö „stikkfri” siöustu vikurnar. En enginn flýr vandann, meö þvi aö takast ekki á viö hann eöa ýta honum á und- an sér. Skuldadagarnir renna upp og þaö fyrr en seinna. íþróttahátið Um þessa helgi er efnt til Iþróttahátiöar og þaö var til- komumikil sjón aö sjá 8000 ung- menni og iþróttamenn fylkja liöi glæsilegri skrúögöngu I fegursta veöri á fimmtudaginn. Hin friöa fylking Iþróttaæskunnar bar vott um þróttmikiö starf og víb- tækan áhuga innan þessarar al- mannahreyfingar og var öllum til sóma sem að framkvæmd iþróttahátiöarinnar standa. Jafnframt sjálfri hátiöinni fer fram Iþróttaþing I Reykjavik og ber þar helst til tiöinda aö Gisli Halldórsson lætur nú af störfum sem forseti iþróttasamtakanna. Gisla veröur seint fullþakkaö fórnfúst og frábært forystustarf, og þaö verður sannarlega stjón- arsviptir aö þessum duglega og félagsvana manni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.