Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 14
Laugardagur 28. júnl 1980. 14 Mannfjöldi hyllir dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóru eftir aö úrslitin I forsetakosningunum voru kunn. Forsetakosningarnar 1968: „Eg nennti ekki að standa i fagnadariátum” — segir dr. Kristján Eldjárn um kosninganóttina fyrir 12 árum Það er liðið að lokum þriðju forsetakosninga- baráttu íslenska lýðveld- isins: í fyrramálið verða kjörstaðir loks opnaðir. Undir kvöld verður svo kosningu lokið og hvað sem annars má lesa úr skoðanakönnunum Vísis og Dagblaðsins er næsta víst að kosninganóttin verður æsispennandi. Talning hefst hér í Reykjavík undir eins og kjörfundi lýkur og úti á landi þegar tekist hefur að safna saman kjör- gögnum. Á meðan bfður þjóðin bergnumin við sjónvarps- eða útvarps- tækin og þegar upp verð- ur staðið verður Ijóst hver fer með mannaforráð á Bessastöðum næstu fjög- ur árin að minnsta kosti. Allt þetta umstang leiðir hugann tólf ár aftur í tímann þegar núverandi forseti var kjörinn f em- bættið og Vísir ákvað þvf að rifja stuttlega upp kosninganóttina 30. júnf 1968. Kosningabaráttan hörð og óvægin. Fyrst dálítið yfirlit um kosn- ingabaráttuna. Þegar í mars 1968 var sýnt að bæði dr. Gunnar Thoroddsen og dr. Kristján Eldjárn yrðu í framboöi til for- seta og fleiri urðu frambjóöend- ur ekki. Baráttan fór fremur hægt af stað, síðan hljóp eld- móður I stuðningsmenn beggja og barist var af krafti fram á siðasta dag. Það er samdóma flestra sem um þetta mál hafa fjallað að baráttan hafi verið mun óvægnari fyrir tólf árum en nú þó harkan sé vafalaust svip- uð. Til þess að freista þess að koma slnum manni að gripu stuðningsmennirnir til allra ráða og hikuöu menn ekki við að ausa andstæðinginn sviviröing- um, jafnvel á prenti, ef þeim þótti það vænlegt til árangurs. Gróa á Leiti kom I hvert hús og fékk alls staðar hinar prýðileg- ustu móttökur. Að undanskildum þessum heldur hvimleiða þætti kosn- ingabaráttunnar fór hún fram með áþekku sniði og nú en þó öllu umfangsminni. Gefin voru út blöð stuðningsmanna Gunn- ars og Kristjáns, haldnir fundir á stærstu stööum og frambjóð- endur kynntir i útvarpi og sjón- varpi. Vinnustaðaheimsóknir tiðkuðust hins vegar ekki og frambjóðendur fóru minna um landiö en nú er talið nauðsynlegt og loks var þáttur fjölmiðla og auglýsinga litill miðað við kosn- ingabaráttuna núna. Kosningadagurinn. Svo rann upp kosningadagur- inn, sunnudagurinn 30. júní 1968. Það mun hafa verið tiltölulega fallegur dagur hvað veöur snertir en llkastil hafa forseta- frambjóöendurnir og þó sér- staklega stuöningsmenn þeirra haft litinn tima til aö velta fyrir sér slikum hlutum. Að kvöldi fimmtudagsins hafði dr. Gunn- ar Thoroddsen haldiö mjög fjöl- mennan fund stuöningsmanna sinna i Laugardalshöllinni og kvöldið fyrir kosningarnar hafði dr. Kristján Eldjárn haldiö ann- an slikan á sama stað. Allir voru bjartsýnir á sigur þvi enda þótt margir hölluðust að sigri Kristjáns virtist sem Gunnar hefði veriö I nokkurri sókn und- anfarna daga. Engar skoð- anakannanir voru heldur fyrir hendi til að byggja á. Klukkan niu að morgni 30. júni kom dr. Gunnar Thorodd- sen til kjörstaöar I Melaskólan- um og um það bil hálftima seinna kaus dr. Kristján Eldjárn I Miðbæjarskólanum. Annars var kjörsókn fremur dræm framan af en jókst mjög þegar leiö á daginn og á endan- um höfðu rúm 90% kosiö. Allir voru á þönum við allskonar kosningastarf, stuöningsmenn Gunnars og Kristjáns smöluðu kjósendum á kjörstaði.fylgdust meö kjörsókn og sliku, veittu kaffi og með þvi etc etc. Það var nóg að gera. En svo leiö að kvöldi, kjörstaðir lokuðu og ekkert var eftir nema bfða úr- slitanna. Talning atkvæða fór fram á nánast sama máta og nú, sömu- leiðis kosningafréttir útvarps og sjónvarðs. Menn biöu með önd- ina í hálsinum eftir fyrstu tölum úr Reykjavik og þær komu klukkan kortér yfir ellefu. Gunnar Thoroddsen: 11.400 Kristján Eldjárn: 13.100 Stuöningsmenn Kristjáns, sem meöal annars höfðu opið hús fyrir unga stuðningsmenn i Tónabæ, fögnuðu þessum tölum en Gunnars-menn biðu átekta. Næstu tölur úr Reykjavik réðu siðan úrslitum. Gunnar Thoroddsen: 12.700 Kristján Eldjárn: 18.600 Þaö var sýnt að hverju stefndi enda þótt einstaka stuönings- menn Gunnars væru borubrattir og biðu þess að „tölurnar úr Vesturbænum” sneru þessum hlutföllum við, en þegar svipaö- ar tölur fóru að berast af Reykjanesi, Suöurlandi og viðar var ljóst að dr. Kristján Eldjárn væri næsti forseti Islands. „Bjóst við að verða hlutskaprari." En hvernig eyddi hinn ný- kjörni forseti nóttinni? Sat hann uppi og beið spenntur eftir úr- slitum? Nei. „Ég heyrði fyrstu tölur snemma um nóttina og þær bentu eindregiö i þá átt að ég yröi hlutskarpari,”sagði dr. Kristján i samtali vð VIsi nú ný- lega. „Eg fór þvi hreinlega að sofa snemma en vakti ekkert og tók heldur ekki þátt I neinum fagn- aöarlátum eins og margir hafa kannski búist við. Ég nennti ekki að standa f sliku. En það var ágætt aö þessu var lokiö, þetta var erfiður timi og er það sjálfsagt núna lika.” — Bjóstu fyrirfram vö þvi að sigra? „Já, ég þóttist sjá þaö frá upphafi aö ég yrði ofan á og allt- af betur og betur eftir þvi sem leið á. Ég segi nú samt ekki að ég hafi verið fullkomlega örugg- ur en mér fannst stemmningin benda til þess. Þetta kom mér þvi ekkert á óvart en munurinn varð að visu meiri en ég hafði gert ráð fyrir. //Frambjóðendur jafnréttir þó þeir tapi." Annars var ég lika búinn und- ir það frá upphafi að ég kynni að tapa þessum kosningum, enda lit ég svo á það eigi ekki að vera nein niöurlæging fólgin I þvi að taka þátt i lýðræöislegum kosn- ingum og tapa. Það getur ekki nema einn orðið hlutskarpastur og mér finnst að menn séu al- gerlega jafnréttir eftir. Það hafði ég hugsaö mér, ef ég tap- aöi.” — En hvað finnst þér um kosningabaráttuna nú? „Hún hefur verið að ýmsu leyti ólik baráttunni árið 1968 og ég hef tekiö eftir þvi að frambjóöendurnir hafa lagt mikið á sig. 1 heild hefur hún veriö meinlitil sýnist mér aö þvi leyti að ekki hefur veriö um ó- geöfelldan áróöur gegn mót- frambjóðendunum að ræða. Það er mjög eðlilegt og ákjósan- legt.” — Þú vilt náttúrlega ekki spá um úrslitin nú? „Nei, alls ekki. Ég hef enga hugmynd um það hver vinnur og get ekki gert mér fyllilega grein fyrir þvi hversu mikiö mark er takandi á skoöana- könnunum. Ég bið úrslitanna með jafnaðargeði eins og hver annar lslendingur.” t //Kaus þig ekki, styð þig samt" Endanleg úrslit voru ekki kunn fyrr en seint þann 1. júli. Einsog allt hafði bent til vann dr. Kristján Eldjárn yfirburða- sigur: hann hlaut alls 65%atkvæöa en Gunnar Thor- oddsen, sem viðurkenndi ósigur sinn, um það bil 34%. Þó baráttan um Bessastaði hefði verið mjög hörð voru sárin fljót að gróa enda lögðu allir kapp á að hún skildi ekki varan- lega meiðsli eftir sig. Dr. Kristjáni Eldjárn reyndist Iétt að ávinna sér traust þess hluta þjóðarinnar sem kaus að fylgja dr. Gunnari Thoroddsen og fleyg urðu ummæli bónda nokk- urs úti sveit sem hitti Kristján að máli skömmu eftir kosning- arnar. „Komdu blessaður, Kristján minn. Ég kaus þig nú ekki en styð þig samt.” (Samantekt: —IJ.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.