Vísir - 03.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 03.07.1980, Blaðsíða 8
VISIR Fimmtudagur 3. júll 1980. 8 Utgefandi: Reykjaprenl h.f. Framkvæmdastjóri: DavlA GuAmundsson. ' Ritstjdrar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. BlaAamaður á Akureyri: Glsli Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.SOOO á mánuði innanlandsog verð I lausasölu 250 krónur ein- takið. Vísirer prentaAur I Blaðaprenti h.f. Slöumúla 14. Ekki spa helflup spegilmynd Sökum þess hve vel siðustu skoðanakönnunum slðdegisblaðanna ber saman við úrslit forsetakosninganna er hætt við að menn fiari að lita á sllkar kannanir sem spá um úr- slit. Það mega menn ekki gera þvi að könnun sýnir aðeins stöðuna á þeim tima, sem hún er gerð. Það fór eins og við var að búast, að skoðanakannanir síð- degisblaðanna hafa aftur komist á dagskrá eftir að niðurstöður forsetakosninganna urðu Ijósar. Yfirlýsingar þeirra, sem gagn- rýndu kannanirnar fyrir kosn- ingar eru nú á annan veg en þá enda taugaveiklun kosninga- baráttunnar ekki til að dreifa og menn að komast aftur niður á jörðina. George Gallup, helsti frömuð- ur skoðanakannana í heiminum undanfarna fjóra áratugi hefur sagt, að úrslit kosninga séu besti mælikvarðinn á, hversu áreiðan- legar vinnuaðferðir í skoðana- könnunum séu. En hann hefur jaf nframt lagt á það áherslu, að þetta eigi aðeins við kannanir, sem eru gerðar mjög nærri kjör- degi, og auðvitað fæst ekki neinn endanlegur mælikvarði á slíkt nema skoðanakönnun sé gerð á sjáifan kjördaginn. Galluphefur sagt, að ef meðal- frávik skoðanakönnunar, sem gerð er örfáum dögum fyrir kjördag sé 2-3% sé það til marks um að könnunin hafi verið mark- tæk— menn verði að reikna með slíkum mismun. Könnun Vísis, sem gerð var viku fyrir kjördag var innan þess- ara marka og sama er að segja um könnun Dagblaðsins, sem gerð var þrem dögum fyrir kjör- dag. Þetta sýnir þó f yrst og f remst, að sáralitlar breytingar hafa orðið á fylgi frambjóðenda síð- ustu dagana og sveiflur virðast hafa verið takmarkaðar i kosn- ingabaráttunni í heild. Það kemur ekki síst í Ijós, þegar upp- hafskönnun Vísis á fylginu mánuði fyrir kjördag er borin saman við úrslitin. Meðaltalsfrá- vik eru þar aðeins 0,87%, sem sagt innan við einn af hundraði. Með öðrum orðum mætti því álykta að kostnaður og umstang kosningabaráttunnar hafa litlu sem engu breytt um fylgi fram- bjóðendanna í lokin. En menn mega ekki láta samanburð af þessu tagi í sam- bandi við forsetakosningarnar rugla sig í ríminu og fara að líta á skoðanakannanir sem spá um úr- slit viðkomandi kosninga. Til áréttingar þessu atriði skal hér vitnað til ummæla George Gallup sem enginn ætti að efast um að viti manna mest um skoð- anakannanir. „Skoðanakannanir geta aðeins sýnt hvernig fólk hugsar á þeim tíma, sem talað er við það, — hvernig til dæmis það myndi kjósa ef kosningar færu fram þann dag, sem við það er rætt", segir Gallup. Og ennfremur: „Fólk skiptir um skoðun, og at- burðir hafa áhrif á afstöðu og hegðun. Það væri því fráleitt að spyrja mann hvernig hann eða hún hugsi sér að greiða atkvæði í nóvember — eða í næsta mánuði. Rétta svarið hlýtur að vera „Ég veitþaðekki". Aftur á móti getur nánast hver sem er gert grein fyrir afstöðu sinni þá stundina, eða hvernig hann myndi kjósa ef kosningar færu fram þann dag. Og þessi staða mála hlýtur að vera sú eina, sem skoðana- kannanir geta endurspeglað". Með tilliti til þessara orða George Gallup ættu menn því ekki að ganga út f rá því sem vísu að skoðanakönnunum, sem gerð- ar eru í kosningabaráttu beri saman við niðurstöður kosninga, þótt svo hafi farið nú við forseta- kosningarnar 1980, og fylgi frambjóðenda haf i nú verið svip- að alla kosningabaráttuna. Skoðanakannanir eru ekki spá um úrslit kosninga heldur spegil- mynd af stöðu mála á þeim tíma, sem þær eru gerðar. Noikun hlólaskauta og hióiabretta er hæitulegl L Aö undanförnu hefur allmikiö boriö á notkun hjólaskauta og hjólabretta sem leiktækja meöal barna og unglinga hér á landi. Notkun þessara hluta hefurkomist mjög i tisku vestur I Bandarlkjunum og viöar, þar sem myndast hefur algjör faraldur um notkun þessara tækja. Þessi faraldur hefur leitt til ótal slysa erlendis. I mörgum tilvikum hefur veriö um alvar- leg höfuöhögg aö ræöa og dauös- föll af þessum sökum eru oröin fjölmörg. Þúsundir barna og unglinga I Bandarlkjunum hafa oröiö fyrir alvarlegum meiösl- um viö leik á hjólaskautum eöa hjólabrettum. Fer þvi ekki á milli mála aö þessi „Iþrótt” er stórhættuleg. Nú er fullt útlit fyrir aö þessi faraldur berist hingaö og munu hjólaskautar og hjólabretti hafa selst „grimmt” aö undanförnu. Munu afleiöingar þessarar fþróttar því væntanlega ekki láta á sér standa hér á næstunni ef ekki veröur rétt brugöist viö I tima. Vitanlega geta oröiö slys viö flestar athafnir I daglegu lifi og margskonar iþróttaiökun felur i sér talsveröa slysahættu sem ekki er þó metin svo mikil aö hún réttlæti frágangssök. En til þess aö þeysast um götur og gangstéttir áfallalaust á hjóla- skautum eöa hjólabretti þarf hinsvegar mjög þroskaöa jafn- vægistilfinningu sem aöeins fæst meö mikilli æfingu og aö- eins sumir ná. Þaö þarf ekki aö rökstyöja fyrir fólki afleiöingar þess ef barn eöa unglingur skellur meö höfuö I malbikaöa neöanmóls Óskar Þór Karlsson, erindreki Slysavarna- félags tslands fjallar hér um ný leiktæki, sem eru að ryðja sér til rúms hér á landi, hjóla- skauta og hjólabretti, og segir það skyldu hinna fullorðnu, að gripa I taumana svo að alvarleg slys verði ekki af völdum þessara leik- tækja. götu eöa steinhellu á gangstétt. Full ástæöa er þvi til þess aö vara viö þessum hlutum . Vil ég sérstaklega hvetja foreldra til þess aö láta skynsemina ráöa. Þessir hlutir eru þaö dýrir aö þeir veröa varla keyptir nema meö vitund og vilja foreldranna. Þaö er annars sérstakt rann- sóknarefni hvernig fariö er aö þvi aö skapa sllkan áhuga á ýmsum hlutum, áhuga sem tek- ur á sig mynd múgsefjunar meöal barna og unglinga, þann- ig aö enginn er maöur meö mönnum nema hann blandist I hóp iökenda. Ljóst er aö börn og unglingar eru berskjölduö fyrir sllkum á- róöursbrögöum. Hér býr aö baki háþróuö áróöurs- og aug- lýsingatækni ásamt miklu fjár- magni og ekkert til sparaö. Þaö er ennfremur ljóst aö miklir fjármunir eru I húfi um aö „vel takist til”, og viröist þvl koma til samvinna milli vold- ugra aöila I þessu efni, eins og landsmenn hafa raunar oröiö vitni aö I sjónvarpsauglýsing- um frá útlöndum aö undan- fömu. 1 þessu tilfelli hefur sölu- mennskangengiöof langt. Þá er þaö skylda hinna fullorönu aö grlpa I taumana og foröa Islensku æskufólki frá þessum „kaleik”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.