Vísir - 03.07.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 03.07.1980, Blaðsíða 12
vísm Fimmtudagur 3. júll 1980, r 12 VÍSIR Fimmtudagur 3. júli 1980. Það rikti mikil stemning á tiu ára afmælishátið Sumargleðinnar i Stapa sl. föstudagskvöld og má segja, að rétta orðið yfir gleðina þetta kvöld hafi verið „þrumustuð”. Raggi Bjarna og félagar léku á alls oddi og er mál manna að þeir hafi sjaldan verið friskari en einmitt nú. Ýmsar nýjungar hafa verið teknar upp sem miða að þvi að gera gesti virkari þátttakendur og var greinilegt á fólkinu i Stapa að það kunni vel að meta þær nýjungar. Er það bæði, að skemmtikraftar færa sum atriðin út i sal og svo hitt, að gestir eru teknir upp á svið svo sem i diskódanskeppni, dans- kennslu og ýmsum atriðum á skemmtuninni. En á Sumargleðinni er boðið upp á ýmislegt fleira en góða skemmtun þvi að i bingóinu geta menn unnið tvær sólar- landaferðir auk ýmissa minni vinninga. Þá er getraun á veg- um Visis oe Ferðamiðstöðvar- innar þar sem i vinning er sólar- landaferð fyrir tvo sem dregið verður út á siöustu Sumargleö- inni og auk þess er um að ræða áskriftargetraun Visis þar sem myndsegulband er i verðlaun. Ekki má svo heldur gleyma happdrættinu sem fylgir hverj- um miða en i lok Sumargleðinn- ar verður þar dregiö um rándýr hljómflutningstæki. Nýliðarnir i Sumargleðinni, þeir Magnús Ólafsson og Þor- geir Astvaldsson virtust falla mjög vel i kramið, Magnils sem afbragðs grinleikari og Þorgeir i kynningum ýmis konar auk þess sem maðurinn er snillingur á harmonikku sem kom sér vel, lagar með miklu rokkatriði sem kynnti vel undir stuðið sem ent- istút allt ballið, en i þessu atriði þyrptist fólkið út á dansgólfið til að rokka með þeim Sumargleði- mönnum. Ekki spillti það heldur stemn- ingunni i Stapa undir lokin þeg- ar Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Helgadóttir birtust á sviðinu og sungu hið vinsæla lag „Eina ást” en þeir Björgvin og Ragnar ráku svo endahnút- inn á ballið með góðri rokksyrpu við mikinn fögnuð viðstaddra. Sumargleðin heldur áfram för Doktor Magnús leitar að rauðum hundum á einni blómarósinni úti I sal. Bessi á mjólkurbílnum sækir sina heittelskuðu SIGURVEGARAR Í DISKðDANSI Diskódrottningin I Eyjum Helga Ragnarsdóttir I snúningi við Magnús. Diskómeistari Suðurnesja þór Vilhelmsson. Sigurvegararnir i bingóinu taka við farseðlunum á sólarstrendur. Þorlákur þreytti dansar Svanavatnið á nærbuxunum Þorgeir sýndi mikil tilþrif með nikkuna Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur Sigfús- son, fréttaritari Visis i Eyjum en þar var sama stemningin á Sumargleðinni og verið hafði i Stapa kvöldið áður. Sigurvegarar Ferðabingósins Ingibjörg Valgeirsdóttir og Harpa Hauksdóttir ásamt mökum og Ragnari að tjaldabaki. Rokkatriðið hristi upp I mannskapnum. Mæðgurnar vöktu mikia athygii fyrir góöa skræki. Móde/in eru komin í allar teikfanga verslanir HEILDVERZLUN PÉTUR PÉTURSSON SUÐURGÖTU 14. SÍMAR 21020 - 25101

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.