Vísir - 03.07.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 03.07.1980, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. jtill 1980. 9 Eva (Gyöa Kristinsdóttir) og Peron (Guöbergur Garöarsson) fagna sigri i forsétakosningum i Argentinu. fíof nlflmn affnn Cifitii” mUci UliltUE dlllll CvlIU - Dansflokkur JSB og hljómsveit Birgis Gunniaugssonar sýna Evitu í Súlnasal Hótel Sögu Ahorfendur fögnuðu vel upp- færslu Dansflokks Jassballett- skóla Báru og Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar á Evitu, söng- og dansleikriti um sögu Evu Peron, þegar það var frum- sýnt í Súlnasal Hótel Sögu um siðustu helgi. öll lögin eru eftir Andrew L. Webber, og mörg þeirra al- þekkt, en ólafur Gaukur annað- I ist útsetningu þeirra. Birgir ■ Gunnlaugsson samdi textana og söng þá flesta sjálfur, en dans- ■ ana gerði Bára Magnúsdóttir. Megináhersla er lögð á dans- M ana i þessari uppfærslu, og fara dansarar úr Dansflokki JSB þar með öll helstu hlutverk, en einnig dansa nemendur úr JSB. H Dansararnir eru samtals fimmtán. Með aðalhlutverkið fer Gyða ■ Kristinsdóttir, nemandi i I Kennaraháskóla tslands og er ■ hún i hlutverki Evitu á sviðinu ■ allan timann. Guðbergur Garðarsson leikur Peron, en' Birgir Gunnlaugsson fer með hlutverk byltingarleiðtogans Che, sem er sögumaður. Sýningunni i Súlnasalnum er skipt niður i átta meginatriði. Leikurinn hefst við andlát Evu Peron fyrir um 28 árum siðan en hún var aðeins 33 ára. Siðan eru . þegar syrgjendur syngja „Gef ýmis helstu atriði i ævi hennan okkur aftur Evitu”. rifjuðuppmeð söng og dansi, en Fyrirhugað er að sýna Evitu lokaatriðið er frá útförinni, vikulega iSúlnasalnum i sumar. Eva Peron á likbörunum ogsyrgjendurnir syngja: Gef okkur aftur Evitu”. Vlsismyndir: JA Birgir Gunnlaugsson leikur Che og syngur alla söngvana I uppfærsl- unni i Súlnasalnum. Gyöa Kristinsdóttir I hlutverki Evitu. Meira tramleitt al tlskblokkum en áður: Leiðir til tekjutaps Steingrlmur Hermannsson sjávarútvegsráöherra hefur skrifaö stjórn Veröjöfnunar- sjóös fiskiönaöarins bréf, þar sem óskaö er eftir þvl, aö auk- in framleiösla á fiskblokkum og þaö tekjutap, sem þvi fylg- ir, veröi skoöaö sem veröfall til frystihúsanna. Breytingin felur i sér, aö framieiöslu samsetningu þess fisks, sem seldur er héöan veröi breytt, þannig aö mun meira veröi framleitt i blokk en áöur. Þessi tillaga er komin frá sölufyrirtæki SH og Sam- bandsins I Bandarlkjunum og ef hún nær fram aö ganga þýö- ir þaö verulegt tekjutap fyrir frystihúsin i landinu aö sögn Steingrlms, en veröiö fyrir biokkina er um 30% lægra en þaö verö, sem fæst fyrir flök- in. Vegna þessa hafði Visir sam- band við Eyjólf Isfeld og Hjalta Einarsson hjá SH og spurði þá álits á ummælum ráðherra. Eyjólfur sagði, að þetta væri það, sem hann sjálfur hefði verið að fara fram á, og þetta þýddi 4-5% hækkun á þau verð, sem frystihúsin hafa fengið fyrir blokk. Hann sagði jafnframt, að með þessu væri verið að gera mönnum auð- veldara fyrir til að halda áfram þessari framleiðslu. Hjalti Einarsson sagöi, aö ef greiöa þyrfti meö blokkinni, væri þetta einfaldasta leiöin, þótt hér væri e.t.v. veriö aö nota fé sjóösins til annarra hluta en til var ætlast i upp- hafi. Þvi þyrfti aö tryggja sjóönum fé annars staöar frá, en hvaöan þaö ætti aö koma, vissi hann ekki. Hér væri um skily röislaust tekjutap aö ræöa fyrir frystihúsin. —K.Þ. Siilnar upp úr viðræðum flugmanna og Flugleiða 1 fyrrakvöld slitnaöi upp úr samningaviöræöum flug- manna og Flugleiöa hf. og hef- ur annar fundur ekki veriö ákveöinn. Gunnar G. Schram, sátta- semjari I deilunni, sagöi aö , fundur heföi staöiö yfir mest allan daginn, en litiö heföi miöaö I samkomulagsátt. „Menn ræddu málin fram og aftur, en engin niöurstaöa fékkst.” sagöi Gunnar. Kristján Egilsson, einn af talsmönnum flugmanna, sagöi að nefnd Flugleiöa hefði slitiö viöræöum vegna þess aö flug- mennværu ekki fúsir til að af- boöa vinnustöðvun. „Viö óskuöum eftir aö fundum yröi haldiöáfram,” sagöi Kristján, „en þvl var hafnaö”. SÞ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.