Vísir - 12.07.1980, Page 20

Vísir - 12.07.1980, Page 20
VtSIR Laugardagur 12. júli 1980. hœ kiakkar! Vid fórum á minkaveidar Þröstur Rúnar Jóhannsson, 8 ára, sat uppi á röri og horföi á heiminn. — Mér finnst gaman að horfa í kringum mig, sagði Þröstur Rúnar, það er tii dæmis gaman að horfa á hestana, sem eru þarna og gróðurinn. Þeg- ar bjart er yfir, sjást líka fjöllin i suðri. Þröstur Rúnar er ný- lega kominn úr sveitinni. Hann var í sveit á Syðstu- Fossum i Borgarfirði og þetta segir hann Þröstur um dvölina þar: Það var gaman að vera á Syðstu- Fossum. Ég hafði aldrei komið þar áður, en var þar í þrjár vikur. Fyrst ætlaði ég bara að vera í tvær vikur. Þarna voru 6 krakkar, held ég, fyrir utan heimí lisfólkið. Ég hjálpaði til við að reka beljurnar og moka f jósið. Mér fannst mest gaman að fara á hestbak. Einu sinni vorum við að fara að girða og þá sáum við mink og fórum á minka- veiðar. Við náðum i einn mink, en næsta dag var hann dáinn. Kannske fer ég aftur næsta sumar upp í sveit á sama stað. Það er svo gaman í sveitinni. Þröstur Rúnar Jóhannsson, 8 ára. (Mynd: Anna) Nýja húsið hans Gísla Gísla þótti gaman að vera f luttur í nýtt hús. Nú hafði hann stærra og fallegra herbergi heldur en hann hafði haft í gamla húsinu. Nú hafði hann lóð til að leika sér á og þaðvar nýr bílskúr hjá húsinu. Honum Ifkaði líka vel við nágrannana. En þó að þeir væru margir, þá var enginn þeirra á líkum aldri og Gísli — og það fannst honum leiðin- legt. Dag nokkurn kom skurðgrafa upp hæðina og stansaði hinum megin við götuna, þar sem var óbyggt svæði. Grafan byrjaði að grafa holu. Gísli fylgdist með gröf- unni. Hann tók ekki eftir því, að það kom bíll upp hæðina og hann tók held- ur ekki eftir þvi að ein- hver kom út úr bílnum og kom til hans. Hann tók fyrst eftir því, þegar hann heyrði að einhver sagði: „Sjáðu stóru gröfuna, hún er að grafa grunn fyrir húsið okkar". Gisli leit við og sá lítinn dreng á aldur við Gísla sjálfan. — „Það er fínt", sagði Gísli, „húsið þitt verður þá á móti mínu húsi — og við getum leikið okkur saman á hverjum degi". „Já, það getum við", sagði litli drengurinn. Vinirnir tveir stóðu hlið við hlið og horfðu á gröf- una og voru báðir að hugsa um það, að það væri bara reglulega skemmtilegt að f lytja í ný hús. Þið sjáið að á myndinni eru grís, hundur og gíraf f i, en i þeim og i kringum þá eru faldar tölur. Þetta eru 15 tölur- og þegar þið hafið fundið allar tölurnar leggið þær þá saman—og hvaða summu fáiðþið? (Svar Á bk 27) Hvaða drengur finnur kofann i skóginum? (Svar á bls. 22)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.