Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 13
wA&JLÉf, Fimmtudagur 24JÚH 1980 bb«*»».bbbbbbb'«bbb-bbbbbb,bbb- Gunnar Ragnars meö eina laxinn, sem veiddist i Laxá frá Vökuholti, einn seinni- partinn. Daginn eftir setti Gunnar i þann stóra, 26 punda lax. gera, þegar þeir fara fyrir festur og slita þannig úr sér. Þessir stóru eru eldri og reynd- ari, taka þvi rólegar fyrst eftir a6 þeir taka, heldur en smærri laxinn gerir. Þeir eru oft fljótari aö hugsa, en veiðimaðurinn er aö svara hugsuninni hjá þeim, ég hef svo marg rekiö mig á þetta", sagði Jóhannes i lok samtalsins. Áin full af fiski En þó veiöin væri treg úr Laxá þegar blaðamaður Visis var þar á ferö, þá hefur hún heldur betur glæöst. Sam- kvæmt upplýsingum sem Helga Halldórsdóttir ráðskona i Vöku- holti, haföi eftir Þóröi Péturs- syni, veiöiverði, þá er áin full af laxi og veiöin gó6. Fyrir helgina fór 24 manna holl frá Reykjavik til sins heima með 108 væna og fallega laxa i farangrinum og þeir veiddu vel i ánni á sunnudaginn, þegar Visir hafði samband við veiði- heimilið. Unnur Sæmundsdóttir og Lilja Sigurðardóttir, eru starfs- stulkur i veiðiheimilinu. Þær halda sig nU yfirleitt við inni- verkin blessaðar, en á sunnu- daginn var þeim boðið að renna fyrir lax. Lilja reyndist fiskin og náði einum, sem reyndist 21 pund. Feðgarnir Jóhannes Kristjánsson og Haukur Jóhannesson, meö 10 laxa, sem þeir komu með af neðsta svæðinu eftir einn seinnipart I fyrra. Þá voru þeir búnir aö fylla kvótaun. „Það var nú raunar Þórður Pétursson, veiðivöröur, sem setti I laxinn", sagði Lilja i spjalli við Visi. „Ég tók siöan við og þreytti og landaöi, en Þóröur stjórnaði aðgerðum. Veitti raunar ekki af, þar sem ég hef ekki rennt fyrir lax fyrr. Sást þaö best á leikni minni við að kasta, en þá munaði litlu að ég festi fluguna i óæðri endan- um á sjálfri mér. En það er ekki aö vita nema ég hafi fengið bak- terluna og verði hér við veiðar næsta sumar, 1 stað þess að vera I eldhúsinu eins og tvö undan- farin sumur", sagði Lilja i lok samtalsins. A sunnudaginn voru komnir um 740 laxar á land úr Laxá i Aðaldal. En þó að litið veiðist er gaman að vera við Laxá. Umhverfiö er fallegt við ána, sérstaklega þegar vel viðrar — og góöviörisdagar eru algengir þar nyrðra. Það stakk hins vegar i augu að sjá alls konar drasl með ánni og i henni, sem auðsjáanlega var komið frá veiðimönnum, eða kannski réttara sagt, frá þeim sem verið hafa að veiöa við ána. Mest bar á girnisdræsum, matarumbúð- um, bjórflöskum og jafnvel brennivinsflösku, hvernig sem nú á þvi stendur. Það eru ekki margir sem ganga svona um, en nógu margir til að setja blett á alla heildina. 13 ¦1 I I I I 1 I I 1 I J Arni Jónsson hefur veitt mikift I Laxá, en ildrei áður farið laxlaus af neðsta svæð- nu. t sárabætur fékk hann þennan lax, ánaðan hjá Sigmundi, til myndatöku. um maa anm bhm ¦¦¦* ímb hhí bnv hbh bbb hS 9 BB BBB B39B tBmtt Hi HH RB Hampiðjan framleiðir nú drenrör fyrir jarðvatnslagnir, auk röra fyrir regnvatnslagnir og skolp. Þar með geta menn nú lagt flestar tegundir frárennslis með plaströrum frá Hampiðjunni. Efnisþykkt og mál drenröranna eru þau sömu og á 110 mm skolprörum, tengi- og breytistykki fyrir allar tegundirnar eru hin sömu. Því er vandalaust að ná endum saman, beygja upp, beygja niður, út og suður að vild. Drenrörin eru úr hörðu Polyvinylchlorid (PVC) án mýki- og fylliefna og götuð (sbr. mynd). Þessi rör má jafnframt nota í sameiginlega Dren- og regnvatnslögn, þar sem jarðvatnslögnin er eingöngu notuð til að ræsa fram og þurrka lóð. Drenrörin frá Hampiðjunni eru framleidd í 1 m, 2 m, og 5 metra lengdum. Þau eru endingargóð og auðvelt er að leggja þau. Drenrörin frá Hampiðjunni eru íslensk gæðavara sem fæst íbyggingavöruverslunum víða um land. Á sölustöðunum liggja frammi upplýsingabæklingar, sem segja nákvæmlega til um eiginleika röranna og hvernig beri að ganga frá þeim í jörð. HAMPIOJAN HF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.