Vísir - 07.08.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 07.08.1980, Blaðsíða 4
vtsm Fimmtudagur 7. ágúst 1980 gil FÓSTRUR OG *1' UPPELDISFULL TRÚA vantar til starfa viö skóladagheimili sem tek- ur til starfa 1. september n.k. i Austurbæjar- skólanum. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 12681 eða 30612 Umsóknir sendist fræösluskrifstofu Reykja- víkur fyrir 20. ágúsl n.k. Fræöslustjóri NJÖTIÐ ÚflVERÚ Bregðið ykkur á hestbak Kjörið fyrir alla fjölskylduna HESTALEÍGAN Laxnesi Mosfelissveit Sími 66179 \ • m Smurbrauðstofan BJORIMIfMINJ Njálsgötu 49 — Sími 15105 /ÞÆR\ /wona\ ÞUSUNDUM! Góö reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. JJfitm IreÍun t>\SnÚs \ & ??>* \'o6 Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eruþær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. KfSffi®86611 smáauglýsingar 4 Billy Carter og Shahati, fulltrúi Libýustjórnar, fagna stofnun „Libýsk-bandariska vináttufélagsins”. Fyrir aftan þá er mynd af Gaddafi. Hvernig getur hann Brezhnev ef hann ekkert viö Næstu daga munu niu þingmenn beina erfiðum spurningum að nokkrum valdamestu mönnum Bandarikjanna, þeirra á meðal rikissaksóknaran- um, ráðgjöfum forsetans og öryggismálaráðgjöfum hans. Það gæti farið svo, að þingmannanefndin gangi svo langt að yfirheyra forsetann sjálfan, sem hefur heitið fullri samvinnu við nefndina og eigin- konu hans, Rosalynn. En beittustu skeytunum i yfirheyrslunum verður beint að 43 ára gömlum kjaftforum sveitastrák, sem ætti alls ekki skilið allt þetta umtal ef ekki kæmi til eitt atriði, sem hann getur ekki gert við. Hann er bróðir forsetans. Vegna þess hve stutt er til forsetakosninganna hefur samband Billy Carters við Libýustjórn verið blásið gifuriega mikið upp. Undir mestu fjöl- miðlapressu siðan Watergate-málið stóð sem hæst, mun þingnefndin reyna að komast að þvi hvers vegna Billy Carter fékk 220.000 $ (110 milljónir króna) frá Libýustjórn, hvort og hvað hann gerði fyrir Libýustjórn i staðinn, og hvernig hann kom á oliusölusamningi við bandariskt oliufélag, sem hefði getað — og gæti enn — gert hann að milljóna- mæringi (á bandariska visu). Sambönd Billys notuð Þá mun rannsóknin einnig beinast aö þvi, hvernig Zbigniew Brzezinski, öryggismálaráögjafi forsetans, notaöi hin undarlegu sambönd Billys til aö fá Gaddafi til aö þrýsta á írani aö láta bandarisku gislana lausa. Rann- “ sóknarnefndin mun einnig kanna, hvort Billy fékk óeölilega hjálp frá starfsmönnum Hvita hússins eöa dómsmálaráöuneytinu. Mál þetta kemur upp á mjög óþægilegum tima fyrir Jimmy Carter, þar sem likur hans til aö ná endurkjöri eru ekki góöar fyrir. Bandariskir gyöingar kunna ekki vel sambandi bróöur forsetans viö Libýustjórn sem hefur gengiö hvaö lengst I fjand- skapnum viö Israel og hefur stutt hryöjuverkastarfsemi þar I landi. Stuöningur gyöinga hefur gjarn- an reynst forsetaframbjóöendum drjúgur i Bandarlkjunum. Þar sem menn hafa ekki veriö allt of ánægðir meö stjórnar- athafnir forsetans hingaö til, heimfæra þeir heimsku eöa van- gæslu Billys upp á forsetann. „Ef Carter getur ekki hamið fjölskyldu sina, hvernig ætti hann þá aö geta stjórnaö landinu?”, spuröi einn forráöamaöur repú- blikanaflokksins. Annar sagöi: ,,Ef Carter getur ekki stjórnaö „Biliygate” ver Billy, er þá hægt aö búast viö aö hann geti hamið Brezhnev?” „Billygate” Repúblikanar reyna aö nýta sér þetta tækifæri til aö hefna ófar- anna I Watergatemálinu og kalla þessa uppákomu gjarnan „Billy- gate”. Þeir spyrja þvi: Hversu mikið vissi forsetinn og hversu lengi — og þaö hljómar eins og bergmál frá Watergate. En munurinn er barasá.aö Carter er reiöubúinn til aö aöstoða viö rannsóknina og gera hreint fyrir sinum dyrum I staö þess aö þegja og eyöileggja sönnunargögn. Þetta mál viröist hafa byrjaö áriö 1978 þegar útsendari Gadd- afis haföi samband viö Billy Cart- er og bauö honum til Tripoli. Gaddafi haföi mikinn áhuga á aö öölast aukinn skilning Banda- rlkjamanna, fjárfesta I Banda- rikjunum og auka viöskiptin — og reyna meö einhverjum ráöum aö fá afhentar átta Hercules flutningaflugvélar, sem Libýu- stjórn haföi keypt og borgaö 1973 en aldrei fengiö afgreiddar. Gaddafi taldi aö Billy heföi viss völd og áhrif sem bróöir forset- ans. Billy sýndi ekki mikinn áhuga, en þegar honum var aftur boöið i september ’78, þáöi hann boöiö og fór til Libýu. t þessari ferö var Billy beöinn um aö stofna „Lýbiskt-bandariskt vináttu- félag”, sem hann og gerði. Erindreki Libýu- stiórnar Þessi félagsstofnun kom dóms- málaráöuneytinu á fæturna og sendi þaö Billy bréf, þar sem far- iö var fram á aö hann skráöi sig „erindreka Libýustjórnar”. Þessu bréfi svaraöi Billy aldrei. Og þegar hann var áfelldur fyrir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.