Vísir - 07.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 07.08.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Fimmtudagur 7. ágúst 1980 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastióri: OavfA Guömundsson. 'Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastióri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónfna Michaelsdóttir, Kristin Þorsteinsdðttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurión Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, bórunn J. Hafstein. Blaðamaður á Akureyri: Gtsli Sigur geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristfánsson, Kiartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 sími 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuöi innanlands og verö I lausasölu 250 krónur ein- *akið. Visir er prentaöur i Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14. SIS ER UR LEIK EN... Vegir samningaviðræðna eru órannsakanlegir. Enn ein vendingin hef ur átt sér stað í við- ræðunum um kjaramálin. Nú hafa alþýðusambandið og vinnu- veitendur tekið upp þráðinn að nýju, en SIS dregið sig í hlé. Það var að venju hnyttin Lokafyndni, að næst mætti búast við því að ASI drægi sig út úr viðræðunum meðan SÍS-menn og vinnuveit- endur ræddu saman, en við hverju má ekki búast, miðað við framvindu mála að undanförnu? Það er erfitt að henda reiður á atburðarásinni, hvað þá að átta sig á efnislegum þáttum samninganna. Nokkur atriði liggja þó Ijós fyrir. Viðræður þær sem lengi hafa staðið yfir milli VSI og ASI voru komnar í öng- stræti. Vinnuveitendur höfðu sýnilega lítinn sem engan áhuga á samningum upp á þau býti sem kröf ur ASI gengu út á, en alþýðu- sambandið hafði á hinn bóginn ekki stöðu né vilja til að fylgja þeim harðar eftir. Þá var gripið til þess ráðs að láta SIS hefja sjálfstæðar við- ræður. Þar réði pólitískur þrýstingur og ákafi ríkis- stjórnarinnar um að til niður- stöðu drægi. Þessi hliðarleikur var nokkuð klókur, gaf verka- lýðsforystunni tækifæri til að gefa eftir frá fyrri kröfum og Leikflétta SIS, rlkisstjórnarinnar og bandamanna hennar er úr sögunni. StS-menn eru öörum þræöi fegnir þessum máialokum. Þeir voru komnir i ógöngur og réöu ekki viö þróun mála. kom hreyfingu á annars staðnaðar viðræður. Úthlaup SIS kom vinnuveitend- um jafnframt í opna skjöldu. Þeir höfðu ekki reiknað með þessum möguleika. SIS hefur einu sinni áður hlaupið útundan sér, fyrirtæpum tuttugu árum og þá með hinum verstu afleiðing- um. Augljóst var einnig, að hugsanlegir samningar milli SIS og ASf veiktu stöðu vinnuveit- enda eða hrekti þá út í samninga sem þeir gætu ekki staðið undir. Kjarnasamningur hafði verið settur fram sem ein af megin- kröfum alþýðusambandsins. Þar er átt við fækkun launataxta og samræming þeirra í milli. Sam- kvæmt tillögum SlS-manna skyldi slíkum kjarnasamningi frestað um eitt ár. Þegar vinnu- veitendur létu það spyrjast í síðustu viku að þeir væru tilbúnir til að ganga frá samningi af þessu tagi, bitu málm- og skipa- smiðir á agnið. Þar sem raf- iðnaðarmenn höfðu einnig óskað eftir sérviðræðum, var Ijóst, að SÍS myndi ekki geta samið við alla verkalýðshreyfinguna, eins og sett hafði verið sem skilyrði. Þar með var leikflétta SIS, ríkisstjórnarinnar og banda- manna hennar í verkalýðsforyst- unni úr sögunni. S(S-menn eru öðrum þræði fegnir þessum málalokum. Þeir voru komnir í nokkrar ógöngur og réðu hrein- lega ekki við þróun mála. Gagnið af uppátæki þeirra hjá SIS felst hinsvegar í því að kröfugerð ASí er hófsamari. I stað þess, að gera ráð fyrir 5% almennri grunnkaupshækkun og sérkröfum þar til viðbótar, þá er gengið út f rá því að kauphækkan- ir verði alls innan við fimm pró- sentin. Jafnframt er í augsýn lausn eða uppstokkun á þeim launa- f lokkafrumskógi, sem f lestir eru sammála um að þurfi að af- nema. Þótt einkennilegt sé, er ekki ólíklegt að þróun viðræðnanna síðustu daga sé ríkisstjórninni að skapi að því leyti að samningum verði haldið innan hóflegra marka. I þeim efnum á hún sam- leið með vinnuveitendum, eins og öllum ætti að vera Ijóst. Eins og mál hafa skipast hefur staða vinnuveitenda styrkst. Það hefur sannast að án atbeina þeirra verða kjarasamningar ekki gerðir. Nú er aðeins eftir að sjá, hvort þetta sé lokalotan og hver verði úrslitin. Um það er of snemmt að spá!A VÍBJÚMVAlÍAÍÍS SU spurning, sem ég varpaöi hér fram fyrir nokkrum vikum um baö. hvort ný flokkaskipan væri i uppsiglingu hérlendis, viröist hafa bögglast dálltiö fyrir brjóstinu á sumum. tir ýmsum áttum hafa menn látiö frá sér fara fullyröingar um aö engin þörf sé á nýjum stjórn- málaflokkum. Þaö hefur veriö gaman aö sjá þessi viðbrögö, en lái mér hver sem vill aö skemmtilegust fannst mér yfir- lýsingin i leiöara Þjóöviljans um aö menn skyldu kljúfa Sjálf- stæöisflokkinn með mikilli gát, þvi menn vissu hvaö þeir heföu, en ekki hvaö þeir hrepptu! Ótti við keðjuverkun. Þessi ótti Þjóöviljans er rök- réttur, þvi eins og ástandiö er nú myndi alvarlegur klofningur á öörum enda politíska litrófsins hafa áhrif á þaö allt. Slikt los er nú á pólitisku fylgi og einnig er aö finna meiri og minni óánægju innan allra flokka. Oánægjan er af misjöfnum toga spunnin. Sums staöar eru forystuvanda- mál, annars staöar óánægja meö framkvæmd stefnu og efndir kosningaloforöa og svo má ekki gleyma þriöja atriöinu, sem vafalaust vegur þyngst á metunum þegar allt kemur til alls: Breyttir timar og breytt viöhorf. Gömul flokkaskipan — nýtt þjóðfélag. Flokkaskipan okkar er oröin meira en hálfrar aldar gömul aö stofni til. Nú gæti það allt blessast ef flokkarnir hefðu aö- lagast þeim gifurlegu breyting- um, sem siðan hafa oröiö, en þaö hefur þeim gengiö misjafn- lega. Jdnas frá Hriflu hefur oft meö réttu veriö kallaöur faöir núver- andiflokkaskiDunar. Hún var aö ýmsu leyti snilldarvel hugsuö og i einföldustu mynd átti Fram- sóknarflokkur aö vera flokkur bænda, Alþýöuflokkur átti aö gæta hagsmuna launþega í þétt- býli og vera mótvægi gegn Framsóknarflokknum, en samt skársti samstarfsaöilinn, Sjálf- stæöisflokkurinn eöa þau öfl, sem hann mynduöu, átti aö vera flokkur borgarastéttanna, það er eignamannanna í Þjóöfélag- inu. Kommúnistar voru ekki inni i mynd Jónasar i upphafi. Fastir i myndinni. Þdtt flokkarnir hafi ekki allir haslaö sér völl eftir hugmynd- um Jónasar sitja þeir þó flestir 'fastir I gömlum skorðum. Foringjar Sjálfstæöisflokksins sneru á Jónas aö þvi leyti aö þeir geröu flokk sinn aö , ,flokki allra stétta” og undir þvi kjör- oröióx hann mikiö. Andstæöing- ar hanshéldu þvi ávallt fram aö hann væri óeðlilega stór og myndi ekki standast til fram- búöar. Mér er nær aö halda aö þeir hafi haft rétt fyrir sér. Þessi uppbygging hefur valdiö þvi aö flokkurinn hefur oröiö svifaseinn I ákvaröanatöku, og ég efast um aö svona stétta- hrúgald standist nú til dags. Menn vilja hreinni og ákveðnari afstöðu en svona flokkur á auö- velt meö að taka, og liklega er þetta I raun meira vandamál fyrir flokkinn en timabundnir forystuerfiöleikar. Enginn flokkur veröur feitur á þvi nú til dags að gæta hags- muna bænda einna. Þvi hefur Framsóknarflokkurinn leitaö eftir fótfestu i þéttbýlinu. En honum hefur gengiö illa aö rifa sig úr viðjum vanans. Ef hann tekur ekki á sig rögg og sannar betur i framtiðinni en hingaö til aö hann vilji gæta hagsmuna fólks hvar sem þaö býr á land- inu mun sá dagur renna upp að hann veröi ekki lengur hafður meö I ráöum. Þegar misrétti núverandi kjördæmaskipulags veröur leiörétt reynir á hvort flokkurinn lifir eöa rétt tórir. Alþýöuflokkurinn situr blýfast- ur i Jónasarkenningunni. í hvert skipti sem mikiö liggur viö er rokiö til og andskotast á landbúnaöi og samvinnuhreyf- ingu,rétt eins og Jdnas ætlaöist til og eins og ekkert hafi gerst I hálfa öld. Malarmenn, sem aldrei hafa unnið handtak utan þéttbýlis endurskipuleggja landbúnaö og dreifbýlisbiísetu á papplr, sem er svona álika gáfulegt og ef búnaðarfélag Langnesinga væri fangiö til aö skipuleggja hverfi f Reykjavik. Alþýöubandalagiö —áöur s ós I a 1 is t a f 1 ok k u r og kommúnistaflokkur— stendur frammi fyrir svipuöu vanda- máli og Sjálfstæöisflokkurinn að þvi leyti aö það er aö veröa stéttahrúgald, sem veröur aö taka tillit til ótal sjónarmiöa til þess aö viöhalda fylgi sinu. Þvi gengur ágætlega I stjórnarand- stööu, þegar þaö getur ■ tekiö undir kröfur allra og veriö á móti öllu. Erfiöleikarnir koma I ljós, þegar til stjórnarstarfa kemur. Þá verður aö rekja óánægjuhópana öfuga heim, sneypta, reiða og ringlaöa, og þeir sem ólatastir hafa verið aö ganga erinda flokksins skilja hvorki upp né niður. Viðbrögð nýs þjóð- félags. Þjóöfélagiö mun breytast mikiö næstu áratugina, liklega miklu meira en undanfarin ár þótt flestum hafi fundist ndg um. Þýöing hinna gömlu at- vinnuvega breytist einnig. Landbúnaöurinn framleiöir fyrir innanlandsmarkaö, sjávarútvegurinn mun eiga I si- harönandi samkeppni um markaöi I öörum velferöarþjóö- félögum. Langmestur hluti landsmanna mun starfa viö : hvers kyns iðnaö og si stærri. hluti þeirra mun veröa tækni- menntaöur á einn eöa annan hátt. Þessi meirihluti þjóöar- innar mun ekki sætta sig viö aö veröa eilíflega sniðgenginn af fulltrúum forréttindastétta sem sitja I skjóli flokkakerfis frá þvi fyrir kreppuna miklu. Hann gerir sig ekki ánægöan meö bunka af fallegum skýrslum, neöanmóls j Magnús Bjarnfreðsson ræðir um flokkaskipan á | Islandi/ stöðu núverandi ■ flokka og hugsanlegar I breytingar og viðbrögð j við þeim. þar sem boöaö er aö einhvern- tima þurfi aö fara aö endur- skoöa atvinnustefnu þjóöarinn- ar. Úlfúö innan flokka og forystu- vandamál geta vissulega ýtt undir þá þróun aö hiö leitandi afl innan islenskra stjórnmála, „lausafylgið” svonefnda finni sér nýjan farveg meö tilstyrk margra hugsandi manna úr gömlu flokkunum. En liklega skiptir þaö ekki sköpum, hvernig þau vandamál leysast. Ef stjórnmálaflokkarnir fara hins vegar ekki aö horfa framan I þjóöfélagiö eins og þaö er þá er þaö ekki spurning hvort flokka- skipanin riölast heldur hvenær. Magnús Bjamfreösson. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.